Morgunblaðið - 06.06.1999, Blaðsíða 6
RÁÐGARÐUR hf.
6 E SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Ibúðalánasjóður var stofnaður l.janúar 1999, og tók við verkefnum
og skyldum Húsnœðisstofnunar ríkisins. Hlutverk sjóðsins er að
stuðla að öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum með lánveitingum sem
auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnœði á viðráðanlegum
kjörum. Hjá Ibúðalánasjóði starfa 54 starfsmenn, 48 í Reykjavík og
6 á SauðárkrókL
YFIRMAÐUR GÆÐA- OG
MARKAÐSMÁLA
Staða yfirmanns gæða- og markaðsmála hjá íbúðalánasjóði er laus til umsóknar. Yfirmaður
gæða- og markaðssviðs annast daglega stjórnun, áætlanagerð og skipulagningu á verkefnum
sviðsins. Gæða- og markaðssvið heyrir undir aðstoðarframkvæmdastjóra.
Helstu verkefni sviðsins eru:
Umsjón með innri gæðaúttektum.
Vinna að endurskipulagningu vinnuferla til að bæta þjónustu.
Umsjón með uppbyggingu gæðahandbókar og starfsmannahandbókar.
Fræðsla og upplýsingagjöf til banka, fasteignasala og almennings.
Upplýsingagjöf til fjölmiðla.
Útgáfa á upplýsinga- og kynningaritum og sjá um greinaskrif.
Samskipti við auglýsingastofu.
Þróun á samstarfi við banka og sparisjóði ásamt öðrum sviðum sjóðsins.
Menntunar og hæfniskröfur
Háskólamenntun.
Reynsla af stjórnun og gæðamálum.
Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur og vera fær um að vinna
úr tölfræðilegum upplýsingum.
Skilvirk framsetning á rituðu og mæltu máli.
Áhugi á húsnæðis- og lánamálum.
Frumkvæði, góðir skipulags- og samskiptahæfileikar.
í boði eru krefjandi og áhugaverð verkefni, góður starfsandi
og möguleiki á endurmenntun í starfi.
Einstakt tækifæri fyrir drífandi og metnaðarfullan einstakling.
Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir og Herdís Rán Magnúsdóttir
hjá Ráðgarði hf.frá kl. 9-12 í síma 533 1800.
Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðgarðs fyrir 20. júní n.k. merktar:
„íbúðalánasjóður - yfirmaður gæða- og markaðsmála"
íbúðalánasjóður
Gjaldkeri
Rauði kross íslands óskar að
ráða gjaldkera til starfa.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
www.redcross.is
Rauði kross íslands er hluti af
Alþjóðahreyfingu Rauða krossins
og Rauða hálfmánans. Félagsmenn
í Rauða krossi íslands eru 18
þúsund í 51 deild
um land allt.
Starfssvið:
• Ábyrgð og umsjón með greiðslu reikninga.
• Launaútreikningar, launagreiðslur og launaframtal.
• Umsjón með félagaskrá.
• Umsjón með innheimtum og samskipti við banka.
Við leitum að einstaklingi með reynslu á framangreindu starfssviði og góða
tölvukunnáttu. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði, vera hæfur í mannlegum
samskiptum og með góða þjónustulund.
Skriflegar umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu
PricewaterhouseCoopers merktar „Gjaldkeri" fyrir 12. júní nk.
PRICB/VATeRHOUsE(OOPERS §
Upplýsingar veita Jóney H. Gylfadóttir og Katrín Óladóttir hjá
Ráðningarþjónustu PriceWaterhouseCoopers í síma 550 5300.
Netföng: joney.h.gylfadottir@is.pwcglobal.com
katrin.s.oladottir@is.pwcglobal.com
Höfðabakka 9
112 Reykjavík
Sími 550 5300
Bréfasími 550 5302
www.pwcglobal.com/is
Tollstjórinn í
Reykjavík
Starf lögfræðings
Laust er til umsóknar starf lögfræðings í lög-
fræðideild tollgæslunnar í Reykjavík.
Meðal helstu verkefna lögfræðideildarinnar
eru:
• Lögfræðileg ráðgjöf við aðrar deildir toll-
gæslunnar.
• Umsjón með rannsóknum mála vegna
meintra tollalagabrota.
• Sektargerðir sem embættið annast vegna
tollalagabrota.
• Samskipti við lögreglu og ríkissaksóknara
varðandi rannsókn mála.
• Undirbúningur sérstakra aðgerða í samstarfi
við fíkniefna- og rannsóknardeild embættis-
ins.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi lokið
embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands.
Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á
íslensku, ensku og a.m.k. einu Norðurlanda-
máli. Viðkomandi þarf að vera samviskusamur,
nákvæmur og eiga auðvelt með að vinna sjálf-
stætt.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi
og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Umsóknarfrestur ertil 21. júní nk. Umsækjend-
ur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Nánari
upplýsingar um starfið veita Snorri Olsen, toll-
stjóri og Lilja Aðalsteinsdóttir, lögfræðingur
lögfræðideildar tollgæslu í síma 560 0300.
Umsóknir merktar „Lögfræðingur tollgæslu"
sendisttollstjóranum í Reykjavík, Tollhúsinu
við Tryggvagötu, 101 Reykjavík. Öllum um-
sóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Tollstjórinn í Reykjavík,
3. júní 1999.
Námsráðgjafi
óskast í 100% starf. Sérmenntun í ráðgjöf er
áskilin.
Umsjónarmaður
tölvumála
óskast, (netstjórn, aðstoð við notendur, viðhald
heimasíðu o.s.frv.). Starfshlutfall og vinnu-
tími skv. nánara samkomulagi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála-
ráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Ráðning
verðurfrá 1. ágúst. Umsóknarfrestur ertil 14.
júní nk. Ekki þarf að sækja um á sérstökum um-
sóknareyðublöðum en í umsókn þarf að greina
frá menntun, fyrri störfum og öðru því sem
umsækjandi telur að máli skipti. Umsóknir skal
senda til rektors Menntaskólans við Hamrahlíð,
105 Reykjavík.
Upplýsingar um störfin eru veittar í síma 568
5140.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um ráðningu hefur verið tekin.
Umsókn getur gilt í sex mánuði frá því að um-
sóknarfresti lýkur.
Rektor.