Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJIJDAGIIR 23. MARZ 1999 B 13 IÞROTTIR m’iJm ISLANDSMEISTARAR Gróttu og Gerplu í liðakeppni karla og kvenna. Erna Sigmundsdóttir, Kristin Helga Einarsdóttir, Sigríð- ur Harðardóttir, Harpa Hlíf Bárðardóttir, Jóhanna Sigmundsdótt- ir, Jón Trausti Sæmundsson, Dýri Kristjánsson og Viktor Krist- mannsson. KNATTSPYRNA / ITALIA Fátft getur ógnað Lazio LAZIO heldur enn fimm stiga forystu í ítölsku deildinni eftir leiki helgarinnar. Fiorentina er komið á sigurbraut á ný með Gabriel Batistuta í fararbroddi. Lazio lagði Vicenza 2:0 með mörk- um frá Sergio Conceicaco og Sinisa Mihajlovic, sem skoraði úr aukaspyrnu. Mihajlovic hefur nú gert sjö mörk úr aukaspyrnum á leiktíðinni. Lazio hefur nú jafnað sigurleikjamet félagsins, sem eru 16 sigurleikir í röð. Babriel Batistuta er farinn að leika á ný og gerði sitt 19. mark fyr- FRJALSIÞRÓTTIR Jón Arnar sjöundi besti í sjöþraut JÓN Arnar Magnússon úr Tinda- stóli náði sjöunda besta árangri frá upphafi í sjöþraut með frammistöðu sinni á heimsmeist- aramótinu í frjálsíþróttum innan- húss í Japan um síðustu helgi. Jón setti Islands- og Norður- landamet, 6.293 stig og færði sig úr 14. sæti heimslistans í það sjö- unda en Tékkarnir Roman Sebrle og Tomás Dvorák fóru úr 11. og 12. sæti íþað fimmta og sjötta. Fimmtándu efstu sæti heimsafrekaskrárinnar líta ann- ars út sem hér segir: 6.476 Dan O’Brien, Bandar. 1993 6.418 Christian Plaziat, Frakkl. 1992 6.415 Sebastian Chmara, Póllandi 1998 6.374 Erki Nool, Eistlandi 1999 6.319 Roman Sebrle, Tékkiandi 1999 6.309 Tomás Dvórák, Tékklandi 1999 6.293 Jón Arnar Mapfinísson 1999 6.283 Torsten Voss, Þýskalandi 1985 6.279 Michael Smith, Kanada 1993 6.249 Dezso Szabö, Ungverjalandi 1998 6.228 Robert Zmelik, Tékklandi 1997 JÓN Arnar Magnússon í keppni í Japan. 6.226 Lev Lobodin, Rússlandi 1998 6.213 Steve Fritz, Bandaríkjunum 1996 6.182 Kamil Damasek, Tékklandi 1997 6.163 Siegfried Wentz, Þýskalandi 1986 Moratti kennt um ófarirnar hjá Inter ITÖLSK dagblöð kenna Massimo Moratti, forseta Internazionale, um ófarir fé- lagsins. Mircea Lucescu, þjálf- ari liðsins, sagði starfí sínu lausu strax eftir 4:0 ósigur gegn Sampdoria um helgina. Inter, sem er í 9. sæti, hefur nú leikið 10 leiki í röð án sig- urs. Rúmeninn Lucescu tók við starfi Gigi Simoni í nóvem- ber en hefur ekki tekist að koma liðinu á sigurbraut. Dagblaðið Gazetta dello Sport, segir það mistök hjá félaginu að reka Simoni og ráða Lucescu í hans stað til loka leiktíðarinnar, en þá tekur Marcello Lippi við þjálfarastarfinu. Ekki hefur verið ákveðið hver stýrir lið- inu út leiktiðina. La Repubblica segir að Moratti, sem er sagður ráða flestum málum innan félagsins, hafi gert mistök og að hann verði að axla ábyrgð gjörða sinna. „Simoni hefði kannski ekki náð að vinna titla á meðan Ronaldo var meiddur, en hefði örugglega komið í veg fyrir að félagið hefði tapað sjö leikjum og gerði þrjú jafntefli í röð,“ sagði í La Repubblica. , Reuters LEIKMENN Lazio fagna marki á Olympíuleikvanginum í Róm, þar sem heimamenn lögðu Feneyinga 2:0. Giuseppe Favalli, Sergio Conceicao og Marcelo Salas. ir Fiorentina á leiktíðinni um helg- ina er liðið lagði Piacenza 2:1. Ed- mundo og Batistuta voru saman í framlínu liðsins, í fyrsta skipti síðan í febrúai-. AC Milan tókst að ná þriðja sæti deildarinnar með jafntefli gegn Bari. Fátt benti til annars en að Bari hefði sigur en mark frá Maurizio Ganz í viðbótartíma tryggði Mflan-liðinu 2:2 jafntefli. Allt leit út fyrir að Juventus tap- aði sínum fyrsta leik, frá því að Car- lo Ancelotti tók við stjórn félagsins, er liðið mætti Roma. En mark frá Mark Luliano tryggði Juventus stig er hann jafnaði af stuttu færi skömmu fyrir leikslok. Nokkrum mínútum síðar fékk Juventus upp- lagt færi til þess að stela sigrinum, en markvörður Roma varði vel. FOLK ■ SKAGAMENN hafa fengiðgóðan liðsstyrk fyrir næsta sumar. Olafur Þór Gunnarsson, markvörður úr ÍR, hefur ski-ifað undir þriggja ára samning við félagið. Þá hafa Gunn- laugur Jónsson, fyrrum leikmaður Orebro, og Kári Steinn Reynisson, sem lék með Leiftri á síðustu leik- tíð, gert þriggja ára samning við Skagamenn. ■ OLAFUR Adólfsson hefur geng- ið á ný til liðs við Skagamenn. Hann er orðinn varaformaður Knatt- spyrnufélags ÍA, en lék með og þjálfaði Tindastól á síðustu leiktíð. ■ BJÖRN Bjövnsson, hjá Ármanni, slasaðist í fyrstu gi-ein sem hann tók þátt í á Islandsmótinu í áhalda- fimleikum um helgina. Hann missti því af öllu mótinu. Bjöm er bróðir Birgis, sem lenti í þriðja sæti í fjöl- þraut. ■ JÓN Trausti Sæmundsson, hjá Gerplu, varð einnig fyrir meiðslum á mótinu, en hélt áfram keppni. ■ ÁSTA Tryggvadóttir, úr Kefla- vík, lenti í meiðslum á sunnudag á Islandsmótinu í áhaldafimleikum og hætti keppni. ■ TANJA Björk Jónsdóttir, úr Björk, og Sif Pálsdóttir, úr Ár- manni, voru yngstu keppendurnir á Islandsmótinu í áhaldafimleikum í kvennaflokki, en þær eru 12 ára. Viktor Kristmannsson, úr Gei-plu, var yngstur í kariaflokki, en hann er 15 ára. ■ ARNAR Grétarsson, og félagar í AEK lögðu Proodeftiki Piraeus 1:0 í grísku deildinni um helgina. Arn- ar, sem hefur leikið nær alla leiki með liðinu, kom ekki inn á að þessu sinni. AEK er í 2. sæti deild- arinnar. ■ ARIS Thessaloniki, lið Kristó- fers Sigurgeirssonar, lagði Et- hnikos 4:0 í grísku deildinni. Kristó- fer lék með allan tímann. Aris er í 5. sæti. ■ BLACKBURN hefur keypt Lee Carlsley, frá Derby, íyrir um 383 milljónir íslenskra króna. Brian Kidd, knattspyrnustjóri Blackburn, hefur eytt um tveimur milljörðum króna frá því að hann tók við stjóm- artaumum hjá félaginu í desember. ■ DON King, sem skipulagði bar- dagann milli Lennox Lewis og Evander Holyfield, segir að nýr bardagi milli hnefaleikakappanna verði háður í september eða októ- ber. Líklegt þykir að bardaginn verði haldinn í New York

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.