Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30     FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Díoxín-mengunarhneykslið í Belgíu
vindur enn upp á sig
Eftirspurn
eftir súkkulaði
minnkar
Brussel. l^euters, The Ðaily Telegraph.
BELGISKIR bændur og kjötiðnaðarmenn efndu til mótmæla við hol-
lensku og frönsku landamærin í gær til að lýsa óánægju sinni og reiði
með bann sem sett hefur verið á útfiutning belgískra kjötafurða í kjölfar
þess að uppvíst varð um dfoxín-mengun í matvælum í síðustu viku. Á
sama tíma ákváðu aðildarríki Evrópusambandsins að setja á laggirnar
nefnd sem ætlað er að rannsaka hvort nauðsynlegt sé að auka viðbúnað
til þess að tryggja að dýrafóður sé skaðlaust.
Flugslysið í
Little Rock
Lofthemlar
rannsakaðir
Little Rock. AP.
RANNSÓKN á orsökum þess
að MD-80 þota American Air-
lines brotlenti í Little Rock í
Bandaríkjunum fyrir skömmu
beinist helst að því, hvort loft-
hemlar hafi virkað sem skyldí
er vélinni var lent í þrumuveðri,
mikilli úrkomu og hvassviðri.
Níu fórust, þ.ám. flugstjórinn,
er vélin fór út af flugbrautinni,
brotnaði í þrennt og brann að
hluta til.
Flugmaður vélarinnar sagði í
síðustu viku að hann teldi að
lofthemlarnir hafi verið á, en
fiugritar vélarinnar benda til
þess að þeir hafi ekki virkað við
íendingu.         Lofthemlakerfið,
hemlalæsivörn, knývendir og
bremsukerfí þotunnar hefur
verið tekið til rannsóknar hjá
Samgönguöryggisráði Banda-
ríkjanna (NTSB).
Athugað er hvort vélarbilun,
mistök flugmanna, vont veður,
eða samspil alls þessa hafi vald-
ið slysinu. Búist er við að rann-
sókn standi í allt að þrjár vikur.
Blaðið USA Todaygreindi frá
því, að frumathugun þætti
benda til þess að flugmennirnir
hefðu sleppt því að fara yfír
reglubundinn gátlista fyrir lend-
ingu. Hefur blaðið ónafngreinda
heimildarmenn fyrír þessu.
Hins vegar hefur fréttastofan
AP eftir rannsakendum, að á
hijöðritum úr flugstjórnarklefa
vélarinnar megi heyra fiug-
mennina fara yfír gátlista, en
þeir nefni aldrei Mthemlana.
Þá hafa rannsakendur tekið eft-
ir því, að aldrei heyrast hljóð,
sem venjulega heyrast þegar
lofthemlar eru settir á.
Leonidas, stærsti framleiðandi
hágæðasúkkulaðis í Belgíu, er
nýjasta fórnarlamb þess fjaðrafoks
sem orðið hefur eftir að upp komst
að fjöldi bænda þar í landi hefði
gefið búfénaði sínum mengað dýra-
fóður.
Tilkynntu stjórnendur Leoni-
das-fyrirtækisins að þrjú hundruð
og fimmtíu verslunum þeirra í
Belgíu yrði lokað um ótilgreindan
tíma, eða þar til framleiðsla þess
nyti aftur trausts viðskiptavina.
„Þetta er hrikalegt áfall, en við
gátum ekki hugsað okkur tvisvar
um. Hér er um grundvallaratriði
að ræða," sagði Marc-Henri Rou-
vroy, yfirmaður markaðsmála hjá
Leonidas.
Lokun Leonidas táknræn fyrir
efnahagslegan skaða í Belgíu
ESB bannaði sölu allra landbúnað-
arafurða frá Belgíu í síðustu viku
sem koma frá býlum þar sem hugs-
anlega var notað mengað dýrafóð-
ur. Belgísk súkkulaðiframleiðsla
var ekki álitin hættuleg og því var
ekki lagt bann á sölu súkkulaðis
þaðan. Engu að síður er sá mögu-
leiki fyrir hendi að mjólkurvörur
eða egg, sem notuð eru við gerð
súkkulaðis, hafi komið frá bónda-
býlum, þar sem notað var sýkt
dýrafóður, og strangt til tekið því
ekki útilokað að súkkulaðið sé
mengað.
Lokun Leonidas er sögð tákn-
ræn fyrir þann skaða,sem díoxín-
mengunarhneykslið hefur valdið
belgískum efnahag en fyrirtækið
er þekktast belgískra súkkulaði-
framleiðenda, en eins og kunnugt
er þykir belgískt súkkulaði með því
allra besta sem þekkist.
Hefur eftirspurn eftir belgísku
súkkulaði mjög dregist saman á
síðustu dögum og talsmaður Har-
rods-verslananna bresku sagði að
þegar væri búið að taka allt
súkkulaði, sem búið væri til úr
ferskum rjóma, úr búðarhillum.
Hagvaxtar-
kippur í Japan
Tókýó. Reuters.
HAGVÖXTURINN í Japan var
margfalt meiri á fyrstu þremur
mánuðum ársins en hagfræðingar
höfðu spáð og reyndist 7,9% miðað
við heilt ár. Gengi japanskra verð-
bréfa og jensins hækkaði verulega
við þessi óvæntu tíðindi.
Hagvöxturinn á fyrsta ársfjórð-
ungnum var 1,9% meiri en síðustu
þrjá mánuðina áður. Samkvæmt
nýiegri könnun Reuters höfðu hag-
fræðingar gert ráð fyrir miklu
minni hagvexti, eða um 0,23%.
Síðustu átján mánuðina hðfðu
hagtölurnar verið neikvæðar og
samdráttur hefur verið í efnahag
Japans tvö fjárhagsár í röð.
Hagfræðingar eru þó efins um
að þessi mikli hagvöxtur haldist
út árið og japanska stjórnin stóðst
þá freistingu að spá uppgangi í
öðru stærsta hagkerfi heims.
„Það er of snemmt að fullyrða út
frá þessu að efnahagurinn hafi rétt
úr kútnum," sagði Taichi Sakaiya,
yfirmaður Efnahagsáætlanastofn-
unar Japans. „Við verðum að vera
á varðbergi og fylgjast grannt með
efnahagsástandinu."
Sakaiya bætti við að stofnunin
héldi sig við það mat að samdrætt-
inum væri greinilega lokið en hætt-
an á að hann skyti aftur upp kollin-
um væri ekki afstaðin.
Gengi japanskra hlutabréfa
hækkaði um 3% eftir að hagtölurn-
ar voru birtar og jenið styrktist
gagnvart dollarnum. Gengi jensins
lækkaði þó aftur og hermt var að
japanski seðlabankinn hefði keypt
dollara til að stöðva gengishækk-
unina.
LISTIR
Kvöldstund við orgelið
TOMJST
Geislaplötur
MARTEINN H. FRIÐRIKSSON
D. Buxtehude: Prelúdía og fúga
BuxWV 139. J.S. Bach: Vakna, Síons
verðir kalla - sálmforleikur, Prelúdía
og fúga BWV 552. F. Mendelssohn -
Bartholdy: Stfnata nr. 3. Páll fsólfs-
son: Chaconne um stef úr Þorlákstíð-
um. Jón Þórarinsson: Jesús, mín
morgunstjarna - sálmforleikur. Jón
Nordal: Tokkata. Hjálmar H. Ragn-
arsson: „Um endalok tímans" -
fantasía fyrir orgel. Organleikari:
Marteinn H. Friðriksson. Ifljóðfæri:
Orgel Dómkirkjunnar í Reykjavik
(Karl Schuke, Berliner Orgel-
bauwerkstatt 1985). Upptökustjórn:
Sigurður Rúnar Jónsson. Utgáfa:
Dómkdrinn f Reykjavik DKR 04.
Lengd: 70'40. Verð: kr. 1.000. (Til
sölu í Dómkirkjunni).
HVAR væri íslenskt tónlistarlíf
og menningarlíf yfirleitt statt hefði
þjóðin ekki notið góðs af þeim
mikla fjölda erlendra tónhstar-
manna sem hingað hafa flutt í ár-
anna rás? Gæfa þjóðarinnar er
nefnilega sú að flestir hafa reynst
góðir tónlistarmenn og sumir
þeirra tilheyrt afreksmannaflokki,
svo notað sé orðalag hinnar há-
væru íþróttahreyfingar. En það að
vera hávær og berja sér á brjóst í
rembingi og sjálfsánægju er ekki í
eðli sannra listamanna. Nánast
þvert á móti. Auðmýktin fyrir tón-
listinni situr í fyrirrúmi og tónlist-
armaðurinn er þjónn listarinnar.
Einn þessara auðmjúku en fram-
úrskarandi tónlistarmanna sem ís-
lendingar „fengu gefins" er
dómorganistinn og stjórnandi
Dómkórsins Marteinn Hunger
Friðríksson. Greinilegt er að þema
þessarar nýju geisla-
plötu Marteins H.
Friðrikssonar er að
talsverðu leyti bundið
fyrirrennara hans við
orgelið í Dómkirkj-
unni, Pák' ísólfssyni,
því flest verkanna hafa
einhverja skírskotun
eða tengingu við hinn
látna stórsnilling okk-
ar við orgelið. Þannig
að Marteinn setur sig
sjálfviljugur í skugga
fyrirrennara síns.
Það sem fyrst vekur
athygli við diskinn er
mjúkur og tær hljóm-
ur upptökunnar þar
sem lítið er gei*t til þess að auka við
eðlilegan (og pínulítið þurran)
hljómburð Dómkirkjunnar.
Efnisskráin er fjölbreytt blanda
þekktra verka orgelbókmehntanna
og sjaldheyrðari verka. Alkunnur
sálmforleikur Bachs í útsetningu
Schiiblers nokkurs, Vakna, Síons
verðir kalla, er með fallegustu tón-
verkum yfirleitt og nærfærinn og
blíðlegur leikur Marteins gerir
þessari perlu þau skil að vart verð-
ur betur gert. Tröllaukna Prelúdíu
og fúgu Bachs BWV 552 leikur
Marteinn af miklu öryggi og festu
en þó hvílir ákveðinn léttleiki yfír
flutningnum. Athyglisvert er að
túlkun Páls ísólfssonar á sama
verki á þekktri hljómplötu hans frá
sjötta áratugnum (His Master's
Voice ALPC 6) virkar þyngri þótt
hún sé um 15 sek. styttri. (Og
svona í framhjáhlaupi: væri ekki
ástæða til að gefa þessa merkilegu
plötu Páls út á geisladiski?)
Verulegur fengur er að því að fá
nútímalega hljóðritun á Chaconnu
Páis ísólfssonar en verk þetta hlýt-
Marteinn
Hunger
ur að teljast einn af
hornsteinum í íslensk-
um orgelbókmenntum.
Marteinn hefur áður
hljóðritað sálmforleik
Jóns Þórarínssonar,
Jesús, mín morgun-
stjarna. Þetta litla og
failega verk á vafalaust
langa lífdaga fyrir sér.
Prelúdía og fúga
Buxtehudes í D-dúr er
mikið sýningarstykki
og er leikið hér með
svellandi glæsibrag
sem gerir verkið ef til
vill betra en það er!
Sónata Mendelssohns
er einnig leikin af miklu
öryggi en getur varla talist til merk-
ari tónverka hans og er nokkuð lit-
laus í félagsskap meiri meistara.
Nýrri og sjaldheyrðari verk er
hér einnig að finna og rís þar
mögnuð Tokkata Jóns Nordals
hvað hæst. Hún er samin í minn-
ingu Páls ísólfssonar fyrir vígslu
Dómkirkjuorgelsins 1985. Þetta er
áleitið verk, fullt af sterkum and-
stæðum og gerir ábyggilega miklar
kröfur til flytjandans. Diskinum
lýkur með kraftmikilli org-
elfantasíu „Um endalok tímans"
eftir Hjálmar H. Ragnarsson en
hún var samin fyrir Tónlistardaga
Dómkirkjunnar sem helgaðir eru
minningu Páls ísólfssonar. Skyldi
það vera meðvitað að titill verksins
er sameiginlegur einu þekktasta
kammerverki Ohviers Messiaens
eða kannski bara tilviljun? Mjög
tilkomumikið og grípandi verk sem
Marteinn leikur glæsilega.
Þetta er afar eigulegur diskur og
öllum aðstandendum til mikils sóma.
Valdemar Pálsson
Skáldaeinvígi
í Rotterdam
Það er mikið um lióðahátíðir og umræðu
----------------------------------------------------------------------.-----------------7--------------&2----------------------------------
um ljóðlist víða um heim. Arlega er haldin
alþjóðleg ljóðahátíð í Rotterdam. Jóhann
Hjálmarsson ræddi við Skafta Þ. Halldórs-
son, einn fyrirlesara hátíðarinnar, um það
helsta á dagskránni og það sem Skafti
saknar einna helst hér heima, umræðu
um eðli ljóðlistar.
ÞRITUGASTA árlega
alþjóðlega Jjóðahátíðin
í Rotterdam í Hollandi
verður m.a. fólgin í því
að skáld kveðast á,
heyja nokkurs konar
einvígi í skáldskap og
er sá siður runninn
undan rifjum ungra
skálda í Chicago.
Fimm ung skáld munu
iðka þessa list í Rotter-
dam og að sögn Skafta
Þ. Halldórssonar, bók-
menntagagnrýnanda
Morgunblaðsins, minn-
ir hún ekki svo lítið á
gamla íslenska hefð
þegar menn kváðust á.
Áheyrendur púa ýmist
eða klappa á þessari
athyglisverðu dagskrá.
Skafti Þ. Halldórsson mun taka
þátt í umræðum á hátíðinni og fjalla
um íslenska nútímaljóðlist, en 17.
juní verður sérstaklega tileinkaður
íslandi. íslendingar hafa ekki fyrr
verið með á hátíðinni, en nú verða
þar fimm íslensk skáld, Vilborg
Dagbjartsdóttir, Baldur Óskarsson,
Sjón, Linda Vilhjálms-
dóttir og Didda. Hall-
dór Guðmundsson út-
gáfustjóri mun greina
frá útgáfu ljóðabóka á
íslandi.
íslensk skáld og
skáld frá Karíbahafinu
verða í brennidepli. Að
sögn Skafta fær hátíð-
in rómantískt yfir-
bragð með því að Pús-
hkíns verður minnst.
Einnig verður pólska
skáldið Zbigniev Her-
bert, sem lést í fyrra,
hyllt. Hollendingar í
forystu eru þeir Hugo
Claus og Gerrit
Kouwenaar.
Skáld sem á sér
ekkert ritmál
Hátíðin hefst á ræðu ljóðskálds
frá Mongólíu, Galsan Tschinag, en
hann er fulltrúi Tuvan-fóiksins
sem á sér ekkert ritmál. Hann er
menntaður í Þýskalandi og yrkir á
þýsku. Talandi skáld.
I lokin, á þessari síðustu hátíð
Morgunblaðið/ÞorkelJ
Skafti Þ. Halldórs-
son segir að of lítið
sé skrifað um IjóO á
Islandi.
aldarinnar, velur hvert skáld eitt
meiriháttar ljóð frá sínu landi,
uppáhaldsljóð sem mun að þeirra
dómi lifa af öldina, og þannig á að
verða til eins konar Ljóðlistarsafn.
Leiksýningar tengjast hátíðinni
og flutt verða munnlega ljóð eftir
hina og þessa höfunda.
í samtali við Skafta Þ. Halldórs-
son kom fram að víða sé mikill ljóð-
listaráhugi en minna fari fyrir hon-
um á íslandi. Hann segir að þótt
mikið sé gefið út af ljóðum hér sé
lítið skrifað um þau. Ekki sé heldur
mikið um nýjungar í íslenskum
skáldskap. Hann minnti þó á að
textagerð sé skáldskapur þótt hann
sé ekki alltaf merkilegur og spurði í
framhaldi af þvf: „Kannski íslenskir
plötusnúðar fari nú að kveðast á?"
Skafti sagði að m.a. yrði rætt um
„vald gagnrýnandans" og „hvort til
væri einhver aðferð til að dæma
hvort Jjóð sé gott eða ekki".
Saknar umræðu
um yóðlist
Skafti sagðist sakna ljóðrænnar
umræðu á íslandi fremur en þess að
dæmdar séu einstakar bækur. Þetta
ætti þó að vera takmark gagn-
rýnenda sem skrifa eingöngu fyrir
bókmenntatímarit, en oft sé hún
endurómur dagblaðagagnrýninnar.
En hvað um blaðagagnrýnina,
hvað einkennir hana þá helst?
„Bókmenntagagnrýnandi dag-
blaðs er blaðamaður að einhverju
Ieyti. Blaðagagnrýni er líka kynn-
ing. Gagnrýnandinn tekur á hinu
daglega í umræðunni en tímaritin
eru eðlilegri umræðuvettvangur
um ljóðlist. Það þyrfti að skrifa
meira um ljóðlist í tímaritin. Ég
sakna umræðu um eðli Ijóðlistar."
Þótt Hollendingar séu að mestu
leyti metnaðargjarnir í vali höf-
unda leggja þeir einnig áherslu á
„óhátíðlegri" ljóðagerð með ýmsu
móti, samanber einvígi skáldanna.
Einnig verður þeim tíðrætt í kynn-
ingu um að Sjón hafi samið söng-
texta fyrir Björk.
Ljóðahátíðin stendur frá 12.-18.
júní.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68