Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 1
117. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Slobodan Milosevic formlega ákærður fyrir stríðsglæpi Akæra stríðsglæpadómstóls SÞ vekur blendin viðbrögð Belgrad, Moskvu, Haag, Lundúnum, Brussel. AP, AFP, Reuters. LOUISE Arbour, aðalsaksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanana í Haag, tilkynnti í gær að formleg ákæra og handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Slobod- an Milosevic, forseta Júgóslavíu, og fjórum háttsettum ráðamönnum Júgóslavíu, fyrir glæpi gegn mann- kyni í Kosovo. Flestar ríkisstjórnir á Vesturlönd- um og ráðamenn í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu fógnuðu ákærunni á hendur Milosevic, en rík- isstjórnir Kína og Rússlands sögðust óttast að ákæran gæti torveldað frið- arumleitanir. Sagði Constantine Mitsotakis, fyrrverandi forsætisráð- herra Grikklands, ákæruna vera „al- varleg mistök“ og enn eina hindrun- ina fyrir friði í héraðinu. Rússneska ut- anríkisráðuneytið fordæmdi ákæruna og sagði hana „pólitísks eðlis“ en þrátt fyrir andstöðu gegn henni myndu Rússar halda áfram frið- arumleitunum við Vesturlönd, - „með þátttöku Milos- evics forseta". Bíll Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagðist fagna mjög ákæru dómstólsins. Jamie Shea, talsmaður NATO, var á sama máli en lagði áherslu á, líkt og Clinton, að ákæran myndi í engu hafa áhrif á hemaðar- stefnu NATO í Júgóslavíu. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins og Robin Cook, ut- anríkisráðherra Bretlands, fogn- uðu ákærunni, en lögðu áherslu á að ekki mætti loka á viðræður við Milosevic svo lengi sem hann væri við völd. Carl Bildt, sérlegur erindreki SP í friðar- umleitunum í Kosovo, sagði ákæruna munu hafa þær afleiðingar að mun erfiðara verði nú að leysa Kosovo- deiluna. í yfirlýsingu júgóslavnesku ríkis- stjómarinnar var ákæran gagnrýnd harðlega og dómstóllinn sagður tæki í höndum Bandaríkjastjómar. Enn- fremur var ákvörðun dómstólsins sögð hafa verið tekin til að koma í veg fyrir að friðarsamkomulag næð- ist í deilunni og til að hylma yfir „hver í rauninni væri sekur um stríðsglæpi". Rússneska Jnterfax-fréttastofan skýrði frá því í gær að hugsanlegt væri að Rússar sendi 10.000 manna friðargæslulið til Kosovo eftir að samkomulag hefur náðst í deilunni. Þá sagðist breska blaðið Times í gær hafa heimildir fyrir því að Clinton væri reiðubúinn að íhuga að senda 90.000 manna landgönguher til Kosovo, náist ekki friðarsamkomu- lag á næstu þremur vikum ■ StriðsglæpadómstóIl/26 Beðið eftir mat FLÓTTAFÓLK frá Kosovo bíður í röð í flóttamannabúðunum í Makedóníu eftir mat. Kosovo- Albönum í búðunum hefúr fækkað úr 25.000 í 12.000, þar sem daglega eru um 2.000 manns að meðaltali fluttir til „þriðju landa“, en svo kallast þau lönd sem ekki eiga landamæri að Serbiu. Flutningur til þessara landa hófst er makedónsk yfirvöld sögðu straum flóttamanna inn 1 Makedómú vera efnahagskerfi landsins og viðkvæmri þjóðemisblöndu ofviða, en þau hafa oftar en einu sinni meinað flóttafólki aðgang inn í landið. í ræðu sem Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hélt í gær sagði hann ákæru stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna, sem gefin hefur verið út á hendur Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, mundu vekja trúnaðartraust Kosovo-Albana sem hraktir hafa verið af heimilum sínum. Milosevic Arbour OECD-ríkin hefja nýja samningalotu í haust Deilt um um- fang viðræðna París. AFP. RAÐHERRAR helstu iðnríkja heims urðu á fundi í París í gær ásáttir um að hefja nýja samninga- lotu um viðskiptamál síðar á þessu ári. Hins vegar náðist ekki sam- komulag um það, hversu víðtækt svið skyldi semja um. A hinum árlega ráðherrafundi OECD-ríkjanna var ákveðið að ný samningalota myndi hefjast í Seattle í Bandaríkjunum í nóvember. Er síðustu samningalotu lauk, Urug- uay-lotunni svokölluðu, var ákveðið að viðræður um landbúnaðarafurðir og þjónustu skyldu hefjast á þessu ári. Mörg ríki vilja hins vegar að umboð samninganefndanna verði víðtækara og nái einnig til vinnu- markaðsmála og umhverfismála. Sagði Charlene Barshefsky, við- skiptafulltrúi Bandaríkjastjómar, að um helmingur OECD-ríkjanna væri nú fylgjandi víðtækari samnings- grundvelli. A fundinum í gær náðist hins veg- ar einungis samkomulag um almennt orðalag hvað þetta varðar. Angel Gurria, fjármálaráðherra Mexíkó, sagði að þegar væru til stofnanir á borð við Alþjóðavinnumálastofnun- ina (ILO), sem væm betur til þess fallnar að fjalla um vinnumarkaðs- mál en Heimsviðskiptastofnunin (WTO). Áhersla á sjávarafurðir Fulltrúar Islands á fundinum lögðu áherslu á að í næstu samninga- lotu yrði einnig fjallað um iðnaðar- vörur, þ.m.t. fisk og fiskafurðir auk þess sem mikilvægt væri að fjalla um tengsl viðskipta og umhverfis. Þá var í því sambandi lögð mikil áhersla á afnám ríkisstyrkja til sjávarútvegs. Átti íslenska sendinefndin m.a. við- ræður við háttsetta fulltrúa Banda- ríkjastjórnar um þetta mál á fundin- um, að því er fram kemur í frétt frá fjármála- og utanrfldsráðuneyti, og fyrir liggur að Island mun á næst- unni leggja fram tillögu til aðalráðs WTO um að setja afnám ríkisstyrkja til sjávarútvegs með beinum hætti á dagskrá næstu samningalotu. Eurovision skotspónn bókstafstrúaðra Jerúsalem. AP. FULLTRUI Shas-flokks bók- stafstrúaðra gyðinga í ísrael í út- varpsráði ísraelska ríkisútvarps- ins hefur krafist þess að skipu- leggjendur söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, Euro- vision, verði reknir úr starfi vegna fyrirhugaðra æfinga vegna keppninnar meðan á sabbat, hvíldardegi gyðinga, stendur. Gabi Boutboul rabbíni, fulltrúi Shas í útvarpsráði, fór jafnframt fram á afsögn formanns útvarps- ráðs og útvarpsstjórans kæmi í ljós að þeir hefðu haft vitneskju um fyrirhugaðar æfingar á hvíld- ardeginum. „Afar umfangsmikil vanhelgun sabbatsins er ráðgerð í Jerúsal- em í skjóli klámfengins alþjóða- viðburðar ... sem sjónvarpað verður til allra þjóða heims,“ sagði í umfjöllun dagblaðs strangtrúaðra gyðinga, Yated Ne’eman í gær. Sabbatinn hefst við sólarlag á fóstudegi og lýkur þegar sól er gengin til viðar á laugardegi. Sjálf Eurovision- söngvakeppnin fer fram á laugar- dagskvöld. Reuters Aukin spenna milli Indlands og Pakistan vegna Kasmír Pakistanar granda indverskum þotum Islamabad, Nýju Delhí, Washington. AFP, AP, Reutes. PAKISTANAR sögðust í gær hafa grandað tveimur indverskum MiG- 21 og MiG-27 orrustuþotum er flugu yfir yfirráðasvæði þeirra í Kasmír. Segja þeir einn flugmann vera í haldi en annan hafa látist. Indverjar halda því hins vegar fram að vélamar hafi farist Indlandsmegin við markalín- una er skiptir Kasmír í tvennt. Hefði önnur vélin hrapað vegna vélarbilun- ar en hin verið skotin niður er hún leitaði að flugmanni fyrri vélarinnar. Indverjar hófu á miðvikudag loft- árásir á skotmörk í Kasmír til að flæma burt pakistanska skæruliða, sem að sögn höfðu laumast inn á yf- irráðasvæði Indverja. Yfirvöld í Pakistan segja Indverja hafa ílogið í óleyfi yfir yfirráðasvæði þeirra og þar með ógnað friði á svæðinu. Mushahid Hussein, upplýsingafull- trúi pakistönsku stjómarinnar, sagði stjómvöld hafa farið fram á að Sam- einuðu þjóðimar (SÞ) hefðu afskipti af málinu, sem margir óttast að kunni að leiða til enn frekari átaka. Hvatti hann Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, til að senda sérstaka sendinefnd til Kasmír til að draga úr vaxandi spennu ríkjanna á milli. S.K. Malik, herforingi í indverska flughernum, sagði indversk stjórn- völd líta á það sem „ögrun“ að Pakistanar hefðu skotið niður ind- verskar vélar og bæm þeir ábyrgð á vaxandi spennu. Indverska ríkisstjómin boðaði til neyðarfundar í gær til að ræða hugs- anleg viðbrögð við árásinni. George Femandes, varnarmálaráðherra, vildi ekkert segja um niðurstöðu fundarins í gær en sagði stjómina hafa komið sér saman um hugsan- legar refsiaðgerðir gagnvart Pak- istönum. Indverjar héldu í gær áfram loft- árásum en indversk stjómvöld segj- ast hafa neyðst til að hefja loftárásir þar sem landhemaður hefði ekki dugað til að flæma skæruliðana burt af indverska yfirráðasvæðinu. Subash Bhojwani, yfirmaður í indverska flughernum, sagði á blaðamannafundi í Nýju Delhí í gær að „loftárásirnar myndu halda áfram þar til pakistönsk stjórnvöld gengju að skilyrðum Indverja“. ■ Ólíklegt/31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.