Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 52
-"52 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ELÍSABET GUÐJÓNSDÓTTIR + Elísabet Guð- jónsdóttir fædd- ist í Bolungarvík 30. september 1907. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 14. mars síðastlið- inn. Hún var dóttir Sigríðar Kristjáns- dóttur og Guðjóns Jenssonar. Þau bjuggu allan sinn búskap í Bolungar- ’ vík. Systkini Elísa- betar eru Böðvar, kenndur við Hnífs- dal, f. 1905, d. 1961; Guðrún, f. 1909, d. 1993; Stein- dór, f. 1910, d. 1977; Karitas, f. 1915; Ásgeir, f. 1918, d. 1930; Kristján, f. 1924, lést sem barn. Árið 1939 giftist Elísabet Guðmundi St. Þorgrímssyni frá Miklahóli í Skagafirði, f. 8. maí 1897, d. 19. október 1944. Þeim varð ekki barna auðið. Árið 1941 tóku þau í fóstur Rut Sigurð- ardóttur sem er gift Einari Lútherssyni rafverktaka og eiga þau fjögur börn. Þau eru Elísabet, f. 1958; Lúther, f. 1960; Guðmundur, f. 1966, og Rakel, f. 1971. Elísabet verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku móðir, allt vil þakka þér, ást og tryggð sem naut um ára fjöld. Aðeins minning á nú eftir hér sem ornar mér fram á ævi kvöld. Börnin kveðja, brestur orð um sinn, bera sorg svo þunga í bijósti sér. Meðtak andann, mikli Drottinn minn, með oss ver á meðan dveljum hér. Far í friði, vinir færa þökk, falla tár, við hvíslum undur hljótt. Gullna minning geyma hjörtun klökk, Guð gefi, vina, góða nótt. (Rut Sig.) Rut. Elsku amman mín, það koma svo ótalmargar minningar upp í hugann þegar ég hugsa til þín, heimsóknir mínar til þín á Leifsgötuna og þegar *iég gat farið að ganga ein til þín leið- andi Einar með mér, þá fannst mér ég vera orðin svo stór,_ og öll skiptin er þú passaðir okkur. Ég átti því láni að fagna að alast upp með móður mína heima og þig þar líka, þar sem þú komst nærri því á hverjum degi til okkar. Þótt samverustundunum fækkaði, þegar við öll stofnuðum okkar eigin heimili, voru þau ófá símtölin, þar sem alltaf var spurt hvemig allir hefðu það. Umhyggjan sem þú barst fyrir okkur öllum er ómetanleg. Þú fylgdist svo vel með okkur og vildir alltaf fá að vita hvernig okkur gengi í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Eg þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, ^0 það yrði margt ef telja skyldi það. I lífsins bók það liflr samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós er gerir jafnan dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. Ég veit þú varst orðin þreytt amma mín og er það því huggun okkar allra núna, að nú líði þér bet- ur. Hvíldu í friði. Rakel. Ef sérðu gamla konu - þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann (Pg fómaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar, fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Mundu að gömul kona var ung og fógur forðum og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Og sýndu henni vinsemd í verki og í orðum, sú virðing hæfir henni og móður þinni best. Því aðeins færðu skilið og metið þína móður, að minning hennar verði þér ávallt hrein ogskýr og veki hjá þér Iöngun til að vera öðrum góður og vaxir inn í himin, þar sem kærleikurinn býr. Elsku amma, Guð gefi þér þreyttri hvíld. Guðmundur. mikill. Það er höggvið skarð í fjöl- skylduna sem er samheldin og traust. Það skarð er komið og verður áfram. Hún er sú þriðja úr stórfjöl- skylduhring sínum sem kveður þennan heim á fýrstu þremur mán- uðum þessa árs, en mágkona hennar lést 24. janúar síðastliðinn, þá systir hennar viku seinna. Nú fær hún kall- ið og þá er bara að hlýða. Síðasti spölurinn er nú á enda. I viðtali við konu fyrir nokkru síðan bar á góma fráfall þessarar kynslóðar. Komumst við að raun um það að hópurinn sem fæddur er á fyrsta fjórðungi þessa aldar væri senn að hverfa. Almennt óttast aldraðir ekki dauðann. Þeir sjá ýmislegt annað sem þeim finnst miklu verra. En allt er þá þrennt er segir máltækið. Þegai- þær fyrri höfðu kvatt varð einum úr fjölskyld- unni það á orði að nú væru farnar tvær og sú þriðja færi örugglega inn- an skamms. Sú varð raunin. Það er líka hægt að sjá töluna þrjá í ljósi trúar, en hún er heilög, faðir, sonur og heilagur andi. Beta trúði á þenn- an þríeina guð og það hefur áreiðan- lega hjálpað henni til að komast bet- ur í gegnum lífið. Beta var hæglát og hógvær kona, en baráttukona mikil eins og flestir daglaunamenn þurftu að vera á þeim tíma sem hennar kynslóð var í blóma lífsins. Hún missti mann sinn allt of fljótt og var þá ein að berjast áfram með augasteininn sinn, litlu stelpuna sína sem hún elskaði svo heitt. Þeim hjónum varð ekki bama auðið en tóku barn í fóstur. Beta vann því hörðum höndum hvers kyns störf sem í boði voru til að hafa lífsviður- væri fyrir sig og barnið. Hún fæddist í Bolungarvík, en hjúskaparárin bjó hún á Siglufirði. Á seinni árum hefur hún verið í Reykjavík. Hún var fork- ur dugleg og ósérhlífin. Fóstur- dóttirin Rut hefur alltaf verið stoltið hennar, velferð hennar og hagur skipti öllu máli. Rut er gift Einari Lúthersyni rafvirkjameistara. Hann er hinn vænsti maður. Þau eiga fóg- ur mannvænleg börn sem nú syrgja ömmu sína. Beta hefur á seinni árum barist við veikindi af ýmsu tagi. Fyr- ir allmörgum árum fékk hún melt- ingarfærakrabba sem henni tókst að sigrast á með guðs hjálp og góðra manna. Jafnvægistruflanir og svimi af óþekktum orsökum hafa hrjáð hana svo hún er margbúin að detta og brjóta sig. En brotin hafa gróið og alltaf sigraði Beta áfóllin sem eru nú orðin nokkuð mörg. Nú hafa himnaklukkur kallað, kallað þig inn til dýrðarinnar. Þú verður krýnd kórónu eilífs lífs. Ég veit að þér líður vel núna, farin frá öllum sjúkdómum og böli. Hvíl í friði. Kjarnafjölskyldu þinni og Kaju sem nú er orðin ein eftir af systkin- unum votta ég og fjölskylda mín dýpstu samúð. Hanna Kolbrún Jónsdóttir. Himnaklukkur kalla. Það er fagur- bjartur vordagur en þó nokkuð kald- ur. Elísabet Guðjónsdóttir er að kveðja lífið hér á jörð. Hennar dagar eru taldir, árin orðin níutíu. Hún er vel undirbúin þennan fagra dag og komin að því að vera krýnd kór- ónu eilífs lífs. Söknuðurinn er þó Óðfluga dagar og lífsstundir líða, h'ða frá mér og frá þér. Húmið á sígur og kvöldstundin kemur, kemur að mér og að þér. Með þessum ljóðlínum Péturs Sig- urðssonar kveð ég þig í dag, Beta mín, og þakka liðnu árin. Kallið er komið, dagur að kveldi kominn. Með rúm 90 ár að baki er dagsverki lokið. Lúin og þrekið búið, hvíldinni fegin, sofnaðir þú svefninum langa. Þú þekktir tímana tvenna, snemma úr rekkju risið og oft dagur að kveldi kominn er lagst var til hvíldar, sem sé unnið myrkranna á milli. Ef einhver tími gafst var tekið í prjóna og plöggin gefin í allar áttú og handbragðið ákaflega fallegt. Þessi góða kona var dagfarsprúð, vinur vina sinna. Við áttum kvöld- stund með henni þegar hún varð ní- ræð, hún var þá þrotin að kröftum. Þarna raulaði hópurinn saman nokk- ur lög. Hún var í gegnum árin meira fyrh' að vera gefandi en þiggjandi. Hún hvílir nú í friði, sofnuð hinsta sinni og bíður þess að orð Ritningar- innar í I. Þessalóníkubréfi 13-18 rætist, er segir: „Ekki viljum vér bræður láta yður vera ókunnugt um þá sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því, að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð sömuleiðis fyrir Jesúm leiða ásamt fram þá, sem sofnaðir eru, því að það segjum vér yður og höfum fyrir oss orð Drottins, að vér, sem lifum og erum eftir við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu. Því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuð- engils raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni, og þeir sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem lif- um, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu, og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Huggið því hver annan með þessum orðum.“ Orð Ritningarinnar munu rætast. Ég kveð að lokum með einu erindi úr gullfallegum sálmi Elínborgar Guðmundsdóttur: Ó, þegar ég við æðri og fegri sól allt fæ að sjá er húm og skuggi fól. Ljóst mér þá verður, leitt að hafði sá leiðina vel er þekkti byrjun frá. Megi hann sem öllu stjómar og leiðir okkur hvert fótmál umvefja ættingja og vini Elísabetar kær- leiksörmum sínum, milda sorgina. Minningin lifir um góða konu. Hvfl þú í friði. Karl Vignir. Mig langar í örfáum orðum að minnast vinkonu minnar Betu. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en hún væri bara til. Hún kom til foreldra minna fyrir mína tíð og hjálpaði til við allt milli himins og jarðar. Þegar ég fór frá Siglufirði á sínum tíma var Beta löngu flutt þaðan og lágu leiðir okkar ekki saman aftur fyrr en í kringum 1968 í Reykjavík. Hún fylgdist alltaf með okkur krökkunum og vissi uppi á hár hvar við vorum niðurkomin. Þegar ég byrjaði bú- skap sendi hún mér að gjöf dúk og fleira, sem ég á enn og þykir mjög vænt um. Alltaf höfðum við samband bréflega eða í síma og það voru ánægjuleg samskipti okkar á milli. Hún taldi það ekki eftir sér að „skreppa" upp í Grafarvog og svo seinna í Vesturbæinn í kaffisopann og kleinui-nar. Ég man ekki eftir þeim degi að hún væri ekki að fara í sendiferðir fyrir „Pétur og Pál“ og alltaf ferðaðist hún um borgina í strætó. Hún var með greiðviknari manneskjum sem ég hef þekkt. Ég læt fljóta með vísu eftir móður mína, með kæru þakklæti fyrir allt sem Beta hefur gert fyrú fjölskyldu okk- ar í gegnum tíðina. Við þökkum þér kæra hvem dag hveija nótt, við kveðjumst um sinn hér í heimi. Hjartkæra vina, já hvíl þú nú rótt og heilagur Drottinn þig geymi. Jóhanna Pálsdóttir. GRÓA JÓHANNSDÓTTIR + Gróa Jóhanns- dóttir fæddist í Austurey í Laugar- dal 12. september 1912. Hún lést á sjúkrahúsi Akra- ness 14. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Kr. Ólafsson, smið- ur og bóndi í Aust- urey og á Kjóastöð- um, f. 17. október 1883, og k.h. Sigríð- ur Þórarinsdóttir frá Drumboddsstöð- um, f. 12. júní 1886. Systkini Gróu voru: Rannveig, f. 1913, Ólafur, f. 1919, d. 1958, og Þórarinn, f. 1929. Gróa giftist Guðmundi Stef- ánssyni Jónssyni, f. 30. júní 1902, bónda í Galtarholti. For- eldrar hans voru Jón Jónsson, Með nokkrum orðum langar mig að minnast ömmu minnar Gróu, eða ömmu í Galtarholti eins og við systk- inin kölluðum hana. Amma í Galtar- holti var sterkur persónuleiki og minnisstæð þeim sem hana hittu. Hún var sérlega viljasterk og er það haft til merkis um það í minni fjöl- skyldu er bróðir minn var hjá henni í sveit og vildi ekki borða kjötsúpu, sem var á borðum. I tvo klukkutíma sat hún yfir honum þangað til hann gafst upp og borðaði súpuna. Síðan þá hefur hann borðað kjötsúpu. Þessi viljastyrkur og þolgæði hennar hefur án efa hjálpað henni í gegnum þá erf- iðu tíma er hún missti mann sinn 1956 og stóð ein uppi með fjögur böm. Amma var mjög vel gefin og feiki- vel lesin á hinum ólíklegustu sviðum. Hún hafði ákveðnar skoðanir og þreytti jafnvel kappræður ef henni fannst fólk vera að halda fram ein- hverri vitleysu. En af öllu því sem hún hafði áhuga á var ættfræðin henni þó örugglega hugleiknust. Yfirleitt þurfti ekki annað en minn- ast á einhverja manneskju og þá gat amma þulið upp ættir viðkomandi langt aftur í aldir. Hún hafði einnig landpóstur í Galtar- holti, og k.h. Sigríð- ur Guðmundsdóttir frá Kvíum. Gróa og Guðmundur eign- uðust Ijögur börn: Lillý Sigríði, f. 1939, Jón Ómar og Jóhann Birgi, f. 1948, og Svanhildi, f. 1949. Gróa lauk námi frá Kennara- skólanum 1933 og starfaði sem far- kennari á Vatns- leysuströnd, í Reyk- holtsdal og í Borg- arhreppi og sem heimiliskenn- ari að Brautarholti á Kjalar- nesi, þar til hún giftist Guð- mundi. títför Gróu fer fram í dag frá Fossvogskapellu og hefst at- höfnin klukkan 10.30. mikinn áhuga á uppruna íslendinga og ræddum við það oft hvar rætur þessarar þjóðar liggja. Ég man er ég var stelpa í sveit hjá henni og við sátum í stóra græna eldhúsinu, í gamla húsinu í Galtar- holti, og amma las íýrh mig „Ráðs- konuna á Grund“, bók sem ég held ennþá mikið upp á. Hún var góður hagyrðingur og hafði yndi af vísum og ljóðum. Þegar ég var hjá henni í sveitinni reyndi ég mig líka í ljóða- gerð og ég man hve hún var hreykin af afrakstrinum, þótt varla geti hann hafa verið merkilegur. Og það var amma í Galtarholti sem kenndi mér að þekkja fugla og greina blóm sem við tíndum og þurrkuðum milli blað- síðna í stórri bók eða fórum út í garðinn sem hún átti við húsið og skoðuðum tré og plöntur. Ég man að það var gott að sitja á graskantinum, sem var umhverfis húsið, með henni og kettinum Brandi og hlusta á flug- urnar suða í sólskininu. Ég man líka að hún varaði mig við að koma ná- lægt brunninum, því þar væru brunnklukkur sem ættu það til að fljúga upp í mann ef farið var of ná- lægt þeim. Hún sýndi mér líka þess- Elsku besta amma, það er með ómældum söknuði að ég kveð þig í dag en jafnframt er það með miklu þakklæti fyrir samveruna í þessari jarðvist. Þú varst alveg einstök kona, amma. Þú umvafðir okkur systkinin og mömmu kærleik og af honum áttir þú nóg, þú umbarst allt, fyrirgafst allt og fómaðir öllu fyrir aðra. Það var líka svo gott að eiga þig að því þú veittir mér öryggi í þessum heimi þegar eitthvað bjátaði á eða ef ég hafði frá einhverri nýrri upplifun að segja þá varst þú alltaf tilbúin að hjálpa og hlusta. Þú ert mér ógleymanleg í minn- ingunni og mér hlýnar um hjarta- rætur þegar ég minnist alls sem við gerðum saman. Manstn t.d. þegar við fórum saman í sumarfrí til Bol- ungarvíkur með Esjunni, eða þegar við fórum saman að kaupa nýbakað- ar smákökur, eða þegar við fórum saman í heimsóknir til vinafólks þíns, allt era þetta ómetanlegar perlur sem munu varðveitast í mínu hjarta að eilífu. Það voni ófáir kaffibollarnir sem við sátum saman yfir og ræddum um heima og geima. Það var svo gaman að ræða við þig, þú varst skarpgáfuð og svo vel að þér um alla hluti og fýlgdist vel með öllum þjóð- málum og hafðir ákveðnar skoðanir á flestum hlutum. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín svo mikið, þú varst besta vin- kona mín og ég gat trúað þér fyrir öllu. Þér var líka ákaflega annt um barnabörnin og vaktir yfir velferð þeirra eins og þér einni var lagið. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir mér um lifið. Minningarnar um þig munu verða mér til huggun- ar og ég mun umvefja þær og geyma í hjarta mínu. Þín Elsa. ar brunnklukkur og ég man að ég var frekar smeyk við þær og passaði vel að hafa munninn lokaðan þegai' ég átti leið þarna hjá. En þegar ég hugsa til baka hefur hún nú bara verið að vernda mig frá að fara of ná- lægt svo ég dytti ekki í brunninn. En nú er hún amma mín farin þangað sem leið okkar allra liggur að lokum og ég geymi minninguna um hana sem einstaka konu sem allt til loka hélt andlegri reisn sinni, gáfum og minni þótt líkaminn yi-ði að beygja sig fyrir aldrinum. Kærar þakkir fyrir allt amma í Galtarholti. Aldís. Þótt mannanna þekking sé markað svið og mælt vér ei geiminn fáum, til ljóssins að sannleika leitum við svo langt sem með huganum náum. Hver veit þá, er þeirri lýkur leit, hve langt vér að endingu sjáum? (Þorsteinn Gíslason.) Ég vil minnast ömmu minnar í Galtarholti, Gróu Jóhannsdóttur, sem lést aðfaranótt 14. mars síðast- liðinn. Hún var mjög viljasterk kona sem lét ekki bugast við erfiðleika sem steðjuðu að henni er eiginmaður hennar, og afi okkar, Guðmundur Jónsson frá Galtarholti, lést ungur að árum. Eftir sat amma með fjögur böm en bjó þó alla tíð á jörðinni og kom börnunum til manns. Amma var kennari að mennt, víð- lesin og fróð um alla skapaða hluti en sérsvið hennar alla tíð var þó ætt- fræðin þar sem ekki var nauðsyn að fletta í bókum þegar hún var við- stödd því allar ættir hafði hún í höfð- inu og gat þulið ættir manna ná- kvæmlega án nokkurra erfiðleika. Þá var gott að leita til hennar ef mig eða systur mína vantaði upplýsingar frá liðnum tíma, þegar við stóðum í ritgerðarsmíðum eða öðrum verk- efnum við nám okkar, þjóðfræðina, en amma hafði mikinn áhuga á þessu námi okkar systra og spurði jafnan hvenær sem við hittumst eða heyrð- umst hvernig náminu miðaði. Mikið finnst mér leitt að hafa ekki getað lesið lokaverkefnið mitt, sem ég kláraði í enda janúar, fyrir ömmu en ég er viss um að hún hefði haft gam- an af að hlusta á þann lestur. Nú er það orðið of seint en ég vona að hún hafi verið ánægð með mig þegar hún frétti af útskrift minni. Birna Mjöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.