Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 1
102. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS frá Kosovo koma til Islands í dag Segja NATO hafa ráðist á sjúkrahús Sprengjur lentu á eða við kínverska sendiráðið í Belgrad Belgrad, Moskvu, Sameinuðu þjóðunum. Reuters. SERBNESKIR embættismenn sögðu í gær, að NATO-flugvélar hefðu skotið á sjúkrahús í borginni Nis og klasasprengju á markaðstorg. Sögðu þeir, að 15 manns hefðu týnt lífi og um 70 særst. Þá lentu sprengjur á eða við kínverska sendiráðið í Belgrad og voru óstaðfestar fréttir um mannfall. FIMMTÍU og tveir flóttamenn frá Kosovo koma til Islands í dag en þeir voru allir í búðum nálægt Skopje, höfuðborg Makedóníu. Tók nokkum tíma að velja saman hópinn því að í ljós kom, að fólkið á listanum, sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði útbúið fyrir Rauða kross íslands, var allt farið. Hér er Hólmfríður Gísladóttir, deildarstjóri félagsmála hjá Rauða krossinum, að sýna einum flóttamanna, Rasim Bega, kort af íslandi. Kemur hann ásamt konu sinni og fjórum börnum þeirra. Kvaðst hann vera nokkuð áhyggjufullur því hann vissi ekkert um landið eða menninguna en teldi þó, að kannski væri það best fyrir fjölskylduna að fara þangað, sem þau þekktu ekkert til. Hægra megin við Hólmfríði er Guðjón Bragason frá félagsmálaráðuneytinu. ■ Á ekkert/6 * 1 Wales þingkosningarnar í Skotlandi og Wales hafa styrkt brezka sam- bandið og meirihluti á báðum stöð- um hefði verið sambandsslitum andvígur. Kosningamar á fimmtudaginn voru mikil tímamót í brezkri sögu. Kosið var til heimastjórnarþinga í Skotlandi og Wales og þær kosning- ar voru að hluta til hlutfallskosning- ar. Nýkjörin þing koma saman 12. maí; bæði í bráðabirgðahúsnæðum, en framkvæmdir eru hafnar við þinghús í Edinborg, sem á að kosta um sex milljarða króna. Og nýtt þinghús í Cardiff, sem á að kosta 1,2 milljarða, verður tekið í notkun eftir tvö ár. ■ Sjá umfjöllun á bls. 34-35 Sprengja lenti á eða við kínverska sendiráðið í Belgrad í gærkvöld og var haft eftir Goran Matic, ráðherra í Júgóslavíustjóm, að 26 starfsmenn þess hefðu slasast en enginn þó al- varlega. Óstaðfestar fréttir voru þó um mannfall. Zoran Zivkovic, borgarstjóri í Nis, sagði, að flugskeytum hefði verið skotið á sjúkrahús borgarinnar, á bílastæði við það og á kennsluhús- næði. Þá sagði lögreglan í borginni, að klasasprengjum hefði verið varp- að á markaðstorg og væm enn um 20 ósprangnar sprengjur á svæðinu. Fréttamenn Reuters-fréttastofunn- ar sáu þrjú lík á götu við torgið en að sögn týndu 15 manns lífi og um 70 særðust. Talsmaður NATO í Brussel sagði, að svo virtist sem einhver mistök hefðu orðið og sprengjumar lent annars staðar en þeim var ætlað. Harðar árásir á herlið Serba Herflugvélar gerðu harða hríð að herafla Serba í Kosovo í gær og fyrri- nótt og segja talsmenn bandalagsins, að hann geti nú orðið lítið hreyft sig úr stað. Ráðist var á skriðdreka, stórskotaliðsvopn, loftvamabyssur og landamærastöðvar. Þá var einnig ráðist á brú og olíugeyma í þremur borgum, vopnageymslu og þrjá her- flugvelli. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur lagt blessun sína yfir samkomulag G8-ríkjanna um lausn á Kosovo-deilunni en í megin- atriðum felst það í því, að Serbar flytji her sinn frá Kosovo og alþjóð- legt gæslulið komi til héraðsins. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, sagði hins vegar, að útilokað væri að senda NATO-lið til Kosovo eins og bandalagið krefðist. Spáir samningum en ekki falli Milosevic Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði í gær, að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, ætti að fallast á skilyrði bandalagsins, að öðram kosti yrði hann knúinn til þess. Talsmaður efri deildar júgóslavneska þingsins ítrekaði hins vegar í gær, að aldrei yrði fallist á vera NATO-liðs í Kosovo, það væri það sama og missa héraðið. Zoran Djindjic, einn leiðtogi stjómarand- stöðunnar í Serbíu, spáði því í gær, að samið yrði um lausn á Kosovo- deilunni innan skamms, að erlent herlið kæmi til héraðsins en Milos- evic myndi halda velli. Kvaðst hann vona, að hann yrði þó ekki við völd nema í nokkra mánuði því að annars ætti Serbía sér enga framtíð, yrði að eins konar „írak“ í Evrópu. Samsteypustj órnir Skotlandi og London. Morgunblaðið. VIÐRÆÐUR Verkamannaflokks- ins og frjálslyndra demókrata um stjóm í Skotlandi hefjast væntan- lega um helgina. Verkamannaflokk- urinn er stærstur flokka en náði hvorki meirihluta í Wales né Skotlandi í þingkosningunum í fyrradag og verður því að hafa sam: starf við aðra á báðum stöðum. I sveitarstjómarkosningunum á Bretlandi fékk Verkamannaflokkur- inn 36% atkvæða, en Ihaldsflokkur- inn vann 1.323 fulltrúa, sem forðuðu formanninum, William Hague, und- an fallöxinni. Kjörsókn á Englandi var aðeins 29% og hefur aðeins einu sinni áður verið svo léleg en það var í fyrra. I Wales var hún 38% en 59% í Skotlandi. Það kom á óvart í gær, að Verka- mannaflokkurinn skyldi ekki ná meirihluta í Wales en Velski þjóðar- flokkurinn sótti mjög í sig veðrið síðustu daga kosningabaráttunnar, eins og reyndar sá skozki líka. Hins vegar þótt löngu ljóst, að Verka- mannaflokkurinn myndi ekki ná meirihluta í Skotlandi. I sveitarstjómarkosningunum hlaut íhaldsflokkurinn 33% at- kvæða og frjálslyndir demókratar 27. Bæði Verkamannaflokkurinn og frjálslyndir töpuðu mönnum; 1.014 og 126. Tony Blair forsætisráðherra lét sér samt vel líka úrslitin og benti á, að hann ynni sigur á aðalstjórnar- andstöðuflokknum á miðju kjör- tímabili ríkisstjómarinnar, sem ekki væri nú venjan. Þá sagði hann Flóttamennirnir Morgunblaðið/Sverrir 15 manns týndu lífí og 70 særðust í borginni Nis Bylting í Guinea- Bissau Lissabon. Reuters. UPPREISNARMENN innan hersins í Vestur-Afríkuríkinu Guinea-Bissau náðu völdum í landinu í gær. Gáfust þá upp síðustu hersveitimar, sem stutt höfðu Joao Bernardo Vi- eira, forseta landsins. Vieira hafði verið við völd í Guinea-Bissau síðan hann rændi þar völdum 1980 en fyr- ir ári hófst uppreisn gegn hon- um innan hersins. Fyrir hálfu ári var samið um vopnahlé en uppreisnarmenn rufu það í fyrradag. Ráða þeir nú öllu landinu. Fluttu þeir Vieira í portúgalska sendiráðið í borg- inni og er búist við að hann fái hæli í Portúgal. Guinea-Bissau var áður portúgölsk nýlenda. Talsmaður uppreisnar- manna sagði í gær, að þeir ætl- uðu að koma á fullu lýðræði í landinu og myndi bráðabirgða- stjómin, sem var skipuð með vopnahléssamningum í fyrra, sitja áfram og undirbúa kosn- ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.