Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1999 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ■ BRASILISKI miðherjinn Elber hjá Bayern Miinchen mun ekki keppa meira með Bæjurum þetta keppnistímabil. Meiðsli hans í hné eru það alvarleg, að hann verður frá æfíngum og keppni í fjóra til fimm mánuði. ■ BAYERN Miinchen hefur gert 16 ára Búlgara, Kroum Bibitschow, tilboð um að koma á samning hjá fé- laginu. ■ BÆJARAR eru með „njósnara" út um allan heim til að finna unga og efnilega leikmenn og bjóða þeim samning. Bibitschow þykir mikið efni og er markhæstur í Búlgaríu, sem leikmaður með Pirin Bla- gowgrad. ■ FORRÁÐAMENN erkióvinanna í skoskri knattspymu, Rangers og Celtic, gerðu í gær tímamótasam- komulag við sjónvarpsstöðina NTL til fíögurra ára. ■ I samningnum er kveðið á um að bæði félög beri auglýsingar stöðvar- innar á keppnispeysum sínum á samningstímanum. Þetta tryggir hvoru félagi 1,6 millj. punda í tekjur á ári. ■ ÞETTA er næst verðmætasti samningur sem gerður hefur verið um auglýsingar á búningum á Bret- landseyjum, aðeins samningur Manchester United við Sharp er verðmætari. Barcelona eykur forystuna HOLLENDINGURINN Philip Cocu tryggði Barcelona sigur með tveimur mörkum gegn Real Sociedad um helgina. Með sigrinum jók Barcelona forystu sína í deildiuni í fínim stig. 2:0 sigur liðsins var sá fyrsti sem liðið vimiur á Anoeta-vellinum hjá Real Sociedad síðan árið 1993. Real Madrid, sem lagði Extremadura 2:0, hefur nú sigrað í þremur ieikjuin í röð í deildinni en það hefur ekki gerst síðan í nóvember 1997. Þrátt fyrir að MadiTdarliðið þokist upp töfluna var John Toshack, þjálfari liðsins, allt annað en ánægður með frammistöðu leikmanna sinna um helgina. Hann sagði þá ekki liafa leikið af krafti og að liðið hefði átt að skora mun fleiri mörk gegn Extremadura, sem er við botn deildarinnar. „Við fengum gott tækifæri til þess að laga inarkatölu liðsins, en leik- menn lögðu sig ekki nægilega fram.“ Toshack sagði að leik- menn liðsins yrðu að breyta viðhorfi sínu fyrir næstu leiki f deildinni. Valencia mistókst að lialda öðru sæti deildarinnar en lið- ið gerði jafntefii við Real Zaragoza 1:1. Celta Vigo tókst að ná öðru sætinu með því að leggja Racing Santand- er 3:0. Mikil barátta er á milli liða í deildinni um sæti í Evr- ópukeppninni að ári, en að- eins þrjú stig skilja að liðin í 2. til 6. sæti deildarinnar. Fátt gengur upp hjá Athlet- ico Madrid í spönsku deild- inni, en liðið er komið í und- amirslit f Evrópukeppni fé- lagsliða. Liðið, sem tapaði fyrir Alaves 3:0, er nú í 13. sæti deildarinnar og hefur að- eins náð einu stigi f sfðustu átta leikjum. Man. Utd. heldur sínu striki MANCHESTER United hélt sínu striki í ensku úrvalsdeildinni um helgina, sigraði Everton 3:1 og er sem fyrr í efsta sæti með fjög- urra stiga forskot. Liðið hefur ekki tapað í 19 leikjum í röð. Ar- senal og Chelsea fylgja í humátt á eftir, en bæði liðin unnu um helgina. að tók United fyrri hálfleikinn að finna leiðina í mark Aston Villa á Old Trafford, en í síðari hálfleik braut Norðmaðurinn knái, Ole Gunnar Solskær, ísinn með 11. marki sínu á tímabilinu eftir undir- búning Dwight Yorke. Eftir það var engin spurning um hvorum megin sigurinn lenti. Yorke átti einnig þátt í öðru markinu sem varnarmaðurinn Gary Neville gerði á 64. mínútu. David Beckham gerði þriðja markið beint úr auka- spyrnu af 25 metra færi þremur mínútum síðar. Don Hutchison náði að klóra í bakkann tíu mínút- um fyrir leikslok með fallegu marki beint úr aukaspymu. Chelsea virðist vera að ná sér á strik eftir misjafnt gengi að undan- fömu. Það tók leikmenn Chelsea 59 mínútur að koma boltanum í mark Aston Villa á Villa Park. Norðmaðurinn Tore Andre Flo var hetja liðsins og gerði tvö marka liðsins og það þriðja gerði Daninn Bjarne Goldbæk. Með sigrinum er Chelsea í þriðja sæti, sjö stigum á eftir United. Villa er sem sprungin blaðra, eftir að hafa haft forystu í deildinni framan af vetri. Liðið hef- ur tapað fimm heimaleikjum í röð og hefur aðeins náð einu stigi úr síðustu átta leikjum. „Við þurftum á sigri að halda ef við ætluðum okkur að vera áfram með í baráttunni um titilinn, sér- staklega eftir tvo tapleiki í röð,“ sagði Flo. „Við höfum ekki skorað mikið af mörkum að undanförnu en þessi úrslit ættu að gefa okkur góðan grunn til að byggja á í næstu leikjum," sagði hann. Arsenal ætlar ekki að láta meist- aratitilinn af hendi átakalaust og vann Coventry sannfærandi 2:0 á Highbury. Ray Parlour og Hollendingurinn Marc Overmars gerðu mörkin á 16. og 80. mínútu. Arsenal er með 59 stig, fjórum stigum á eftir United og á einn leik til góða. Liðið hefur ekki tapað í deild og bikar í 17 leikjum í röð og segir það allt um styrk liðsins. „Við lékum ekki eins góðan sóknarleik og við getum best, en varnarleikur- inn var góður og hélt okkur inni í þessum leik,“ sagði Arsene Wen- ger, knattspymustjóri Arsenal. Stígandi hefur verið í leik Leeds að undanfömu og um helgina vann liðið góða sigur á Derby, 4:1, á El- land Road. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og er það nú komið í fjórða sæti deildarinnar, fimm stig- um á eftir Arsenal. „Við lékum mjög vel og mörkin vora falleg. Við slógum leikmenn Derby oft út af laginu í þessum leik,“ sagði David O’Leary, knattspyrnustjóri Leeds. I neðri hluta deildarinnar vann Blackburn mikilvægan sigur á Wimbledon 3:1 og færðist við það upp úr fallsæti. Southampton held- ur í vonina um að bjarga sér frá falli með 1:0 sigri á Sheffield Wed- nesday. Staða Nottingham Forest er orðin slæm í botnsætinu eftir 2:1 tap á heimavelli fyrir Middles- bro. Reuters NORSKI landsliðsmaðurinn Tore Andre Flo fagnar fyrra marki sínu fyrir Chelsea. Sex Bæjarar í liði Ribbeck Sex leikmenn frá Bayern Munchen er í 21 manns lands- liðshópi Erichs Ribbecks, landsliðs- þjálfara Þýskalands, en tveir leik- menn til viðbótar frá Bayem era meiddir og komu því ekki til greina, Alexander Zickler og Michael Tar- ant. Þá gaf Lars Ricken, leikmaður Dortmund, ekki kost á sér vegna meiðsla, samherji hans Christian Nerlinger og Carsten Ramelov hjá Leverkusen. Þjóðverjar mæta Norð- ur-írum í Belfast næsta laugardag og miðvikudaginn eftir gegn Finnum í Núrnberg, en báðir leikimir eru í undankeppni EM. Ribbeck hikaði ekki við að velja Andy Möller þrátt fyiir að hann væri meiddur. Sagði hann að Möller léki ekki gegn Irum en hefði vonandi náð sér fyrir síðari leikinn. Hann lét þess jafnframt getið að það væri synd að Steffan Effenberg gæfi kost á sér í landsliðið, því hann hefði leik- ið vel í vetur og myndi styrkja lands- liðið verulega. Hópur Ribbecks er skipaður eftir- töldum leikmönnum: Markverðir: Oliver Kahn (Bayern Munchen), Jens Lehmann (Borussia Dortmund). Vamarmenn: Markus Babbel, Loth- ar Matthaeus (báðir hjá Bayem Múnchen), Jens Nowotny (Bayer Leverkusen), Marko Rehmer (Hansa Rostock), Christian Wöms (Paris St. Germain). Miðvallarleikmenn: Michael Ballack, Mai-co Reich (báðir frá Ka- iserslautem), Stefan Beinlich (Bayer Leverkusen), Dietmar Hamann (Newcastle), Jörg HeimTch (Fiorent- ina), Jens Jeremies, Thomas Strunz (báðir frá Bayem Múnchen), Andre- as Möller (Borassia Dortmund). Framheijar: Oliver Bierhoff (AC Milan), Marco Bode (Werder Bremen), Carsten Jancker (Bayem Múnchen), Ulf Kirsten (Bayer Leverkusen), Oliver Neuville (Hansa Rostock), Michael Preetz (Hertha Berlín). Eyjólfur lék vel með Herthu Eyjólfur Sverrisson og samherj- ar hans hjá Hertha Berlín unnu mikilvægan sigur gegn 1860 Múnchen, 2:1. Ekkert gengur hjá Hansa Rostock, sem er við botn deildarinnar og tapaði á heimavelli 1:0 fyrir Hamborg. Hertha er í baráttu um að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Michael Preetz kom Herthu yfir úr vítaspymu, en Bemhard Winkler jafnaði íyrir 1860 Múnchen. Rene Tretschock gerði sigurmark Berlínarliðsins skömmu fyrir leiks- lok. Eyjólfur átti góðan leik. Bayem mætti Werder Bremen og varði Kahn nokkram sinnum vel og hélt liði sínu inni í leiknum. I leikslok hafði hann slegið met Oli- vers Reck, markvarðar, frá leiktíð- inni 1987-88 um 82 mínútur. Carst- en Jancker skoraði sigurmark Ba- yem Munchen 2 mínútum fyrir leikslok, en liðið hefur unnið átta leiki í röð. Leikmenn Bayern virkuðu þreyttir eftir síðari leik liðsins í Meistaradeild Evrópu gegn Ka- iserslautem og sagði Ottmar Hitz- feld, þjálfari Bæjara, að lið sitt hefði mátt þakka fyrir að ná sigri gegn Bremen. Bayem Múnchen er nú 14 stigum á undan Ka- iserslautem, sem er í öðru sæti deildarinnar. Ekkert lið í sögu Bundesligunnar hefur haft svo fá- heyrða yfirburði og Bayern eftir 23 umferðir í þýsku deildinni. Otto Rehagel þjálfara tókst að þjappa leikmönnum sínum í Ka- iserslautern saman eftir 4:0 ósigur gegn Bayern Munchen í Meistara- deildinni. Kaiserslautern lagði Bochum 2:1 með mörkum frá Uwe Rösler og Brasilíumanninum Rat- inho. Baulað á Bobic Stuttgart komst í 2:0 gegn Bor- ussia Mönchengladbach með mörk- um frá Kristztian Lisztes og Krassimir Balakov, en gestirnir náðu að jafna á síðustu mínútu leiksins með marki frá Marcel Ket- elaer. Áður hafði Micheal Frontzeck minnkað muninn. Áhan- gendur Stuttgart bauluðu sífellt á Fredi Bobic, sem á ekki náðuga daga framundan en hann hefur til- kynnt að hann ætli að fara frá Stuttgart til Dortmund. Kínverski landsliðsmaðurinn Chen Yang stal senunni er lið hans Frankfurt gerði 2:2 jafnteíli gegn Núrnberg. Yang, sem er fyrsti kín- verski leikmaðurinn í þýsku Bundesligunni, gerði bæði mörk Frankfurt og var valinn í lið vik- unnar í knattspymuritinu Kicker. Yang hefur farið mikinn í undan- förnum leikjum og gert 6 mörk í 15 leikjum fyrir félagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.