Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt fréttablað í Hafnar- firði NYTT blað, Fréttablað Hafn- arfjarðarbæjar, hóf göngu sína í gær en það verður gefið út reglulega af upplýsingadeild Hafnarfjarðarbæjar. Upplagið er 6 þúsund eintök og var dreift án endurgjalds inn á öll heimili í bænum. Jóhann Guðni Reynisson rit- stjóri segir blaðinu ætlað að kynna margvíslega starfsemi innan sveitarfélagsins, „segja frá því sem markvert þykir og veita upplýsingar um stöðu ým- issa mála auk þess sem eitt- hvert léttmeti kann að leynast innan um hina alvöruþrungnu umræðu,“ segir í ávarpi rit- stjóra. Hann segir að efnið muni ekki bera svipmót stjórn- málanna að öðru leyti en því að forgangsröðun verkefna og vægi þeirra í starfi sveitarfé- lagsins muni ávallt taka mið af vilja meirihluta bæjarstjómar. Landssíminn hyggst áfrýja úrskurði samkeppnisráðs ÞÓRARINN V. Þórarinsson, stjórn- arformaður Landssímans, segir að úrskurði samkeppnisráðs vegna kæru Tals hf. verði áfrýjað. Hann vísar á bug fullyrðingum um að verðmæti Póst- og símamálastofn- unar hafi verið rangt metið, og segir að auk þessi hafi nafnverð hlutafjár fyi’irtækisins engin áhrif á kröfur um arðgreiðslur. Hann segir fráleitt að banna Landssímanum að veita magnafslátt í viðskiptum og segir að þegar sé búið að aðgreina GSM- rekstur fyrirtækisins frá öðrum sviðum. “Það er augljóst að það eru þannig lagaðir skavankar á þessum úrskurði að honum verður áfrýjað," sagði Þórarinn í samtali við frétta- vef Morgunblaðsins í gær. „Ég held að það hljóti að vera einstakt ef Landssíminn, eitt fyrirtækja, megi ekki gefa afslátt eftir magni við- skipta. Ég hef enga trú á að þetta standist neina skoðun." Þórarinn segir að fullyrðingar samkeppnisráðs um rangt mat á verðmæti Póst- og símamála- stofnunar þegar henni var breytt í hlutafélag séu firra og að arðkröf- ur á hendur fyrirtæk- inu séu algerlega óháð- ar nafnverði hlutafjái'. Fyrirtækið metið samkvæmt reglum „Fyrirtækið var met- ið samkvæmt venju- bundnum reglum þá. Mér vitanlega getur ekki farið fram neitt verðmat á fyrirtækinu sem vit er í fyrr, annað heldur en þegar kemur að því að kaupendur taka við því,“ segir Þórarinn. „Hugmyndir um verðmæti snerta kannski fyrst og fremst arðgreiðslur og mér vitan- lega er ekkert fyrirtæki á Verð- bréfaþinginu sem greiðir hærra hlutfall af tekjum sín- um í ár til eigenda en einmitt Landssíminn. Ég get því ekki séð að verið geti um nein vandamál að ræða í því efni.“ Samkeppnisráð segir í úrskurði sínum að lækkun lífeyrisskuld- bindinga við stofnun Landssímans um 1,5 milljarða hafi verið hluti af óeðlilegri ríkis- aðstoð við fyrirtækið. Þórarinn bendir á að Landssíminn sé eina fyrirtækið í ríkiseigu, sem breytt hafi verið í hlutafélag, sem hafi verið látið taka að sér skuldbinding- ar vegna lífeyrismála fortíðarinnar. „Póst- og símamálastofnun hafði starfað í 90 ár og mikið af starfsfólk- inu var komið á lífeyri og þær skuld- bindingar voru metnar samkvæmt reglum og samkomulag gert við Landssímann um að hann tæki að sér verulegan, og langstærsta hlut- ann af þeim skuldbindingum, miklu stæm hluta en fylgdi því fólki sem starfar hjá Landssímanum. Ég held að ef eitthvað er hafi verið hallað á Landssímann í þeim samskiptum, hann hafi verið látinn bera byrðar fortíðarinnar í þeim efnurn." Búið að skilja á milli Þórarinn segir að þegar sé búið að aðskilja farsímaþjónustu Landssím- ans og aðrar deildir. „Nýtt skipurit fyrirtækisins sem verið er að leggja lokahönd á miðast við að aðskilja það algerlega og bókhaldslega er það þegar fullkomlega aðskilið. Þau tilmæli eða ákvörðun eru því í sam- ræmi við það sem fyrirtækið sjálft er að gera. Aðrir þættir, varðandi það hver má tala við hvern, er eitt- hvað sem við hljótum bara að fara yfir.“ Þórarinn V. Þórarinsson Morgunblaðið/Jim Smart Einbeittur ökumaður EINBEITINGUNA skorti ekki þegar þessi ungi ökumaður greip um stýrið á leikvelli í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum þegar sólin lét sjá sig fyrr í vikunni. Allt í sólpallinn og garðinn Stanislas Bohic garðhönnuður veitir góð ráð í timbursölu Súðarvogi, laugardaginn 12. iúní frá kl. 10-14. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 Stórsigur fyrir frjálsa samkeppni ARNÞÓR Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Tals hf., telur að úrskurður sam- keppnisráðs vegna kæru Tals gegn Landssímanum sé stórsigur fyi'ir framgang frjálsrar samkeppni á sviði fjarskipta. Hann túlkar úr- skurðinn svo að Landssíminn eigi að veita öðrum aðilum aðgang að dreifi- kerfi sínu. Hann telur að íhuga þurfi hvort Landssíminn eigi að greiða ríkissjóði það sem upp á vantar að hann hafi notið eðlilegra arð- greiðslna af rekstri Landssímans, í Ijósi þess að fyrirtækið hafi verið vanmetið í upphafi. „Með þessum úrskurði hefur sam- keppnisráð staðfest allar kröfur Tals sem lúta að jöfnun samkeppnisað- stöðu og aðskilnaði GSM-þjónustu Landssímans frá öðrum rekstri,“ segir Amþór. „Þetta hefur þá þýð- ingu fyrir rekstur Tals að við komum í framtíðinni til með að búa við jafna aðstöðu í samkeppninni, ásamt öðr- um aðilum sem hugsanlega munu hefja starfsemi á þessu sviði.“ Hann segist þó ekki geta sagt fyrir um hvort markaðshlutdeild Tals muni vaxa hraðar, verði úrskurðinum framfylgt. „Vissulega má leiða líkur að því að gangur Tals verði ekki síðri á markaðnum 1 framtíðinni þegar búið er að leiðrétta þessa að- stöðumismunun.“ Vilja aðgang að kerfi Landssímans Arnþór segir að Tal muni í framhaldi af úr- skurðinum þrýsta á um að fá aðgang að GSM-dreifikerfi Landssímans. „í úrskurðinum er talað um að yfirvöld skuli íhuga hvort ekki sé óeðlilegt að gera nýj- um samkeppnisaðilum á markaðn- um skylt að byggja upp mjög víð- tæk dreifikerfi, eins og gert hefur verið varð- andi Tal,“ og vísar þar í úrskurð póst- og fjar- skiptayfirvalda þess efnis. „Það er álitamál hvort ríkissjóður ætti ekki að fá greitt það sem upp á vantar að ríkið hafi notið eðli- legra arðgreiðslna vegna starfsemi Landssimans. Hann hefur greitt til ríkis- sjóðs 7,5% af mati fyr- irtækisins eða stof- nefnahagsreikningi. Úrskurðurinn segir beinum orðum að þetta verðmætamat sé að minnsta kosti tíu milljörðum of lágt, sem felur í sér að ríkissjóður hefur í fyrra fengið að minnsta kosti 750 milljónum krónum minna í sinn hlut en honum hefur borið,“ segir Arn- þór. Amþór Halldórsson Samgönguráðherra segir tilmæli samkeppnisráðs skoðuð Ekki auðvelt að mæla með gjaldskrárhækkun „VIÐ munum fara mjög rækilega yfir þau til- mæli sem beint hefur verið til ráðuneytisins og ég geri ráð fyrir að stjórnendur Landssíma íslands hf. geri það einnig og meti þau,“ sagði Sturla Böðvars- son samgönguráðherra um tilmæli sem sam- keppnisráð hefur beint til ráðuneytisins og Landssímans. Samkeppnisráð segir að Landssímanum hafi verið veitt 10 milljarða króna ríkisaðstoð er fyrirtækið var gert að hlutafélagi þar sem eignir hafi verið vanmetnar og við- skiptavild einnig. Samgönguráð- herra telur varðandi hugsanlegt van- mat að ekki sé rétt að endurmeta eignirnar nú þegar fyrir dyrum standi að selja Landssímann. „Undirbúningur söl- unnar er hafinn og ég tel rétt að við förum okkur hægt í að leggja nýtt mat á fyrirtækið. Markaðurinn leggur mat sitt á verðmæti þess þegar til sölunnar kemur. Mér fínnst nýtt mat því hæpið og þjóna litlum tilgangi. En við munum skoða þetta at- riði,“ sagði Sturla. Varðandi markaðs- ráðandi stöðu Lands- símans sagði samgöngu- ráðherra meðal annars: „Ég sé ekki að það sé auðvelt fyrir samgöngu- ráðherra að beita sér fyrir því að gjaldskrár Landssímans séu hækkaðai' eins og ég tel að felist í þeim tilmælum samkeppnisyfirvalda að samkeppnisaðilum sé skapað svig- rúm. Aðstæður í þjóðfélaginu eni þannig núna að það er gerð mjög hörð hríð að öllum þeim sem hækka verð þjónustu sinnar. Það myndi því skjóta mjög skökku við ef ég færi að mælast til þess að Landssíminn hækkaði gjaldskrár sínar,“ sagði samgönguráðherra ennfremur. Styrkur Landssímans sé sem mestur Sturla Böðvarsson sagði þau til- mæli að stofna skuli sérstakt dóttur- fyrirtæki um GSM-þjónustuna verða skoðuð vandlega. „Þau ráð sem ég hef fengið varðandi þetta atriði eru þau að Landssíminn sé í raun ekki svo stórt fyrirtæki að það sé ástæða til að skipta því upp. Síminn þarf væntanlega að fara í samkeppni við stór og öflug fyrirtæki sem sækja inn á markaðinn og þvi mikilvægt að styrkur hans sé sem mestur." Samgönguráðhen'a sagði hina tvo þverhandarþykku bunka sem ráðu- neytinu hefðu borist verða skoðaða af sérfræðingum og það ætti eftir að taka daga og vikur. Sturla Böðvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.