Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1999 B 9 SUND \RA HRUND BJARGARDÓTTIR »met slegin í Eyjum Landsliðið fýrir Smá- þjóðaleikana valið Að LOKNU Innanhússmeistaramót- inu var tilkynnt um val á sextán manna landsliðshópi sem tekur þátt í sundkeppni Smáþjóðaleikanna fyrir Islands hönd en leikarnir fara fram í lok maí í Liectenstein. Fyrsta æfing' landsliðsins verður í Hveragerði um næstu helgi en það er skipað eftir- töldum sundmönnum: Elín Sigurðar- dóttir, SH, Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, Ilalldóra Þorgeirsdóttir, SH, fris Edda Heimisdóttir, Keflavík, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, Lára Hrund Bjargardóttir, SH, Louisa Isaksen, Ægi, Sunna Björg Helga- dóttir, SH, Friðfinnur Kristinsson, Selfossi, Hjalti Guðmundsson, SH, Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, Númi Snær Friðriksson, Selfossi, Omar Snævar Friðriksson, SH, Tómas St- urlaugsson, Ægi, Ríkarður Ríkarðs- son, Ægi, og Örn Arnarson, SH. Þjálfarar verða Brian Marshall og Sigurlín Þóra Þorbergsdóttir. Þeim til aðstoðar eru Eðvarð Þór Eðvarðs- son og Magnús Tryggvason. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson ÓMAR Snævar Friðriksson fagnar sigri f 400 m skriðsundi, en hann náði öðrum besta tfmanum sem fslenskur sundmaður hef- ur náð og tryggði sér sæti f Ólympfuhópnum f sundi. Ætlaði að gera mitt besta LÁRA Hrund Bjargardóttir, SH, var sigursæl á mótinu en hún tók þátt í 4 einstaklingsgreinum og vann sigur í þremur þeirra og varð önnur í einu auk þess sem hún synti þrjú boðsund með sveit sinni SH og þar vannst ávallt sigur. „Þetta byrjaði vel, en í lokin var ég orðin ansi þreytt, við ætluðum okkur að ná metinu hér í lokagrein- inni, 4 x 100 metra skriðsundi, vorum nálægt því en ekki nógu, þreytan var heldur betur farin að segja til sín. Metið í fyrstu greininni minni, 200 metra fjórsundi, kom mér dálítið á óvart. Eg gerði mér engar vonir fyr- ir mótið, heldur kom til að gera mitt besta, eina sem mig langaði var að vinna,“ sagði Lára Hrund vel þreytt og nokkuð ánægð að móti loknu. ■ SVEIT SH sem setti íslandsmet í 37. grein mótsins, þeirri næstsíð- ustu, 4x100 metrum, synti á 3.29,95 mínútum. Sveitina skipuðu: Hjalti Guðmundsson, Davíð Freyr Þórunnarson, Ómar Snær Frið- riksson og Örn Amarson. ■ KRISTINA Goremykia úr ÍBV keppti sem gestur á mótinu enda ekki með íslenskan ríkisborgara- rétt. Kristina tók þátt í nokkrum greinum og stóð sig vel og sigraði meðal annars í 100 metra flugsundi en hlaut ekki gull þar sem hún keppir sem gestur. Elín Sigurðar- dóttir SH varð önnur á eftir Krist- inu og hlaut þar með gullverðlaun sem hún fór og afhenti Kristinu að lokinni verðlaunaafhendingu. ■ HJALTI Guðmundsson úr SH varð tuttugu og eins árs á laugar- deginum á mótinu og hélt meðal annars uppá daginn með því að sigra í 100 metra bringusundi og hlaut afmælissöng að launum frá félögum sínum í SH auk að sjálf- sögðu gullpeningsins og titilsins ís- landsmeistari í 100 metra bringu- sundi. ■ ÖRN Arnarson úr SH og Kol- brún Ýr Krisljánsdóttir, ÍA, unnu bestu afrek Innanhússmeistara- mótsins. Örn fékk 906 stig fyrir 50 metra baksund og einnig fyrir 200 metra fjórsund. ■ KOLBRÚN Ýr hlaut samtals 1.735 stig, 898 stig fyrir 50 metra baksund og 837 stig fyrir 100 metra baksund. ■ GUÐGEIR Guðmundsson sund- maður úr IA var valinn efnilegasti sundmaður mótsins í karlaflokki. ■ RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir sundkona úr Sfjörnunni var út- nefnd efnilegasta sundkona móts- ins. ■ HJÖRTUR Már Reynisson úr Ægi og Berglind Ósk Bárðardótt- ir, SH, unnu sér inn keppnisrétt á Olympíudaga Evrópuæskunnar en mótið fer fram í Esbjerg í Dan- mörku 10.-16. júlí í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.