Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MINNINGAR MOROUNBLABIB JAKOB TRYGGVASON + Jakob Tryggva- son fæddist á Ytra-Hvarfi í Svarf- aðardal 31. janúar 1907. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 13. mars síðastliðinn og fór útfbr hans fram frá Akureyrar- kirkju 22. mars. Mig langar að setja á blað nokkur kveðju- orð um Jakob Ti-yggvason. Um það bil sjö ára gömul lærði ég að spila á orgel hjá Jakobi. A þeim árum var stofuorgelið, eða orgelhannoníum eins og það heitir, algengt hljóðfæri á heimilum, og hafði því hlutverki að gegna að leiða samsöng heimilis- fólks. Sú hefð varð þess valdandi að ég hóf orgelnám, og einnig vegna skyldleika við Jakob sem rekja má til Svarfaðardals. I fyrstu sótti ég tíma á heimili hans og Unnar konu hans í Helgamagrastræti, en seinna lá leið mín í tónlistarskólann á Akureyri þar sem Jakob var aðal- kennari minn í fyrstu, auk þess sem ég sótti tíma til hans í ýmsum hlið- argreinum. A uppvaxtarárum mínum á Akureyri tók Jakob virkan þátt í tónlistarflutningi af ýmsu tagi. Þeg- ar ég lít til baka kemur orgelleikur hans fyrst upp í hugann, og jafnvel þótt orgel kirkjunnar hafi í þá daga verið fremur lítilfjörlegt var orgel- leikur Jakobs þrátt fyrir það fyrir- mynd þeirra sem kunnu að meta þetta hljóðfæri. Þar með opnuðust nýjar víddir í tónlistinni sem orgel- ið miðlaði, frá því að vera undir- leikshljóðfæri í stofunni heima, til þess að miðla tónbókmenntum org- elsins, einkum tónlist frá barokk- tímanum. Margt af því sem Tónlistarskóli Akureyi-ar hafði upp á að bjóða í skólastjóratíð Jakobs var langt á undan sinni samtíð, og var þess langt að bíða að sambærilegir tón- listarskólar hefðu jafn- mikla framsýni og fag- mennsku til að bera og þar var að finna. Hljómfræðikennsla Jakobs reyndist góður grunnur fyrir fram- haldsnám í þein’i grein, og eru hinar fjölmörgu raddsetn- mgar sem liggja til eftir hann vitnis um færni hans á því sviði. I öllutn tónlistar- flutningi þar sem Jak- ob kom við sögu lagði hann áherslu á vand- aðan og músíkalskan flutning. Þeg- ar tímar liðu og sjóndeildarhringur- inn stækkaði, varð mér ijóst að Jakob hafði þá hæfileika umfram marga aðra tónlistarmenn að geta látið lúðrasveit hljóma líkt og orgel. Þar mátti heyra mjúkan og ávalan samhljóm sem einungis góður tón- listarmaður getur laðað fram. Með sínu hæverska viðmóti og án margra orða gat sérhver nemandi hans fundið að Jakob studdi og leið- beindi án þess að láta sína eigin persónu í aðalhlutverk, því held ég að tónlistin sjálf hafi alltaf verið að- alatriðið í hans augum. Það er einstök gæfa að hafa notið leiðsagnar Jakobs. í byrjun var það eitt lítið lag í orgelskólanum sem vakti tilhlökkun og kom telpunni til að gi'eikka sporið niður Helgamagrastrætið. I dag upp- götvast að orgelhljómurinn er arfur frá tónlistaruppeldi, hljómur sem er undirstaða og mælikvarði á allt sem listir geta veitt. Herdís Halblaub Oddsdóttir. Okkur systkinin langar að þakka samfylgd heiðursmannsins Jakobs Tryggvasonar. Við kynntumst hon- um og Unni konu hans, þegar for- eldrar okkar keyptu íbúð við hlið þein-a í raðhúsinu Byggðavegi 101 á Akureyri árið 1966. Frá fyrstu stundu ávann Jakob sér virðingu okkar. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIRMUNDUR JÓNSSON fyrrverandi bankastjóri, Hólmagrund 24, Sauðárkróki, sem andaðist á Sjúkrahúsi Skagfirðinga föstu- daginn 12. mars, verður jarðsunginn frá Sauð- árkrókskirkju laugardaginn 27. mars kl. 14.00. Guðríður Guðjónsdóttir, Erna Geirmundsdóttir, Einar Jóhannsson, Vilhjálmur Geirmundsson, Sveinn Geirmundsson, Anna Pálsdóttir, Jón Geirmundsson, Anna Björk Arnardóttir, Ingvi Geirmundsson, Halla Tulinius, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNUJÓNSDÓTTUR, Stóru-Ökrum, Skagafirði. Sigurður Hólm Jóelsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Kristján Steingrímsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Rögnvaldur Árnason, Sólveig Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Helga Sigurðardóttir, Ragna Sigurðardóttir, Katrín Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn Björn Björnsson, Hulda Ásgrímsdóttir, Einar Pálmi Árnason, Rúnar Magnússon, „Tónafióð" er ef til vill orðið sem best lýsir tilveni okkar á þessum árum. Dagurinn hófst á orgelæfing- um Jakobs og svo tóku við skalar og fingraæfingar á flygilinn og í kjölfarið fylgdi svo fiutningur á ótal verkum tónbókmenntanna. Þannig veitti Jakob okkur, með eljusemi sinni og vandvirkni, innsýn í töfra- heim tónlistarinnar sem og sjálf- saga tónlistarmannsins. Ollu þessu var svo svarað úr okkar íbúð með öllum tegundum tónlistar og ærsla- gangi sem fylgir börnum og ung- lingum. Þegar við systkinin vorum að spila ómarkvisst á píanóið í okk- ar stofu leiðrétti hann okkur og leiðbeindi með tóndæmum í gegn- um vegginn. Við þökkum nú á kveðjustund að undirleikur við æsku okkar var ein samfelld tón- listarveisla. Við þökkum að hafa ætíð verið velkomin á heimili Unn- ar og Jakobs, þau tóku okkur alltaf opnum örmum þegar við gerðum okkur heimakomin hjá þeim, hvort sem það var í garðinum eða inni á heimili þeirra. Við deildum tilhlökk- un þeirra er góðra gesta var að vænta að sunnan og fögnuði yfir heimsóknum barna og barnabarna. En nú eru kaflaskil á Byggðavegin- um. Við leyfum okkur að vona að vera megi, að gamlir grannar hafi nú sest saman undir suðurvegg í sól- skininu og hlusti saman í þögulli lotningu á Bach. Minningin um heiðurshjónin Unni og Jakob verð- ur alltaf órjúfanlegur hiuti af okkar bernsku- og æskuminningum. Við og móðir okkar þökkum nú á kveðjustund vinarþel og einstakt umburðarlyndi þeirra. Börnum og ástvinum öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðný Björk, Inga Dagný, Asdís Eynín og Ingimar Eydal. Mikill öðlingur, Jakob Tryggva- son söngstjóri og orgelleikari, er iátinn í háiri elli. Hugurinn hvarfl- ar aftur í tímann, að árinu 1967. Akureyri var stundum nefnd „Gaul- verjabær“ og var sú nafngift dregin af því hversu margir kórar voru hér starfandi. A þeim tíma sem um ræðir bar bærinn þó varla nafn með rentu, stór blandaður kór, Kantötukórinn, hafði þá nokkrum árum fyrr lagt upp laupana, en tveir stórir karlakórar sungu raun- ar enn við raust. A sönglofti Akureyrarkirku blómgaðist líka sönglíf. Þar sat org- anistinn, Jakob Tryggvason, við orgelið og stjórnaði kirkjukór. Sig- urður Demetz Fransson var nýlega kominn sem söngkennari við Tón- listarskólann, þar sem Jakob var skólastjóri, og hafði hann verið fenginn til að raddþjálfa kirkjukór- inn. Konum í kirkjukórnum sem sóttu þessa söngtíma þótti dapurt að ekid fengju fleiri konur að láta sínar þýðu raddir hljóma líka og upp úr þessu var farið að tala um að stofna kvennakór. Það er ekki að orðlengja það - stofnfundur var boðaður, ekki færri en 50 konur mættu. Þá þegar var búið að ráða Jakob Tryggvason sem söngstjóra og Sigurð Demetz sem raddþjálf- ara að kór sem ekki var orðinn til. Slík var bjartsýnin er Söngfélagið Gígjan var stofnuð. Síðan má segja að leiðir margra þessara kvenna • og Jakobs Tryggvasonar lægju meira eða minna saman í 17 ár. Sumar færð- ust líka til hans í kirkjukórinn. Eins og gengur urðu breytingar, nokkr- ar hurfu á brott en aðrar komu í staðinn. Viss kjarni hélt þó tryggð við félagsskapinn allt til endaloka, sem urðu 1984, og „Lilli Kobbi okk- ar“ eins og við stundum nefndum hann okkar á milli í gælutón, hélt líka tryggð við kórinn. Ekki vitum við hversu mikið þetta kórstarf hefur veitt Jakobi því hann var aldrei mikið fyrir stóru orðin, en eitt er víst, hann stóð ekki í þessu stappi til að auðg- ast á því. Fjárhagur kórsins var oftast bágborinn og launin sem Jakobi voru greidd voru ekki há. Það er líka víst að oft hefur hann þurft að taka á þolinmæðinni þegar hans næma tóneyra nam annarlega tóna frá kórkonum í stað hins eina rétta tóns. Vandvirkni hans var kapítuli út af fyrir sig. Það var ekki mikið um útsetningar á lögum fyrir kvennakóra og það sem til var var yfírleitt fyrir þríradda kóra. Þetta fannst Jakobi ekki nóg og hann út- setti fyrir fjórradda kvennakór megnið af því sem Gígjan söng og tók aldrei krónu íyrir. Jakob Tryggvason var gott tónskáld (nú hefði hann veitt okkur átölur fyrir að taka svona sterkt til orða), en óhætt er að segja að fáir Islending- ar voru slyngari við að útsetja kór- lög. Allt þetta handskrifaði hann með sinni snotru nótnaskrift. Verð- ugt væri að gefa þetta safn út, raunar munu ýmsir kvennakórar síðari tíma hafa notið góðs af þess- um útsetningum. Ekki dettur okkur í hug að segja að við höfum alltaf verið Jakobi sammála, meira að segja stundum afar ósammála, en hann var óum- deildur stjórnandi og hafði oftast sitt fram. Og að loknum vel heppn- uðum tónleikum fór ekki á milli mála hver stóð hjarta okkar næst þá stundina. Það er óhætt að segja að vel þyrfti að leita til að finna þá Gígjukonu sem ekki þótti vænt um Jakob og mat hann mikils. Þá má ekki heldur gleyma Unni konu hans sem með sínu hógværa brosi samþykkti allar þessar konur sem þóttust eiga eitthvað í manni hennar, a.m.k. heilmikið af tíma hans. Hún var einstök. Einhverjum kann að finnast að þessi pistill sé jafnmikið um Söng- félagið Gígjuna og Jakob Tryggva- son, en satt að segja getum við ekki talað um Jakob án þess að Gígjan komi jafnframt í hugann, svo voru þau samtengd. Hann gerði þennan kór að góðu hljóðfæri á örskömm- um tíma. Og með þessum fátæk- legu orðum viljum við votta minn- ingu hans virðingu og þakka honum fyrir öll þau góðu ár sem við áttum samleið. Börnum hans og fjölskyldum þeiri-a sendum við hlýjar vinar- kveðjur. Fyrii- hönd Gígjukvenna, Hólmfríður Jónsdóttir, Gunn- fríður Hreiðarsdóttir. Hann afi minn er dáinn og ljúfsár söknuður fyllir hjarta mitt. Ég sakna allra góðu stundanna okkar eins og þegar ég var barn og hann sat við rúmstokkinn hjá mér og hélt í höndina á mér, alveg þangað til ég sofnaði og traustið sem ég bar til hans afa míns náði að sefa myrk- fælnina svo ég næði að sofna. Svo man ég líka þegar hann spilaði fyrir okkur stelpurnar á flygilinn hin og þessi lög, jafnvel eitt og eitt bítlalag á meðan við dönsuðum af hjartans lyst í stofunni. Þegar ég fór svo að eldast og unga stúlkan í mér vaknaði gleymi ég aldrei fimm þúsund krónunum sem hann afi minn gaf mér fyrir snyrtivörum. Þetta var töluverð upphæð þá, sennilegast svipað og nú og að fá að eyða því öllu í snyrti- vörur - vá! Núna síðustu árin, eftir að amma dó bjó ég um tíma hjá hon- um afa meðan ég var að vinna hjá LA. Ég er alin upp sem nútíma kona sem tók kynjahlutverkin ekki mjög hátíðlega. Afi leit hins vegar á það sem hreinlega móðgun við mig að vera eitthvað að vasast í eldhúsinu þegar ég var þarna. Eitthvað átti ég erfitt með að kyngja þessu þegar Svaný sagði við mig: „Já, en getur þú ekki gert þetta fyrir hann afa þinn?“ Jú, það gat ég alveg og eftir það gekk sambúðin eins og í sögu og oft sát- um við og spjölluðum yfir tebollan- um langt fram á nótt. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa átt hann afa minn að og það að sonur minn hafi fengið að kynnast honum. Undir það allra síðasta þeg- ar minnið var farið að gefa sig átti hann stundum erfitt með að koma mér fyrir sig, en Tryggva Geir þekkti hann alltaf og mundi allar fréttir af honum. Mér finnst ég heyra enn það sem hann sagði svo oft: „Það er eitthvað í andlitinu á þessum dreng sem er svo viðkunn- anlegt. Alveg frá því ég sá hann fyrst...“ en hann kláraði setninguna oftast ekki en varð svona fallegur í framan. Guð var góður að leyfa okkur að hafa hann afa svona lengi og góður að leyfa honum að fara núna þegar hann sjálfur var búinn að fá nóg. Takk. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför JÓNS ÞÓRARINSSONAR fyrrv. bónda, frá Hjaltabakka, Hvammsgerði 4. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða- spítala og Landakotsspítala, deild K-1. Guð blessi ykkur öll. Þorvaldur Stefán Jónsson, Arnþrúður Einarsdóttir, Sigríður Hrefna Jónsdóttir, Þóra Þuríður Jónsdóttir, Finnbogi O. Guðmundsson, Hildur H. Jónsdóttir, Sigríður Baldursdóttir, Ingvi Þór Guðjónsson og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR GUÐJÓNSSONAR skipstjóra, frá Ökrum, Skólabraut 28, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir hlý- hug og umönnun. Fjóla Guðbjarnadóttir, Bjarni Jóhannesson, Ingiríður Jóhannesdóttir, Björn Gunnarsson, Guðjón Jóhannesson, Anna Sigurjónsdóttir, Guðný Jóhannesdóttir, Hjörleifur Jónsson, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, Ari Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabarn. Margrét Pétursdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.