Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 B 5 HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Brynjar Gauti LITHÁÍSKI leikstjórnandinn Gintaras fær heldur óblíðar móttökur frá FH-ingunum Gunnari Beinteinssyni (t.v.) og Lárusi Long í leiknum á sunnudagskvöld. Afturelding sigraði í leiknum og tryggði sér íslandsmeistaratitilinn. Bergsveinn reið baggamuninn AFTURELDING úr Mosfellsbæ tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í handknattleik á sunnudag með 23:25-sigri á FH í fjórða leik lið- anna í Hafnarfirði. Þar með vann Afturelding einvígi liðanna um ísiandsmeistaratitilinn með þremur sigrum gegn einum og sýndi og sannaði í eitt skipti fyrir öll að þar fer besta handknattleikslið landsins um þessar mundir. Mosfellingar hafa aldrei áður hamp- að sigri á íslandsmótinu, en þeir gerðu gott betur á leiktíðinni; urðu einnig deildar- og bikarmeistarar og geta því fagnað afar ríkulegri uppskeru á 90 ára afmæli Ungmennafélagsins. Hið gamalreynda lið Hafnfirðinga varð hins vegar að játa sig sigrað að lokum, en þar á bæ geta menn aldeilis borið höfuðið hátt eft- ir magnaða framgöngu í úrslitakeppninni. Loft var lævi blandið í íþróttahöll- inni í Kaplakrika strax upp úr kvöldmatnum á sunnudagskvöldið, ■^■■■1 áhorfendur tóku að Björn Ingi streyma að löngu fyrir Hrafnsson leik, margir skemmti- skrífar iega gkreyttir í litum síns félags, aðrir of stressaðir til að láta slíkt koma sér í hug. Rauðklæddir áhangendur gest- anna úr Mosfellsbænum fylltu aðra stúkuna og létu þar mikið fyrir sér fara. Gesthmir enda aðeins einum sigri frá íslandsmeistai'atitlinum langþráða. Jafnræði var með liðunum framan af, heimamenn skoruðu fyrsta mark- ið og náðu raunar að komast í 2:0 og fengu kjörið tækifæri til að ná þriggja marka forystu, en þá loks vöknuðu leikmenn Aftureldingar til lífsins og fyrirliðinn Bjarki Sigurðs- son jafnaði metin með tveimur mörkum, hinu fyrra úr víti. Markvörðurinn Bergsveinn Berg- sveinsson hefur verið helsta hetja þeirra Mosfellinga í úrslitaleikjunum og hann hrökk snemma í gang á sín- um gamla heimavelli, tók til við markvörslu í hæsta gæðaflokki. Eftir eina slíka náðu gestimir hraðaupp- hlaupi og Jón Andri Finnsson skilaði því örugglega í hús eftir snilldar- sendingu Bjarka Sigurðssonar og þar með forystunni, 4:5, í fyrfeta sinn í leiknum. Sigurður Sveinsson jók muninn í tvö mörk, en Knútur Sig- urðsson stökk þá upp og minnkaði muninn með góðu skoti, Magnús Ámason varði slakt skot Mosfellinga og eftir hraðaupphlaup jafnaði Hálf- dán Þórðarson metin af línunni, 6:6. Liðin skiptust áfram á um að hafa eins marks foyrstu fram að leikhléi, Bergsveinn hélt áfram að hrella Hafnfírðinga í vítunum og Knútur Sigurðsson var fórnarlambið í fyrri hálfleik. Sóknir FH-inga vom þó markvissari, gengu hraðar fyrir sig og þeir vora mestu klaufar að hafa ekki forystu í leikhléi. Þannig náði Einar Gunnar Sigurðsson að jafna metin beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn í fyrri hálfleik, rauðklæddum áhorfendum til ómældrar gleði. Mosfellingar breyttu nokkuð leik sínum í seinni hálfleik, tóku hinn unga Maxím Trúfan af velli og settu í staðinn litháíska leikstjórnandann Gintaras, sem meiddist illa fyrr í keppninni og virðist hafa náð merkj- anlegum bata vonum fyrr. Gintaras skapplappaðist meira af vilja en SÓKNARNÝTING Fjórði leikur iiðanna í úrslitunum, leikinn í Hafnaiiirði 25. apríl 1999 Mörk Sóknir %______MörK Sóknir % 12 23 52 F.h 12 23 52 11 27 41 S.h 13 27 48 23 50 46 Alls 25 50 50 11 Langskot 4 1 Gegnumbrot 3 6 Hraðaupphlaup 4 4 Horn 5 1 Lína 5 0 Víti 4 mætti framan af í seinni hálfleík, en hafði þó alls ekki erindi sem erfíði - gerði mörg mistök. Landi hans Gint- as hreinlega labbaði gegnum vörn heimamanna og skoraði fyrsta mark- ið, 12:13. Hinum megin jafnaði Knút- ur með frábæra skoti og í næstu sókn á eftir fékk Gunnar Beinteins- son reisupassann í tvær mínútur eft- ir hörkuleg viðskipti sín við Magnús Má á línunni. Gunnar var einn af fjölmörgum leikmönnum sem þannig fengu óumbeðna „kælingu“ í leikn- um, en afar athyglisvert var að hvor- ugu liðinu tókst að nýta sér liðsmun- inn hverju sinni, raunar virtist það alltaf virka á hinn veginn ef eitthvað var og í samræmi við það kom Guð- jón Amason sínum mönnum yfii' með hörkuskoti. Jafnræðið hélst enn um sinn, jafnt var í stöðunum 14:14 og 16:16, en þá gerði of mikið bráðlæti vart við sig hjá FH og gestimir gengu á lagið með markvissum leik og náðu aftur forskoti, 16:18 og 18:20. Bergsveinn var sínum gömlu félögum erfiðm' á þessum kafla, varði frá þeim úr opn- um færum og skilaði knettinum strax í leik. Jón Andri vippaði úr horninu og jók muninn í þrjú mörk, 19:22 og skömmu síðar skoraði Bjarki úr hraðaupphlaupi, 19:22. Munurinn var því skyndilega orðinn fjögur mörk, Bergsveinn kominn í mikinn ham í markinu og því ráð hjá Kristjáni þjálfara Arasyni að biðja um leikhlé, sem hann og gerði. Bjarki reif sig lausan og skoraði með frábæru langskoti, 19:23, en þá loks snerist dæmið við og heimamenn náðu að rétta úr kútnum með þrem- ur mörkum í röð. Liðið fékk raunar kjörið tækifæri til að minnka muninn enn frekar, en þar strandaði á Berg- sveini sem varði vel og á mikilvæg- um stundum, t.d. í vítakasti Vals Arnarsonar, tæpum þremur mínút- um fyrir leikslok. Magnús Már skor- aði strax á eftir, 22:25, og þar með var björninn unninn, allt varð gjör- samlega brjálað og engu skipti þótt Knútur Sigurðsson skilaði síðustu sókninni í markið, 23:25-sigur gest- anna var staðreynd og Islandsmeist- aratitilinn því þeirra. FH-ingar geta litið sáttir til baka, þrátt fyrir tapið í úrslitarimmunni. Eftir magurt gengi framan af vetri, hrökk allt í rétta gírinn og hðið vann marga á sitt band sakir leikgleði og bráðsmitandi baráttu. Fyrir í Aftur- eldingu hittu þeir einfaldlega ofjarla sína en voru raunar furðanlega nærri þessu besta liði landsins. Bestir Mosfellinga í þessum leik vora án efa þeir Bergsveinn Berg- sveinsson og Bjarki Sigurðsson, ein- hverjir reyndustu leikmenn deildar- innar. Bjarki, sem skoraði níu mörk í leiknum, átti frábæra leiktíð, ekki síst í sjálfri deildarkeppninni en þeg- ar í úrslitakeppnina kom tók við þáttur Bergsveins Bergsveinssonar og hann reið líklega baggamuninn er upp var staðið. Bergsveinn varði alls 96 skot í leikjunum fjórum við FH, þar af 10 vítaköst og það reyndist Hafnfírðingum einfaldlega of stór biti að kyngja. Árangur Skúla Gunnsteinssonar með lið Aftureldingar er einkar glæsilegur og morgunljóst er að nafn þjálfara sem vinnur þrjá titla á einni og sömu leiktíðinni verð>ir skráð stórum og skýrum stöfum í sögu handknattleiks hér á landi. Vissulega hefur markvisst starf uppbyggingai' átt sér stað í Mosfellsbæ á undan- förnum árum og vissulega vora Skúla skapaðar ákjósanlegar að- stæður sem þjálfara. En það hefur ekki alltaf reynst nóg, til þarf skynsemi og skipulag til að koma öllu heim og saman og yfir því hefur Skúli búið í vetur. Og fyrir vikið er ekki annars að vænta en að Mosfellingar mæti sterkari og reynslunni ríkari til leiks í haust og hafi þá titla að verja. Þannig vörðu þeir (Innan sviga, skot aftur til mótherja). Magnús Árnason, FH, 11; 7(2) langskot, 1 eftir gegnumbrot, 1(1) úr horni, 2(1) af línu. Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA, 27/2; 9(1) langskot, 3(3) eftir gegnumbrot, 3(2) úr hraðaupp- hlaupi, 9(3) úr homi, 1(0) af línu, 2(0) vítaköst. Varði 10 af 18 vítum BERGSVEINN Bergsveins- son, markvörður Aftureldingar, varði tíu af þeim átján vítaköst- um sem FH-ingar fengu í úr- slitaleikjunum fjórum. Þar af varði hann fimm vítaköst í fyrsta leiknum en þá náðu Hafnfirðingar að skora í fjór- gang. I öðrum leik varði Berg- sveinn eitt en FH-ingar skor- uðu úr þremur. í þriðja leiknum snerist dæmið við og Berg- sveinn varði í þrígang en and- stæðingurinn skoraði einu sinni. Bergsveinn varði síðan bæði vítaköstin sem FH fékk í síð- ustu viðureigninni. Samtals varði hann 96 skot í leikjunum fjóram. Fjórtán ár milli titla JON Andri Finnsson, horna- maður UMFA, vai'ð á sunnudag- inn í fyrsta sinn Islandsmeistari í meistaraflokki karla í hand- knattleik, en hann varð einnig Islandsmeistari með 5. flokki Aftureldingar fyrir 14 árum, vorið 1985. Þá lagði hann ásamt félögum sínum liðsmenn Fram í úrslitaleik. Meðal leikmanna Fram vai' Jason Ólafsson sem seinna lék með Aftureldingu. Jón Andri er eini liðsmaður þessa 5. flokks liðs sem skipar Islandsmeistai-a Aftureldingar 1999 í meistaraflokki kai-la. Þess má geta að Ríkharður Daðason, knattspymumaður, var í Is- landsmeistaraliðinu í 5. flokki. Sigurður laus mála „ÞAÐ var algjörlega nauðsyn- legt fyrh' mig að fara ekki út í fimmta leikinn því líkamlegt ástand mitt er slæmt og ég lá að mestu fyrir á milli þriðja og fjórða leiks,“ sagði Sigurður Sveinsson, leikmaður Aftureld- ingar og fyrrverandi FH-ingur. Sigurður var þó ekki ókunnugur í herbúðum Mosfellinga er hann kom þangað sumarið 1996 því hann er alinn upp hjá félaginu og lék með því til 18 ára aldurs. „Það var annaðhvort að vinna núna eða þá að leika fimmta leikinn algjörlega á varahreyfl- unum,“ bætti Sigurður við og brosti. „Rétt fyrir úrslitaleikina tóku sig upp gömul meiðsli í öxl og síðan fékk ég í bakið fyrir helgina og hef af þeim sökum verið mjög slæmur. Þar að auki fékk ég flensu, þannig að ég hef fengið það óþvegið þessa síð- ustu daga.“ Sigurður sagði að að sjálf- sögðu gleymdust öll eymsl og meiðsl um stund með sigri sem þessum og keppnistímabilið hefði verið eitt ævintýri. Hvað sem öllu liði yrði hann klár í slaginn í haust. „Samningur minn við félagið rennur reyndar út í vor en ég reikna með að vera áfram í herbúðum þess, að minnsta kosti er áhugi af minni hálfu. Og eftir að hafa tekið hvíld um tíma og síðan unnið aðeins í uppbyggingu líkamans í sumar þá verð ég til í leikinn á ný.“ Tveir hafa unnið þrefalt TVEIR leikmenn Aftureldingar, Bergsveinn Bergsveinsson og Sigurður Sveinsson, hafa nú unnið bikarinn, deildina og Is- landsmótið á sömu leiktíðinni með tveimur félögum. Þeir eru einu handknattleiksmenn hér á landi sem hafa náð þessum áfanga en báðir voru þeir í sigui'- liði FH sem vann þrefalt keppn- istímabilið 1991 til ‘92 undir stjóm Kristjáns Arasonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.