Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ SUND SUNNA BJORG HELGADOTTIR KOLBRUN YR KRISTJANSC RÍKARÐUR Ríkarðsson, Ægi, fagnar eftir að hann hafði endurheimt met sitt í 100 m flugsundi, með því að taka utan um Friðfinn Kristinsson, Selfossi, sem hafði áður sett met i greininni. Ríkarður í metunum! RÍKARÐUR Ríkarðsson, Ægi, sem var fyrstur til að slá Islandsmet á mótinu þeg- ar hann synti 50 metra flugsund í undanrásum og bætti þar eigið íslandsmet sem hann svo missti til Arn- ar Arnarsonar, SH, í úrslita- sundinu. Ríkarður varð síð- an einnig að sjá á eftir meti sínu í 100 metra flugsundi til Friðfínns Kristinssonar, Sel- fossi, í undanrásum. Ríkarð- ur endurheimti metið siðan í úrslitum síðdegis á laugar- deginum. „Það kom ekki til greina að láta hirða af sér bæði ís- landsmetin í 50 og 100 metra flugsundi,“ sagði Rík- arður Ríkarðsson eftir 100 metra flugsundið, sem hann synti á 55,63 sekúndum og bætti þar tíma Friðfínns frá um morguninn um 3/100. Ríkarður kom eingöngu til landsins til að taka þátt í mótinu frá Denver í Banda- ríkjunum þar sem hann er við nám. „Það er gott að geta kom- ið heim og standa sig vel, Friðfínnur fékk metið bara lánað í nokkra klukkutúna, hann er duglegur, strákur- inn. Friðfinnur hefur sýnt miklar framfarir og það er bæði gott og gaman að fá svona hörkukeppni í þessum greinum,“ sagði Ríkarður. íslands SJÖ íslandsmet voru siegin í Eyjum um helgina - á Innanhúss- meistaramóti íslands í sundi. Árangur sundmanna á mótinu var ai- mennt góður svo bjart er framundan í sundinu. Karlarnir voru duglegri í metunum, sveit SH sló tvö met, fyrst í 4x100 metra fjór- sundi og í 4x100 metra skriðsundi. Ríkarður Ríkarðson, Ægi, sló tvö met í einstaklingsgreinum, fyrst í 50 metra flugsundi í undan- rásum sem hann tapaði síðar til Arnar Arnarsonar, SH. Ríkarður endurheimti metið í 100 metra flugsundi en Friðfinnur Kristinsson UMF-Selfoss hafði náð því af honum í undanrásum. Lára Hrund Bjargardóttir hélt merki stelpnanna á lofti með því að setja met í 200 metra fjórsundi fyrsta keppnisdaginn. Laugardagurinn var ekki dagur írisar Eddu Heimisdóttur, Kefla- vík. Hann byrjaði að vísu. vel hjá ■I^Bi henni, hún náði besta Sigfús G. tímanum i undanrásum Guðmunds- 100 metra bringu- son skrífar sundsins og var mjög líkleg til að sigra í úr- slitunum. En þegar íris Edda hafði stungið sér til sunds þurfti hún að slá af um stund til að laga sundgler- augun og tapaði dýrmætum tíma, en hún gafst ekki upp, synti vel og end- aði önnur, en var dæmd úr leik þar sem sundtökin höfðu ruglast við þessa truflun eftir stunguna svo íris varð af verðlaunum. írisi Eddu tókst síðan betur upp í 200 metra bringu- sundinu á sunnudeginum þegar hún synti til sigurs. Örn með 8 gull Örn Arnarson, íþróttamaður ís- lands, og sterkasti sundmaður lands- ins tók þátt í átta greinum á IMÍ, fimm einstaklingsgreinum og þrem- ur boðsundsgreinum með félagi sínu, SH. Öm vann sigur í öllum og setti Islandsmet í einni, 50 metra flugsundi, auk þess sem hann og fé- lagar hans í SH sigruðu einnig í öll- um boðsundunum og settu í þeim tvö Islandsmet, glæsilegur árangur hjá Erni og félögum. „Fimmtíu metra flugsundið stendur uppúr hjá mér eftir þetta mót, ég er tvímælalaust ánægðast- ur með það, en einnig er ég ánægð- ur með árangurinn í heild,“ sagði Örn að keppni lokinni. „Eg reiknaði ekki með að mótið yrði svona sterkt, sem raun varð á. Árangur- inn í mótinu er almennt mjög góður og sem dæmi um það er að hátt í 30 krakkar eru búnir að ná lágmörk- um fyrir unglingamót í Lúxemborg, sem er meira heldur en nokkurn tímann fyrr og sýnir að íslenskt sundlíf er á mikilli uppleið. í augna- blikinu erum við í SH með sterk- ustu sundsveitina en Ægir og Keflavík eru að koma upp svo það er aldrei að vita hvernig þetta verð- ur eftir svona eitt til tvö ár.“ sagði Örn Arnarson. Sundmenn úr SH unnu alls 24 greinar af 38 sem keppt var í á mót- inu og undirstrikuðu þeir enn einu sinni þar er á ferð sterkasta sund- sveit landsins, jafnt í karla- sem kvennaflokki. ■ Úrslit/ B15 Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson BOÐSUNDSSVEIT SH sem setti Islandsmet í 4x200 m skriðsundi. Guðmundur Sveinn Hafþórsson fremstur, fyrir aftan hann eru Davíð Freyr Þórunnarson, Örn Arnarson og Ómar Snævar Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.