Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999   B   9
KNATTSPYRNA
Aukaleik þarf í viðureign Man. Utd. og Arsenal en Newcastle komið áfram
Dómarar voru
í sviðsliósinu
DÓMARARNIR voru í sviðsljós-
inu f undanúrslitaleikjum ensku
bikarkeppninnar sem fram fóru
á laugardag. Markalaust jafn-
tefli varð í viðureign Manchest-
er United og Arsenal á Villa
Park og verða liðin því að mæt-
ast öðru sinni annað kvöld og í
hinum leiknum komst
Newcastle áfram með tveimur
mörkum í framlengingu gegn
Tottenham. Þar með er
Newcastle komið í úrslit bikars-
ins á Wembley annað árið í röð.
Fyrri viðureign dagsins var leikur
Man. Utd. og Arsenal, efstu lið-
anna tveggja í úrvalsdeildinni. Leik-
urinn sá var lengstum í jafnvægi og
sóknarmenn United áttu íivandræð-
um gegn hinni sterku vörn Englands-
og bikarmeistara Arsenal, sem fyrir
leikinn hafði ekki fengið á sig mark í
673 mínútur. Þegar Roy Keane náði
svo að hamra knöttinn í netið sjö mín-
útum fyrir leikhlé fengu meistararnir
óvænta aðstoð frá aðstoðardómaran-
um og fyrir vikið var markið dæmt af.
Ótrúleg ákvörðun
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
Man. Utd., sparaði síst stóru orðin
eftir leikinn er hann ræddi ákvörðun
dómarans og aðstoðardómarans, sem
hann kallaði „ótrúlega". „Þetta var
furðuleg ákvörðun og svona sést ekki
oft í nútíma knattspyrnu," sagði
hann. Starfsbróðir hans, hinn franski
Arsene Wenger hjá Arsenal, sagði
hins vegar að flagg aðstoðardómar-
ans hefði verið uppi og síðan hefði
hann tekið það aftur niður. „Svo
flaggaði hann aftur og það er það eina
sem deilt er um. Eg fæ ekki séð
hvernig menn ætla að .kyarta yfir
þessari dómgæslu," bætti hann við.
Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn
í seinni hálfleik og engu skipti þótt
Argentlnumaðurinn Nelson Vjvas í
liði Arsenal liti rauða spjaldið í upp-
hafi framlengingarinnar. Tíu leik-
mönnum Arsenal tókst að verjast af
eldmóði og tryggja sér þannig auka-
leik. Þar kemur aftur inn í liðið
Frakkinn Emmanuel Petit, sem tekið
hefur út leikbann, og verður eflaust
mikill styrkur.
Wenger jós varnarmenn sína lofi
eftir leikinn. „Við vorum að vanda
sterkir og skipulagðir í vörninni.
Martin Keown var framúrskarandi,
en það hefur hann líka verið í allan
vetur," sagði þjálfarinn.
Aukaleikur liðanna fer fram annað
kvöld og þá verður ekki hætta á al-
gjöru markaleysi, þar eð gripið verður
til vítaspyrnukeppni verði jafnt eftir
hefðbundinn leiktíma og framleng-
ingu. Ljóst er að lið Man. Utd. var lít-
ill greiði gerður með aukaleiknum,
næg voru verkefni liðsins fyrir, t.d.
seinni undanúrslitaleikur Meistara-
deildarinnar í Tórínó í næstu viku og
deildarleikur um helgina. Ferguson,
stjóri liðsins, viðurkenndi að vissulega
væri þetta strembið, en alls ekki óyfir-
stíganlegt. „Ekki vanmeta bresku
seigluna," sagði hann. „ Juventus verð-
ur að eiga stórleik til að vinna okkur."
Man. Utd. á enn möguleika á sögu-
legri þrennu á leiktíðinni, þ.e. sigri í
deild og bikar heima fyrir og í Meist-
aradeild Evrópu! Ljóst er þó að fjöldi
leikja liðsins í apríl getur sett strik í
reikninginn og sá möguleiki er fyrir
hendi - líkt og í fyrra - að liðið eigi
möguleika á mörgum titlum en vmni
þó ekki neinn.
Tottenham úr leik
Newcastle sigraði Tottenham, 2:0,
í seinni undanúrslitaleik sunnudags-
ins, en framlengingu þurfti til að
DÓMARINN David Elleray sýnir Argentfnumanninum Nelson Vivas rauða spjaldið, eftir brot hans á
Nicky Butt. Vivas hafði fengið að sjá gula spjaldið fyrr í leiknum.
FOLK
¦ NELSON Vivas, hinn argent-
ínski varnarmaður Arsenal, var tí-
undi leikmaður liðsins til þess að
líta rauða spjaldið á þessari leiktíð
er hann var rekinn af vell í fram-
lengingunni gegn Man Utd.
¦ ARSENAL hefur nú leikið i ell-
efu klukkustundir án þess að fá á
sig mark.
¦ SIGURÐUR Jónsson lék með
Dundee United gegn Celtic í und-
anúrslitum skosku bikarkeppninn-
ar. Celtic sigraði 2:0 með mörkum
frá Regi Blinker og Mark Vidura.
¦ RANGERS vann St. Johnstone í
hinum undanúrslitaleiknum 4:0.
¦ EWUR Smári Guðjóhnsen var í
byrjunarliði Bolton sem tapaði 2:1
fyrir Watford í ensku 1. deildinni.
Guðni Bergsson var á bekknum en
kom ekki inn á. Watford er í 7.
sæti, en Bolton í 6. sæti. Lið í 3.-6.
sæti komast í úrslitakeppni um eitt
laust sæti í úrvalsdeild.
¦ BJARNÓLFUR Lárusson var í
liði Walsall sem tapaði fyrir
Colchester 1:0. Walsall er í 2. sæti
2. deildar.
¦ STOKE, lið Lárusar Orra Sig-
urðssonar, er í 8. sæti, en það tap-
aði fyrir Bristol Rovers 4:1 á
heimavelli um helgina. Lárus Orri
var að venju í liði Stoke.
¦ HERMANN Hreiðarsson lék
með Brentford sem gerði marka-
laust jafntefli við Scunthorpe. Lið
Hermanns er í 3. sæti 3. deildar.
¦ HIBERNIAN, lið Ólafs Gott-
skálkssonar, hefur 17 stiga forskot
í skosku 1. deildinni. Liðið vann
Raith Rovers 3:1 um helgina.
¦ LÖGREGLA í Hollandi handtók
134 aðdáendur hollenska liðsins
Vitesse Arnheim fyrir að hlýða
ekki fyrirmælum vegna öryggis-
reglna á leik gegn FC Twente.
Talsmaður lögreglunnar sagði að
um 150 aðdáendur liðsins hefðu
verið til vandræða í undanförnum
leikjum. Lögreglan hefði varað
hópinn við en enginn hefði tekið
mark á viðvörunum.
¦ PIERRE Van Hooijdonk gæti
átt yfir höfði sér leikbann fyrir að
gefa Vas Borokis, vamarmanni
Derby, olnbogaskot í andlitið í leik
liðanna um helgina. Dómari leiksins
refsaði ekld Hooijdonk fyrir athæf-
ið, sem sást vel í sjónvarpi. Tals-
maður dómarasambandsins segir
að beðið verði eftir skýrslu frá
dómaranum áður en lengra verður
haldið í málinu.
¦ SUNDERLAND hefur svo gott
sem tryggt sér sigur í 1. deildinni.
Liðið hefur 12 stiga forystu í deild-
inni þegar fimm leikjum er ólokið.
Sunderland lagði Huddersfield 2:0
um síðustu helgi.
knýja fram úrslit. Þá kom fyrirliði
Newcastle Alan Shearer sterkur inn
og gerði bæði mörk liðsins, hið fyrra
úr vítaspyrnu en hið seinna með
þrumuskoti utan teigs.
Jafnræði var með liðunum lengst af,
en Tottenham átti þó að fá vítaspyrnu
í seinni hálfleik er Grikkinn Nikos Da-
bizas sló til knattarins innan vítateigs
eftir aukaspyrnu Andys Sintons.
Hvorki dómarinn né aðstoðarmenn
hans sáu neitt athugavert og leikurinn
hélt því áfram, þrátt fyrir kröftug mót-
mæli leikmanna Tottenham.
Markalaust var eftir hefðbundinn
leiktíma og því varð að grípa til fram-
lengingar, rétt eins og í hinum undan-
úrslitaleiknum. I upphafi seinni helm-
ings hennar rétti Sol Campbell, varn-
armaður Tottenham, út höndina í eig-
in vítateig og vítaspyrna var réttilega
dæmd. Ur henni skoraði Alan Shear-
er af miklu öryggi og þá forystu létu
leikmenn Newcastle ekki af hendi,
þrátt fyrir tvö mjög góð færi fram-
herjanna Chris Armstrong og
Steffens Iversen hjá Tottenham.
Undir lokin náði Shearer svo að inn-
sigla sigurinn með seinna marki sínu
- sannkölluðu þrumuskoti sem sleikti
samskeytin og fór þaðan í netið.
Newcastle er þannig komið í úrslit
bikarkeppninnar annað árið í röð.
Tottenham verður hins vegar að láta
sigur í deildarbikarkeppninni nægja
þetta árið og knattspyrnustjóri liðs-
ins, George Graham, var sýnilega
ekki sáttur við það eftir leikinn. „Mi-
stök dómarans kostuðu okkur sæti í
úrslitunum," sagði hann öskuvondur.
„Þeir fengu víti en við ekki og þó var
um nákvæmlega eins atvik að ræða.
Ég er viss um að dómarinn gerir sér
grein fyrir mistökum sínum, en þau
voru allt of mörg í þessum leik að
mínu mati. Við áttum að fá víta-
spyrnu í hefðbundnum leiktíma og
hún hefði tryggt okkur sigur. Á því
er enginn vafi í mínum huga," sagði
Graham.
Graham viðurkenndi þó að akki-
lesarhæll Tottenham í leiknum hefði
verið bitleysið í fremstu víglínu. „Við
sköpum okkur fullt af færum í leikj-
unum og vængmennirnir koma
knettinum oft fyrir markið. Það sem
okkur vantar er alvöru markaskorari
- maður sem skorar reglulega og
ógnar sífellt í framlínunni," sagði
hann og bætti við að margir sterkir
leikmenn yrðu keyptir til Tottenham
fyrir næstu leiktíð.
Owen semur
um ævisögu
ENSKI markahrókurinn Michael Owen er aðeins m'tján ára
að aldri, en samt gerði hann fyrir helgi samning um ritun
ævisögu sinnar í þremur bindum. Að auki hyggst breska rfk-
issjónvarpið gera sögu hans skil í sex þáttum. Talið er að
samningurinn færi Owen ríflega 120 milljónir króna í sinn
hlut.
Það er útgáfurisinn HarperCollins sem hyggst gefa bækurn-
ar þrjár út. Fyrsta bókin á að útskýra knattleikni hans og æf-
ingar einn með boltann strax á unga aldri, önnur bókin verður
að mestu myndskreytt lýsing á æsku hans og hin þriðja verður
formleg ævisaga, rituð af ónefndum blaðamanni.
Owen var sjálfur glaðbeittur er hann kynnti samninginn
og kvaðst hreint ekki of ungur til að miðla af reynslu sinni.
„Þetta er frábært tækifæri til að miðla því sem ég hef lært til
ungra knattspyrnumanna um allan heim. Svo vildi ég einnig
segja sögu mína frá eigin brjósti," sagði knattspyrnumaður-
inn ungi.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12