Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ c 38 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MINNINGAR + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN NIKULÁSDÓTTIR, áður til heimilis á Framnesvegi 29, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudag- inn 22. mars kl. 10.30. Guðrún K. Júlíusdóttir, Sigríður Júlíusdóttir, Kristmundur E. Jónsson, Hulda Þorsteinsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir, Guðrún Björk Kristmundsdóttir, Júlía Hrafnhildur Kristmundsdóttir, Lára K. Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Guðmundsdóttir, Emil Gunnar Guðmundsson, Þórunn Hulda Guðmundsdóttir, Hulda Birna Guðmundsdóttir, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. t Faðir okkar og tengdafaðir, BÖÐVAR EYJÓLFSSON, Hlíðarvegi 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðju- daginn 23. mars kl. 13.30. Emilía Böðvarsdóttir, (na Böðvarsdóttir, Ólöf Helgadóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HILDIGUNNUR ENGILBERTSDÓTTIR, Brekkubraut 23, Akranesi, sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánu- daginn 15. mars, verður jarðsungin frá Akra- neskirkju þriðjudaginn 23. mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Krabbameins- félagið. Ásgeir Samúelsson, Þórunn Ásgeirsdóttir, Gunnar L. Stefánsson, Einar Ásgeirsson, Helga Jónsdóttir, Hrönn Ásgeirsdóttir, Svavar S. Guðmundsson, Svandís Ásgeirsdóttir, Sigurbjörn Guðmundsson og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR ÞORLEIFSSONAR viðskiptafræðings, Jökulgrunni 15. Ida Sigríður Daníelsdóttir, Guðmundur Magnússon, Kristín Magnúsdóttir, Þorleifur Magnús Magnússon og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur vináttu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, stjúp- föður, tengdaföður, bróður og afa, GUNNARS HALLDÓRSSONAR, Álfaskeiði 88, Hafnarfirði. Hafsteina Gunnarsdóttir, Helgi Bentsson, Amalía Rut Gunnarsdóttir, Jónas Yamak, Anna María Valtýsdóttir, Jón B. Hermannsson, Oktavía Ágústsdóttir, Karl Kristensen, Magnúsína Ágústsdóttir, Kristján Ólafsson, Guðrún Helga Ágústsdóttir, Stefán Sigurðsson, Unnur Bjarnadóttir, Ásgeir Halldórsson og barnabörn. + Jakob Tryggva- son fæddist að Ytra-Hvarfi í Svarf- aðardal 31. janúar 1907. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 13. mars siðastliðinn. Jakob var sonur Tryggva Jóhanns- sonar, f. 11. aprfl 1882, d. 23. ágúst 1971, bónda á Ytra- Hvarfi í Svarfaðar- dal, og Guðrúnar Soffíu Stefánsdótt- ur, f. 12. júlí 1885, d. 9. janúar 1963 frá Sandá í Svarfaðardal. Systkini Jakobs voru Jóhann Tryggvason (1908-1915), Lilja Tryggvadótt- ir, húsmóðir (1910-1992), gift Antoni Baldvinssyni, bjuggu í Svarfaðardal og á Dalvík, Jó- hann Tryggvason yngri, tónlist- armaður (1916-1997), kvæntur Klöru Símonsen, f. 1918, bjuggu í London, Stefán Tryggvason, skrifstofúmaður (1917-1976), kvæntur Þóru Aðalsteinsdóttur (1916-1996); bjuggu á Akur- eyri, og Olafur Tryggvason, bóndi, f. 1920, kvæntur Frið- riku Haraldsdóttur (1915- 1994), bjuggu á Ytra-Hvarfí og Dalvík. Jakob kvæntist árið 1936 Unni Tryggvadóttur, f. 27. des- ember 1907 d. 24. maí 1987. Hún var dóttir Tryggva Kristinsson- ar, organista (1882-1948) frá Ystabæ í Hrísey, og Nönnu Am- grímsdóttur (1884-1908), dóttur Arngríms málara Gislasonar. Unnur ólst upp að Völlum í Svarfaðardal hjá föðurbróður sinum, séra Stefáni Kristinssyni (1870-1951), og konu hans, frú Sólveigu Pétursdóttur Eggerz (1876-1966). Börn Jakobs og Unnar em: 1) Nanna, f. 26. októ- ber 1937, d. 27. júní 1988, fiðlu- leikari, var gift Gísla Geir Kol- beinssyni og era dætur þeirra Unnur Ingibjörg og Hildur. 2) Soffía, f. 2. desember 1939, leik- kona, var gift Pétri Einarssyni og em dætur þeirra Margrét Kristín og Sólveig. 3) Tryggvi, f. 19. aprfl 1950, útgáfustjóri, kvæntur Svanhildi Jóhannes- dóttur og em synir þeirra Jakob og Jóhannes. Jakob var organleikari við Akureyrarkirkju 1941-1986 og starfaði að tónlistarmálum á Jakob Tryggvason organisti dá- inn! - Andlátsfregnin kom ekki að óvörum. Starfinu var lokið. Aldur- inn var orðinn hár. En mig setti hljóðan. Fregnin var eins og eitt- hvað óvænt hefði gerst. Reynslan sýnir það, að dauðinn kemur óvænt, hvort sem æviferill hins látna var langur eða skammur. Umbreyting- in er svo mikil, þegar hún kemur, að ekkert jafnast á við hana. En þá minnist ég þess, að skrifað stendur: Hræðst eigi dauðann, mundu að þar eiga með þér hlut aldir og óbornir. Sumir þeir, sem komnir voru að mörkum þess ósýnilega, en komu svo til meðvitundar þessa lífs aftur, hafa sagt frá því, hve sælu- kennd þeirra hafi verið mikil um það bil er þeir voru að skilja við á dauðastundinni. „Ó dauði, hversu kært er kall þitt,“ - var ég oft búinn að lesa úr texta handbókarinnar yfir kistu hins látna í áheym Jakobs, þar sem hann sat við orgelið í kirkjunni, og nú læt ég þau enn tala sínu máli í minningu orgelleikarans og kór- stjórans. Þannig hugsa ég mér að þessi ágæti samverkamaður og vin- ur hafi mætt hinsta kallinu. Jakob Tryggvason var einstakt prúðmenni og hverjum manni hóg- værari. Hann var laus við að koma sjálfum sér á framfæri sem e.t.v. hefur háð honum nokkuð, en þeim mun betur kappkostaði hann að Akureyri um 45 ára skeið. Um ferming- araldur hóf hann nám í orgelleik hjá Tryggva Kristins- syni, síðar tengda- föður sinum, en fluttist svo til Reykjavíkur þar sem hann stundaði nám við Samvinnu- skólann og sótti jafnframt ti'ma hjá Sigurði Frímanns- syni organista. Jak- ob lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1927 og fluttist þá norður og starfaði á skrifstofu Kaupfé- lags Eyfirðinga. Árið 1931 fór hann aftur suður til Reykjavík- ur og fór í einkatíma til Páls ís- ólfssonar organista. Hann var í Tónlistarskólanum í Reykjavík til ársins 1938. Jafnframt starf- aði hann á skattstofu Reykja- víkur. Árið 1941 var Jakob ráð- inn organleikari við Akureyrar- kirkju og sinnti hann því starfi til ársins 1945 að hann fór til framhaldsnáms í London. Þar var Jakob við nám í The Royal Academy of Music til ársins 1948. Frá þeim tíma var hann organleikari við Akureyrar- kirkju óslitið til ársins 1986. Jakob var kennari og skóla- sljóri Tónlistarskóla Akureyrar frá 1950-1974 og stjórnaði Lúðrasveit Akureyrar um tutt- ugu ára skeið. Þá stjómaði hann Lúðrasveit Barnaskóla Akureyrar um árabil og kenndi tónmennt við Oddeyrarskóla á Akureyri. Jakob þjálfaði Smárakvartettinn á Akureyri og síðar Geysiskvartettinn og lék undir með þeim báðum. Þá stjórnaði hann kvennakórnum Gígjunum á Akureyri. Eftir Jakob liggur fjökli út- setninga á sönglögum og kirkjutónlist, auk nokkurra frumsaminna verka. Jakob var kjörinn heiðursfélagi Lúðra- sveitar Akureyrar árið 1967, Félags íslenskra organleikara árið 1991 og Kórs Glerárkirkju árið 1994. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1980. Utför Jakobs verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. mars klukkan 13.30, en jarð- sett verður að Völlum í Svarfað- ardal síðar sama dag. rækja skyldustörf sín. Þar er mér nærtækast organistastarf hans. Orgelið í Akureyrarkirkju var um skeið stærsta og fullkomnasta pípuorgel á landinu og átti Jakob mestan þátt í að það orgel var valið, enda eru hljómar þess miklir, eins og hlustendur hafa fengið að heyra. Jakobi var mjög annt um hljóðfæri sitt og lék á það af mikilli leikni, og meira en það. Orgelleikur var honum ekki að- eins starf, ekki aðeins list heldur var hann honum heilagur. Maður þurfti ekki annað en að sjá hann leika á hljóðfærið til að skynja þetta. Þó að langt væri á milli okk- ar við þjónustuna í kirkjunni, þar sem orgelið var þannig staðsett, áð hann sneri bakinu við mér, fann ég þennan heiiagleika í orgelleik hans. Þá man ég hve þýtt og milt hann spilaði undir hina hljóðu bæn í messulok, þegar allir sátu hljóðir, en tónarnir leiddu undurþýtt bæn- arandann. Árin liðu. Tíminn fór miidum höndum um Jakob. Er við samfógn- uðum honum á níræðisaímælinu var ekki að sjá, að ellin íþyngdi honum. Teinréttur stóð hann og gekk um. Á Akureyri vildi hann vera, og þar bjó hann einn síðustu árin og hugsaði að mestu leyti um sig sjálfur, eins og ekkert væri. Hann var tilfinningaríkur trúmað- ur, en bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann var orðvar, talaði yfir- leitt ekki margt eða mikið, en hann átti hlýjan persónuleika, hlýtt hjarta, og það var tekið eftir því sem hann sagði. Þó að verkahring- ur hans takmarkaðist við tónlistar- iífið, þá var sjóndeildarhringur hans stór. Hann lét sér ekkert óvið- komandi. Þetta fann ég svo vel, er við ræddum saman, í góðu tómi og létum hugann reika vítt og breitt. Tryggð, festa og hjartahlýja ein- kenndi umfram allt skaphöfn hans. Þannig reyndist hann mér þau mörgu ár, sem við störfuðum sam- an eða um þrjá áratugi. Við Sólveig konan mín kveðjum góðan vin og mikinn heiðursmann með þakklæti og hlýhug og biðjum honum bless- unar Guðs, er hann hverfur nú á vit þess eilífa. Við erum með ykkur í anda fyrir norðan, er þið kveðjið þennan mikilhæfa tónlistarmann. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng Oft var Jakob búinn að flytja þessi heilögu sannindi með orgeli sínu og kirkjukór. Orðin tjá ævidag hans „með eilífa lagið við pílagríms- ins gleðisöng“, og þar sem við sjá- um hann í anda í sinni himnesku mynd líkt og postulinn orðar það í 1. Kor. 15:49: „Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig bera mynd hins himneska.“ Við hjónin sendum ykkur systkinunum, Soffíu, Tryggva og fjölskyldunni allri inniiegustu sam- úðarkveðjur. Við biðjum Guð að blessa bjarta og fagra minningu Jakobs Tryggvasonar og þeirra, sem á undan eru farnir. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Pétur Sigurgeirsson. Kveðja frá Tónlistar- skólanum á Akureyri í dag kveður Tónlistarskólinn á Akureyri einn af brautryðjendun- um í sköpun hins fjölbreytta tón- listarlífs, sem Akureyringar geta státað af í dag. Jakob Ti-yggvason var skólastjóri skólans frá 1950-1974, að einu ári frátöldu. Á þeim tíma óx skólinn og dafnaði úr því að vera skóli með nokkrum tug- um píanónemenda í að verða einn stærsti og fjölbreyttasti tónlistar- skóli landsins. Sá grunnur sem lagður var á þeim árum er undir- staða þess starfs sem unnið er í dag. Á þessum árum var Jakob jafnframt organisti Akureyrar- kirkju, stjórnandi Lúðrasveitar Akureyrar og kvennakórsins Gígj- anna, auk fleiri tónlistarstarfa sem á hann hlóðust. Á engan er hallað þótt staðhæft sé að Jakob Tryggvason hafi verið helsti máttarstólpi tónlistarlífs á Norðurlandi á þessari öld. Á sinni löngu starfsævi var hann margra manna maki, en vann sín störf af hógværð og lotningu fyrir tónlistar- gyðjunni. Allt fram á þetta skólaár var Jakob fastur gestur á flestöll- um tónleikum skólans og fylgdist vel með starfi hans. Var auðfundið hvern hug hann bar til skólans og áhuginn fyrir vexti hans og við- gangi var ódrepandi. Starfsfólk Tónlistarskólans á Akureyri þakkar samfylgdina og óeigingjörn störf sem hafa borið ríkulegan ávöxt. Við erum sann- færð um að áfram verður fylgst með okkar starfi. Atli Guðlaugsson skúlasljóri. Kveðja frá Félagi íslenskra organleikara Jakob Tryggvason er látinn. Hann var einn af frumherjum ís- lenskrar organistastéttar og jafn- framt einn af stofnfélögum FIO. JAKOB TRYGGVASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.