Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRJALSIÞROTTIR
Guðrún byijar vel
í Rio de Janeiro
GUÐRUN Arnardóttir, hlaupa-
kona úr Ármanni, hafnaði í 3.
sæti í 400 m grindahlaupi á
stigamóti Alþjóða frjálsí-
þróttasambandsins í Rio de
Janeiro um síðustu helgi. Hún
hljóp á 55,78 sekúndum, en
íslandsmet hennar frá Evr-
ópumeistaramótinu síðasta
sumar er 54,59. Sigurvegari í
hlaupi var Andrea Blackett frá
Barbados á 55,46 og önnur
varð Debbie-Ann Parris,
Jamaíka, á 55,69 sek. Fjórða
sætið kom í hlut frans, Susan
Smith, á 56,11. Þetta var
fyrsta alvöru keppnishlaup
Guðrúnar á árinu.
Eg er mjög ánægð með þennan
árangur og hann með því allra
besta sem ég hef náð í byrjun
keppnistímabils, þannig að þetta
lofar góðu," sagði Guðrún í gær, en
hún dvelst enn við æfingar í At-
hens í Georgíuríki í Bandaríkjun-
um. „Susan var með forystuna að
síðustu grind þegar við þrjár
komumst fram úr henn.
Guðrún sagði árangurinn ekki
síður ánægjulegan vegna þess að
hún hefði verið að berjast við erfið
meiðsli í hásinum allan síðasta
mánuð.
Guðrún keppir í 800 m hlaupi á
htlu móti í Athens um helgina en á
mánudaginn heldur hún til Osaka í
Japan þar sem hún tekur þátt í
stigamóti á miðvikudaginn. Þaðan
fer hún til Quatar þar sem annað
stigamót er á dagskrá.
GUÐRÚN Arnardóttir komin á fulla ferð á hlaupabrautinni.
Engquist berst
við krabbamein
HEIMS- og óiympíumeistarinn
í 100 metra grindahlaupi
kvenna, Ludmila Engquist,
sagði í vikunni að hún væri
með krabbamein og hefði af
þeim sökuni gengist undir
skurðaðgerð á dögunum þar
sem annað brjóst hennar var
fjarlægt. Hún sagðist jafnframt
vera bjartsýn og ætlaði sér að
verja olympíumeistaratitil sinn
í Sydney á næsta ári.
„Ég vil ekki hætta með þess-
um hætti. Ætlun mín er sú að
koma til leiks af fullum krafti,
að minnsta kosti ætla ég að
reyna," sagði Engquist á blaða-
mannafundi á miðvikudaginn.
Engquist, sem keppti ekkert
að ráði á síðasta sumri vegna
meiðsla í hásin, sagðist hafa
æft vel í vetur. Fyrir rúmum
mánuði segist hún hafa orðið
vör við hnút í öðru brjóstinu er
hún var við æfingar á Spáni.
Hún fór í skurðaðgerð í síðustu
viku. Nú tekur við IyQameð-
ferð því tveimur dögum eftir
aðgerðina kom í Ijós að meinið
hefur breiðst út um líkamann.
„Eg vil hafa annað markmið
en lifa, það nægir mér ekki,"
sagði Engquist á blaðamanna-
fundinum. „Eg vil einnig kom-
ast í fremstu röð í íþrótt minni
á nýjan leik. Sú hugsun og sú
von mun fleyta mér yfir erfið-
asta hjallann í þeirri baráttu
sem framundan er."
Engquist er 35 ára gömul og
hefur búið í Svíþjðð frá 1993
en hún er fædd í Rússlandi og
keppti fyrir Sovétrfkin til 1991
er hún kynntist sænska um-
boðsmanninum Johan
Engquist og fluttist til hans.
Sænskan ríkisborgararétt fékk
hún 1996 og sama ár varð luín
olympíumeistari í 100 m
grindahlaupi. Hún varð heims-
meistari í sömu grein 1997 fyr-
ir Svíþjóð og sex áiiini áður
fyrir Sovétríkin, þá með eftir-
nafnið Narozhilenko.
Martha stefnir
á ÓEympíuleik-
ana í Sydney
Iartha Ernstsdóttir, ÍR, segir
að lágmarkið sem hún náði fyr-
ir heimsmeistaramótið í Sevilla á
Spáni hafi opnað sér dyr í maraþon-
hlaupum. Martha náði lágmarkinu í
Hamborgar-maraþoninu á síðasta
sunnudag. Hún segist stefna á að
keppa í maraþonhlaupi á Ólympíu-
leikunum í Sydney á næsta ári, fyrst
íslendinga.
Martha, sem hefur snúið sér í
auknum mæli frá 10 þúsund metra
hlaupum að maraþonhlaupum, segist
hafa æft af krafti í vetur. Hún tók
þátt í víðavangshlaupi evrópskra fé-
lagsliða á ítalíu í febrúar, fór í æf-
ingabúðir yfir páska á Spáni og
keppti í maraþoninu í Hamborg um
síðustu helgi. Þar náði hún lágmark-
inu fyrir HM í Sevilla, hljóp vega-
lengdina á 2:35,16. Martha segir að
með sama árangri geti hún tryggt
sér sæti á Ólympíuleikunum á næsta
ári.
Martha segir erfitt að gera sér
grein fyrir möguleikum sínum á
heimsmeistaramótinu í Sevilla í
ágúst í sumar. „Milli 80 og 100 taka
þátt í þessum mótum og vonandi
tekst mér að vera fyrir ofan miðju.
Annars er ekki hægt að gera ráð fyr-
ir góðum tíma í þessari keppni. Um
þetta leyti er hitinn mikill á Spáni og
aðalatriðið að ná góðu sæti," segir
Martha.
Martha segist einnig stefna á að
keppa í 5 þúsund metra hlaupi á
Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein
og Evrópukeppni landsliða í Króatíu
Úrslitaleikur
Reykjavíkur-
mótsins
endur-
tekinn
ÚRSLITALEIKUR Reykja-
víkurmó"tsins í innanhúss-
knattspyrnu verður leikinn á
sunmidaginn kl. 18 í íþrótta-
iiúsinu í Austurbergi. Eigast
þar við Valur og Fylkir, en í
fyrri úrslitaleik mótsins í vet-
ur lék Fylkir við KR og beið
lægri hlut. Eftir á kom í fo*ó*s
að KR-ingar stilltu upp ólög-
legu liði þar sem nokkrir
leikmanna liðsins voru skráð-
ir í erlend knattspyrnulið þar
sera þeir höfðu verið til
reynslu. Ekki hafði verið
gengið frá skrán ingum þeirra
á ný í herbúðir KR að
reynslutúna liðnum og þ ví
voru þeir með öllu ólöglegir.
Af þessu 1 eiddi að KR-ingar
voru kærðir og nú hefur
mótaneihd Knattspyrnuráðs
Reykjavíkur á k veðið að úr-
slitaleikurinn í vetur skuli
strikaður tít og nyr úrslita-
leikur fari fram nú þegar
knal 1 spyrnumenn fiestír eru
farnir að leika af áhuga á
leikvöllum utandyra.
FOLK
¦  LORENZO Sanz forseti Real Ma-
drid og félagi hans hjá Juventus,
Roberto Bettega, hittust í vikunni
til þess að ræða hugsanleg skipti á
leikmönnum. Bettega hefur áhuga á
að fá Hollendinginn Clarence
Seedorf í herbúðir sínar en leikmað-
urinn hefur ekki náð sér á strik á
Bernabeu á leiktíðinni og hefði ekk-
ert á móti því að skipta um vettvang.
¦  EINNIG ræddu þeir saman um
hugsanleg kaup Real á knattspyrnu-
manni ársins 1998, Zinedine Zidane,
sem gjarnan vill fiytja sig um set.
Real mun hafa boðið Juventus ann-
aðhvort Roberto Carlos eða Pre-
drag Mijatovic og um einn milljarð
króna til viðbótar fyrir Frakkann
snjalla, en ekki fengið nein viðbrögð
enn við tilboðinu.
¦  RVUD Gullit knattspyrnustjóri
Newcastle hefur boðið Mallorca 500
milljónir króna fyrir varnarmanninn
Marcelino Elena. Mallorca hefur
ekki mikinn áhuga á að selja Elena
en hann er með lausan samning við
félagið í vor og þar sem samninga-
viðræður leikmannsins og félagsins
hafa ekki leitt til nýs samning má
vera að- Spánverjarnir taki tilboði
Gullits.
¦  EBBE Sand framherji Bröndby
hefur verið seldur tO þýska liðsins
Schalke 04 og hefur æfingar hjá fé-
laginu í júlíbyrjun næstkomandi.
¦  THOMAS Strunz leikur ekki með
Bayern MUnchen næstu tvær vik-
urnar vegna tognunar í læri sem
hann varð fyrir í landsleik við Skota
á miðvikudagskvöldið. Hann ætti að
vera orðinn klár í slaginn fyrir úr-
slitaleik Meistaradeildarinnar 26.
maí.
¦  THOMAS Hassler ætlar að yfir-
gefa Dortmund við lok leiktíðarinn-
ar og reima á sig keppnisskóna í
herbúðum 1860 Munchen síðsumars.
Hassler, sem er 32 ára, er með
samning við Dortmund til 2002 en
félagið hefur ákveðið að leyfa honum
að fara endurgjaldslaust til nýju
húsbændanna.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4