Morgunblaðið - 06.06.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.1999, Blaðsíða 1
125. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fulltrúi NATO hitti hershöfðingja úr Júgóslavíuher í Blace Fá sólarhring til að hefía liðsflutninga Blace, Brussel. Reuters, AFP. HÁTTSETTIR fulltrúai' Júgóslavíu- hers áttu í gær fund með Michael Jackson, hershöfðingja í her Atlants- hafsbandalagsins (NATO), við landa- mæri Júgóslavíu og Makedóníu en á fundinum gaf Jackson fyrirmæli um hvemig staðið skuli að brottflutningi herja Júgóslavíu frá Kosovo. A sama tíma kom flokkur öfgaþjóðemis- sinna, Róttæki flokkurinn, í Serbíu saman og ræddi hvort hann hætti aðild að ríkisstjóm Slobodans Milos- evics eftir að Milosevic samþykkti friðartillögur vesturveldanna og Rússa. Hætti flokkurinn aðild að stjóminni hefur hún glatað meiri- hluta sínum og segja fréttaskýrend- ur að það muni geta grafið undan völdum Milosevics. Fundur Jacksons og fulltrúa Júgóslavíustjómar fór fram á veit- ingastað nærri landamærastöðinni í Blace í Makedóníu en hann hafði tafist um þrjár klukkustundir. Að sögn talsmanna NATO í Brassel var þegar búið að símsenda stjómvöld- um í Belgrad áætlanirnar. Samkvæmt friðartillögum sem nú liggja fyrir þurfa Serbar að draga allt herlið sitt út úr Kosovo á innan við sjö dögum, en talið er að fjöratíu þúsund hermenn séu í hér- aðinu. NATO fullyrti að Serbar gætu hafist handa við þetta verk þegar í gær og að allar tafir myndu einungis þýða að NATO héldi áfram loftárásum sínum á meðan. Var gert ráð fyrir að Serbar fengju einn sólai’hring til að sýna svart á hvítu að þeir væru að kalla herlið sitt heim frá Kosovo. Stæðu þeir við skuldbindingar þar að lút- andi yrði gert hlé á loftárásum, jafnvel þegar í dag, sunnudag. Barist við landamæri Albaníu Júgóslavneskir fjölmiðlar greindu frá því að NATO hefði staðið fyrir loftárásum í fyrrinótt á nokkur skotmörk í Kosovo og loft- vamarflautur höfðu einnig verið þeyttar í Belgrad, höfuðborg Júgó- slavíu og á nokkram öðram stöðum í mið- og suðurhluta Serbíu. Alþjóð- legir eftirlitsmenn sögðu hins vegar að hersveitir Serba hefðu staðið fyrir stórskotaliðsárás í Kosovo, ná- lægt landamærunum að Albaníu, og að ung kona hefði látist af völd- um sára er hún hlaut á fóstudags- kvöld. Ekki var ljóst hvort liðs- menn Frelsishers Kosovo (UCK) hefðu svarað skothríð Serba. Fréttaskýrendur sögðu í gær að eitt erfiðasta vandamálið sem biði úrlausnar alþjóðlegu friðargæslu- sveitanna, sem senda á inn í Kosovo, væri hvernig tryggja ætti afvopnun UCK. Er mönnum enn í fersku minni hvað gerðist þegar Serbar drógu herlið sitt frá Kosovo í fyrrahaust, eftir mikinn þrýsting erlendis frá, en liðsmenn UCK nýttu sér það tækifæri til að efla eigin hernaðarmátt og ná yfirráð- um yfir hluta héraðsins. Lét einn talsmanna NATO hafa eftir sér að eitt mikilvægasta hlut- verk friðargæslusveitanna hlyti enda að felast í því að koma í veg fyrir að UCK hefni ódæða serbneskra hermanna í Kosovo með árásum á serbneska minni- hlutann í héraðinu, en áður en þjóð- ernishreinsanir Serba hófust í kjöl- far loftárása NATO vora um 10% íbúa Kosovo Serbar. ■ Sjá umfjöllun á bls. 6 Portillo arftaki Solanas hjá NATO? Köln. The Daily Telegraph. AP Páfi heimsæk- ir ættjörðina ÞRETTÁN daga heimsókn Jó- hannesar Páls páfa til Póllands hófst í gær og tók Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, á móti páfanum við hátíðlega athöfn í Gdansk en eins og kunnugt er þá er páfinn pólskur að uppruna. BANDARIKJAMENN beita sér nú fyrir því að Bretinn Michael Portillo verði næsti framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) og yrði það mótleikur þeiiTa við hugmyndum Evrópu- sambandsins um að skipuleggja áhrifaríkari utanríkis- og varnar- málastefnu ESB. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru talin á þeirri skoðun að Portillo, sem var vamarmálaráðherra í ríkis- stjórn íhaldsmanna í Bretlandi og er mikill efasemdamaður um Evr- ópusamstarfið, sé tilvalinn í fram- kvæmdastjórastarfið hjá NATO. Stóllinn mun brátt losna eftir að ljóst varð að Javier Solana, núver- andi framkvæmdastjóri NATO, hyggst þekkjast boð ESB um að taka við nýrri stöðu æðsta yfir- manns utanríkis- og varnarmála hjá sambandinu. Fullyrt er að Bandaríkin hafi frá því í síðasta mánuði beitt sér fyrir því að Portillo verði arftaki Solanas en þeir vilja fá mann í embættið sem hlynntur er sterkum sam- skiptum við Bandaríkin. Þeir óttast að hin nýja staða hjá ESB, sem Solana mun taka við, sé hugsuð til að draga úr áhrifum Bandaríkj- anna í Evrópu. Portillo tapaði þingsæti sínu um leið og ráðherrastólnum í bresku þingkosningunum í hittifyrra. Hann hefur hins vegar fram að þessu haft fullan hug á því að komast aftur á þing og lengi hefur verið rætt um að hann væri hugsanlegt leiðtogaefni breskra íhaldsmanna. Michael Portillo Morgunblaðið/Jim Smart Hand- flökun á Miðbakka FISKISKIPAFLOTI lands- manna er í höfn og mikið um að vera um land allt í tilefni af sjómannadeginum. Sjómanna- dagurinn og hafnardagurinn í Reykjavík hafa verið tengdir saman í samfellda Hátíð hafsins sem staðið hefur síðan á föstu- dag og lýkur í dag. Til hátíða- brigða var meðal annars efnt til Islandsmóts í handflökun og var myndin tekin þegar keppn- in hófst á Miðbakka í gær. Samræming hjá skósölum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SAMTÖK danskra skókaup- manna hafa beðið félagsmenn sína að rétta viðskiptavinum héðan í frá hægri skóinn til að prófa, ekki þann vinstri eins og hingað til. Er þetta ekki aðeins enn eitt dæmið um samræming- aráráttu ESB því reynslan sýn- ir að fólk fer sjálfkrafa frekar úr hægri, þegar það mátar skó. Snjallir þjófar hafa einnig gert út á dönsku venjuna. Fyrst stela þeir útstilltum hægri skó í Þýskalandi, fara svo yfir landa- mærin og stela viðeigandi vinstri skó í Danmörku. Þannig fæst heilt og auðseljanlegt par. Á SIGLINGU MEÐ SÖLU ÍSLANDS- FERÐA 30 VIDSKlFriAIVINNULtF A SUNNUDCOI B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.