Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 1
KÖRFUKNATTLEIKUR KÖRFUKNATTLEIKUR: KEFLAVÍK OG NJARÐVÍK LEIKA TIL ÚRSLITA/C3 GUÐBJÖRG Norðfjörð, fyrirliði KR, og Hanna Kjartansdóttir fagna meistaratitlinum. Limor stóð við lof- orðið ÞEGAR Limor Mizrachi hóf að leika með liði KR í körfuknattleik kvenna óskaði hún eftir að fá að leika í treyju númer sjö eða 14. Guðbjörg Norðfjörð, fyrirliði liðsins, sem hafði alla tíð leikið í treyju númer 14, lánaði Limor númerið sitt en tók um leið af henni loforð um að KR yrði Islandsmeistari. „Eg hef nokkmm sinnum lent í þeiiTÍ aðstöðu að tapa úrslitaleikjum, eins og stelp- urnar í KR, og því var mér í mun að hjálpa liðinu að verða Islandsmeistari. Það tókst, enda lögðust allir leikmenn á eitt að ná þessum árangri," sagði Limor. Limor fer á næstu dögum til Israels, en heldur síðan með ísraelska landsliðinu til Hollands þar sem liðið tekur þátt í B-keppni Evrópumóts- ins. Aðspurð segist hún ekki vilja segja til um hvort hún verði hér á landi næsta vetur. „Ég á eftir að ræða við um- boðsmanninn minn um hvað ég komi til með að gera næsta vetur,“ segir Limor. KR tapaði ekki leik KR-INGAR tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna um helgina er liðið vann Keflavík í þriðja úrslitaleik lið- anna 90:81 í Hagaskóla. KR-ingar, sem urðu síðast íslands- meistarar árið 1987, unnu alla leiki liðsins í deild, bikarkeppn- inni og úrslitakeppni í vetur. Guðbjörg Norðfjörð, fyrirliði KR-inga, sagði að liðið hefði loksins náð saman í vetur undir styrkri handleiðslu Oskars Krist- jánssonar, þjálfara þess. „Við höf- um haft góðan mannskap síðustu árin en ekki náð almennilega sam- an fyrr en nú. Við lékum góða vörn í flestum leikjunum og það má segja að góð vörn hafi skilað okkur öllum þessum sigrum. Þá hafði ísraelski leikmaðurinn Limor Mizrachi góð áhrif á liðsheildina og stóð sig einstaklega vel í úrslita- keppninni. I þriðja leiknum hafði hún mikla yfii'burði yfír aðra leikmenn og skoraði 40 stig. Það er frábært að fá tækifæri til þéss að spila með jafn góðum leikmanni og Limor er.“ Guðbjörg sagði að úrslitaleikirnir þrír gegn Keflavík hefðu verið skemmtilegir og oft á tíðum spenn- andi. „Við náðum okkur oft vel á strik gegn Keflavík, ekki síst í fyrsta leiknum. Þá spiluðum við gríðarlega vel. I þriðja leiknum spil- uðum við ekki nægilega vel í vörn, enda hafði liðið aldrei fengið á sig yfir 70 stig í leik fyrr í vetur. Þá lentum við átta stigum undir í seinni hálfleik og það hafði heldur ekki gerst fyrr í vetur. En við höfð- um alltaf trú á að við gætum unnið leikinn og það kom á daginn," sagði Guðbjörg sem hefur sex sinnum leikið til úrslita um íslandsmeist- aratitilinn með KR á síðustu sjö ár- um. Guðbjörg sagði að körfubolti kvenna væri í stöðugri framför hér á landi og benti á að márgar efnileg- ar stúlkur væru að leika með liðum í deildinni. „Liðunum hefur að vísu fækkað úr 10 í 6 á undanfórnum ár- um en mörg lið leggja mikla rækt við þjálfun yngri flokka og það skil- ar sér vonandi á næstu árum. Það er hins vegar dýrt að reka deildirn- ar og það hefur komið í veg fyrir að liðunum hafí fjölgað," sagði Guð- björg Norðfjörð. Einar Karl , bætir íslands- metið á Spáni HÁSTÖKKVARINN ungi úr ÍR, Einar Karl Hjartarson, bætti eigið íslandsmet í há- stökki utanhúss um 4 sm á móti á Alicante á Spáni á sunnudaginn. Einar stökk 2,22 metra, en fyrra metið, 2,18 metra, setti hann á Meistaramóti Islands sl. sumar. Að sögn Jóns Sæv- ars Þórðarsonar, þjálfara Einars, þá stökk piltur yfir 2,22 metra í annarri tilraun eftir að hafa áður farið yfir 1,99, 2,05, 2,11 og 2,18 metra í fyrstu tilraun. Einar bar sigur úr býtum í há- stökki á mótinu. „Þetta er mjög jákvætt og er fullkomlega í framhaldi af því sem Einar var að gera innanhúss," sagði Jón Sævar. „Einar gerði þrjár tilraunir við 2,25 metra og ein tilraunin var ágæt og gefur vissulega fyrirheit,“ sagði Jón ennfremur. Is- landsmet Einars Karls inn- anhúss er 2,20 metrar. Einar dvelur nú við æf- ingar á Alicante ásamt hópi ísleriskra frjálsiþrótta- manna og verður þar fram í miðjan þennan mánuð en ekki er á dagskrá að hann keppi í hástökki á fleiri mót- um. Með þessum árangri er Einar Karl kominn í Sydneyhóp Frjálsíþrótta- sambandsins, en í honum eru frjálsíþróttamenn sem hafa náð ákveðnum árangri í sinum greinum og eiga raunverulega möguleika á því að ná lágmarki til þátt- töku á Ólympíuleikunum í Sydney eftir eitt og hálft ár. Fyrir í hópnum eru Guð- rún Arnardóttir, Vala Flosadóttir, Þórey Edda Elísdóttir, Martha Ernsts- dóttir, Jón Arnar Magnús- son, Magnús Aron Hall- grímsson og Jóhannes Már Marteinsson. Þá er Einar Karl aðeins 3 sm frá lág- marki til þátttöku á heims- meistaramóti fullorðinna í Sevilla í ágústlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.