Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 B 3
ÍÞRÓTTIR
KÖRFUKNATTLEIKUR / UNDANÚRSLIT KARLA
Reykjanesbæjarliðin Keflavík og Njarðvík mætast í úrslitarimmu
Damon Johnson í
banastuði í Grindavík
ÞAÐ voru Keflvíkingar sem höfðu betur í Grindavík 90 stig gegn
82 stigum heimamanna. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Kefla-
víkur, var að vonum kampakátur að leik loknum og hafði þetta
um leikinn að segja: „Þetta var hörkuleikur eins og allir hinir
leikirnir. Þá vantaði Ástralann og þá munaði um hann. Það er
mjög gott að klára þetta hérna það eru ekki mörg lið sem sigra
hér í Grindavík. Við héldum uppi hraðanum í fyrri hálfleik en þeir
náðu að halda honum niðri í seinni. Nú er það draumaserían að
margra mati Keflavík á móti Njarðvík.“
Spennan var mikil í þriðja leik
liðanna í Keflavík á föstudaginn
langa, þar sem Keflvíkingar náðu að
knýja fram sigur í
GarðarPáll þríframlengdum
Vignisson leik, 122:119. Damon
skrifar Johnson jafnaði fyr-
ir heimamenn í
venjulegum leiktíma, 86:86.
Pétur Guðmundsson jafnaði fyrir
Grindavík í fyrstu framlengingu,
98:98.
Guðjón Skúlason jafnaði fyrir
heimamenn með þriggja stiga skoti
í annari framlengingu.
Fyrri hálfleikur í gærkvöldi var
jafn framan af en þó höfðu Keflvík-
ingar yfirhöndina. Um miðjan hálf-
leik var staðan 21:21 en upp frá því
fóru gestimir að síga frammúr og
náðu 10 stiga forskoti, 25:35, og þá
tóku Grindvíkingar sitt annað leik-
hlé. Herbert Amarsson setti síðan í
framhaldi af leikhléi Grindvfldnga
tvær þriggja stiga körfur og leikur-
inn aftur orðinn jafn. í stöðunni
40:40 hrukku Keflvíkingar í fluggír-
inn og settu 16 stig í röð og voru því
heimamenn undir 43:56 í leikhléi.
Heimamönnum gekk illa að ráða við
Damon Johnson í fyrri hálfleik og
raunar í öllum leiknum. Pað er
reyndar Ijóst að ef Damon Johnson
verður í þessum ham það sem eftir
er af úrslitakeppninni eiga Njarð-
víkingar ekki von á góðu. I fyrri
hálfleik skoruðu Keflvíkingar 9
þriggjastigakörfur en heimamenn 7
en í þeim síðari bættust 4 við hjá
Grindavík en 1 hjá Keflavík.
Grindvíkingar höfðu því 13 stig
að vinna upp og virtust líklegir til
þess í byrjun seinni hálfleiks. Skot
Keflvfldnga rötuðu ekki öll niður og
heimamenn fóra að taka fráköst
sem svo sárlega hafði vantað í fyrri
hálfleik. Þá voru Keflvíkingar mun
varkárri í öllum sínum aðgerðum og
leituðu mikið eftir Damon Johnson.
Þegar sex og hálf mínúta er liðin af
seinni hálfleik meiðist Warren
Peeples og útlitið dökknaði til muna
hjá heimamönnum í stöðunni 56:62.
Við þetta þjöppuðu heimamenn sér
saman og virtust í fyrsta skipti í
þessum leik vera að ná yfirhöndinni.
Heimamenn ná að minnka muninn í
75:76 en þá sögðu gestimir hingað
og ekki lengra og tóku framkvæðið
aftur.
Warren Peeples kom um þetta
leyti inn aftur og virkaði sú skipt-
ing hæpin því hann gat lítið beitt
sér og reyndi ekkert. Gestirnir
höfðu því sigur í baráttuleik en
heimamenn fara svekktir í sumar-
frí. Bestur í liði heimamanna var
Herbert Arnarsson sem skoraði 32
stig og átti frábæran leik. Aðrir
voru ekki að spila jafnvel og þeir
eiga að geta. Hjá gestunum var
Damon Johnson allt í öllu og skor-
aði 39 stig og skoraði að vild í þess-
um leik. Þá átti Falur Harðarson
góðan fyrri hálfleik eins og reyndar
allt Keflavíkurliðið.
Morgunblaðið/Einar Falur
LEIKMENN Keflvíkinga fögnuðu sigri í Grindavík í gærkvöldi,
eins og þeir gerðu í miklum spennuleik í Keflavík á föstudaginn.
Breytingar hjá KR-ingum
EIRÍKUR Önundarson leikur ekki með KR-liðiuu í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik næsta vetur, því liann hyggst halda til náins í Dan-
mörku. Eiríkur kom til KR á síðasta timabili, en lék áður ineð ÍR.
Ljóst er að Keith Vassel verður ekki áfram þjálfari KR næsta vetur
og eru forráðamenn liðsins að leita að nýjuin þjálfara. Að sögn
Gísla Georgssonar, formanns körfuknattleiksdeildar KR, hefur
Vassel áhuga á að leika með liðinu næsta vetur. Það kemur hins
vegar ekki ljós fyrr en í sumar hvort af því verður því Vassel bíður
eftir tilboðum frá liðum í Evrópu.
Þá hefur Jesper Sörensen, danski landsliðsbakvörðurinn, sem
lék síðustu leikina með KR í vetur, áhuga á að vera áfram hjá lið-
inu næsta vetur. Gísli sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin af
hálfu forráðamanna liðsins hvort danski leikmaðurinn verði áfram.
Morgunblaðið/Einar Falur
DAMON Johnson átti stórleik með Keflvíkingum í Grindavík,
skoraði 39 stig. Hann skoraði 51 stig í Keflavík á föstudaginn.
Slerk liðsheild
Njarðvíkinga
Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í
úrslitum íslandsmótsins í
körfuknattleik með góðum sigri á
liði KFÍ á ísafirði í
Magnús gærkveldi, þar sem
Gíslason lokatölur urðu 69:80.
skrifar Var þetta fjórði leik-
ur liðanna í undanúr-
slitunum og vann því Njarðvík ein-
vígið 3:1.
Njarðvíkingar lögðu fsfirðinga í
Njarðvík á laugardaginn í þriðja
leiknum, 90:77. Teitur Örlygsson fór
á kostum í leiknum, skoraði 32 stig
og setti niður sjö þriggja stiga skot.
Það voru heimamenn sem áttu
fyrstu mínúturnar í leiknum í gær-
kvöldi í „Klakanum“ - skoraðu sex
fyrstu stigin. Það tók gestina rúmar
þrjár mínútur að finna réttu leiðina í
körfuna.
Eftir um sex mínútna leik höfðu
heimamenn enn forystuna 14:10. Þá
skiptu Njarðvíkingar yfir í árang-
ursríka svæðisvörn og sneru leikn-
um sér í vil og náðu öruggu forskoti
er þeir breyttu stöðunni úr 14:10 í
18:28. Leikmenn KFI voru ólánsam-
ir í sóknaraðgerðum sínum á þessum
kafla og luku fjölmörgum sóknum án
þess að ná skoti á körfuna. Ray
Carter átti erfitt uppdráttar í hálf-
leiknum og tapaði boltanum alls sex
sinnum.
Hjá Njai-ðvíkingum var það
Brenton Birmingham sem fór fyrir
sínum mönnum og setti 20 stig í
hálfleiknum og Örvar Kristjánsson
kom sterkur inn og skoraði átta mik-
ilvæg stig. Njarðvíkingar leiddu svo
í leikhléi 35:48.
í seinni hálfleik léku Njarðvíking-
ar eins og þeir sem valdið hafa og
hleyptu heimamönnum aldrei inn í
leikinn og voru öryggið uppmálað í
öllum sínum aðgerðum og sýndu að
þeir eiga á að skipa betra og heil-
steyptara liði og áttu sigurinn svo
sannarlega skilið.
Lið KFÍ náði sér engan veginn á
strik í þessum leik einmitt þegar
mest reið á og er þar með úr leik eft-
ir ágæta framgöngu í vetur og geta
þrátt fyrir þetta tap unað sáttir við
sitt. Njarðvíkingar léku hinsvegar
mjög vel í þessum leik og góð og
samstillt liðsheild skóp öruggan sig-
ur.
Sviss vill
endurtaka
leikinn í
Aarau
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
fyrri leikur Sviss og fslands í
forkeppni að uudankeppni
Evrópukeppninnai’ í hand-
knattleik fari fram í Aarau
26. niaí nk. Síðari leikurinn
verður í Reykjavík fjórum
dögum síðar. Leikirnir ei-u
báðum þjóðum mikilvægir og
nokkuð Ijóst að sigurvegarinn
í leikjunuin tveimur heldur
áfram í undankeppnina en
hin þjóðin situr eftir með sárt
ennið.
Svisslendingar hafa góða
reynslu af því af því að mæta
Islendingum í Aarau og er
skemmst að minnast þess að
þeir unnu viðureign þjóðanna
þar sl. haust, 25:23.
Hættir
Einar með
Fylki?
ALLS er óvíst hvort Einar
Þorvarðarson verður þjálfari
Fylkis í 1. deild karla í hand-
knattleik á næstu leiktíð, en
Fylkismenn tryggðu sér sem
kunnugt er 2. sætið í 2. deild á
dögunum.
Samningur Einars við Fylki
rennur út í vor og ekki hefur
verið tekin afstaða til fram-
haldsins að sögn Einars. Ekki
er aðeins að Einar þurfi að
ræða við forráðamenn Fylkis
vegna málsins, því hann
starí'ar einnig sem mótstjóri
Handknattleikssambandsins
og því vafamál hvort fari sam-
an það starf og þjálfun liðs í
efstu deild.
„Ég hef hvorki rætt þessi
mál við Fylki né stjórn HSI,“
sagði Einar við Morgunblaðið í
gærkvöldi. „Ég geri mér ekki
fyllilega grein fyrir hvort hægt
sé að samræma þessi störf eða
ekki og ætla því ekki að tjá
mig um það. Mér bauðst að
þjálfa lið í 1. deildinni í fyrra,
en þáði ekki þá og veit ekki
hvað verður úr nú,“ bætti Ein-
ár við.
Mótstjóri HSÍ sér um öll
mótamál á vegum Handknatt-
leikssambandsins og kemur
því m.a. að niðurröðun leikja á
Islandsmótinu.
Þorbergur
hættur
með ÍBV
ÞORBERGUR Aðalsteinsson
mun ekki þjólfa ÍBV í 1. deild
karla í handknattleik á næstu
leiktíð. Hann hefur ekki ákveð-
ið hvað tekur við, en segir þó
ljóst að hann verði búsettur á
höfuðborgarsvæðinu.
Þorbergur hefur að undan-
förnu verið sterklega orðaður
við Framara, en hann sagðist í
samtali við Morgunblaðið ekki
hafa átt í formlegum viðræð-
um við neitt lið. „Fyrst vil ég
ganga frá öðrum atvinnumál-
um mínum og geri það í þess-
ari eða næstu viku,“ sagði Þor-
bergur, en hann hefur starfað
sem markaðsstjóri Vinnslu-
stöðvarinnar hf. í Vestmanna-
eyjum undanfarin ár og lætur
nú einnig af því starfi.