Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4   B   ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
FOLK
¦ AlJSTMUtfSKI landsliðsmaður-
inn Tony Polster hjá „Gladbach"
og Rainer Bonhof, þjálfari liðsins,
eiga ekki skap saman. Hnútukast
þeirra í milli er nú fastur liður í
blöðunum.
¦  VANDAMÁL „Gladbach" er
það að Polster, sem er 35 ára, á
eftir þrjú ár af samningi sínum og
þarf félagið að borga 50-60 milljón-
ir á borðið til hans ætli þeir sér að
segja honum upp. Þeir peningar
eru ekki til hjá félaginu. Því hafa
forráðamenn „Gladbach" þá einu
von að þjálfarinn og leikmaðurinn
nái sáttum og not verði fyrir þenn-
an mikla markaskorara sem er
markahæstur allra leikmanna, sem
nú leika í efstu deild, í heiminum.
¦ BAYERN Munchen hefur hug á
að kaupa hinn 17 ára gamla leik-
mann Roque Santa Crus frá
Paragvæ. Crus, sem þegar er köll-
uð stórstjarna í heimalandi sínu,
hefur mikinn áhuga á Bayern og
talið er að UIi Höness, fram-
kvæmdastjóri liðsins, og forráða-
menn Olympic Asuncian gangi frá
samningnum 26. maí í Barcelona.
¦ OTTO Rehhagel, þjálfari Ka-
iserslautern, er sagður á leið til
Dortmund. Ekki sem þjálfari,
heldur sem framkvæmdastjóri -
með leikmannamál sem sérverk-
efni.
¦ DORTMUND tilkynnti um helg-
ina að Thomas Hassler, leikmaður
liðsins, fengi að fara til 1860
Munchen án félagaskiptagjalds.
Mikill styrr hefur staðið um þenn-
an fyrrverandi landsliðsmann, sem
ekki hefur náð að festa sig í sessi
hjá Dortmund og átt í útistöðum
við hinn unga þjálfara Michael
Skibbe, sem er 32 ára eins og
Hassler.
¦ HANS Peter Brígel, fyrrver-
andi landsliðsmaður hjá Ka-
iserslautern og fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri liðsins - hætti eftir
ósætti við þjálfarann Otto Rehha-
gel, er á förum til Tyrklands.
¦ BRIGEL mun gerast aðstoðar-
þjálfari Karl Heinz Feldkamp hjá
Besiktas Istanbúl. Feldkamp var
einmitt þjálfari Briegel hjá Ka-
iserslautern. Briegel tekur hugs-
anlega við. Besiktas þegar samn-
ingur Feldkamp rennur út.
¦ SEAN Dundee, landsliðsmið-
herji Þýskalands, er hugsanlega á
leið frá Liverpool til Wolfsburg.
Dundee, sem er Suður-Afríkumað-
ur, fór til Liverpool á þessari leik-
tíð og var búist við miklu af þessum
efnilega leikmanni. Honum hefur
gengið illa að ná fastri stöðu hjá Li-
verpool og vill nú á ný til Þýska-
lands.
¦ STEFAN Effenberg var í sigur-
liði Bayern í viðureigninni við
Mönchengladbach, sem er gott
sem fallið úr 1. deild. Effenberg
sagði að liðið væri ekki í fallslag
hefði hann verið í liðinu. Síðasta
tímabil var „Gladbach" einnig í
mikilli fallbaráttu. Það var hver
stórleikur Effenberg af öðrum sem
hindraði fall liðsins þá.
¦ EFFENBERG segir að það sé
liðinu fyrir bestu að falla og byggja
upp nýtt lið. Hann segir jafnframt
að brottrekstur Rolf Russmann
framkvæmdastjóra og Bernd
Krauss þjálfara hafi verið banabiti
liðsins.
Reuters
DAVIÐ Beckham fagnar glæsilegu marki sínu fyrir Man. Utd, sem hann skoraði beint úr aukaspyrnu
gegn Aston Villa á Old Trafford.
NOCOLAS Anelka fagnar sigurmark
Spennan magn
MANCHESTER United og Arsenal unnu góða sigra á toppi ensku
úrvalsdeildarinnar um helgina. Leeds tryggði sér sæti í Evrópu-
keppni með stórsigri á West Ham. Á botni deildarinnar stendur
baráttan á milli Southampton, Blackburn og Charlton um hvaða
lið heldur sæti sínu í deildinni.
Iicolas Anelka, sem nýlega var
valinn efnilegasti leikmaður árs-
ins í Englandi, tryggði Arsenal þýð-
ingarmikinn sigur er hann gerði eina
mark leiksins gegn Derby á Hig-
hbury á sunnudag. Með sigrinum
náði Arsenal efsta sætinu aftur af
Manchester United, sem á leik til
Leikmönnum Arsenal tókst ekki að
bæta við marki en Derby gerði
nokkrum sinnum harða hríð að marki
heimamanna og tókst að koma knett-
inum einu sinni í netið en markið var
dæmt af. Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, hrósaði sigri og
ekki síst markaskoranum Anelka,
sem hefur gert 18 mörk á tímabilinu.
„Það sem hann [Anelka] hefur áorkað
á keppnistímabilinu er ótrúlegt, jafnt
andlega sem líkamlega," sagði Wen-
ger að leik loknum.
Draumamark Beckhams
Manchester United hélt áfram at-
lögu sinni að enska meistaratitlinum
er liðið vann Aston Villa 2:1 á heima-
velli. Heimamenn fengu óskabyrjun
er Steve Watson setti knöttinn í eigið
net á 20 mínútu. Julian Joachim tókst
að jafna 13 mínútum síðar eftir send-
ingu frá Watson, sem var fyrsta mark
Aston Villa í síðustu fjórum leikjum á
Old Trafford. David Beckham gerði
út um leikinn er hann skoraði glæsi-
legt mark beint úr aukaspyrnu í byrj-
un síðari hálfleiks. Heimamenn höfðu
tök á að auka forystuna en Denis
Irwin lét verja vítaspyrnu frá sér.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
Manchester, sagði að lið sitt hefði oft
leikið betur en það gerði gegn Aston
Villa. „Við lékum ágætlega í síðari
hálfleik en sigur liðsins var ekki ör-
uggur og ég var ekki í rónni á
bekknum fyrr en flautað var af.
Aston Villa hefur náð sér á strik á ný
því liðið lék vel gegn okkur í þessum
leik."
Leeds tryggði sér Evrópusæti
Þremur leikmönnum West Ham var
vikið af velli gegn Leeds. Fyrst fór
Ian Wright af velli eftir aðeins 14
mínútur, nokkrum mínútum síðar
þurfti Harry Kewell að yfirgefa leik-
völlinn og í síðari hálfleik fékk Shaka
Hislop, markvörður liðsins, rautt
spjald fyrir að brjóta á Jimmy Floyd
Hasslebaink. Wright var ósáttur við
ákvörðun Rob Harris dómara og
þurftu leikmenn að grípa í hann og
róa niður áður en hann fór af velli.
Wright lét ekki staðar numið þegar
hann var kominn af velli heldur hélt
rakleitt inn í búningsherbergi Harris,
og eyðilagði sjónvarpstæki. Atvikið
hefur verið tilkynnt til dómarasam-
takanna og fær leikmaðurinn senni-
lega langt bann fyrir hegðun sína.
Síðustu leikir efstu liðanna í ensku i
MANCHESTER UTD.
ARSENAL
5. maí Liverpool - Man. Utd.
9. maí Middlesboro - Man. Utd.
12, maí Blackburn ¦ Man. Utd.
16. maí  Man. Útd. - Tottenham
5. maí  Tottenham - Arsenal
JL1. maí  Leeds - Arsenal
16. maí  Arsenal - Áston Villa
i
_
í
1
Glasgow Rangers meistari
GLASGOW Rangers tryggði sér
skoska meistaratitilinn í 10. sinn á 11
árum er liðið lagði Glasgow Celtic 3:0
á sunnudag. Leikur liðanna þótti
skrautlegur, en þremur leikmönnum
var vikið af velli og Hugh Dallas, dóm-
ari leiksins, fékk aðskotahlut í höfuðið
svo úr blæddi meðan á leiknum stóð.
Gert var að sárum dómarans og lauk
hann leiknum án frekari vandkvæða.
113 voru handteknir eftir leikinn
fyrir ólæti. Hefur Celtic tekið ákvörð-
un um að banna fótboltabullunum að
koma á leiki félagsins, en það á engu
að síður yfir höfði sér rannsókn enska
knattspyrnusambandsins.
Neil McCann gerði tvö mörk fyrir
Rangers í leiknum og Jörg Albertz
eitt. Stepen Mahe og Vidar Rishet,
Celtic, voru reknir af velli og Rod
Wallace, Rangers, fékk einnig að líta
rauða spjaldið undir lokin. Rangers
hefur nú 10 stiga forystu á Celtic í
deildinni.
Leeds komst í 2:0 en Paolo di
Canio náði að minnka muninn fyrir
West Ham. En þá tóku leikmenn
Leeds við sér á ný og skoruðu tvö
mörk gegn fáliðuðu liði West Ham.
David O'Leary, knattspyrnustjóri
Leeds, var að vonum glaður eftir
leik því lið hans hefur tryggt sér
fjórða sætið í deildinni og sæti í
Evrópukeppni félagsliða næsta
haust.
Spennandi fallbarátta
Coventry, Sheffield Wednesday
og Everton virðast laus við fallbar-
áttuna, sem stendur nú á milli
Charlton, Blackburn og Sout-
hampton. Sannkallaður fallbaráttu-
slagur fór fram á The Valley er
heimamenn í Charlton tóku á móti
Blackburn. Leiknum lauk með
markalausu jafntefli, en Martin Pr-
ingle, leikmaður Charlton, komst
næst því að skora er hann skallaði
knöttinn í þverslá Blackburn-liðsins.
Úrsltin komu sér vel fyrir Sout-
hampton sem vann Leicester 2:1 á
heimavellinum The Dell. Leicester
náði reyndar forystu með marki frá
Ian Marshall en Chris Marsden og
James Beattie tryggðu Sout-
hampton mikilvægan sigur, sem
komst i 17. sæti deildarinnar. Dave
Jones, knattspyrnustjóri Sout-
hampton, fór fögrum orðum um
markaskorarann Beattie: „Hann
[Beattie] vann vel fyrir liðið allan
leikinn og fullkomnaði leik sinn með
þessu þýðingarmikla marki," sagði
Jones.
Oliver
sá ic
Gífurleg fallbarátta er hafin í   og
þýsku  1.  deildarkeppninni.   de
Þegar sjö umferðir eru eftir eru að
minnsta kosti tíu lið sem þurfa að   ye
hafa  áhyggjur  af falldraugnum.   30
Eftir   síðustu   umferð   eru   sp
Mönchengladbach,  Frankfurt  og   sí(
Bochum  í  fallsætunum  þremur.   kr
Þau töpuðu öll leikjum sínum og   mi
staða liðanna erfið því þau eru öll
að leika illa sem stendur. Svo virt-   Þj
ist sem stóra undrið ætlaði að ger-   mi
ast - leikmenn „Gladbach" voru yf-   ini
ir   á   Ólympíuleikvanginum   í   stí
Miinchen þegar 20 mín. voru til   efi
leiksloka, 2:1. Þá gáfu leikmenn   kv
liðsins eftir undan stöðugum sókn-   Ni
arþunga  Bæjara,  sem  fögnuðu   Bí
sigri, 4:2. Zieckler gerði út um von-   E;
ir gestanna, skoraði tvö mörk með   ha
stuttu millibili og Scholl innsiglaði   he
svo sigur Bæjara með marki á 85.
mín., þannig að „Gladbach" fékk á
sig þrjú mörk á fimmtán mín. kafla
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8