Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999   B   3
HANDKNATTLEIKUR
'
Hafnfírðingar
klárir í bátana
HAFNFIRÐINGAR í FH eru klár-
ir í bátana í úrslitakeppni ís-
landsmótsins í handknattleik
karla. Með sanngjörnum og
sannfærandi 18:22-sigri á
Frömurum á útivelli í oddaleik
liðanna í gærkvöldi sýndu þeir
og sönnuðu að þeir eiga skilið
að fá tækifæri til að leika til
úrslita við deildar- og bikar-
meistara Aftureldingar úr Mos-
fellsbæ. Með gleði í hjarta og
viljann að vopni unnu þeir bug
á slöku liði Framara sem rétt
eins og oft áður brotnaði sam-
an þegar mest á reyndi.
Framganga FH-inga í úrslita-
keppninni hefur verið lygasögu
líkust. Lengst af leiktíðar var mark-
¦¦¦¦¦¦ mið liðsins einfaldlega
Björn Ingi     að  komast í úrslita-
Hrafnsson keppnina og lengi vel
skrifar       leit vart ut fyrir að
það tækist. Það tókst þó - liðið end-
aði í 7. sæti deildarinnar og hefur
síðan svo sannarlega slegið í gegn í
úrslitakeppninni, fyrst með frábær-
um sigri úr þremur viðureignum við
silfurlið Stjörnunnar úr Garðabæ og
nú sama uppskera eftir frábæra
leiki gegn Frömurum, bronsliði
deildarinnar. í báðum rimmunum
lék fyrirfram enginn vafi á því hvert
sigurstranglegra liðið væri - eða
svo töldu „sérfræðingarnir". Hinir
gamalreyndu leikmenn Hafnar-
fjarðarliðsins létu það þó ekki á sig
fá og sýndu gífurlega baráttu, kraft
og vinnusemi og uppskáru eftir því.
Með framgöngu FH-inga í úrslita-
keppninni nú hefur enn og aftur
sannast að aldrei skyldi vanmeta lið
eins og FH, þar sem heimamenn
eru í flestum stöðum og leikið er
með hjartanu, eins og sagt er.
Jafnræði var með liðunum í fyrri
hálfleik, en Framarar höfðu þó
frumkvæðið og náðu mest þriggja
marka forystu, 6:3. Greinileg tauga-
spenna var í herbúðum beggja liða
og báðir markverðirnir náðu að
verja vítakast snemma leiks. Gest-
irnir komust þó aftur inn í leikinn,
minnkuðu muninn jafnt og þétt og
nýttu sér vandræðalegan sóknarleik
Framara. I stöðunni 6:7 fengu
Hafnfirðingarnir hvorki fleiri né
færri en sjö tækifæri til að jafna
metin og nýttu eitt þeirra að lokum.
Liðin gerðu svo þrjú mörk hvort
fyrir leikhlé og í hálfleik var staðan
því 10:10 og útlit fyrir hörkuspenn-
andi síðari hálfleik.
Gunnar Beinteinsson gerði fyrsta
mark síðari hálfleiks af línunni fyrir
Hafnfirðinga og Björgvin Þór
Björgvinsson svaraði strax í næstu
sókn fyrir Framara úr sömu stöðu.
I næstu sókn misnotaði Valur Arn-
arson annað vítakast sinna manna
er hann skaut framhjá og það nýttu
heimamenn sér til að ná aftur for-
SOKNARNYTING
Annar leikur liðanna í undanúrslitum,
leikinn í Hafnarfirði 10. apríl 1999
Fram
Mörk	Sóknir %		Mörk	Sóknir %
10 13	26  38 24  54	F.h S.h	13 12 25	25  52 25  48
23	50  46	Alls		50  50
Langskot
Gegnumbrot
Hraðaupphlaup
Horn
Lína
Víti
Morgunblaðið/GolH
FH-ingar léku sterkan varnarleik undir stjórn Kristjáns Arasonar, sem hér stöðvar
Gunnar Berg Viktorsson ásamt Knúti Sigurðssyni.
Afturelding í úrslitakeppni: 28 ¦«¦*, 14 «-,, 14
töp
8-liða úrslit:
Undanúrslit:
Urslit:
1994 '
Guðmundur Þ. Guðmundsson
0-2 Haukar
1995 '
Guðmundur Þ. Guðmundsson
2-1 FH   4»r  0-2 Valur *
1996 -"'
Einar Þorvarðarson
1997 -
Einar Þorvarðarson
1998 p
Skúli Gunnsteinsson
;on
2-1 Stjarnan
i^i
1-2 Valur *
2-0 FH   44  2-1 Fram
J*L
1-3 KA  *
0-2 Valur *
1999 ^"
Skúli Gunnsteinsson
2-1 HK
jn_
2-1 Haukar 4*h
gegn
FH
ivar
Benediktsson
skrifar
ystu með marki Magnúsar Arnar
Arngrímssonar sem nýkominn var
til leiks. Gunnar Beinteinsson jafn-
aði metin strax aftur og þannig
gekk taflið um sinn. Tvær brottvís-
anir Lárusar Long í röð færðu
Frömurum tveggja marka forystu,
14:12, og svo aftur 15:13. Þá var
eins og allt hrykki í baklás hjá leik-
mönnum liðsins - sóknarleikur
þeirra var hvorki fugl né fiskur
gegn framliggjandi vörn Hafnfirð-
inga sem gengu á lagið og skoruðu
glaðbeittir fjögur mörk í röð og
breyttu stöðunni í 15:16. Á undra-
skömmum tíma var eins og allt færi
í handaskolum í Fram-liðinu og það
nýttu reynslumiklir andstæðingar
þeirra sér til fullnustu.
Á þessum kafla leiksins, um mið-
bik seinni hálfleiks og eftir það réð-
ustu úrslitin. Ótrúlegt var að sjá
draga í sundur með liðinum - sjá
hið unga og sterka lið Framara
brotna saman i höndunum á
„gömlu"  mönnunum  í  FH-liðinu.
SOKNARNYTING
Þriðji leikur liðanna í undanúrslitum,
leikinn t'Reykjavík 12. apríl 1999
Mörk	Sók'nir %       Mörk Sóknir %
10 8	25  40   F.h   10  25  40 24  33   S.h  12  24  50
18	49  37   Alls  22  49  45
5 3 1	Langskot     4 Gegnumbrot    4 Hraðaupphlaup   6
Horn
Lina
Víti
Engu skipti þótt gæfan snerist
stundarkorn heimamönnum í hag
qg þeir kæmust yfir í 17:16. Guðjón
Árnason braust í gegn og jafnaði
metin þótt FH-ingar væru manni
færri og í kjölfarið misstu Framar-
ar boltann og Valur Arnarson gerði
fyrsta mark sitt úr hraðaupphlaupi.
Á eftir komu fimm misheppnaðar
sóknir heimamanna í röð og FH-
ingar styrktu stöðu sína - komust í
17:20. Þar með var björninn unninn,
sætið í úrslitaleikjunum tryggt og
lokamínúturnar voru leiknar í takt
við stríðsdans gestanna sem sigr-
uðu að lokum, 18:22.
Engum vafa er undirorpið að sig-
ur FH-inga í einvígjunum tveimur,
gegn Stjörnunni og síðar Fram, eru
einhver merkilegustu og óvæntustu
úrslit í íslenskum handknattleik á
seinni árum. í báðum tilfellum er
um að ræða sigur „minni" spá-
manna á „stórum" peningaliðum
þar sem sterkir aðkomumenn eru í
flestum stöðum. Eftir hvern leik í
einvígjunum tveimur var sagt: „Nú
springa þeir, FH-ingar geta ekki
haldið þetta út," en alltaf sigruðust
gömlu mennirnir í „Hafnarfjarðar-
hraðlestinni" á hindrununum og
uppskáru að lokum eins og til var
sáð. „Fernan" óborganlega, Krist-
ján þjálfari Arason, Guðjón Árna-
son, Hálfdán Þórðarson og Gunnar
Beinteinsson, var tilbúin í átökin og
meðferðis höfðu þeir vaska sveina,
unga og fríska menn eins og Val
Arnarson og Lárus Long, sem
óhætt er að telja eina skærustu
stjörnu úrslitakeppninnar til þessa
eftir framgöngu hans sem fremsta
manns í píramídavörninni 3-2-1.
Hvergi var gefið eftir í baráttunni
og við mistök félaganna var ekki
skammast, heldur bitið á jaxlinn og
betur gert í næstu sókn. Við hvert
mark var síðan fagnað vel og inni-
lega og smám saman hefur leikgleði
liðsins smitað út frá sér - skilað til-
ætluðum árangri.
Ekki er að efa að fyrir úrslita-
viðureignirnar gegn Aftureldingu
eru deildar- og bikarmeistararnir
taldir sigurstranglegri. Menn munu
einnig minnast bikarúrslitaleiks lið-
anna, þar sem FH var í hlutverki
músarinnar gegn Mosfellsbæjar-
kettinum. Það eru hins vegar engin
ný tíðindi - sannindi - fyrir Hafn-
firðinga. Þeir hafa áður séð það
svart og sigrast á því. Og hugsa sér
eflaust gott til glóðarinnar að takast
enn á ný á við ofureflið og gera
heiðarlega tilraun til að bera sigur
úr býtum.
Um leið er ljóst að vonbrigði
Framara hljóta að vera mikil. Enn
einu sinni rann vonin um verðlaun
liðinu úr greipum, enn einu sinni
voru lærisveinar Guðmundar Guð-
mundssonar nálægt því að vinna til
verðlauna, eða allténd leika til úr-
slita um þau, en samt svo fjarri.
Þótt vissulega megi segja að meiðsli
hafi plagað Framliðið í vetur og lyk-
ilmenn hafi lengi verið fjarri góðu
gamni, er jafnljóst að hinn sterki
leikmannahópur liðsins átti að vera
undir átökin búin. Meiðsli á vetur
skýra ekki litla stemmningu innan
liðsins - skortinn á leikgleðinni
nauðsynlegu. Meiðslin skýra ekki
heldur kraftleysið og að því er viðist
algjöran skort á skynsemi þegar
mest á reynir. Og meiðslin skýra
ekki heldur hvers vegna baráttan
hverfur þegar neyðin er sem stærst
og mest er undir. Þá reynir nefni-
lega á að leika með „hjartanu", sem
kallað er, finna köllunina koma inn-
an frá. Þegar slíka lykilþætti skortir
er ekki von á góðu og því situr Safa-
mýrarliðið nú eftir með sárt ennið.
vonbrigði
Eg hefði svo sannarlega viljað skila
liðinu að minnsta kosti í úrslit og
helst alla leið í efsta þrep, þess vegna
er niðurstaðan nú mikil
vonbrigði," sagði Guð-
mundur Þ. Guðmunds-
son, þjálfari Fram.
„Leikur okkar að þessu
sinni var með þeim hætti að nú verða
menn að spyrja sig þeirra spurningar
hvort við áttum nokkurt erindi í úr-
slitaleikina eftir að hafa tapað tvisvar
á heimavelli fyrir FH. Með þessu er ég
ekki að kasta rýrð á leik FH-liðsins,
sem lék vel og af skynsemi."
Enn er framliggjandi vörn FH að
koma ykkur í opna skjölrlu ?
„Við vissum mætavel að þeir myndu
leika þessa framliggjandi vörn og þess
vegna höfum við lagt mikla vinnu í að
þróa sóknarleik á móti henni. Við lögð-
um nærri viku vinnu í að vinna á sókn-
aratriðum til þess að vera undir þessa
varnaraðferð búnir. I öðrum leiknum á
laugardaginn vorum við með mjög góð
svör við þessari vörn. Það sem gerðist
hins vegar í kvöld var að menn unnu
alltof mikið upp á eigin spýtur í stað
þess að leika sem ein heild, en það
gerðum við á laugardaginn. Alla yfir-
vegun vantar í sóknarleikinn.
Framan af fannst mér sóknarleikur-
inn í lagi, við opnuðum vörnina og feng-
um færi. Tíu mörk í fyrri hálfleik var í
lagi, en það sem ég ósáttastur við í fyrri
hálfleik var aragrúi tæknimistaka sem
var til dæmis verið að gera í hraðaupp-
hlaupum. Flýtirinn var alltof mikið þeg-
ar engin ástæðan var til.
Það virðist líka vanta ailt hungur í
leikmenn þína, ekki satt?
„Ég get tekið undir það. Sumir leik-
menn mínir, ég vil ekki nafngreina þá,
verða að fara í naflaskoðun og athuga
sinn gang og sýna frammistöðu í þess-
um síðustu leikjum."
Getur það skipt máli að þarna léku
uppaldir FH-ingar gegn liði Fram þar
semhver kemur úr sinni áttinni?
„Ég veit það ekki, það er eflaust af-
skaplega misjafnt og engin einhlít
skýring á. Við sjáum lið eins og Aftur-
eldingu þar sem hver kemur úr sinni
áttinni ensamt næst upp barátta fyrir
félagið. Ég held að þetta sé ekki
ástæðan."
Eftir fjögurra ára starfhjá Fram þá
hefur þú stjórnað liðinu hér í síðasta
skipti, að minnsta kosti í biii og upp-
skeran er rýr.
„Ég get ekki tekið undir það að upp-
skeran sé rýr. Þegar ég tók við liðinu
var það í annarri deild og fátt benti til
þess að það yrði þar áfram. Það að
koma hingað og breyta hugarfari var
gríðalegt átak. Á fyrsta árinu mínu
með liðið í fyrstu deild komumst við í
fjögurra liða úrslit 9g vorum nærri því
að komast í úrslit. Árið eftir lékum við
til úrslita í bikar og einnig á Islands-
mótinu og í ár er liggur niðurstaðan
fyrir. Titlar hafa vissulega ekki skilað
sér, en það er stórátak að koma liði í
fremstu röð og vera á meðal þeirra
bestu. Það tekur einnig langan tíma að
byggja upp sigurlið eins og sést best
hjá Aftureldingu.
Menn skulu átta sig á það er stórá-
tak að koma liði í fjögurra liða úrslit ár
eftir ár og sum hafa aldrei komist svo
langt. Ég nefni sem dæmi Stjörnuna.
Ég vil hins vegar halda því fram að hjá
Fram sé nú búið að byggja upp mjög
sterkan grunn sem á að vera auðvelt
að byggja enn frekar ofan á.
Það er ekki hægt að byggja upp
stórlið í einum hvelli, það þarf að taka
það skref fyrir skref."
Nú stendur þú á ákveðnum kross-
götum eftir 10 ára þjálfaraferil hér
heima og lítur til baka, hefur þú ekki
orðið fyrir vonbrigðum með að þar
vantar titla?
„Eg vil ekki ræða störf mín á þess-
um nótum eða verja starf mitt hér og
nú. Því er hins vegar ekki að leyna að
hlutskipti mitt er að taka við liðum og
byggja þau upp, Víking á sínum tíma,
þar sem við vorum í fallhættu er ég
tók við og ég gerði þá að deildar- og
bikarmeisturum. Ég byggði upp grunn
hjá Aftureldingu og Framliðinu hef ég
komið í fremstu röð á ný eftir mögur á
þar á undan. Nú tekur við annað upp-
byggingarstarf hjá Bayer Doramgen í
Þýskalandi, liði sem er að koma upp í
fyrstu deild á ný og þarf að vinna
ákveðna undirbúningsvinnu.
Ég ætla ekki að gerast dómari í eigin
sök, hver og einn getur haft sína skqð-
un en ég fer sáttur úr þjálfun á ís-
landi."
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12