Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						HANDKNATTLEIKUR
Ólafur Stefánsson tryggði sér Evrópumeistaratitil með Magdeburg
Kiyddí
tilveruna
ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, varð um
helgina Evrópumeistari (EHF-bikarmeistari) með þýska liðinu
Magdeburg. Lið hans vann spænska félagið Valladolid 33:22 í
síðari úrslitaleik liðanna í Magdeburg á sunnudag og vann því
samanlagt 54:47. Ólafur skoraði fimm mörk í leiknum, öll í fyrri
hálfleik.
Þetta var mjög gaman og titillinn
kryddar tilveruna, en það var
öðruvísi og mun skemmtilegra að
vinna íslandsmeistaratitlana með
Val. Það er ekkert sem jafnast á við
það," sagði Ólafur við Morgunblað-
ið. „Markmiðið hjá okkur var að
vinna minnst einn titil í vetur og það
hefur nú tekist. Við eigum ekki
lengur möguleika í þýsku deildinni,
en eftir þennan sigur á sunnudag
eru allir sáttir við tímabilið."
Hann sagði að íþróttahöllin í
Magdeburg hefði verið troðfull á
sunnudag, 7.500 manns, og uppselt
fyrir mánuði. „Við tókum leikinn í
okkar hendur strax í fyrri hálfleik
og var munurinn orðinn fjögur
mörk um miðjan hálfleikinn. Þegar
sjð mínútur voru eftir var munurinn
fimm mörk, en á lokamínútunum
gekk allt upp og spænska liðið gaf
eftir og játaði sig sigrað. Þó svo að
munurinn hafi verið ellefu mörk
gefur það ekki rétta mynd af gangi
leiksins," sagði Ólafur sem var boð-
ið í veislu til borgarstjórans í Mag-
deburg í gær ásamt félögum sínum í
liðinu.
Hann sagði þennan titil mikil-
vægan fyrir austurhluta Þýskalands
því íþróttirnar í þeim landshluta
hafí átt erfitt uppdráttar eftir að
Berlínarmúrinn féll. Það eru knatt-
spyrnuliðin Hertha Berlín og Hansa
Bostock sem hafa verið helstu
skrautfjaðrir íþróttanna í gamla
Austur-Þýskalandi, en nú bætist
handboltalið Magdeburgar við.
Olafur gerði tveggja ára samning
við Magdeburg í fyrra og á því eitt
ár eftir af samningi sínum við félag-
ið. „Ég er mjög ánægður hjá félag-
inu og get vel hugsað mér að fram-
lengja _ samninginn á næsta ári,"
sagði Olafur. Þess má geta að Al-
freð Gíslason tekur við þjálfun liðs-
ins af Peter Rost fyrir næsta tíma-
bil.
Ólafur fjórði Evrópu-
meistari íslendinga
ÓLAFUR Stefánsson varð Evrópumeistari félagsliða í
handknattleik með þýska liðinu Magdeburg um helgina er liðið
vann spænska liðið Valladolid. Olafur er fjórði Islendingurinn
sem nær að verða Evrópumeistari í handknattleik. Hinir þrír
eru Kristján Arason, sem varð Evrópumeistari bikarhafa með
spænska liðinu Teka Santander árið 1990, en þá vann liðið
Drott/Halmstadt í úrslitum og Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson
léku báðir með spænska liðinu Alzíra þegar það varð EHF-
meistari 1994. Alzíra vann þá Linz frá Austurríki í úrslitum.
Axel Axelsson og Olafur H. Jónsson voru fyrstir íslendinga til
að leika til úrslita í Evrópukeppni er þeir léku með þýska liðinu
Dankersen gegn Granollers frá Spáni 1976, en töpuðu. Alfreð
Gíslason lék tvívegis til úrslita í Evrópukeppninni, með Essen
og Bidasoa, og tapaði í bæði skiptin.
Valur er eina íslenska félagið sem náð hefur alla leið í úrslit
Evrópukeppninnar. Það var árið 1980 gegn Grosswallstadt og
tapaði stórt, 12:21.
LANDSLIÐSMENNIRNIR Ðagur Sigurðsson, sem á yfir höfði sér leikbann, og Geir Sveinsson
og Ólafur Stefánsson, sem báðir hafa orðið Evrópumeistarar.
Júlíus Jónasson
meistari í Sviss?
ST Ottmar, lið Júlíusar Jónassonar, tapaði fyrir Suhr 29:24 í öðr-
um úrslitaleik liðanna um svissneska meistaratitilinn um helg-
ina. .1 úlius gerði tvö möik í leikiiiim. Liðin standa jöfn a<) vígi,
1:1, og þurfa því að leika hreinan úrslitaleik og fer hann fram á
heimavelli St Ottmar annað kvöld.
Júh'us sagði að jafnræði hefði verið með liðunum fyrsta stund-
arfjórðunginn, en Suhr hefði síðan náð þriggja marka forskoti
fyrir leikhlé, 13:10. Munurinn var tvö til þrjú mörk þar til tíu
mínútur voru eftir að heimaliðið jók muninn og sigraði örugg-
lega. „Við fáum hreinan úrslitaleik á heimavelli á miðvikudag og
það er þegar orðið uppseit en húsið tekur fiijjm þúsund áhorf-
endur. HeitnavöIIurinn hefur verið okkur heilladrjúgur í vetur
og við höfiim ekki tapað heima síðan í nóvember. Vonandi höld-
um við uppteknum hœtti og það yrði mjðg gaman að kveðja liðið
með því að ná meistaratitlinum," sagði Júlíus, en félagið hans
hefur ekki orðið meistari síðan 1986.
Aron og félagar
í góðri stöðu
ARON Kristjánsson og félagar
hans í danska liðinu Skjern
unnu bikarmeistara Kolding
23:18 í fyrsta leik liðanna í úr-
slitum um danska meistaratitil-
inn í handknattleik á laugar-
daginn. Aron stóð sig vel og
gerði þrjú mörk í leiknum. Það
lið sem fyrr vinnur tvo leiki
verður meistari, en næst verð-
ur leikið í Kolding á laugar-
dag.
Aron segir að árangur
Skjern sé betri en nokkur hefði
Iátið sig dreyma um fyrir tíma-
bilið enda er liðið að spila í
efstu deild í fyrsta sinn. „Við
erum þegar búnir að tryggja
okkur sæti í Evrópukeppninni,
og aðeins spurning hvort það
verður Evrópukeppni bikar-
hafa eða meistaraliða. Það er
mikill áhugi fyrir leikjum liðs-
ins og það hefur verið troðfullt
hjá okkur í öllum leikjum í úr-
slitakeppninni," sagði Aron
sem gerði tveggja ára samning
við félagið í fyrra.
FOLK
¦ MAGDEBURG, sem varð Evr-
ópumeistari sl. sunnudag eftir stór-
sigur á Valladolid, varð síðast Evr-
ópumeistari fyrir 18 árum.
¦ FLENSBURG sigraði í borga-
keppni Evrópu, vann Ciudad Real í
síðari leik liðanna á Spáni 21:26 á
sunnudag og samanlagt 53:48. Jan
Holpert, landsliðsmarkvörður Þjóð-
verja, átti stórleik á Spáni. Þetta
var í annað sinn á þremur árum sem
Flensburg sigrar í borgakeppni
Evrópu.
¦ BARCELONA varð Evrópu-
meistari meistaraliða eftir stórsigur
á Badel Zagreb frá Króatíu á
heimavelli sínum, 29:18, á sunnudag.
Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli,
22:22.
¦ PROSESA Ademar Leon frá
Spáni varð Evrópumeistari bikar-
hafa, vann Caja Santander 32:23 á
sunnudag og samanlagt 51:43.
¦ NORDHORN tryggði sér sæti í
efstu deild þýska handboltans um
helgina. Liðið sigraði Bielefeld í loka-
umferðinni og það dugði í efsta sætið.
Hameln, lið Alfreðs Gislasonar,
hafnaði í öðru sæti norður-deildar,
einu stigi á eftir Nordhorn og leikur
við Willstadt um sæti í efstu deild.
Það lið sem sigrar í þeirri viðureign,
heima og heiman, fylgir Nordhorn
og Dormagen upp í 1. deild.
¦ JOCHEN Fraats fyrrverandi
landsliðsmaður Þjóðverja og einn
fremsti hornamaður heims um ára-
bil tilkynnti eftir sigur Nordhorn að
hann hyggðist ekki leika með félag-
inu í efstu deild á næsta vetri. Fra-
ats, sem er 35 ára, hefur leikið í þrjá
vetur með Nordhorn en hann gerði
garðinn frægan með Essen á árum
áður og lék þar m.a. með Alfreð
Gíslasyni.
¦  WUPPERTAL gerði jafntefli við
Grosswallstadt, 25:25, í þýsku 1.
deildinni um helgina. Wuppertal lék
sérstaklega vel í fyrri hálfieik og var
staðan í leikhléi 12:16 fyrir Wupper-
tal.
¦ VALDIMAR Grímsson var
markahæstur í liði Wuppertal með
7/3 mörk, Dagur Sigurðsson gerði
þrjú og Geir Sveinsson eitt mark.
Wuppertal er enn í þriðja neðsta
sæti deildarinnar. Dagur fékk rauða
spjaldið þegar 10 mín. voru til
leiksloka og Stephan Schöne, þjálf-
ari, einnig og það fyrir mótmæli.
Þeir eiga yfir höfði sér aUt að
tveggja leikja bann.
¦ ESSEN sigraði Dutenhofen auð-
veldlega 27:22 og Minden tapaði fyr-
ir Niederwiirsbach 21:22. Þá vann
Bad Schwartau loks eftir marga
tapleiki, sigraði Nettelstedt 25:24.
Gummersbach og Frankfurt skildu
jöfn, 21:21, þar sem Kóreumaðurinn
Yoon fékk rautt spjald fyrir ljótt
brot á lokamínútunni sem kom hugs-
anlega í veg fyrir sigur Frankfurt.
¦ RÓBERT Sighvatsson skoraði 1
mark fyiTÍ Bayer Dormagen er liðið
gerði jafntefli, 24:24 við HG Er-
langen í siðasta leik sínum í suður-
hluta 2. deildar. Daði Hafþórsson og
Héðinn Gilsson komust ekki á blað
fyrir Dormagen sem nægði stigið til
sigurs í deildinni.'
¦ GÚSTAF Bjarnason var með 5/1
mark fyrir Willstatt er liðið lagði
CSG Erlangen í lokaleik liðsins í
deildinni.
¦ WILLSTÁTT mætir Alfreð
Gíslasyni og lærisveinum í Hamein í
tveimur leikjum um sæti í 1. deild að
ári. Fyrri leikurinn verður á
fimmtudaginn og sá síðari laugar-
daginn 1. maí.
¦ FANNEY Rúnarsdóttir og félag-
ar hennar í norska liðinu Tertnes
töpuðu síðari leiknum gegn danska
liðinu Viborg, 29:26, í undanúrslit-
um um EHF-bikarinn. Viborg vann
fyrri leikinn 36:25 og er komið í úr-
slit keppninnar.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8