Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999   29
ERLENT
Brottflutningur hersveita
Serbar verða að Ijúka brottflutningi hersveita sinna frá Kosovo til Serbíu
innan ellefu daga. NATO hefur ákveðið að fjórar leiðir verði notaðar við
liðsflutningana og munu nota njósnavélar og gervihnattamyndir til að
sannreyna brottflutninginn.
20 km
UTGÖNGULEm
JUGOSLAVIA
ÚTGÖNGULEIÐ
Serbía
ÚTGÖNGULEIÐ
UTGONGULEIÐ
___--_--,--__
Tímaáætlun brottf lutningsins
Gert er ráð fyrir að brottflutningur hersveita hefjist innan tveggja sólarhringa
eftir undirritun samkomulagsins.
Dagur 1          Dagur6          Dagur9          Dagur11
Serbneskar her-
sveitir hefja brott-
flutning og sýna
fram á friðarvilja
sinn í verki
I kjölfar brottflutn-
ings Serba mun
friðargæsluliðið
halda inn í Kosovo
og tryggja endur-
komu flóttamanna.
Næsta stig ein-
kennist af brott-
flutningi Serba frá
suður- og norður-
hluta Kosovo
Allar vopnaðar
sveitir Serba verðí
að hafa farið frá
Kosovo.
Afl
upp verði staðið. Hafa embættis-
menn NATO hins vegar lýst yfír
efasemdum um að rússneskar her-
sveitir verði með í fyrstu aðgerðum
friðargæsluliðsins. Líklegra sé að
þær myndu taka þátt er hersveitir
Serba hafi yfirgefið Kosovo.
Bróðurpartur friðargæslusveit-
arinnar mun fara inn í Kosovo yfir
landamæri Makedóníu innan
nokkurra stunda eftir að sannað
hefur verið að Serbar hafi hafið
brottflutning hersveita. Er mark-
miðið að koma í veg fyrir að liðs-
menn UCK, sem heitið hafa því að
ráðast ekki á Serba á heimleið,
nýti sér tómarúmið sem kann að
myndast og nái völdum á hernað-
arlega mikilvægum svæðum. Ja-
mie Shea, talsmaður NATO, sagði
í vikunni að ekkert tómarúm yrði í
Kosovo, „sveitir NATO koma fast
á hæla sveitum Serba."
Þá munu sérbúnar jarðsprengju-
leitarsveitir NATO fá upplýsingar
um hættumestu svæðin í Kosovo
og ryðja brautina. Talið er að
hættumesti hluti leiðar friðar-
gæsluliðsins frá Makedóníu verði í
Kaeanik-fjallaskarðinu sem liggur
milli bæjarins Blace í Makedóníu
og Kosovo. Skarðið sem er um 12
km langt, með tveimur jarðgöng-
um og 14 brúm, er talið vera fullt
af jarðsprengjum og munu sér-
sveitir NATO verða undir miklum
þrýstingi að hreinsa svæðið innan
nokkurra klst. Á eftir sprengjuleit-
armönnum munu koma um 1.000
brynvarðir    stórskotaliðssveita-
vagnar og skriðdrekar auk
Apache-þyrlna í lofti. Þá er talið að
flugsveitir     fallhlífarhermanna
munu hafa loftleiðina rakleiðis til
Pristina. Er þessum áfanga hefur
verið náð munu hergagnasveitir K-
FOR fylgja í kjölfarið.
Ekki annað Austur-Þýskaland
Svæðaskipting Kosovo hefur
verið eitt helsta bitbein Rússa og
NATO. Þegar hefur verið ákveðið
að Bandaríkin, Bretland, Frakk-
land, Þýskaland og ftalía, hernað-
arlega máttugustu ríM NATO,
muni stjórna sínu svæði í Kosovo
hvert. Hefur sú skipting verið sótt
til fyrirkomulags S-FOR, friðar-
gæslusveitarinnar í Bosníu og Her-
segóvínu. Samkvæmt þessu munu
Bretar sem hafa fyrir mestum
fjölda hermanna að ráða, stjórna
friðargæsluliðinu frá höfuðstöðvum
þess við flugvöllinn í Pristina.
Ekki er aðeins óljóst með fjölda
rússneskra hermanna í friðargæslu-
liðinu, enn á eftir að semja um hlut-
verk þeirra í fyrirkomulagi friðar-
gæslusveitanna, þ.e.a.s. hvernig
stjórn þeirra verði háttað. Rússar
hafa algerlega hafnað því að her-
sveitir þeirra lúti yfirstjórn NATO
og var reynt að komast að niður-
stöðu í því máli á löngum fundi hátt-
settra rússneskra og bandarískra
embættismanna í Moskvu í gær.
Rússar eru sagðir vilja vera við
stjórnvölinn á einu hinna þriggja
svæða í Kosovo og að þar verði ein-
göngu rússneskir hermenn sem
sinni friðargæslu. Bandaríkjastjórn
er alfarið á móti slíkum ráðahag þar
eð slíkt myndi í raun þýða að
Kosovo-héraði væri formlega skipt
upp. Þar með væri Milosevic enn
nær upphaflegum markmiðum sín-
um um „þjóðernishreinsanir". Ekki
væri óhugsandi að kröfur vöknuðu
um „eðlilegt" framhald slíks ráða-
hags, þ.e. að sameina yfirráðasvæði
NATO - þar sem íbúar yrðu flestir
Kosovo-Albanar - við Aibaníu og yf-
irráðasvæði Rússa, hugsanlega í
Norðaustur-Kosovo, við Serbíu. Þar
með væru markmið NATO með
hernaðaraðgerðunum          á
Balkanskaga að engu orðin.
Nýverið sagði Robin Cook, utan-
ríkisráðherra Bretlands, að Kosovo-
hérað, undir stjórn NATO, yrði ekki
annað Austur-Þýskaland. Skipting
ríkisins væri óhugsandi. Markmið
NATO eru ljós. Hitt er þó einnig
víst að lítið má bregða út af í þeirri
flóknu framkvæmd sem fram-
kvæmd friðargæslunnar í Kosovo
verður, svo neistí komi ekki að púð-
urtunnunni á Balkanskaga á ný.
Ottast sókn UCK
Tirana, Kukes. The Daily Telegraph, AFP.
ÓTTAST er að Frelsisher Kosovo
(UCK) búi sig nú undir að senda
þúsundir liðsmanna sinna frá Al-
baníu inn í Kosovo um leið og
serbnesku öryggissveitirnar fara
þaðan þótt yfírmenn uppreisnar-
hersins neiti því að hann hafi slíkt í
hyggju.
Vestrænir stjórnarerindrekar
óttast að hörð átök blossi upp í
vesturhluta Kosovo milli liðs-
manna UCK og vopnaðra hópa
serbneskra þjóðernissinna, sem
eru andvígir samkomulagi Jú-
góslavíuhers og NATO.
Pólitískur leiðtogi UCK, Hasim
Thaci, sem var tilnefndur forsætis-
ráðherra     bráðabirgðastjórnar
Kosovo fyrr á árinu, neitaði því í
gær að hreyfingin hygðist hefja
skæruhernað í héraðinu til að sölsa
undir sig svæði sem serbnesku ör-
yggissveitirnar fara af. •
Nokkrir foringjar í UCK sögð-
ust hins vegar vera að skipuleggja
liðsflutninga til borga í vesturhluta
héraðsins.
Bislim Zyrapi, „aðstoðarvarnar-
málaráðherra" UCK, sagði í gær
að liðsmenn UCK væru um 60.000
en vestrænir heimildarmenn telja
það  miklar  ýkjur.  Bandaríska
varnarmálaráðuneytið  telur  að
þeir séu um 15-17.000.
Hernaðarsérfræðingar segja að
margir ungir flóttamenn frá
Kosovo og Albanar, sem búið hafa
erlendis, hafi gengið í UCK. Þeir
hafi fengið litla þjálfun og skæru-
hernaður hreyfingarinnar hafi ver-
ið illa skipulagður.
Hernaðarmáttur UCK skertur
Frelsisher Kosovo undirritaði
ekki samning Júgóslavíuhers og
NATO og ekki er minnst á hann í
texta samningsins. Zyrapi og
Thaci sögðu þó að UCK hefði sam-
þykkt að draga úr hernaðarmætti
sínum.
Leiðtogar UCK segjast ætla að
hlíta anda samningsins og hafa lof-
að að ekki verði ráðist á serbnesku
öryggissveitirnar þegar þær fara
frá Kosovo. UCK er hins vegar
samsafn margra laustengdra hópa
skæruliða og ekki er víst að leið-
togar hans hafi hemil á þeim liðs-
mönnum hennar sem eru andvígir
markmiðum NATO þar sem
bandalagið Ijær ekki máls á því að
Kosovo verði sjálfstætt ríki.
I friðarviðræðunum í Frakk-
landi fyrr á árinu var lagt til að
hreyfíngin yrði „afvopnuð" en
embættismenn NATO tala nú að-
eins um að skerða eigi hernaðar-
mátt hennar. Leiðtogar UCK og
NATO vonast til að ná samkomu-
lagi á næstu vikum um fjölda og
tegundir þeirra þungavopna sem
bandalagið vill að hreyfingin láti af
hendi, en vélbyssum og rifflum fær
hún að halda.
Embættismenn NATO vona að
kjarna UCK verði breytt í 3.000
manna lögreglusveit en Thaci
sagði í gær að hann vonaðist til
þess að ná samkomulagi við NATO
um að UCK yrði að „atvinnuher".
„Ég tel ekki að albönsk lögreglu-
sveit dugi í Kosovo," sagði hann.
Margir bandarískir embættis-
menn óttast að UCK reyni að
hefna sín á serbneskum íbúum
Kosovo, snúi sér að glæpastarf-
semi og valdi mikilli pólitískri tog-
streitu í Kosovo eftir að serbnesku
öryggissveitirnar fara þaðan.
„UCK mun halda öllum mögu-
leikum sínum opnum," sagði Ivo
Daalder, sérfræðingur í málefnum
Balkanskaga og fyrrverandi félagi
í Þjóðaröryggisráði Bandaríkj-
anna. „Það verður helsta vanda-
málið."
Reuters
JOHANNES Páll páfi hugleiðir við upphaf útimessu í pdlska
bænum Siedlce í gær.
Pólverjar
hvattir til að
halda trúnni
Siedlce. Reuters.
JÓHANNES Páll páfí ávarpaði í
gær 350.000 manns við útimessu
í pólska bænum Siedlce og skor-
aði á Pólverja að halda trú sinni
á Krist þótt þeir þyrftu ekki
lengur á kaþólsku kirkjunni að
halda til að verjast kommúnisma.
Aætlað er að 2,5 milljónir
manna hafi sótt útimessur páfa í
Póllandi frá því hann hóf þrettán
daga ferð um ættjörð sína á laug-
ardaginn var.
Kaþólska kirkjan gegndi
veigamiklu hlutverki í baráttunni
gegn alræðisstjórninni í Póllandi
eftir síðari heimsstyrjöldina en
dregið hefur úr áhrifum hennar
meðal Pólverja á þeim áratug
sem liðin er frá hruni kommún-
ismans. Páfi hefur gefið til kynna
að hann hafi áhyggjur af þeirri
þróun og brýndi fyrir Pólverjum
að hafa alltaf trúna á Krist að
loiðarljósi í ávarpi súiu í gær.
„A tímabilinu eftir stríð var
háð sérlega hörð barátta gegn
kirkjunni af hálfu alræðisstjórn-
ar," sagði páfí og minnti Pól-
verja, einkum unga fólkið, á
hvernig kommúnistastjórnin
bannaði trúarfræðslu í skólum og
torveldaði kirkjunni að reisa ný
guðshús.
Páfi, sem er 79 ára að aldri,
virtist vel á sig kominn eftir að
hafa hvílt sig í einn dag í klaustri
í norðausturhluta landsins.
Iranar
handtaka
13 gyðinga
Teheran. Reuters.
ÍRANSKA leyniþjónustan
segist hafa komið upp um
starfsemi njósnahrings „síon-
ista", eða fsraela, í suðurhluta
írans og hneppt í varðhald 13
menn, sem grunaðir eru um
njósnir, að því er háttsettur
embættismaður í leyniþjónust-
unni tjáði ríkisfréttastofunni
IRNA „Þrettán njósnarar sí-
onista hafa verið handteknir,"
sagði embættismaðurinn í
gær.
Þetta var fyrsta opinbera yf-
irlýsing írana um handtöku
meintra njósnara. Á þriðjudag
kröfðust Bandaríkin og ísrael
þess að látnir yrðu lausir 13
íranskir gyðingar sem hefðu
verið fangelsaðir í íran, og gef-
ið að sök að hafa njósnað fyrir
Bandaríkin og ísrael. Bæði
þau ríki neita þeim ásökunum.
Bandaríska utanríkisráðu-
neytið sagði handtökurnar „al-
varlegt merki". Ráðuneytið
hefði vitað af þeim í apríl, en
fsraelar segja að fyrstu hand-
tökurnar hafi átt sér stað í jan-
úar.
IRNA hafði eftir fulltrúa
leyniþjónustunnar að rannsókn
stæði yfir og greint yrði opin-
berlega frá niðurstöðum henn-
ar „á næstunni". íran hefur
ekki viðurkennt tilvist ísraels.
Eiturlyfjatekjur
í ríkisbókhaldið
STJORNVÓLD í Kólumbíu, sem nú
glíma við versta efnahagssamdrátt í
landinu í meira en fimmtíu ár, hafa
ákveðið að telja tekjur af hinum ólög-
lega en umfangsmikla eiturlyfjaiðnaði
í Kólumbíu með í útreikningum hins
opinbera á vergri landsframleiðslu.
Vflja stjórnvöld með þessu reyna að
tryggja hagstæðari niðurstöðu í út-
reikningum á ríkisfjármálunum.
Juan Camilo Restrepo fjármála-
ráðherra segir stjórnvöld með þessu
ekki vera að „veita eiturlyfjaiðnaðin-
um blessun sína," en að ákvörðunin
ylli því líklega að verg landsfram-
leiðsla ykist „ofurlítið".
Yfirmaður hagstofunnar, Jairo Ur-
daneta, sagði aftur á móti að breyt-
ingin gæti orðið til þess að hagvöxtur
yxi um heilt prósent. Hvergi í heimin-
um er framleitt eins mikið kókaín og í
Kólumbíu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68