Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2     D     ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGiSKOSNiNGAR
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins
Gagnrýnir skrif
Morgunblaðsins
Morgunblaðið/Arni Sæberg
SVERRIR Hermannsson greiðir atkvæði
í Hagaskóla.
„ÞAÐ er merkilegt að við unnum
þennan málfrelsissigur, þrátt fyrir að
allir fjölmiðlar reyndu eins og þeir
gátu að drepa á dreif aðalmáli kosn-
inganna," segir Sverrir Hermanns-
son, formaður Frjálslynda flokksins.
„Þar fer Morgunblaðið fremst í
fylkingu við að drepa á dreif fiskveiði-
stjórnarmálunum. Það lét sem það
tryði fagurgala og friðþægingartali
Sjálfstæðisfiokks og Framsóknar-
flokks um að þeir myndu sættast þar.
Þrátt fyrir þennan sterka miðil Morg-
unblaðið þá lifði Frjálslyndi flokkur-
inn það af," sagði Sverrir.
„A síðasta degi, á laugardegi, sagði
Morgunblaðið frá fundi í sjónvarpssal
um fiskveiðistjórnarmál og það var að
þeim fréttastfl að finna að Sverrir
Hermannsson hefði ekki verið mætt-
ur, hvað þá meira. Leiðarinn var fals
og ósannindi um það að stjórnmála-
flokkar væru komnir að því að sættast
í málinu. Þetta skagar upp úr í mínum
huga, ótrúleg þjónusta Morgunblaðs-
ins við kvótaflokkana og kvótaveldið
og það getur ekkert þýtt annað en að
hluthafar Árvakurs hafi verið að
þjóna undir þann hóp," sagði Sverrir.
Fagnar tapi Framsóknarflokksins
Spurður um niðurstöðu kosning-
anna sagðist Sverrir fagna tapi Fram-
sóknarflokksins. „Það er aðalmál að
útrýma því fyrirbrigði, því það er
óhollusta tóm, engin stefna nema sér-
hagsmunir en með því vill Hannesar
Hólmsteins flokkurinn vinna, skara
eld að köku auðmanna og það er ekk-
ert við því að segja. Við verðum að
búa við það enn um hríð en því mun
slota," sagði Sverrir að lokum.
Morgunblaðið/Kristján
Á KJÖRDAG var Steingrímur J. Sigfússon staddur í höfuðstað kjöi-dæmis síns, Akureyri.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-
hreyfíngarinnar - Græns framboðs
Erum með mjög góða
stöðu fyrir framhaldið
STEINGRIMUR J. Sigfússon, formaður Vinstri-
hreyfingarinnar - Græns framboðs, er mjög
ánægður með útkomu flokksins í kosningunum.
„Niðurstaðan er mjög sterk. Það er mjög gott
vegarnesti fyrir framhaldið að fá svona sterka út-
komu strax í okkar fyrstu kosningum. Það auð-
veldar okkur starfið sem fram undan er við að
byggja upp okkar hreyfingu og efla hana til dáða
inn í framtíðina," segir hann.
Steingrímur segir aðspurður að Vinstrihreyf-
ingin sé ekki tímabundið stjórnmálafl og að sú
hugsun sé honum víðs fjarri að hreyfingin verði
lögð til hliðar í framtíðinni vegna umræðna um
sameiningu vinstri flokka. „Ég er sannfærður um
að þessi sterku úrslit eru svo gott vegarnesti að
menn munu hætta öllum vangaveltum um að við
verðum eitthvert tímabundið fyrirbæri í íslensk-
um stjórnmálum. Ég held að þær séu kveðnar
niður með þessum úrslitum," sagði hann.
Loforðapólitíkin seldist ekki
„Ég tel að þeir pólitísku lærdómar sem af
þessum úrslitum má draga séu athyglisverðir
og ánægjulegir. Þar á ég ekki síst við það að við
sem ný hreyfing sýnum þann kjark að tefla
fram okkar málefnum með mjög skýrum og af-
dráttarlausum hætti og þorum að heyja þannig
kosningabaráttu á grundvelli málefna og án
þess að fara út í auglýsingaflóð eða loforða-
flaum og uppskerum með þessum hætti. Það er
ánægjulegt út frá lýðræðislegum grundvallar-
sjónarmiðum.
Ég tel það mikið heilbrigðisvottorð á þjóðarsál-
ina að við fáum svona sterka útkomu á sama tíma
og flokkar sem jusu peningum í óhemju auglýs-
ingaflóð og ætluðu að bæta sér upp málefhafá-
tækt með því að ráða góðar auglýsingastofur hafa
ekki erindi sem erfiði. Þessi loforðapólitík seldist
ekki. Miðjan ríður ekki feitum hesti frá þessum
Margrét Frímannsdóttir, talsmaður
Samfylkingarinnar
Samfylkingin orðin næst
stærsta stjórnmálaaflið
„ÞETTA er náttúrulega ótvíræður
sigur Sjálfstæðisflokksins en engu
að síður sigur félagshyggjufólks
því að Samfylkingin er orðin næst-
stærsta stjórnmálaafl landsins,"
sagði Margrét Frímannsdóttir,
talsmaður Samfylkingarinnar, um
úrslit alþingiskosninganna á laug-
ardag. „Þótt ég hefði vissulega
viljað sjá meira fylgi, að við fær-
um yfír 30%, er þetta nýtt um-
hverfi. Það er orðinn til 17 manna
þingflokkur félagshyggjufólks og
það er önnur staða en við höfum
búið við."
Margrét sagði að það hefði verið
persónubundið hvaða vonir menn
hefðu gert sér um árangur í kosn-
ingunum af myndun Samfylkingar-
innar.
„Ég reiknaði alltaf með því að
við næðum nálægt 30% fylgi, en
kosningabaráttan var mjög sér-
stök og umhugsunarvert þegar við
leggjum einn flokka fram ítarlega
stefnuskrá þar sem við segjum ná-
kvæmlega hvað við ætlum að gera
- hvenær, hvað það kostar og
hvernig við ætlum að mæta þeim
kostnaði - að það virðist ekki
ganga nógu vel, það eru ekki mál-
efnin, sem ráða ferðinni. Það er
rétt eins og vakin var athygli á í
Reykjavíkurbréfi að það hefur
einu sinni gerst áður að menn hafi
sett fram svona ítarlega málefna-
og verkefnaskrá. Það var Sjálf-
stæðisflokkurinn 1979 og þá tap-
aði hann verulegu fylgi. Það hlýt-
ur því að vera umhugsunarvert
fyrir stjórnmálamenn og stjórn-
málahreyfingar á íslandi hvort
ekki gangi að leggja málefnin í
dóm kjósenda."
Spjótin beindust að okkur um-
fram aðra
Margrét sagði að Samfylkingin
hefði einnig fengið mikinn mótbyr
og harðan áróður frá málefna-
snauðum pólitískum andstæðing-
um. Menn hefðu gert sér grein fyr-
ir því að þarna væri komið sterkt
afl.
„Spjótin beindust því að okkur
umfram aðra," sagði hún. „Þá kom
til dæmis upp sérstök staða í Norð-
urlandi vestra þar sem efsti maður
á lista vinstri grænna hafði áður
tekið þátt í prófkjöri hjá Samfylk-
ingunni, fékk ekki þá útkomu, sem
hann sætti sig við, snaraðist yfir og
fer inn sem uppbótarmaður á þing.
Síðan komu upp vandamál í Norð-
urlandi eystra, sem allir gerðu sér
grein fyrir að myndu hafa ein-
hverjar afleiðingar."
Ef marka má skoðanakannanir
voru miklar sveiflur í fylgi Sam-
fylkingarinnar meðan á kosninga-
baráttunni stóð og samkvæmt
könnun Félagsvísindastofnunar
Háskólans í mars naut framboðið
þá 33,5% fylgis, en síðan fór fylgið
niður á við á ný og var þegar upp
var staðið 26,8%. Margrét kvaðst
ekki vtfja velta vöngum yfir hvort
áherslur í kosningabaráttunni
hefðu haft áhrif á þessar sveiflur.
„Það er alltaf auðvelt að vera vit-
ur eftir á og sjálfsagt er margt sem
við hefðum getað gert betur og á
annan hátt," sagði hún. „í það heila
er ég mjög ánægð með okkar fólk í
kjördæmunum. Það var mjög góð
liðsheild og menn unnu vel saman.
Það er rangt eins og svo margt
annað, sem Davíð Oddsson hefur
leyft sér að halda fram, að þetta sé
sunduleitur hópur þriggja eða fjög-
urra flokka. Þetta er ein liðsheild
og Samfylkingin er komin til að
vera. Það fundum við mjög ræki-
lega í þessum kosningum."
Hún kvaðst ekki telja að úrslit
kosninganna mundu torvelda sam-
starf innan Samfylkingarinnar.
„Það er mikil samheldni meðal
fólksins og flokkslínurnar eru
orðnar daufar," sagði hún. „Nú
einhendum við okkur í það að
ganga frá formlegri stofnun Sam-
fylkingarinnar. Eg þori ekki að
setja neinar dagsetningar á það,
en tek undir þau ummæli, sem ég
Morgunblaðið/Kristinn
MARGRÉT Frímannsdóttir greiddi að venju atkvæði í heimabæ sfnum
Stokkseyri.
heyrði höfð eftir Geir Gunnars-
syni, fyrrverandi alþingismanni,
að barnið er fætt og ekki skipti
meginmáli hvort það sé 12 eða 17
merkur því að það eigi framtíðina
fyrir sér."
Margrét sagði að gengi Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík hefði komið
sér mest á óvart í kosningunum og
hún hefði átt von á meira fylgi þar.
Listinn í Reykjavík hefði verið
mjög öflugur. En hún væri ánægð
með árangurinn til dæmis á Vest-
urlandi og á Suðurlandi: „Hér á
k
J
					
Fela smįmyndir
D 1
D 1
D 2
D 2
D 3
D 3
D 4
D 4
D 5
D 5
D 6
D 6
D 7
D 7
D 8
D 8
D 9
D 9
D 10
D 10
D 11
D 11
D 12
D 12
D 13
D 13
D 14
D 14
D 15
D 15
D 16
D 16