Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 16
KNATTSPYRNA/ ENGLAND Tottenham fylgist með Eiði TOTTENHAM hefur fylgst með Eiði Smára Guðjohnsen, fram- heija Bolton Wanderers að und- anförnu. Kemur fram á spjallsíðu úrvalsdeildarliðsins á Netinu að George Graham, knattspyrnu- stjóri Tottenham, hafi látið „njó- snara“ sína fylgjast með frammi- stöðu Eiðs með Bolton í ensku 1. deildinni að undanförnu og að þessir sömu njósnarar hafi komið til baka með hástemmdar lýsing- ar af framgöngu hins unga ís- lendings sem eitt sinn hafi leikið í framlínu PSV Eindhoven í Hollandi ásamt hinum brasilfska Ronaldo. Eiður Smári hefur átt fast sæti í byijunarliði Bolton að undan- förnu og verður í fremstu víglínu liðsins er það etur kappi við Wat- ford um iaust sæti í úrvalsdeild- inni í hreinum úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í Lund- únum næstkomandi mánudag. Talið er fremur ólfklegt að Bolton hafi áhuga á að selja Eið Smára, en úrslit leiksins á mánudag gætu þó haft umtals- vert að segja í þeim efnum. Gríðarlegar tekjur fylgja því nefnilega að komast í úrvals- deildina, en samkvæmt frétt spjallsíðunnar er líklegt að Eið- ur Smári kosti ríflega 300 millj- ónir króna. SMÁÞJÓÐALEIKAR í LIECHTENSTEIN Jón Arnar keppir í þremur greinum JÓN Arnar Magnússon keppir í þremur greinum í dag, 110 m grindahlaupi, langstökki og kúluvarpi. Þessar greinar fara allar fram á svipuðum tíma og það verður því nóg að gera hjá tugþrautarkappanum. „Já, mér skilst að þessar greinar fari fram á innan við einum og hálfum tíma. Ég er ekkert óvanur því að keppa í mörgum greinum sama daginn þótt það hafi yfirleitt verið lengri tími á miUi greina. Þetta er ágæt æfing fyrir tugþrautarmót- ið í Götzis um næstu helgi og ég lít á það þannig,“ sagði Jón Amar, sem studdi vel við bakið á löndum sín- um á frjálsíþróttavellinum í gær. Hann segist vera búinn að ná sér af meiðslunum sem hafa hijáð hann. Kvef hefur verið að angra hann síðustu daga, en Jón Arnar sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af því. „Ég verð tilbúinn." Gulldrottn- ingin ekki með GULLDROTTNING fijáls- íþróttakeppni Smáþjóða- leikanna, Guðrún Arnar- dóttir, Ármanni, er ekki með á leikunum í Liecten- stein vegna þess að aðal- greinar hennar, 400 og 100 metra greindahlaup voru felldar út af dagskrá vegna ónógrar þátttöku. Á leikun- um í Reykjavfk fyrir tveim- ur árum vann Guðrún gull í 400 metra grindahlaupi, 200 og 400 metra hlaupi og loks í 4x100 metra boð- hlaupi. Morgunblaðið/Golli MAGNÚS Hðrður Árnason og Guðmundur Stephensen í keppni í tvíliðaleik í gær. Silfur í fýrsta sinn ÍSLENSKA landsliðið í borðtennis braut blað í sögu sinni þegar karlasveitin vann silfurverðlaun í liðakeppninni í gær. Er þetta í fyrsta sinn í sögu leikanna sem íslenska landsliðið vinnur til verðlauna í liðakeppni þeirra. Þá var það ekki nema hársbreidd frá því að hreppa gullið því Markús Árnason tapaði I æsispenn- andi oddalotu í leik sínum við Lúxemborgara, þar sem hann var yfir, 19:18, en tapaði, 21:19, á lokasprettinum. Kvennaliðið hafir aði í fjórða sæti af fimm þátttökuþjóðum. Ivar Benediktsson skrifar frá Liechtenstein Guðmundur Stephensen og Markús skipuðu karlaliðið, en Eva Jósteinsdóttir og Lilja Rós Jó- hannesdóttir voru í kvennasveitinni. „Þetta er frábær ár- angur og ekki síst þegar horft er til þess að við erum ekki nema hársbreidd frá gullinu," sagði Pétur Ó. Steph- ensen, liðsstjóri íslenska liðsins. „Þetta undirstrikar framfarir í íþróttinni heima og nú bíðum við bara eftir hvað gerist í einstak- lings- og tvíliðaleiknum á fimmtu- dag og fóstudag." „Ég hefði gjarnan viljað hafa betri tíma til undirbúnings, við vor- um ekki nema eina viku við æfingar saman fyrir mótið,“ sagði Hu Dao Ben, landsliðsþjálfari, og sagði að með betri undirbúningi hefði verið hægt að gera betur. „Það tekur sinn tíma að fá hópinn til þess að einbeita sér að leiknum og því var tíminn ekki nægur og við hefðum getað gert betur,“ sagði Ben enn- fremur. í karlaflokki lagði ísland Kýpur 3:1 og Möltu og Liechtenstein með sömu úrslitum. Hins vegar lá það í valnum fyrir San Marínó, 3:2. ís- land vann þrjár viðureignir en tap- aði tveimur eins og San Marínó og Kýpur, en vann fleiri lotur í tap- leikjunum og fékk því silfur, en Kýpur fékk brons. Lúxemborg stóð uppi sem sigurvegari. Viðureignin við Lúxemborg var hins vegar afar jöfn og t.d. fór tví- liðaleikurinn í oddalotu þar sem jafnt var allan tímann en Lúxem- borgarar kreistu fram 21:19-sigur. Guðmundur vann báða einliðaleiki sína gegn Lúxemborgurunum, sem er athyglisverður árangur þar sem þeir eru skráðir tveir sterkustu borðtennismenn mótsins sam- kvæmt styrkleikalista. Verður fróð- legt að fylgjast með einvígi þeirra í einstaklingskeppninni á fimmtu- dag. Stúlkurnar unnu Liechtenstein 3:0, töpuðu fyiir Möltu og San Mar- ínó 3:1 og 3:0 fyrir Lúxemborg. Á morgun eiga borðtennismenn frí frá keppni en taka til við að nýju á fimmtudag og ljúka keppni á fóstudaginn með tvíliðaleik karla og kvenna. Skipt um Skota hjá Leiftri SKOTINN Paul Kinniard leikur ekki fleiri leiki í efstu deild fyrir Leiftur á Ólafs- firði. Kinniard lék með Ólafs- firðingum í fyrra og í fyrsta leik þeirra í deildinni á dög- unum gegn Eyjamönnum, en heldur heim á leið innan skamms. _ En ekki er þar með sagt að Ólafsfirðingar séu Skotalaus- ir, því annar skoskur miðju- maður er mættur til bæjarins og hyggst reyna fyrir sér með liðinu. Sá heitir Gordon Forrest og er 22 ára. Eyjólfur ræðir við Stjörnuna HANDKNATTLEIKSDEILD Stjömunnar hefur rætt við Eyjólf Bragason um að hann þjálfi kvennalið þess næsta vetur. Theo- dór Guðfinnsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, hafði gert sam- komulag við Stjörnuna um að þjálfa liðið, með þeim fyrirvara að leikmannahópur þess yrði óbreytt- ur fyrir næsta vetur. Enn er ekki útséð með hvort hópurinn haldist óbreyttur því Ragnheiður Stephensen er í Nor- egi að skoða aðstæður hjá Totem. Hún er væntanleg aftur til landsins á næstu dögum. Þorsteinn Gunnarsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunn- ar, sagði að hann gæti ekki beðið með að ráða þjálfara og því hefði verið rætt við Eyjólf, sem hefur verið aðstoðarmaður Einars Ein- arssonar, þjálfara meistaraflokks karla. 1 ' j Valsstúlk- y urfá - góðan liðsstyrk KVENNALIÐ Vals í handknatt- . leik mætir sterkt til leiks á næstu leiktíð ef fram heldur sem horfir. J Útlit er fyrir að þær Brynja Stein- sen og Helga Ormsdóttir semji við liðið á næstu dögum. Brynja, sem er alin upp í KR en lék um skeið með Val, lék í vetur með þýska lið- inu Minden og Helga lék með Gróttu/KR í 1. deild í vetur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa Valsmenn einnig átt í óformlegum viðræðum við Fanney Rúnarsdóttur, landsliðsmarkvörð, en hún hefur leikið í Noregi undan- farin tvö ár með Tertnes. Grótta/KR hefur einnig leitað til Fanneyjar, enda lék hún lengi með Gróttu. Ágúst Jóhannsson mun sem kunnugt er þjálfa Valsliðið á næstu leiktíð, en hann lék með Gróttu/KR á síðustu leiktíð og var einnig að- stoðarþjálfari liðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.