Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						h
-4  Æ   ÞRIÐJUDAGUR23.M^RZ^999
MORGUNBLAÐIÐ
KORFUKNATTLEIKUR
KFÍ endur-
tók leikinn
VEL studdir af nokkrum tugum áhorfenda sem fylgdu liðinu að
heiman endurtóku ísfirðingar leikinn frá því á föstudagskvöld-
:ið og lögðu Tindastólsmenn 70:67 í öðrum leik liðanna í 8-liða
úrslitum úrvalsdeildar karla. Þar með halda ísfirðingar áfram
keppni en Sauðkrækingar eru úr leik. KFÍ mætir Njarðvík í
undanúrslitum, Keflavík leikur við Grindavík.
• Björn
% Bjömsson
I skrifar
Það var fyrst og fremst að
þakka baráttu og þrautseigju
"leikmanna KFÍ á lokasprettinum
að þeim tókst að nýta
sér lokasekúndurnar
og innbyrða sigurinn
og ná langþráðu tak-
marki. Leikurinn var
í mjög hraður strax í byrjun og bar-
] átta var í báðum liðum enda tals-
jvert í húfi. Fyrstu fjórar mínút-
1 urnar var baráttan í algleymi og
j engar körfur voru gerðar. Það var
/jekki fyrr en bæði lið höfðu sóað
fimm upphlaupum að heimamenn
I náðu að gera fyrstu stigin. Var þar
Já ferðinni Arnar Kárason eftir
laglegt gegnumbrot. Valur Ingi-
mundarson bætti síðan um betur
• fyrir heimamenn í næstu sókn
með þriggja stiga körfu áður en
gestirnir komust á blað.
Heimamenn voru löngum með
frumkvæðið en ísfirðingar voru
. aldrei langt undan. í hálfleik var
|forysta  Tindastóls  fjögur  stig,
35:31.
I síðari hálfleik var sama upp á
Iteningum, heimamenn höfðu
. frumkvæðið en gestirnir voru
*;aldrei langt á eftir, munurinn var
tvö til fjögur stig allt þar til fjórar
; mínútur voru eftir. Þá var dæmd-
ur ruðningur á John Woods, leik-
;mann Tindastóls. Var það mjög
jstrangur dómur en hann þýddi
Ijafnfram að Woods hlaut sína
5fimmtu villu og lék ekki með á
nokakaflanum.  Þetta nýttu leik-
menn KFÍ sér mjög vel, jöfnuðu
iog komust síðan fjórum sitgum yf-
jir, 68:64. Valur minnkaði muninn í
168:67. Þá unnu heimamenn bolt-
\ ann og Ómar Sigmarsson braust í
gegnum vörn KFÍ þegar 27 sek-
úndur voru eftir, en skot hans
¦ vildi á einhvern ótrúlegan hátt
ekki faila ofan í hringinn og gest-
irnir náðu frákastinu. Ray Carter
innsiglaði sigur KFÍ með tveimur
vítaskotum rétt áður en flautað
var til leiksloka. Var fögnuður ís-
firðinga mikill og flykktust stuðn-
ingsmenn þeirra inn á völlinn í
leikslok til þess að hylla hetjur
sínar.
I liði Tindastóls voru Woods og
Valur bestir, en einnig léku
Cecare Piccini, Sverrir Sverris-
son, Svavar Birgisson og Arnar
Kárason allvel. James Cason var
atkvæðamestur leikmanna KFÍ.
Þá lék Ray Carter einnig skínandi
vel. Mark Quashie, Olafur Orms-
son og Pétur Sigurðsson börðust
einnig vel.
Stigamet
hjá Keflavík
KEFLVÍKINGAR settu stigamet er þeir
gerðu 132 stig gegn Haukum í síðari
leik liðanna í 8-liða úrslitum úrvals-
deildarinnar á sunnudag, en lokatölur
voru 132:77. Fyrra stigamet áttu Kefl-
víkingar sjálfir. Það var 123 stig og það
met settu þeir í fyrri leik liðanna í
Keflavík á fimmtudagskvöldið. Það var
því skammt stórra högga á milli hjá
þeim Suðurnesjamönnum. Samtals
lögðu þeir Hauka að velli með 255 stig-
um gegn 158. Voru yfirburður Keflvík-
inga algjörir í báðum leikjunum og allir
leikmenn á Ieikskýrslu fengu að spreyta
sig. Það sem meira er, þeir skoruðu all-
ir stig í báðum leikjunum.
Teitur fór
á kostum
Ijarðvík vann góðan sigur á
Snæfelli í Stykkishólmi 67:100,
lið Njarðvíkur vann báða leikina
við Snæfell og er þar
með komið í undanúr-
slit úrvalsdeildarinn-
ar. Leikurinn ein-
kenndist í byrjun af
góðum varnarleik beggja liða.
Njarðvík náði strax forystunni og
hélt henni allt til loka. Það sem
Njarðvík hefur fram yfir Snæfell
er fjölmennari leikmannahópur og
mun betri sóknarleikur.
Leikmenn Snæfells voru með of
marga tapaða bolta, miklu fleiri en
UMFN og vítanýting þeirra var
innan við 30%, sem telst afar slakt.
Lið Njarðvíkur er greinilega í
mjög góðri æfingu og eru leikmenn
liðsins mjög líklegir til að fara
langt í úrslitakeppninni. Liðið lék á
tíðum     afar    skemmtilegan
körfuknattleik, „stal" mörgum
boltum, keyrði hraðaupphlaupin og
skoraði fallegar körfur.
I hálfleik hafði Njarðvík náð 15
stiga forskoti, 36:21, og var þá ljóst
hvert stefndi í leiknum. Strax í
upphafi síðari hálfleiks keyrðu
Njarðvíkingar upp hraðann og
juku forskotið upp í 27 stig. Eftir
það var komin ákveðin uppgjöf í lið
Snæfells.
f liði Snæfells lék Rob Wilson
best að vanda, tók 16 fráköst og
stjórnaði sínum mönnum af festu.
Bárður Eyþórsson átti góða kafla.
Mark Ramos var þokkalegur.
Baldur Þorleifsson og Ólafur Guð-
mundsson stóðu fyrir sínu í vörn-
inni. Grikkinn Athanasías
Spyropoulos hefur oftast leikið bet-
ur en í þessum leik, fann ekki fjöl-
ina sína. Jón Þór Eyþórsson lék
sinn lakasta leik í vetur.
Hjá Njarðvíkingum fór Teitur
Örlygsson hreinlega á kostum og
var í miklum ham, virtist geta
skorað þegar hann vildi og var
t.a.m. með 9 þriggja stiga körfur.
Brenton Birmingham skilað sínum
leik mjög vel, bæði í sókn og vörn,
er traustur leikmaður. Páll Krist-
insson átti fínan leik í síðari hálf-
leik. Friðrik Ragnarsson var frek-
ar daufur í fyrri hálfleik en tók sig
verulega á í þeim síðari.
Morgunblaðið/Kristinn
FALUR Harðarson og samherjar hans hjá Keflavík áttu ekki í vandræðum með Hauka, eins og sést
best á þessari mynd er Falur stekkur að körfu Hauka, að mótspyrnan er ekki mikil.
Mikil spenna
i

IH^ifiiickAlii
¦ ¦CiyclOiWHCl
i-r'
Iikil taugaspenna var það sem
einkenndi leik KR og Grinda-
víkur á sunnudag þegar Grindvíking-
ar sigruðu annan leik-
inn í viðureigninni og
komust áfram, lokatól-
ur 70:67.
„Það fór betur en á
horfðist þegar Peebles lenti í bílslysi
á Reykjanesbrautinni á laugardaginn
en hann, eins og aðrir leikmenn og
áhorfendur sýndu hér hvað Grinda-
víkurhjartað er stórt," sagði Einar
Einarson, þjálfari Grindvíkinga, í
leikslok.
Leikurinn var ansi kaflaskiptur,
sitt á hvað gekk öðru liðinu vel með-
an hitt var í lægð. Þannig byrjuðu
Grindvíkingar betur meðan KR-ing-
ar tóku sér tíma í að vakna en tóku
þá fjörkipp og komust fyrst yfir um
miðjan fyrri hálfleik, 26:25. Fram að
hálfleik var leikurinn í járnum en
Grindvíkingar höfðu þó öllu meira
frumkvæði og voru yfir í leikhléi,
38:42.
I upphafi síðari hálfleiks var það
KR-inga að taka fjörkipp og það svo
um munaði. Þeir gerðu 12 stig gegn 1
Grindvíkinga á fyrstu fimm mínútum
síðari hálfleiks og náðu skömmu síðar
mest 12 stiga forystu 60:48. Þá
skyndilega gekk hvorki né rak hjá
KR og Grindvíkingar gengu á lagið
og náðu að jafna þegar fjórar mínútur
lifðu af leiknum. Eftir það var hitinn
við suðumark í íþróttahúsi Hagaskóla
og svo fór að uppúr sauð að lokum.
I lok leiksins réð mjög umdeild
dómgæsla úrslitum. Þegar u.þ.b. 15
sekúndur voru til leiksloka voru Gr-
indvíkingar fjórum stigum yfir,
63:67, er brotið var á Jesper Winter
Sörensen í þriggja stiga skoti. Hann
fékk þrjú vítaskot og hittir úr tveim-
ur fyrstu þeirra en brenndi af því
þriðja, augljóslega vísvitandi. Keith
Vassel náði frákastinu og tókst að
skora þrátt fyrir að brotið væri á
honum. Dómari leiksins, Jón Bender,
dæmir körfuna af. Ekki á þeim for-
sendum að Sörensen hafí brennt vís-
vitandi af og því beri Grindvíkingum
að fá boltann. Ekki heldur á þeim
forsendum að brotið hafi verið á
Keith Vassel fyrir skot heldur vegna
þess að Keith Vassel hafi tekið of
mörg skref áður en hann skaut að
körfu Grindvíkinga. KR-ingar voru
vægast sagt mjög ósáttir við þennan
dóm en hann stóð og vonir KR um
frekari þátttöku i úrslitakeppninni
voru að engu orðnar. Sigur Grindvík-
inga var staðreynd, 67:70.
I liði KR voru Keith Vassel og Eg-
gert Garðarsson atkvæðamestir en í
liði Grindavíkur voru Warren
Peebles, Herbert Arnarson og Pétur
Guðmundsson bestir.
i
t
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16