Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 1
114. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kongress- flokkurinn að klofna DAGBLÖÐ á Indlandi sögðu í gær að Kon- gressflokkurinn stæði nú frammi fyrir fylg- ishruni í þingkosningunum í september eftir að þrír af forystumönnum flokksins voru reknir úr honum. Æðsta stofnun flokksins tilkynnti brottreksturinn á föstudag og bú- ist er við að hann verði staðfestur á flokks- þingi kongressmanna á þriðjudag. Þremenningamir höfðu krafist þess að Sonia Gandhi, sem fæddist á Italíu, segði af sér sem leiðtogi fiokksins og fullyrtu að hún væri ekki fær um að stjórna landinu vegna þjóðernis síns og reynsluleysis. Gandhi varð við kröfunni og hefúr ekki enn orðið við áskorunum stuðningsmanna sinna um að hætta við að draga sig í hlé. Uppreisnarmennimir hafa tilkynnt að þeir hyggist stofna nýjan flokk og talið er að hann geti tekið mikið fylgi af Kongress- fiokknum í kosningunum. Stuðningsmenn Gandhi halda hér á mynd- um af henni fyrir utan heimili hennar í Nýju Delhí og krefjast þess að hún taki aftur við formennsku í flokknum. Reuters Herflugvélar NATO varpa sprengjum á orkuver í Serbíu Valda rafmagnsleysi í íjölmörg'iim borgum Belgrad, Brussel. Reuters, AFP. RAFMAGNSLAUST varð í fjölmörgum bæjum og borgum Serbíu, meðal annars Belgrad, í fyrrinótt þegar herflugvélar NATO gerðu loftárásir á helstu orkuver landsins. Serbar sögðu að Atlantshafsbandalagið hefði beitt svokölluðum grafítsprengjum sem valda skammhlaupi í orkuverum en litl- um skemmdum á mannvirkjum. Þetta er í fjórða sinn sem slíkum sprengjum hefur verið beitt á orkuverin. Hermt var að NATO hefði einnig varpað hefðbundnum sprengjum á eitt skot- markanna, stórt jarðhitaorkuver um 50 km sunnan við Belgrad. Miklar skemmdir urðu á orkuverinu og yfirvöld í Belgrad vöruðu íbúana við því að viðgerðin myndi taka lang- an tíma. Að minnsta kosti tíu manns særð- ust í árásinni, að sögn óháðrar útvarpsstöðv- ar í höfuðborginni. „Þetta eru pyntingar, sem hafa enga hem- aðarlega þýðingu því lögreglan og herinn hafa rafala,“ sagði einn íbúa Belgradborgar. Talsmenn NATO sögðu í gærmorgun að flugvélar bandalagsins hefðu farið í hartnær 700 flugferðir yfir Júgóslavíu síðasta sólar- hringinn og fleiri en nokkru sinni fyrr frá því árásimar hófust 24. mars. Þeir staðfestu að flugvélamar hefðu m.a. ráðist á fangelsi í Kosovo á föstudagsmorgun. Serbneskir embættismenn sögðu að árásin hefði kostað 19 fanga og fangaverði lífið. Að sögn Serba voru um þúsund fangar í fangelsinu, þeirra á meðal liðsmenn uppreisnarhers aðskilnað- arsinna í Kosovo. Árásin á fangelsið sögð réttlætanleg Talsmaður NATO í Brussel sagði að árás- in hefði verið réttlætanleg þar sem fangelsið væri bækistöð serbneskra lögreglusér- sveita, sem beitt væri í Kosovo. Hermönn- um, sem tækju þátt í „þjóðernishreinsun- um“ Serba, hefði einnig verið safnað þar saman til árása í héraðinu. Breska útvarpið BBC hafði í gær eftir John Reith undirhershöfðingja, sem stjóm- ar hjálparstarfi NATO í flóttamannabúðun- um í Albaníu, að það gæti tekið allt að tvö ár að gera flóttamönnunum frá Kosovo kleift að snúa aftur til héraðsins. Serbneskar ör- yggissveitir hefðu lagt mörg þorp þeirra í rúst og Ijóst væri að uppbyggingin myndi taka langan tíma. Hermt er að Wesley Clark, yfirhershöfð- ingi NATO, hafi sagt yfnmönnum Banda- ríkjahers að ekki sé öruggt að lofthernaður bandalagsins beri árangur áður en vetur gangi í garð á Balkanskaga og NATO þurfi því að taka ákvörðun um landhemað sem fyrst. Ken Bacon, talsmaður bandaríska vamar- málaráðuneytisins, sagði að NATO myndi að öllum líkindum ákveða á næstu dögum hvort senda ætti allt að 50.000 hermenn til Makedóníu. Hermennirnir yrðu síðan sendir til Kosovo ef friðarsamkomulag næst við Serba og fallist þeir á að erlent herlið fram- fylgi því. Reuters S Aílog á þingi vegna Pinochets ANDSTÆÐINGAR og stuðningsmenn Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðis- herra Chile, börðust með hnúum og hnefum á þingi landsins í fyrrakvöld þegar Eduardo Frei kom þangað til að flytja árlegt ávarp sitt til þjóðarinnar. Þingmenn slógust og hnakkrifust meðan hægrimenn héldu á borða fyrir framan sendiherra Bretlands og Spánar, sem voru viðstaddir þingfundinn, og kröfðust þess að Pinochet yrði leystur úr haldi í London og leyft að snúa aftur til Chile. Hægrisinnaður þingmaður stóð fyrir framan sendiherrana og hélt á mynd af Pin- ochet. Þegar Frei forseti hóf ræðu sína varð hann að hrópa til að yfirgnæfa óp stuðn- ingsmanna einræðisherrans fyrrverandi sem æptu nafn hans í sífellu. IÐGJALDAGRUNDVÖLL URINN GJÖRBREYTTUR Islenskar gyllivonir: milljónamæringar á bandaríska visu ÞYRLUR ERU EKKERT ANNAÐ EN VERKFÆRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.