Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 110. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hörð átök á N-Irlandi Belfast. Reuters. TIL átaka kom milli lögreglu og kaþólskra ungmenna í bænum Portadown á Norður-írlandi í gær- kvöldi og særðust fjórir, þar af tveir lögreglumenn. Hófust átökin þegar ungmennin köstuðu steinum að mót- mælendum, sem efnt höfðu tO skrúð- göngu í gegnum bæinn, sem er um fjörutíu kílómetra frá Belfast. Seinna kom einnig til átaka milli göngumanna og lögreglunnar. Samskipti kaþólskra og mótmæl- enda í Portadown einkennast af mik- illi spennu og undanfarin ár hefur hart verið deilt um Drumcree-göngu sambandssinna í upphafí júlí í gegn- um hverfi kaþólikka. Enn er jafn- framt óleyst deila um afvopnun öfga- hópa sem valdið hefur vaxandi spennu á N-írlandi undanfamar vik- ur og mánuði. Skyld Jefferson eður ei? Monticello. The Daily Telegraph. AFKOME NDUR Thomas Jeffersons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, neituðu nýverið að viðurkenna að afkomendur hjákonu hans og ambáttar, sem var blökkukona, væru afkom- endur forsetans sjálfs en DNA- rannsóknir þóttu benda til þess að svo væri. Afkomendum ambáttarinnar Sally Hemings var í fyrsta skipti boðið í árlegt kokkteilboð sem haldið er á vegum Mont- icello-samtakanna, en þau eru samtök fólks sem á ættir að rekja til Jeffersons og konu hans Mörthu. Lengra vildu tals- menn samtakanna hins vegar ekki ganga og sagði Thomas Jefferson Eppes: „Fyrst ekki var hægt að ná O.J. Simpson með öllum þessum DNA-sönn- unargögnum er útilokað að þeir geti neglt T. J. með svo lítilvæg- um sönnunargögnum “ Kosningasigri Ehuds Baraks og Verkamannaflokksins í Israel vel tekið Kveðst ætla að vinna að friði í Mið-Austurlöndum Jerúsalem. Reuters. Talsmenn Yassers Arafats, for- seta heimastjómar Palestínu- manna, sögðu Arafat i gær hafa óskað Barak til hamingju með kosn- ingasigurinn. Lýstu þeir báðir vilja sínum til að bæta samskipti Israela og Palestínumanna, að sögn tals- manna Arafats. Þjóðarleiðtogar víðs vegar um heim lýstu einnig þeirri ósk sinni að kjör Baraks yrði til að stuðla að friði í heimshlutanum. Barak á nú fyrir höndum það erf- iða verkefni að mynda ríkisstjóm í Israel og þótt hann léti í gær ekkert uppi um hvers konar stjómar- mynstur hann kysi helst er ekld talið útilokað að Verkamannaflokk- urinn gangi til stjórnarsamstarfs við Likud-bandalagið, sem galt af- hroð í kosningunum, eftir að Net- anyahu sagði af sér sem leiðtogi Likuds. Shas, flokkur heittrúaðra gyðinga af austrænum uppmna, var ótví- ræður sigurvegari kosninganna á mánudag, en Barak hafði fyrir kosningamar lýst því yfir að stjóm- armyndunarviðræður við Aryeh Deri, leiðtoga flokksins, kæmu ekki til greina, en Deri var nýlega dæmdur til fjögurra ára fangelsis- vistar vegna spilhngar. Deri kom hins vegar öllum í opna skjöldu í gær þegar hann lýsti því yfir að hann hygðist ekki taka sæti sitt á þingi og láta aðra um hugsan- legt stjórnarsamstarf. Opnaðist þannig aftur fyrir þann möguleika EHUD Barak, sem vann stórsigur á Benjamin Netanyahu í forsætisráð- herrakjöri í ísrael á mánudag, átti í gær samtöl við leiðtoga Palestínu- manna og Abdullah Jórdaníukonung og hét því að hann myndi gera sitt ítrasta til að stuðla að friði í Mið-Austurlöndum. að Verkamannaflokkurinn myndaði stjórn sem nyti stuðnings Shas. Úrslit kosninganna í ísrael verða tilkynnt formlega á sunnudag eða mánudag og hefur Barak þá fjöru- tíu og fimm daga til að mynda rílds- stjóm. Fram að þeim tíma er Net- anyahu áfram forsætisráðheri-a. Sharon skipaður leiðtogi Likud til bráðabirgða Slagurinn um leiðtogastól Likud- bandalagsins hófst þegar eftir að Netanyahu hafði tilkynnt afsögn sína og greindi Meir Shetreet fjár- málaráðherra frá því að hann hygð- ist sækjast eftir embættinu. Ariel Sharon, utanríkisráðherra í stjórn Netanyahus, var hins vegar falið að gegna leiðtogaembættinu til bráða- birgða og ekki er talið ólíklegt að hann bjóði sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri. Likud tapaði þrettán þingsætum í kosningunum á mánudag, hefur nú nítján í stað þrjátíu og tveggja áður, en Verkamannaflokkur Baraks er stærsti þingflokkurinn að afloknum kosningunum, hefur 27 þingsæti. Shas er þriðji stærsti flokkurinn en hann bætti við sig sjö þingsætum, hefur nú sautján i stað tíu áður. Fjöldi minni flokka er einnig á þing- inu og segja fréttaskýrendur að það muni ekki reynast Barak auðvelt verk að mynda ríkisstjórn. Barak við Grátmúrinn EHUD Barak, leiðtogi Verka- mannaflokksins í ísrael, heimsótti Grátmúrinn í Jerúsalem f gær en Barak vann stórsigur á Benjamin Netanyahu í forsætisráðherrakjör- inu á mánudag. Landhernaður í Kosovo vefst enn fyrir NATO ■ Erfitt að/26 Brussel. Reuters. Teikn á lofti í bandarísku efnahagslífí Camdessus varar við samdrætti Tókýó, Washington. AFP, AP, Reuters. EFNAHAGUR heimsins stendur nu við „afdrifarík vatnaskil" og von er á samdráttarkipp í Bandaríkjunum hvað úr hverju. Þessa viðvörun gaf Michel Camdessus, framkvæmda- stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, út á blaðamannafundi í Tókýó í gær, en bankastjórn bandaríska seðlabankans brást við aukinni verð- bólgu vestra með því að gefa til kynna að til greina komi að hækka grunnvexti á næstu mánuðum. Hagsveiflan í Bandaríkjunum gæti tekið „dýfu niður á við á hverri stundu,“ sagði Camdessus, „en ég get ekki spáð því að efnahagur Evr- ópu eða Japans taki við sér.“ I skýrslu sem Efnahags- og samvinnu- stofnunin, OECD, gaf út í gær, var því jafnframt spáð, að á þessu ári drægi enn lítillega úr hagvexti í helztu iðnríkjum heims. Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 0,7% í aprílmánuði, en til- kynningin um þessa óvænt háu tölu olli óróleika á verðbréfamörkuðum vestra á fóstudag og skapaði spennu í kringum fund bankastjórnar bandaríska seðlabankans í gær. Stjómin ákvað að láta grunnvexti óhreyfða en „stefna að þvi að treysta frekar peningamálastefnuna“. Camdessus mæltist til þess að lögð yrðu fram drög að áætlun um hvemig mæta skyldi hættunni á samdráttarkipp í Bandaríkjunum. „Hinn óvænt mikli hagvöxtur í Bandaríkjunum [undanfarin misseri] hefur hjálpað til við að dempa óhrifin af kreppunni í Asíu sem jaðraði við að vaxa í heimskreppu á síðasta ári,“ sagði Camdessus. Nú væri komið að því að spyrja þyrfti hversu lengi enn tækist að viðhalda hagvexti vestra. BRESTIR virtust í gær komnir í samstöðu aðildarrfkja Atlantshafs- bandalagsins (NATO) hvað hugsan- legan landhemað í Kosovo varðar. Á sama tíma spáðu heimildarmenn í höfuðstöðvum NATO í Brassel því að Slobodan Milosevic, forseti Júgó- slavíu, kynni senn að lýsa yfir vopnahléi í Kosovo í þeirri von að tryggja sér frið fyrir loftárásum NATO um stundarsakir. Javier Sol- ana, framkvæmdastjóri NATO, ítr- ekaði hins vegar að bandalagið „myndi ekki láta blekkjast af falleg- um yfirlýsingum og áróðursbrögð- um“. Sagði Solana að NATO myndi því aðeins lýsa yfir vopnahléi að um raunverulegan flutning Júgóslaviu- hers frá Kosovo væri að ræða og ef hægt væri að staðfesta slíka liðs- flutninga. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Albaníu í gær og hitti m.a. leiðtoga Frélsishers Kosovo (UCK) að máli og hvöttu þeir til þess að vesturveldin annað- hvort sæju skæraliðum UCK fyrir vopnum eða sendu sjálf landher inn í Kosovo. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði hins vegar „óhugsandi“ að NATO hæfi hernað á landi í því augnamiði að reyna að Reuters DAYID Scheffer, farandsendi- herra Bandaríkjanna i málum tengdum stríðsglæpum, sakaði Serba í gær um þjóðernis- hreinsanir og sagði að a.m.k. 5.000 manns hefðu verið myrt í fjöldaaftökum í Kosovo. binda enda á stríðið í Júgóslavíu sem nú hefur staðið í átta vikur. Schröder hitti í gær Massimo D’AIema, forsætisráðherra ftalíu, á Suður-Ítalíu og ræddu þeir nauðsyn þess að Sameinuðu þjóðimar sam- þykktu ályktun þar sem Serbum væri skipað að draga herlið sitt frá Kosovo og sættast á að alþjóðlegar friðargæslusveitir færa inn í Kosovo. Á meðan ítrekaði Bill Clinton Bandaríkjaforseti þá skoðun sína að ekki væri hægt að útiloka land- hemað í Kosovo. Frakkar og Kanadamenn tóku hins vegar illa í hugmyndir breskra stjómvalda, sem létu að því liggja í gær að land- hemaður í Kosovo myndi reynast nauðsynlegur fyrr en seinna. Enginn árangur í Helsinki NATO gerði í gær loftárásir á borgir um gervalla Júgóslavíu, að því er serbneskir fjölmiðlar greindu frá. Tanjug-fréttastofan sagði jafn- framt að árásir hefðu verið gerðar á bæinn Valjevo í vesturhluta Serbíu í gærdag og að ein kona hefði fallið í árásunum og tólf særst. Enginn árangur varð af fundi sem Strobe Talbott, aðstoðaratan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í Helsinki með Viktor Tsjemomyrd- ín, samningamanni Rússa í málefn- um Balkanskaga, í gær en Rússar hafa farið fram á að NATO hætti loftárásum sínum til að hægt sé að leita lausnar á Kosovo-deilunni. ■ Gæti grafið/27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.