Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16   FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Fundurinn 1 Bonn um samning SÞ um loftslagsbreytingar
Gagnrýnin kom ekki
fram á blaðamannafundi
ÞÓRIR Ibsen hjá utanríkisráðu-
neytinu hefur sent Morgunblaðinu
eftirfarandi athugasemdir fyrir hönd
sendinefndar íslands á fundi í Bonn
vegna rammasamnings Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsbreytingar:
„í Morgunblaðinu þriðjudaginn 8.
júní sl. var frétt undir fyrirsögninni
„íslendingar gagnrýndir vegna
Kyoto-bókunar". I fréttinni er fjallað
um grein sem birtist í fréttabréfinu
ECO, sem er gefið út af umhverfis-
verndarsamtökunum „Climate Act-
ion Network". I fréttinni er fullyrt
að umhverfisverndarsamtök hafi
gagnrýnt íslendinga í fréttabréfinu,
en nú um þessar mundir standa yfir í
Bonn fundir í vinnunefndum
Rammasamnings Sameinuðu þjóð-
anna um loftslagsbreytingar.
Rétt er að það komi fram að höf-
undur umræddrar greinar í ECO er
Arni Finnsson, Náttúruverndarsam-
tökum fslands. Sendinefnd íslands á
ofangreindum fundi átti fund með
fulltrúum „Climate Action Network"
sama dag og ofangreind grein birt-
ist. Hafði fundurinn verið ákveðinn
deginum áður. Á fundinum kynnti ís-
lenska sendinefndin stöðu íslands og
þá tillögu sem hún hefur lagt fram
og gerði grein fyrir öllum takmörk-
unum og skilyrðum sem tillagan fel-
ur í sér. í framhaldi af því skiptust
aðilar á skoðunum um efni tállögunn-
ar. Á fundinum voru 8 fulltrúar um-
hverfisverndarsamtaka, þ.ám. Arni
Finnsson. Það vakti athygli að við-
staddir sýndu meginfunyrðingum
greinarinnar lítinn áhuga. Fundur-
inn var gagnlegur og vonar íslenska
sendinefndin að fulltrúar þeirra um-
hverfisverndarsamtaka sem voru á
fundimun hafi öðlast betri skilning á
sérstöðu íslands.
Vert er að geta þess að það eru
nokkrar missagnir í frétt Morgun-
blaðsins. í fyrsta lagi er frá því
greint að „Islendingar hafi sam-
kvæmt Kyoto bókuninni fengið
mestan mengunarkvóta allra iðn-
ríkja". Þetta er ekki rétt. Bókunin
ánafnar íslandi hæsta prósentuhlut-
falli hvað varðar takmörkun á hlut-
fallslegri aukningu á losun gróður-
húsalofttegunda miðað við losun á
íslandi árið 1990. Það merkir ekki
að bókunin heimili íslandi að menga
meira en önnur iðnríki. Sú aukning
á losun gróðurhúsalofttegunda sem
bókunin heimilar íslandi er langt
frá því að gera losun íslands jafn
mikla og meðallosun frá iðnríkjun-
um, miðað við íbúafjölda. Svo dæmi
sé tekið er einu iðnríki í raun heim-
ilað að auka losun á hvern íbúa
meira en ísland, þrátt fyrir að
Kyoto-bókunin setji hlutfallslega
meiri skorður við aukningu þess á
losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta
skýrist af því að í viðkomandi landi
var losun gróðurhúsalofttegunda
miðað við íbúatölu mun meiri en á
íslandi árið 1990.
í öðru lagi liggur ekkert verð á
losunarkvótum fyrir, enda hafa við-
skipti með slíka kvóta ekki hafist
þar sem aðildarríki samningsins
hafa ekki samþykkt leikreglur fyrir
slík viðskipti. I þriðja lagi er ísland
ekki eina iðnríkið sem hefur ekki
undirritað bókunina. Vert er í þessu
samhengi að geta þess að þau iðnríki
sem hafa undirritað bókunina hafa
ekki upplýst hvort og hvenær þau
munu gangast undir ákvæði bókun-
arinnar með því að fullgilda hana.
Loks er í fréttinni fullyrt að tillögu
íslands hafi verið vísað til fundar
vísinda- og tækninefndar á næsta
ári. Þetta er heldur ekki rétt því til-
lagan verður á dagskrá 5. aðildar-
ríkjaþings Rammasamnings Sa-
meinuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar n.k. haust. Stefnt er að
því að tillagan verði afgreidd á 6. að-
ildarríkjaþinginu haustið 2000, sam-
hhða öðrum ákvörðunum sem þá
verða teknar um framkvæmd Ky-
oto-bókunarinnar.
Loks er rétt að taka það fram að
íslenska tillagan er ekki á dagskrá
fundarins í Bonn. Meginviðfangsefni
hans eru hin svokölluðu sveigjan-
leikaákvæði-Kyoto bókunarinnar."
Aths. ritstj.: Missagnir þær, sem
höfundur gerir athugasemdir við eru
að sjálfsögðu ekki Morgunblaðsins
heldur er þar vísað til ummæla
fréttablaðsins ECO.
			f:>~' Æ			
					í~j	'•¦'¦'¦
			k  .#!¦		f	/ 1
		V -*"	: ^|    Jj-	m   j		
				í		í\
	'.':'¦. *		^M			I
			BHff		1 ' k	/  1 1    1
						L^l
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
HERBERT Leon MacDonell útskýrir atriði í fyrirlestri si'num.
Fyrirlestur á vegum Ríkislögreglustjóra
Fjallað um gildi efnis-
legra sönnunargagna
HERBERT Leon MacDonnell, for-
stjóri réttarrannsóknarstofunnar í
Corning, New York, hélt fyrirlestur
8. júní sl. á vegum Ríkislögreglu-
stjóra. Fyrirlesturinn nefndist „Gildi
efnislegra sönnunargagna", og sóttu
hann um 50 manns, lögreglumenn,
lögmenn, fulltrúar ákæruvalds og
dómarar.
MacDonneU hefur stjórnað yfir
100 málþingum um sönnunargildi
blóðbletta og einnig hefur hann
starfað sem matsmaður í mörgum
dómsmálum, sem dæmi má nefna
morðið á Robert Kennedy, morðið á
Martin Luther King og í hinu fræga
O.J. Simpson-máli, sem mörgum er
enn í fersku minni. MacdonneU er
einnig eigandi fjögurra einkaleyfa á
tækjum til greiningar efnislegra
sönnunargagna og befur . hlotið
Dondero-yertlaunin ^yrir hið sér-
staka fraralag-sitt á sviði vísindalegr-
ar sérgreiningar," segir í fréttatU-
kynningu frá Ríkislögreglustjóra-
embættinu.
Að sögn Bjarna J. Bogasonar að-
stoðaryfirlögregluþjóns, var víða
komið við í fyrirlestrinum. Dæmi
voru teMn af málum þar sem efnis-
leg sönnunargögn virtust ekki fyrir
hendi við fyrstu sýn, en réðu svo
miklu um lausn málsins. Sem dæmi
má nefna mál þar sem spurningin
var hvort ökumaður hefði haft kveikt
á aðaUjósunum þegar hann ók á tæki
og beið bana. BíUinn var á brota-
járnshaug í heUt ár en samt mátti
sanna að sprungin pera hefði valdið
Ijósleysi bifreiðarinnar.
Lögreglunni á íslandi
ekki framandi
Að sögn Bjarna er þetta ekki eitt-
hvað sem er lögreglunni á íslandi al-
gjörlega framandi. „Við höfum gert
ýmsar samanburðarrannsóknir og
notað efnisleg sönnunargögn mikið á
síðustu árum," sagði Bjarni en neit-
aði því ekki að aUtaf væri gott aðfá
fyrirlestra frá erlendum serfræáing-
um tU að auka þekkingu starfs-
manna og fá víðari sýn yfir það
nýjasta sem er að gerast í þessum
málum í dag.
Bjarni segir að fyrirlesturinn hafi
verið vel sóttur og almennt hafi
fundarmenn gert góðan róm að er-
indi Macdonells. Tæknin í meðferð
efnislegra sönnunargagna sé mikU
og nauðsynlegt að fylgjast með öll-
um framförum í greininni.
Flotkvíin
í Hafnarfírði
í notkun um
miðjan ágúst
ÁTTA þúsund lesta flotkví í eigu
Vélsmiðju Orms og Víglundar verð-
ur tekin í notkun í Hafharfjarðar-
höfn 15. águst nk. og mun skapa um
50-60 ný störf, að sögn Guðmundar
Víglundssonar, framkvæmdastjóra
fyrirtækisins. Verið er að vinna að
viðgerðum á kvínni sem skemmdist
mikið í flutningum frá Skotlandi fyr-
ir rúmu ári.
Guðmundur segir að kvínni sé
einkum ætlað að þjóna stórum ísfisk-
togurum sem eru á veiðum í kringum
landið og mikið af fyrirspurnum hafi
þegar borist erlendis frá um hana.
„Það er auðvitað aldrei hægt að segja
tíl um hluti sem eru ekki komnir í
rekstur en þetta lofar mjög góðu."
Guðmundur segir að verkefna-
staða fyrirtækisins sé mjög góð og
það hafi hjálpað því að komast í
gegnum langan biðtíma eftir nýju
kvínni. Hann segir að líklega þurfi að
ráða eitthvað af útlendingum tU
starfa tímabundið við hana þegar
hún verður tekin í notkun. Vélsmiðj;
an keypti kvína af breska hernum. I
lok mars í fyrra lagði dráttarbátur af
stað með hana í eftirdragi frá
Skotlandi. Nokkrum dögum síðar
losnaði hún frá bátnum og rak
stjórnlaust um hafið dögum saman.
Að lokum komu tvö varðskip Land-
helgisgæslunnar á vettvang og
drógu hana að landi. Tctfuverðar
skemmdir urðu á kvínni en ekki hef-
ur verið gefið upp hversu mikið við-
gerðin kostar. Guðmundur segir að
tryggingafélög hafi bætt hluta
skemmdanna.
--------' ???--------
Afhenti
trúnaðarbréf
KORNELÍUS Sigmundsson sendi-
herra afhenti Lennart Meri, forseta
Eistlands, trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra íslands í Eistlandi 8. júní
sl. að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Kornelíus verður með aðsetur í
Helsinki.
AKUREYRI
Félagsstofnun stúdenta á Akureyri
semur við SJS verktaka
Morgunblaðið/Kristján
FULLTRÚAR SJS verktaka, Sigurður Björgvin Björnsson og Jón
Trausti Björnsson t.v., skrifuðu undir samkomulagið fyrir hönd fyrir-
tækis síns, en þeir Dan Brynjarsson, Bjarni Iljarðar og Olafur Búi Gunn-
laugsson skrifuðu undir fyrir liönd FÉSTA.
Kaupir og leig-
ir 29 íbúðir
FELAGSSTOFNUN stúdenta á
Akureyri, FÉSTA, og SJS verktakar
ehf. hafa undirritað rammasam-
komulag um kaup, leigu og for-
kaupsrétt FÉSTA á 29 íbúðum sem
SJS verktakar byggja á DrekagUi 21
og eiga að vera fullbúnar ásamt lóð
1. ágúst á næsta ári. FÉSTA skuld-
bindur sig til að kaupa 10 íbúðir á
þessu ári og er heUdarverð þeirra
rúmar 68 mUljónir króna.
Þá skuldbindur FÉSTA sig tíl að
taka á leigu 19 íbúðir en á um leið
forkaupsrétt á þeim í allt að þrjú ár.
FÉSTA hefur fengið rúmlega 60
mUljóna króna lánsloforð á þessu ári
frá Ibúðalánasjóði vegna kaupanna á
íbúðunum 10. Félagið stefnir að því
að eignast allar íbúðirnar í húsinu og
hefur sótt um lán tU íbúðalánasjóðs
vegna þeirra 19 íbúða sem eftir eru.
Dan Brynjarsson formaður
FÉSTA sagði að þetta samkomulag
myndi gjörbreyta stöðunni. „I dag
erum við með 56 íbúðir og herbergi,
þannig að hér er um verulega aukn-
ingu að ræða. Þörfin er lfka mikU, en
í fyrra fengu 45 manns ekki húsnæði,
auk þess sem margir sækja ekki
einu sinni um, þar sem þeir vita að
þeir eiga ekki möguleika. Staðan í
þessum húsnæðismálum hefur
einmitt háð háskólanum."
Er líka byggðaverkefni
Dan sagði að þetta samkomulag
við SJS verktaka hefði mikla kosti,
þetta væri jafnframt stærri eining
og um leið hagkvæmari í rekstri, auk
þess sem verið væri að byggja á hag-
kvæmu verði. Hann sagði stefnt að
því að sækja um lán til kaupa á 10
íbúðum tU viðbótar á næsta ári og tU
kaupa á 9 íbúðum árið 2001. „Við
vonumst eftir jákvæðum viðbrögðum
og skUningi frá fbúðalánasjóði, því
þetta er auðvitað byggðaverkefni
líka."
Dan sagði að staðsetning hússins í
DrekagUi væri mjög góð, í göngu-
færi frá háskólasvæðinu og byði
jafnframt upp á örbylgjusamband
mUU skólans og fjölbýlishússins. Það
bjóði upp á að nemendur geti haft
vinnuaðstöðu heima og sé stefnt að
því í þessu tUvUd.
Línubátar í mokveiði við Grímsey
Morgunblaðið/Margit Elva Einarsdðttir
„Aldrei fengið svona
gott í 60 ár"
Grfmsey. Morgunblaðið.
MOKVEIÐI er hjá Grímseying-
um á línu þessa dagana og
þokkaleg veiði á önmir veiðar-
færi. Veiði í net var góð í niaí eii
er nú fremur dræm og eru menn
að undirbúa róður á færi.
(3li II. Ólason og Óli Bjarni
Ólason, útgerðarmenn á bátnum
Óla Bjarnasyni EA, fengu rúm-
lega sex tonn á línu sl. miðviku-
dag. Þeir lönduðu þremur og
hálfu tonni um hádegið, eða um
600 kg á bala og komu með ann-
að eins að landi í seinni ferð
dagsins. „Ég er búinn að róa í
rúm 60 ár og hef aldrei fengið
svona gott," sagði Óli H. Ólason
þegar þeir feðgar voru að landa i
annað sinn á miðvikudag. Það
þýkir gott að a& 160 kg á bala og
mrvt menn því að sjálfsögðu
ánægðir með nýtinguna.
Óli Bjarnason EA var á veiðum
um eina mflu austan við eyjuna.
Af kvðta bátsins eru eftir um 100
tonn af 400 tonnum og áætla þeir
feðgar að halda veiðum áfram
þar til kvótinn er búinn.
Á myndinni eru þeir feðgar að
landa afla súium sl. miðvikudag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68