Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						1
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999   79
FRETTIR
„Síberíuhrað-
lestin" sýnd í
bíósal MÍR
KVIKMYNDIN „Síberuhraðlest-
in" verður sýnd í bíósal MÍR,
Vatnsstíg 10, sunnudaginn 7. mars
kl. 15.
Mynd þessi var gerð í Kazakhst-
an á áttunda áratugnum undir leik-
stjórn Eldars Úrazbajevs, en hand-
ritshöfundar voru þeir Alexander
Adabashjan og Nikita Mikhalkov í
samvinnu við Andrei Mikhalkov-
Kontsalovskíj. Sagan, sem sögð er í
myndinni gerist á árinu 1927.
Japanski iðnjöfurinn Saito telur að
samlandar sínir eigi að stunda við-
skipti við Rússa en ekki standa í
stríði við þá og fer því í viðskiptaer-
indum til Moskvu. Leyniþjónusta
Japana undirbýr þá áætlun um að
myrða Saito í svefnklefa hans í Sí-
beríuhraðlestinni og vekja síðan
grun um að sovéskur útsendari hafi
framið morðið. Inn í ráðagerðina er
blandað      kabaretteigandanum
Pham, sem er Kazakhi að þjóðerni
en með kínverskt vegabréf. Ætlun-
in er að láta Demidovu, sem læst
vera kona Phams, skjóta á Saito, en
síðan á að koma þeim hjónaleysun-
um fyrir kattarnef og lauma skil-
ríkjum og byssu í vasa Phams. En
japanska leyniþjónustan veit ekki
að Pham er sovéskur TSEKA-mað-
ur og heitir í reynd Omar Kasym-
kanov. Áform Japana renna því út í
sandinn.
Myndin er talsett á ensku. Að-
gangur er ókeypis og öllum heimill.
Samæfíng björg-
unarsveita á
Suðurnesjum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda
samæfingu björgunarsveita á Suð-
urnesjum ásamt Almannavörnum
Suðurnesja, Brunavörnum Suður-
nesja og slökkviliðinu á Keflavíkur-
flugvelli ásamt svæðisstjórn laug-
ardaginn 13. mars. Fyrirhugað er
að hafa æfmguna milli kl. 13 og 18.
I æfingunni er gengið út frá því
að um stórslys sé að ræða, segir í
fréttatilkynningu. Boeing 727
einkavél með um 30-^40 manns um
borð lendir í mikilli ísingu á leið til
Keflavíkurflugvallar og er í miklum
vandræðum í lokastefnu á braut.
Fær vélin ís í tvo mótora, missir
mikla hæð og brotlendir í sjó við
Stafnesvita, brotnar í þrjá hluta og
dreifist um stórt svæði. Mikill eldur
kemur upp í vélinni.
I æfingunni taka þátt Björgunar-
sveitirnar Skyggnir í Vogum, Ægir
í Garði, Sigurvon, Sandgerði, Eldey
í Höfnum, Þorbjörn í Grindavík,
Suðurnes, Reykjanesbæ, Oreon
Keflavíkurflugvelli, björgunarbát-
arnir Hannes Þ. Hafstein, Sand-
gerði, og Oddur V. Gíslason, Gr-
indavík, Almannavarnir Suður-
nesja, Brunavarnir Suðurnesja,
Slökkvilið Keflavíkurflugvallar, T0-
kynningaskyldan, svæðisstjórn,
lögreglan í Keflavík og Slökkvilið
Sandgerðisbæjar.
Skíðaganga og
gönguferð
FERÐAFÉLAG íslands efnir til
tveggja sunnudagsferða á sunnu-
dag. Kl. 10.30 er skíðaganga yflr
Leggjabrjót, gömlu leiðina milli
Þingvalla og Hvalfjarðar. Sú ganga
er fyrir vant skíðagöngufólk. At-
hugun hefur leitt í ljós að skíðafæri
er erfitt og því æskilegt að vera á
skíðum með stálköntum.
Kl. 13 er gönguferð á Reykja-
borg (286 m. y.s.) og Æsistaðafjall í
Mosfellssveit. Brottfór frá BSI,
austanmegin og Mörkinni 6. Átta-
vitanámskeið er þriðjudaginn 16.
mars kl. 20. Skráning á skrifstof-
unni. Aðalfundur ferðafélagsins er
miðvikudagskvöldið 17. mars kl.
20.30 í Mörkinni 6. Upplýsingablað
um páskaferðirnar liggur frammi á
skristofunni og er einnig hægt að fá
sent.
SIGURLIÐ síðasta árs í aldursflokki 12-15 ára.
Nemendasýning og liða-
keppni í dansi á Broadway
NEMENDASYNING Dansskóla
Jóns Péturs og Köru verður
haldin á Broadway sunnudaginn
14. mars nk. Þar munu allir nem-
endur í barna- og unglingahóp-
um skólans ásamt nokkrum full-
orðinshópum koma fram með
sýnishorn af því sem þeir hafa
lært í vetur. Húsið verður opnað
kl. 13 og hefst sýningin kl. 14.
Strax að lokinni sýningu kl. 15
verður liðakeppni á milli dans-
skóla og hefur nokkrum dansskól-
um verið boðið til leiks. Keppt
verður í tveimur aldursflokkum,
11 ára og yngri og 12-15 ára.
Hvert lið samanstendur af fjórum
danspörum, tveimur sem dansa
standard dansana. Fimm dómarar
munu dæma keppnina.
Miða á sýninguna og keppnina
verða seldir á Hótel Islandi 14.
mars og hefst miðasala kl. 13.
Frítt er fyrir 11 ára og yngri en
aðgangseyrir fyrir 12 ára og
eldri er 500 kr.
Málþing
um streitu
NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG
Reykjavíkur efnir til málþings  í
Þingsal 1, Hótel Loftleiðum, þriðju-
daginn 16. mars kl. 20. Málþingið
ber yfirskriftina: Líf án streitu.
í fréttatilkynningu segir að fjallað
verði um spurningar á borð við
hvaðan streitan sé komin, hvort við
getum hamið hana, hvort hægt sé að
nýta hana til góðs eða þurfi að út-
rýma henni.
Fundarstjóri verður Anna Páls-
dóttir, upplýsingafulltrúi Heilsu-
stofnunar NLFI í Hveragerði.
Frummælendur verða: Þórkatla Að-
alsteinsdóttir sálfræðingur, Konráð
Adolphsson, skólastjóri Stjórnunar-
skólans, Katrín Fjeldsted heimilis-
læknir og Hildur Hákonardóttir,
forstöðumaður Listasafns Arnes-
inga.
Anna Elísabet Ólafsdóttir, mat-
væla- og næringafræðingur, Anna S.
Pálsdóttir prestur og Magnús
Scheving þolfimikennari verða með
pallborðsumræður.
Aðgangseyrir er 400 kr. en frítt
verður fyrir félagsmenn.
Kosningamið-
stöð VG opnuð
KOSNINGAMIÐSTÖÐ     Vinstri
hreyfmgarinnar _ græns framboðs
verður opnuð á morgun, sunnudag,
kl. 16, á Suðurgötu 7, á horni Vonar-
strætis og Suðurgötu.
Listamenn flytja orð og tóna og
nokkrir frambjóðendur og forystu-
menn flokksins ávarpa gesti.
Kaffi og sætabrauð á boðstóium.
Frjálslyndi flokkurinn
Stjórnmálafundur
og kjördæmafélag
SVERRIR Hermannsson boðar til
almenns stjórnmálafundar í Félags-
lundi á Reyðarfirði í dag, laugardag-
inn 13. mars, kl. 15.
Klukkustund fyrr verður stofnfund-
ur kjördæmisfélags Austurlands hald-
inn á sama stað. Þegar hafa verið
stofnuð kjördæmafélög í Reykjavík, á
Reykjanesi, í Norðurlandskjördæmi
vestra og Norðurlandskjördæmi
eystra, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Frjálslynda flokknum.
VINNINGSHAFINN í afmælisleik mbl.is var Hulda Jónsdóttir sem á
myndinni hefur tekið við gjafabréfi af Guðna Hreinssyni hjá Flugleið-
um (t.v.) en fulltrúi afmælisbarnsins mbl.is, Halldór Bachmann, er
lengst til hægri á myndinni.
Afmælisleikur mbl.is
í TILEFNI af eins árs afmæli
mbl.is 2. febrúar sl. var gestum
vefsins boðið að taka þátt í leik á
smávef sem gerður var af þessu
tilefni.
Á vefnum komu fram upplýs-
ingar um sögu vefsins, heim-
sóknatölur, fjöldá sérvefja sem
birst hafa o.m.fl. Þátttakendur í
leiknum voru spurðir spurninga
úr þessum upplýsingum og voru
vegleg verðlaun í boði: Ferð fyrir
tvo til Minneapolis með Flugleið-
um með gistingu á fimm sljöriiu
lúxushóteli ásamt tveim miðum á
eina vinsælustu leiksýninguna
þar í borg. Þetta virtist falla í
góðan jarðveg hjá gestum mbl.is
því fjöldinn allur tók þátt í hon-
um.
Maraþon í
sundi fyrir hreyfí-
hamlaða unglinga
UNGLINGAHÓPURINN BUSL
sem er á vegum Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra, mun halda mara-
þon í sundi. Maraþonið hefst laugar-
daginn 13. mars kl. 9 í sundlaug
Sjálfsbjargarheimilisins í Hátúni 12,
gengið inn að norðanverðu.
Tilgangur þessa sunds er að safna
áheitum til styrktar utanlandsferð
hópsins sem farin verður árið 2000.
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja
ferðina með áheitum eða öðrum
hætti geta haft samband við skrif-
stofur Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra. Hópurinn hefur stofnað
bankareikning í Sparisjóði vélstjóra
og er númer reikningsins 407 546,
segir í fréttatilkynningu.
Samkoma Súð-
víkinga, Álftfírð-
inga og Seyðfírð-
inga syðra
FÉLAG Súðvíkinga, Álftfirðinga og
Seyðfirðinga syðra verður sunnudag-
inn 14. mars í Safnaðarheimili Dóm-
kirkjunnar að lokinni messu í kirkj-
unni sem hefst kl. 14. Prestur er sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson, fyrrver-
andi sóknarprestur Súðvíkinga.
Félagsstjórnin gengst fyrir sam-
komunni og dagskrá hennar. Fólk úr
þessum sveitum við Djúp er velkom-
ið ásamt fjölskyldum sínum til þess
að styrkja kynnin og rifja upp liðna
tíð, segir í fréttatilkynningu.
Lýst eftir
stolinni bifreið
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir bifreiðinni HX-898 sem er Toyota
Corolla árgerð 1986, rauð að lit.
Bifreiðinni var stolið frá Sjúkra-
húsi Reykjavíkur, Fossvogi, mánu-
daginn 8. mars. s.l.
Þeir sem hafa einhverjar upplýs-
ingar um bifreiðina hafí samband við
lögregluna í Reykjavík.
Fyrstu nemend-
ur í jarðlagna-
tækni útskrifast
FYRSTU nemar í jarðlagnatækni
eru nú að ljúka námi. Samorka hefur í
samvinnu við Menningar- og fræðslu-
samband alþýðu, Eflingu stéttarfélag
og Landssímann undirbúið nám í
jarðlagnatækni. Sautján manns munu
ljúka námi. Markmiðin með starfs-
náminu eru betri og ánægðari starfs-
kraftar, aukin gæði á lagnakerfi og
auknir möguleikar á að bæta kjör
starfsmanna og gera starfsmenn jafn-
víga á jarðlagnir hjá vatnsveitum,
hitaveitum, rafveitum og síma.
Námið er hugsað fyrir ófaglærða
starfsmenn sem vinna við jarðlagnir
hjá hitaveitum, rafveitum, vatnsveit-
um, fráveitum, Landssímanum og
verktökum. Kenndar eru bæði al-
mennar greinar s.s. íslenska, stærð-
fræði, tölvukennsla og bókleg og verk-
leg kennsla í jarðlögnum, jarðvegs-
fræði, rafmagnsfræði og vélfræði.
Einnig er fjallað um veitufyrirtækin,
öryggismál, réttindi og skyldur á
vinnumarkaði og lög og reglugerðir er
varða veitufyrirtækin. Starfsnámið er
alls 300 tímar. Kennt er í þremur hálfs
mánaðar törnum. Gert er ráð fyrir að
næsti hópur byrji á haustmánuðum.
Afhending skírteina fer fram í
móttökuhúsi Vatnsveitu Reykjavík-
ur kl. 14 laugardaginn 13. mars nk.
og mun borgarstjóri, Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, afhenda skírteinin.
Ólafur Olafsson
ræðir um sam-
skipti lækna og
sjúklinga
STYRKUR, samtök krabbameins-
sjúklinga og aðstandenda þeirra,
verður með opið hús mánudaginn 15.
mars kl. 20.30 í Skógarhlíð 8 í
Reykjavík.
Olafur Olafsson, fyrrverandi land-
læknir, ræðir um samskipti lækna og
sjúklinga. í frétt frá Styrk segir að
allir velunnarar félagsins séu vel-
komnir.
Fyrirlestur um
uppeldisaðferðir
DR. SIGRÚN Aðalþjarnardóttir,
prófessor við Háskóla Islands, ræðir
á fræðslufundi í Hofsstaðaskóia um
uppeldisaðferðir og samskipti for-
eldra og barna mánudaginn 15. mars
k. 20.30. Nefnist fyrirlestur hennar:
Ræðum saman heima - uppeldisað-
ferðir foreldra.
Sigrún hefur mikla reynslu af því
að vinna með börnum og unglingum
og hefur gert rannsóknir m.a. á sam-
skiptahæfni barna og áhrifum upp-
eldisaðferða á áhættuhegðun. Sigrún
hannaði einnig námsefnið Samvera
sem notað hefur verið í grunnskólum
með góðum árangri, segir í fréttatil-
kynningu.
Að loknum fyrirlestri verður boðið
upp á kaffi og síðan verða fyrirspurnir.
Arshátíð Alli-
an^e Fran^aise
ÁRSHÁTÍÐ Alliance Francaise
verður haldin fóstudaginn 19. mars í
Risinu, Hverfisgötu 105.
Dagskráin hefst kl. 20 með hátíð-
arkvóldverði að katalónskum hætti.
Matreiðslumeistari er Fancis Fons
sem ættaður er frá Katalóníu, héraði
á landamærum Frakklands og Spán-
ar. Meðan á borðhaldi stendur verða
uppákomur og leikir og verður happ-
drætti þar sem meðal vinninga verð-
ur flugferð til Parísar. Loks verður
stiginn dans fram á nótt.
Aðgansmiðar liggja frammi í húsa-
kynnum Alliange Francaise, Austur-
stræti 3. Miðaverð er 2.950 kr. og
veitir hver miði þátttóku í happ-
drættinu.
3.950 kr. fyrir félagsmenn en 5.650 kr.
fyrir aðra. Tekið er við skráningu á
skrifstofu Gigtarfélags íslands, Ár-
• múla 5, segir í fréttatilkynningu.
Kaffídagur Dýr-
fírðingafélagsins
DÝRFIRÐINGAFÉLAGIÐ      í
Reykjavík heldur hinn árlega kaffi-
dag félagsins sunnudaginn 14. mars í
Bústaðakirkju. Hefst hann með
guðsþjónustu kl. 14 en prestur verð-
ur sr. Pálmi Matthíasson. Þegar
messunni lýkur hefst kaffisala í safn-
aðarheimilinu.
Allir velunnrar félagsins og Dýra-
fjarðar eru velkomnir og er félags-
mönnum 70 ára og eldri sérstaklega
boðið.
Námskeið um að
styrkja bak
BAKSKÓLI Gigtarfélags íslands
hefst mánudaginn 15. mars kl.
17.-19. Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir
sjúkraþjálfari kennir hvernig á að
nota og styrkja bak á réttan hátt.
Á námskeiðinu verður farið í upp-
byggingu baksins og helstu mein og
varnir þeirra, líkamsbeitingu og
vinnuvernd. Hver tími er byggður
upp af bæði bóklegum og verklegum
þáttum. Einnig er gert ráð fyrir að
hópurinn geti hist eftir 4-6 vikur til að
ræða hvernig gangi og rifja upp það
sem lærst hefur. Námskeiðið kostar
3.950 kr. fyrir félagsmenn en 5.650 kr.
fyrir aðra. TeMð er við skráningu á
skrifstofu Gigtarfélags íslands, Ár-
múla 5, segir í fréttatilkynningu.
Leiðrétt
Internetið - útflutningsleið
nútímans
í frétt sem birtist í Morgunblað-
inu í gær um ráðstefnuna „Internet-
ið - útflutningsleið nútímans" féll
niður annar aðstandandi ráðstefn-
unnar. Hið rétta er að ráðstefnan
yar haldin á vegum Útflutningsráðs
íslands og Samtaka íslenskra hug-
búnaðarfyrirtækja. Er beðist vel-
virðingar á þessum mistökum.
Aðalfundur Eimskips
I frétt er birtist í Morgunblaðinu í
gær um aðalfund Eimskips vantaði
orð (arð) inn í textann. Birtist hann
réttur hér: Á fundinum var sam-
þykkt samhljóða að greiða 10% arð
til hluthafa. Er beðist velvirðingar á
þessum mistökum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92