Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34     FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999

MORGUNBLAÐIÐ
31t**gtsiiI»I*fcife
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BOKASOFN OG
GAGNASÖFN
EINN MIKILVÆGASTI þáttur í blómlegu fræða- og
vísindastarfi er góður aðgangur að prentuðu efni og
öðrum upplýsingum um öll fræðasvið. Hér á landi hefur
ekki verið nægilegur skilningur á jjessu og ber hið mjög svo
takmarkaða bókasafn Háskóla Islands því glögg merki.
Ástæðan fyrir litlum og lélegum bókakosti safnsins, sem
stendur íslenskum fræðimönnum mjög fyrir þrifum, er lítil
fjárveiting til bókakaupa en samkvæmt ársskýrslu háskól-
ans 1997 þurfti að draga úr bóka- og tímaritakaupum í
Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni um 30% það ár
sökum naumra fjárveitinga. Samkvæmt niðurstöðum
nefndar um aðgang bókasafna, stofnana og einstaklinga að
erlendum og innlendum gagnasöfnum, sem menntamálaa-
ráðherra skipaði fyrir ári, hefur íslenskum bókasöfnum
einnig veist erfitt að nýta möguleika upplýsingatækninnar
sökum fjárskorts.
Ljóst má vera að það er hlutfallslega dýrara fyrir fá-
mennisþjóð á borð við íslendinga að kaupa aðgang að slík-
um gagnasöfnum en fyrir stórþjóðir. Eins og fram kom í
máli formanns nefndarinnar, Sólveigar Þorsteinsdóttur, í
Morgunblaðinu á þriðjudag er það hins vegar algjörlega
óhjákvæmilegt ef þjóðin ætlar ekki að dragast aftur úr í
samkeppni þjóða í vísindum og tækni. Að mati Sólveigar er-
um við nú þegar um það bil tveimur árum á eftir hinum
Norðurlöndunum í þessum efnum og því ekki seinna vænna
að hefjast handa.
Gera verður ráð fyrir því að ríkið þurfi að leggja aukið fé
til þessa málaflokks en nefndin leggur til að ríkið greiði all-
an kostnað vegna ákveðinna gagnagrunna. Bókasöfnin sjálf
bera hins vegar einhvern hluta kostnaðarins, svo sem
vegna rafrænna tímarita. Pað getur hins vegar ekki verið
æskilegt að bókasöfnin segi upp áskriftum að prentuðum
tímaritum til þess að standa straum af þessum kostnaði,
eins og nefndin miðar við, enda koma sömu tímaritin í fæst-
um tilvikum út á prenti og á Netinu. Þarna er um að ræða
tvo miðla sem bókasöfnin þurfa að nota til þess að bæta
hvor annan upp. Annar þeirra kemur hins vegar seint í
staðinn fyrir hinn.
ENDURREISN KOSOVO
TÆPRI viku eftir að stjórnvöld í Júgóslavíu féllust á
skilyrði NATO hefur náðst samkomulag um það hvern-
ig staðið skuli að brottför serbneskra hermanna frá
Kosovo. Sagði Javier Solana, framkvæmdastjóri bandalags-
ins, frá því í kjölfarið að loftárásum hefði verið hætt form-
lega.
Nú tekur við verkefni sem gæti reynst jafnflókið og um-
fangsmeira en sjálfur hernaðurinn. Það verður meginmark-
mið næstu mánaða að tryggja flóttamönnunum, er flúið
hafa Kosovo, örugga heimkomu. Það verður að byggja upp
heimili fólks frá grunni, tryggja því lífsnauðsynjar og, þeg-
ar fram í sækir, lífsviðurværi. Dragist uppbyggingarstarfið
á langinn og ef ekki tekst að fá flóttamennina til að snúa
heim, hefur Milosevic unnið sigur að hluta.
Að sama skapi verður að tryggja öryggi þeirra Serba er
búa í héraðinu. Þeir óttast um öryggi sitt nú er Kosovo-Al-
banar snúa heim og margir þeirra munu eflaust ákveða að
yfirgefa Kosovo. Það gæti hins vegar reynst hættulegt ef
Serbar telja að landsmönnum þeirra hafi verið úthýst úr
Kosovo. Á slíku nærist hatrið er gegnsýrt hefur samskipti
Serba og Albana.
Takist að tryggja endurkomu íbúa Kosovo til heimila
sinna hefur Atlantshafsbandalagið unnið sigur. Hvernig
sem á málið er litið er það hins vegar dýrkeyptur sigur.
Þúsundir Serba og Albana hafa fallið í loftárásum og þjóð-
ernishreinsunum, hundruð þúsunda eru á vergangi og heilt
ríki hefur verið fært áratugi aftur í tímann hvað efnahags-
og þróunarstig varðar.
Það er ljóst að Serbar munu ekki geta byggt upp land sitt
með skjótum hætti einir og óstuddir. Að sama skapi liggur
fyrir að lítill vilji er til að veita Serbum fjárhagsaðstoð á
meðan Slobodan Milosevic fer enn með völd í Belgrad. Til
lengri tíma litið er besta tryggingin fyrir stöðugleika á
Balkanskaga að Serbar verði á ný teknir inn í samfélag sið-
aðra þjóða. Þá verða þeir aftur á móti jafnframt að sýna að
ástæður útskúfunar þeirra tilheyri sögunni.
Samkeppnisráð telur Landssímann njóta ólöglegs
sem raski samkeppnisstöðu með alvarlegum h
11,5 milljarða ríkisa
verði dregin til bs
Samkeppnisráð hefur
komist að þeirri
niðurstöðu að eignir
Pósts og síma hafí verið
vanmetnar um 10 millj-
arða þegar fyrirtækinu
var breytt í hlutafélagið
Landssímann. Þá hafi
lækkun lífeyrisskuld-
bindinga um 1,5 millj-
arða ekki verið heimil
skv. lögum. Landssíminn
hafi því einstaka yfir-
burðastöðu á markaðin-
um vegna ríkisstuðn-
ings. Leggur ráðið til að
stofnað verði dótturfyr-
irtæki um GSM-þjón-
ustu Landssímans,
eignir fyrirtækisins
verði endurmetnar
og ríkisaðstoðin síðan
dregin til baka.
SAMKEPPNISRÁÐ          af-
greiddi kæru Tals hf. vegna
GSM-þjónustu Landssímans
hf. frá í september á sein-
asta ári á fundi ráðsins 9. júní. Þegar
Tal sendi sína kæru til Samkeppnis-
stofnunar hafði stofnunin þegar haf-
ið ákveðna athugun á starfsemi
Landssímans, skv. upplýsingum
Morgunblaðsins. Afgreiðsla sam-
keppnisráðs felur annars vegar í sér
að sérstöku áliti er beint til sam-
gönguráðherra og hins vegar er
beint bindandi fyrirmælum til
Landssímans.
Meginniðurstöður samkeppnis-
ráðs eru eftirfarandi skv. fréttatil-
kynningu frá Samkeppnisstofnun:
Þegar Póst- og símamálastofnun
var gerð að hlutafélagi hinn 1. janú-
ar 1997, Pósti og síma hf., var fyrir-
tækinu veitt ríkisaðstoð sem nemur
a.m.k. 10 milljörðum króna. Ríkisað-
stoðin fólst í því að eignir fyrirtækis-
ins voru vanmetnar og viðskiptavild
þess ekki metin og eignfærð. Til við-
bótar voru lífeyrisskuldir fyrirtækis-
ins lækkaðar um 1,5 milljarða króna.
Vegna þessarar ríkisaðstoðar nýt-
ur Landssími íslands nú ólögmæts
forskots í samkeppni á fjarskipta-
markaði. Á grundvelli ríkisstuðn-
ingsins er Landssíminn í aðstöðu til
að lækka verð á þjónustu sinni, án
þess að það eigi sér eðlilegar rekstr-
arlegar forsendur. Með ríkisaðstoð-
inni hefur keppinautum Landssím-
ans verið mismunað og samkeppnis-
stöðu þeirra raskað með alvarlegum
hætti.
Þessi ríkisaðstoð er andstæð
markmiði samkeppnislaga og fer
auk þess gegn ákvæðum laga um
stofnun hlutafélags um rekstur Póst-
og símamálastofnunar. Jafnframt
telur samkeppnisráð að ríkisaðstoðin
fari gegn ákvæðum EES-samnings-
ins.
Samkeppnisráð beinir þeim til-
mælum til samgönguráðherra að
láta svo skjótt sem auðið er fram-
kvæma endurmat á fastafjármunum
Landssímans, skuldbindingum fyrir-
tækisins og viðskiptavild þess. Að
ÝMSAR athugasemdir hafa verið gerðar af hálfu samkeppnisráðs
m.a. við mat á eignum Landssímans, afslátt til stórnotenda í GSM
kerfinu og tilmælum um úrbætur beint til samgönguráðuneytis og
fyrirtækisins sjálfs.
því loknu verði ríkisaðstoðin til
Landssímans dregin til baka.
Samkeppnisráð leggur til við sam-
gönguráðherra að hann hlutist til um
að stofnað verði sérstakt dótturfyrir-
tæki um GSM-þjónustu Landssím-
ans.
Frá árinu 1994, þegar Póstur og
sími hóf að bjóða GSM-þjónustu, til
1. apríl 1997 var verð á þessari þjón-
ustu nánast óbreytt. Á þessum tíma
hafði Póstur og sími einkarétt á
markaðnum. Hinn 1. aprfl 1997 lá
fyrir að Tal myndi hefja starfsemi í
farsímaþjónustu. Frá þeim tíma til
dagsins í dag hefur Landssíminn
lækkað verð á GSM-þjónustu sinni
um 27-50% auk þess sem gjöld fyrir
sérþjónustu hafa verið felld niður.
Liður í verðlækkunum Landssím-
ans er magnafsláttur sem fyrirtækið
veitir stórnotendum. Fyrir þessum
afslætti hafa ekki verið færð nein
rekstrarleg rök. Hins vegar kemur
fram í fundargerðum Landssímans
að markmið fyrirtækisins með þeim
hafi verið að binda verðmæta við-
skiptavini hjá fyrirtækinu og hindra
Tal í að afla sér viðskipta við þá.
Þegar hin einstaka yfirburðastaða
Landssímans á fjarskiptamarkaði er
virt og höfð er hliðsjón af forskoti
fyrirtækisins, m.a. vegna áratuga
einokunarstöðu, telur samkeppnis-
ráð að magnafsláttur fyrirtækisins
feli í sér misnotkun á markaðsráð-
andi stöðu sem fari gegn markmiði
samkeppnislaga og gegn markmið-
um Alþingis um virka samkeppni á
fjarskiptamarkaði.
Samkeppnisráð beinir því þeim
fyrirmælum til Landssímans að fella
us
sír
ar
ihií
að
an
un
þe
VÍ(
Ts
þe
ur
sa
up
stj
an
ryi
un
ko
U
Sa
íýí
se
Lí
að
ta
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68