Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 85. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Maðurinn sem fékk grædda á sig hönd Kominn með til- fínningu í lófann London. Reuters. LÆKNAR sögðu í gær að manninum, sem fyrir sex mán- uðum varð íyrstur til að hljóta handarágræðslu, heilsaðist vel og hann hefði nú tilfinningu í lófanum. Það þóttu mikil tíðindi í fram- þróun læknavísinda þegar lækn- ar græddu hönd manns, sem úr- skurðaður hafði verið heiladauð- ur, á hægri handlegg Astralans Clints Hallams í þriggja og hálfs tíma langri aðgerð á Edouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi. Hallam, sem er fjörutíu og átta ára gamall, hafði misst höndina í slysi fyTÍr meira en fjórtán árum. Læknar Hallams segja góða heilsu hans í dag sanna að út- limaágræðslur geti heppnast. Segja jafnvel nokkrh’ sérfræð- ingar að þessi aðgerð marki mestu tímamót í skm’ðlækning- um frá því fyrst tókst að græða nýtt hjarta í lifandi manneskju. Hún gefi þeim nýja von sem misst hafa útlimi, eða fæðst vanskapaðir. Brugðist við erfiðleikum með lyfjagjöf Smávægileg vandkvæði komu upp tveimur mánuðum eftir handarágræðsluna þegar líkami Hallams virtist ætla að hafna húð látna mannsins en læknum tókst að bregðast við þeim erfiðleikum með lyfjagjöf- um. Lyfin sem Hallam þarf að taka hafa áhrif á ónæmis- kerfi og óhjákvæmileg auka- verkun er að hann er veikari en ella fyrir ýmsum sýkingum og krabbameini. Gagmýnisraddir hafa einmitt heyrst um að vafa- samt sé að stunda slíkar ágræðslur útlima, sem fólk geti vel verið án, fyrst útlimaþeg- arnir þurfi þaðan í frá að taka inn lyf sem jafnvel eru lífs- hættuleg. Hörðustu loftárásir NATO á Belgrad frá upphafí stríðsins í Júgóslavíu Talsmenn NATO harma árás á flóttafólk í Kosovo Reuters KONA af albönsku bergi brotin þerrar tár sín eftir að hún kom til Kukes í Norður-Albaníu. Hún hafði flúið heimili sitt í Kosovo og haldið fótgangandi af stað tii Albaníu með kornabarn sitt í fanginu. Brussel, Washington. Reuters. FULLTRÚAR Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) viðurkenndu í gær að herþotur NATO hefðu fyrir mistök varpað sprengjum á bílalest alb- anskra flóttamanna í Kosovo í fyrra- dag. Bill Clinton Bandaríkjaforseti harmaði mannfallið i ávarpi sem hann flutti í San Francisco í gærkvöld en sagði slík slys „óumflýjanleg" í átök- um eins og þeim sem nú eiga sér stað í Júgóslavíu. Fulltrúar NATO sögðu Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta að fullu ábyrgan fyrir harmleiknum og William Cohen, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hét því að herða enn loftárásir á serbnesk skot- mörk. Sakaði Cohen Milosevic um að reyna á ófyrirleitinn hátt að gera sér mat úr slysinu, en Serbar segja sextíu og fjóra flóttamenn hafa farist í árásinni. Jafnframt segja Serbar að alls hafi fímm hundruð fallið og um fjögur þúsund manns særst í árásum NATO, sem nú hafa staðið yfir í þrjár vikur. Þrátt fyrir harmleikinn í fyrradag hélt NATO áfram árásum á Júgó- slavíu og heyra mátti loftvarnarbyss- ur gelta í Belgrad alla fyrrinótt á meðan sprengingar skóku höfuð- borgina. Ibúar hennar sögðu loft- árásirnar þær hörðustu á borgina síðan NATO hóf árásir á Júgóslavíu fyrir þremur vikum. I gær héldu árásir áfram og var þá m.a. varpað sprengjum á skotmörk í nágrenni Podgorica, höfuðborgar Svartfjalla- lands, í fyrsta skipti frá því fyrir um viku. A sama tíma hélt flóttafólk frá Kosovo áfram að streyma til Mak- edóníu í þúsundatali. Serbar sakaðir um að gráta „krókódílatárum" Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, ítrekaði í gær að Júgó- slavía yrði að samþykkja alla skil- mála vesturveldanna áðui’ en NATO hætti loftárásum á Júgóslavíu. Schröder, sem fer með formennsku í ESB, kvaðst reiðubúinn til að hitta Viktor Tsjernómýrdin, sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti skipaði sér- stakan sendifulltrúa í Júgóslavíu á miðvikudag, en Tsjernómýrdin, sem er fyrrverandi forsætisráðheira Rússlands, er sagður hafa umboð til að leita „óvenjulegra“ lausna á Kosovo-deilunni. Nebojsa Vujovic, talsmaður júgóslavneska utanríkisráðuneytis- ins, útilokaði hins vegar enn og aftur að erlent herlið fengi að koma inn í Kosovo til að standa vörð um frið í héraðinu. „Lesið af vörum mínum,“ sagði Vujovic á fundi í Belgrad, „við munum ekki sætta okkur við erlent herlið, hvorki á vegum Sameinuðu þjóðanna, né á vegum ÖSE [Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu], hvað þá á vegum NATO.“ Jamie Shea, talsmaður NATO í Brussel, sagði bandalaginu mjög umhugað um að valda ekki mann- falli í röðum almennra borgara en sagði að „eitt hræðilegt slys“, í lík- ingu við það sem átti sér stað í fyrradag, myndi ekki veikja þann ásetning þess að fá Serba til að gefa eftir. Fréttamenn fengu að heyra frásögn flugmannsins, sem vai-paði sprengjum á flóttamannalestina, en hann mun hafa talið sig vera að sprengja herflutningafarartæki serbneskra öryggissveita. Engu að síður virtust skýringar talsmanna NATO nokkuð misvísandi og ljóst að bandalagið hefur beðið hnekki við þennan atburð. Serbar reyndu í gær að gera sér mat úr mistökunum og Milan Milutinovic, forseti Serbíu, sagði árásina „vísvitandi fjöldamorð" í ávai-pi sem hann flutti í júgóslav- neska sjónvarpinu. William Cohen sagði slíkar yfirlýsingar hins vegar „viðurstyggilegar" enda væru það hersveitir Serba sem hefðu hrakið meira en milljón manna frá heimilum sínum og héldu áfram óhæfuverkum gegn Kosovo-Albönum. Robin Cook, utam-íkisráðherra Bretlands, tók í sama streng og kall- aði Slobodan Milosevic hræsnara. „Eg get ekki sætt mig við þá gagn- rýni sem nú berst frá Belgrad,“ sagði Cook. „Hvernig voga þeir sér að gráta krókódílatárum vegna fólks sem lést í átökum sem þeir bera ábyrgð á!“ ■ Sjá uinfjöllun á bls. 26-27 Féll tuttugu metra til jarðar VITNI horfa niður af sjö- undu hæð bflageymslu- byggingar í borginni Pitts- burgh í Bandaríkjunum á bifreið sem ekið var fram af brún hússins á miðviku- dagskvöld með þeim afleið- ingum að hún féll rúmlega tuttugu metra til jarðar. Bílstjórinn, Amy Lynn Johnson, var flutt á slysa- deild en slapp ótrúlega vel. Ilún reyndist þó handar- brotin og einnig hafði hún skorist nokkuð í andliti. Virðist sem hemlar bflsins hafi gefið sig í þann mund er hún beygði inn í bfla- stæði með fyrrgreindum af- leiðingum. Reuters Straw leyfír framsals- málaferli gegn Pinochet Madríd, Santiagfo, London. Reuters. BALTASAR Garzon, spánski dómar- inn, sem berst fyrir því að fá Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, framseldan frá Bretlandi, sagð- ist í gær „sæmilega ánægður" með að Jack Straw, innanríkisráðherra Bret- lands, skyldi hafa ákveðið á ný að brezkum dómstólum sé heimilt að taka framsalsbeiðni Spánar fyrir. Jose Miguel Insulza, utanríkisráð- herra Chile, fordæmdi ákvörðun Straws harðlega en stjómvöld í Santiago hyggjast þó ekki grípa til neinna ráðstafana vegna málsins. Samkvæmt ákvörðun Straws hafa dómstólarnir aðeins leyfi til að taka fyrir þau ákæruatriði framsalsbeiðn- innar, sem ná til síðustu stjórnarára Pinoehets, en hann lét af völdum í janúar 1990 eftir 17 ár við stjómvöl- inn. Garzon sagðist í gær mundu senda til Bretlands frekari gögn um meint óhæfuverk framin á ábyrgð Pinochets á tímabOinu 1988-1990, til að renna frekari stoðum undir fram- salsbeiðnina. Straw hafði þá þegar í desember sl. komizt að sömu niðurstöðu, eftir að lávarðadeild brezka þingsins, sem er æðsti áfrýjunardómstóll Bret- lands, úrskurðaði hið fyrra sinni að Pinochet skyldi ekki njóta friðhelgi fyrir ákæru í Bretlandi. Dómarar lávarðadeildarinnar úr- skurðuðu á ný í málinu í síðasta mánuði, þar sem fyrri úrskurðurinn var felldur úr gildi á þeirri forsendu að einn dómaranna hefði verið van- hæfur vegna tengsla hans við mann- réttindasamtökin Amnesty Inter- national, sem hafa skipt sér af máli Pinochets. Lögmaður sem að málinu kemur, Manuel Murillo, fagnaði ákvörðun- inni, sem hann sagði marka upphaf nýs stigs alþjóðlegrar samvinnu í vernd mannréttinda. „Nú mun hvergi í heiminum vera skjól fyrir fjöldamorðingja og pyntara," sagði hann, að sögn Europa Press-frétta- stofunnar. „Hvert það siðmenntaða land sem slíkir menn stíga fæti á eða reyna að heimsækja mun vera skyldugt til að dæma þá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.