Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						->   8     B     ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Roma
stöðv-
aði
sigur-
göngu
Lazio
FRANCESCO Totti var hetja AS Roma er lið-
ið stöðvaði 17 leikja sigurgöngu Lazio í 1.
deild ítölsku knattspyrnunnar. Roma hafði
ekki sigrað í grannaslag liðanna í siðustu 19
skiptin þar til liðin mættust á Ólympíuleik-
vanginum í Róm á sunnudagskvöld. Totti
lagði upp tvö mörk fyrir Roma og gerði síð-
asta mark liðsins. Leikmenn Lazio áttu
erfitt uppdráttar og misstu tvo menn út af
með rauð spjöld.
Leikmenn AC Milan komst í annað sæti deildar-
innar með þvi að sigra Parma 2:1 á heimavelli
um helgina. Christian Abbiati, markvörður Milan,
varði vel í leiknum og kom í veg fyrir að Parma
næði að skora jafn mörg mörk og liðið gerði í fyrri
leik liðanna í vetur, en þá fóru leikar 4:0 fyrir
Parma. Mflanóliðið, sem hefur ekki tapað leik í
síðustu fimm leikjum, virðist nú eina liðið sem get-
ur veitt Lazio keppni um titilinn þegar sex um-
ferðir eru eftir. Alberto Zaccheroni, þjálfari liðs-
ins, er hins vegar jarðbundinn og segir að staðan
gæti breyst á nokkrum vikum og hann spyrji að
leikslokum.
Fiorentina gaf eftir annað sætið,
á markatölu, er liðið gerði jafntefli
á heimavelli gegn Bari. Miguel Gu-
errero jafnaði fyrir Fiorentina á
síðustu mínútu leiksins. Fiorentina
hefur ekki náð sér á strik frá ára-
mótum þrátt fyrir að Gabriel
Batistuta sé farinn að leika á ný í
sókn liðsins.
i:
MASSIMILANO Cappioli fagnar marki sínu gegn Juventus ásamt sænska landsliðsmann-
inum Kennet Andersson, en Hollendingurinn Edgard Davis er ekki ánægður með það.
Inter lék í fyrsta skipti í Salernit-
ana í hálfa öld en gestirnir vilja án
efa gleyma þeirri ferð því heima-
menn, sem eru í harðri fallbaráttu,
unnu 2:0 við mikinn fögnuð 40 þús-
und áhorfenda. Undir lok leiksins
var Ivan Zamorano, Inter, rekinn
af velli fyrir mótmæli. Fátt hefur
gengið upp hjá Inter í vetur þrátt
fyrir þjálfaraskipti og liðið er langt
frá efstu liðum.
Allt leit út fyrir að Juventus væri
með unninn leik í höndunum gegn
Bologna. Filippo Inzaghi hafði
möguleika á að koma liði sínu í 2:0
með því að skora úr vítaspyrnu.
Francesco Antonioli, markvörður
Bologna,   varði   hins   vegar   frá
Inzaghi og á næstu 30 mínútum
tókst gestunum að komast yfir með
tveimur mörkum og Bologna gerði
sér vonir um sinn fyrsta sigur á
heimavelli Juventus í 19 ár. Juvent-
us, sem lék án Zinedine Zidane,
náði hins vegar að jafna níu mínút-
um fyrir leikslok með marki frá
Angelo Di Livio.
Edmundo
sagtað
þroskast
GIOVANNI Trappatoni,
þjálfari ítalska stórliðsins Fi-
orentina frá Flórens, hefur
sett brasilíska framherjanum
Edmundo úrslitakosti. Annað
hvort þroskist hann og hegði
sér eins og fullorðinn maður
eða fari frá félaginu.
Trappatoni réðst harka-
lega á Brasilíumanninn á æf-
ingu liðsins á miðvikudag og
sagði honum að hætta fífla-
látuni í eitt skipti fyrir öll.
„Viljirðu ekki Ieika fyrir
hönd félagsins skaltu láta
okkur vita og fara fram á
sölu," á þjálfarinn að hafa
sagt við Edmundo. „Við höf-
um allir þurft að umbera sér-
visku þína og neikvæði í vet-
ur. Nú er komið að þér að
axla ábyrgðina, því án þess
að hafa hausinn í lagi kemstu
ekkert áleiðis í lífinu - þrátt
fyrir alla hæfileikana," bætti
hann við, samkvæmt frétt
stórblaðsins Gazzetta dello
Sport..
Edmundo hefur verið afar
núslyndur á leiktíðinni og
oftsinnis sagt við fréttamenn
að hugur hans leitaði heim
til Brasilíu. Steininn tók þó
úr er hann tilkynnti um and-
lega vanlíðan í febrúar og
missti af þremur leikjum
liðsins er hann var við glaum
og gleði á hinni árlegu kjöt-
kveðjuhátíð í heimaborginni,
Rio de Janeiro.
Fiorentina var þá á toppi
ítölsku 1. deildarinnar og
Edmundo hafði leikið frá-
bærlega í framlmu liðsins við
hlið argentínsku stórstjörn-
unnar Gabriels Omar
Batistuta. Sá síðarnefndi
meiddist hins vegar illa og
missti marga leiki úr, en það
breytti ekki áformum Ed-
mundos um að sækja kjöt-
kveðjuhátíðina. Fyrir vikið
er hann afar óvinsæll iiiiiau
liðsins og félagar hans saka
hann um svik.
Batistuta sjálfur hefur
gagnrýnt félaga sinn og sak-
að hann um eigingirni og
sjálfselsku, einmitt þegar lið-
ið og félagarnir hafi þarfnast
hans hvað mest. „Ég tala
aldrei við hann utan æfinga,"
sagði Batistuta í viðtali og
átti þá við Edmundo. „Hvers
vegna ætti ég líka að eyða
orkuíþað?"
Celta skellti
Real Madríd
CELTA Vigo tók Real Ma-
drid í kennslustund í spönsku
deildinni um helgina og vann
5:1. John Toshack, þjálfari
Madrídarliðsins, sagði að það
væri endanlega úr leik í bar-
áttunni um spánska meistara-
titilinn og taldi að fátt gæti
komið í veg fyrir sigur
Barcelona. „Nú verðum við að
taka einn leik fyrir í einu og
sjá til hver niðurstaðan verð-
ur í vor," sagði Toshack, en
lið hans er 10 stigum á eftir
Barcelona.
Með sigrinum tókst Celta
Vigo að komast í annað sæti á
kostnað Valencia, sem tapaði
dýrmætum stigum er það
gerði jafntefli við Extrema-
dura.
Barcelona hefur sjö stiga
forystu í spönsku 1. deildinni,
en liðið vann Tenerife 3:2
CHELSEA minnkaði forskot Arsenal og Manchester United á
toppi ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Aston Vjlla vann
sinn fyrsta sigur í 11 leikjum og Everton vann Coventry í fall-
baráttuslag.
Tore Andre Flo og og Gustavo
Poyet, sem er nýbyrjaður að
leika eí'tir meiðsli, tryggðu Chelsea
sigur og leikmenn þess halda enn í
vonina um að þeir geti siglt fram úr
tveimur efstu liðunum undir lok
tímabilsins og hampað titlinum eftir-
sótta í vor. Ray Wilkins, þjálfari
Chelsea, var brattur eftir leikinn og
sagði að liðið væri komið á ný í bar-
áttu um meistaratitilinn. Liðið er í
þriðja sæti, tveimur stigum á eftir
Manchester United, sem er í fyrsta
sæti.
Fyrsti sigur Aston Villa
í 11 leíkjum
Aston Villa sigraði í fyrsta sinn í
ellefu leikjum í úrvalsdeildinni er
liðið lagði Southampton 3:0. Mark
Draper, Julian Joachim og Dion
Dublin skoruðu fyrir Aston Villa og
tryggðu liðinu langþráðan sigur.
Southampton átti erfitt uppdráttar í
leiknum. Claus Lundekvam var rek-
inn út af fimm mínútum fyrir leik-
hlé, en félagar hans í Southampton
mótmæltu brottrekstrinum kröftug-
lega.
Arnar Gunnlaugsson var í byrjun-
arliði Leicester er það mætti West
Ham á heimavelli sínum í leik hinna
glötuðu tækifæra. Ian Wright var í
liði West Ham eftir meiðsli og fékk
tvívegis góð tækifæri til þess að
skora fyrir lið sitt, en var fyrirmunað
að koma boltanum í netið. Arnar átti
einnig tækifæri til þess að skora fyr-
ir Leicester en Shaka Hislop, mark-
vörður West Ham, varði vel frá hon-
um. Leicester er í 13. sæti úrvals-
deildarinnar og virðist ætla að kom-
ast hjá fallbaráttu.
Kólumbíski leikmaðurinn Ha-
milton Richard gerði sitt 18. mark á
leiktíðinni fyrir Middlesbrough gegn
Charlton um helgina. Richard lagði
einnig upp síðara mark liðsins fyrir
Robbie Mustoe. Gary Pallister, fyrr-
verandi leikmaður Manchester
United, lék sinn 500. deildarleik
gegn Charlton.
Ógöngur Forest
Sorgarsaga Nottingham Forest í
úrvalsdeildinni heldur áfram. Nú
tapaði liðið fyrir Derby og gerði
Horacio Carbonari eina mark leiks-
ins. Ekki kom að sök fyrir Derby þó
að Russel Hoult, markverði liðsins,
væri vikið af velli í leiknum því undir
lokin var Richard Gough, Notting-
ham Forest, einnig vikið af velli fyrir
brot á Paolo Wanchope. Eftir leikinn
sagði Nigel Wray, stjórnarmaður
Nottingham Forest, af sér.
Ef fram fer sem horfir setur Nott-
ingham Forest vafasamt met í úr-
valsdeildinni. Liðið er nú með 21 stig
þegar fimm leikir eru eftir, en það lið
sem hefur fengið fæst stig á einu
keppnistímabili er Ipswich Town,
sem féll með 27 stig árið 1995.
Everton tókst að komast af fall-
svæðinu með 2:0 sigri á Coventry.
Kevin Campell, sem er í láni frá
tyrkneska félaginu Trabzonspor,
gerði bæði mörk leiksins og tryggði
Everton dýrmætan sigur. Urslitin
voru að sama skapi vonbrigði fyrir
leikmenn Coventry sem ætluðu sér
að komast af hættusvæðinu með
hagstæðum úrslitum gegn Everton.
iUrslit/B10
iStaðan/B10
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12