Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 40
v40 FÖSTUDAGUR 11. JIJNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN • • Ossur og kolkrabbinn ÖSSUR Skarphéð- insson skrifar hálfsíðu- grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 8. júní sl. Greinin einkennist af raiklu hatri í garð þess sem Össur nefnir kol- krabbann og allt sem getur hnekkt því fyrir- bæri er greinilega af því góða. Megi koma höggi á krabbann þá er engin fóm of stór. Þá er hvert það fyrir- 'tæki sem líklegt væri til að hnekkja kola „þróttmikið og nútíma- legt“. Þá er alveg sama þótt það verði ekki aðrir en íslensk- ir launþegar sem bjóða Össuri og öðrum sem nýfengið hafa tugþús- undir í launahækkun nýlega upp á ódýrt vöruverð með störfum sínum og atvinnuöryggi. Jónas Garðarsson Hvers vegna eiga ís- lenskir sjómenn að láta eftir störfin sín um borð í flutningaskipun- um svo að Össur geti verslað ódýrt? Hvers eiga íslenskar flug- freyjur að gjalda, sem ekki ná fram kjara- samningi við Atlanta, en þar vinnur fjöldi flugfreyja erlendis í gegnum erlendar áhafnaleigur á dagpen- ingum um borð í ís- lensku hentifánaflugfé- lagi, án annarra launa eða ráðningaröryggis? Er það nú orðið svo að þingmenn Samfylkingarinnar líta svo á að eðlilegar leikreglur Alþjóða vinnu- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (ILO) eiga ekki lengur að gilda á íslenskum vinnumarkaði? Siglingar Hvers vegna gengur Ossur ekki í það, spyr Jónas Garðarsson, að skapa skipafélögunum hér á landi þær skatta- legu forsendur sem gera þeim kleift að vera nútímaleg og sigla undir íslenskum fána? Össur leitaði stuðnings okkar sjó- manna fyrir kosningar. Ætlar hann nú að láta fleygja okkur í land eftir kosningar svo að „nútímaleg" fyrir- tæki geti nýtt sér ódýrt vinnuafl ut- an úr heimi? Hvað er í gangi, góði þingmaður? Hvers vegna hefur fyrirtækið Atlanta ítrekað lent upp á kant við samtök launafólks? Hvers vegna sat fulltrúi launafólks hjá við af- greiðslu útflutningsverðlauna for- seta Islands nýverið? Hvers vegna lét fyrrverandi formaður Alþýðu- bandalagsins og ritstjóri Þjóðvilj- ans misnota sig í stóli forseta Is- lands í þágu auglýsingastarfsemi þessa fyrirtækis? Sjómannafélag Reykjavíkur hefur haft fullan skiln- ing á baráttu Flugfreyjufélags Is- lands og styður hana heils hugar, enda eigum við við sama vanda að etja. Og hvers vegna hefur verka- lýðshreyfíngin um árabil barist fyr- ir þátttöku í nefndum og ráðum, til að geta haft áhrif á gang mála, ef menn síðan sitja hjá við afgreiðslu mála? Eiga fulltrúar verkalýðs- hreyfíngarinnar að vera eitthvert skoðanalaust stofustáss eða stólprýði á slíkum fundum? Nei, Össur Skarphéðinsson. Okk- ur sjómönnum er alveg sama hvað útgerðin heitir. Okkar grundvallar- krafa er að „íslensk skipafélög" hvaða nafni sem þau nefnast flytji vörur sínar í fastri áætlunarsigl- ingu með „íslenskum skipum, undir íslenskum fána og á íslenskum kjörum“. Við eigum í stöðugri bar- áttu við þá sem reyna að búa til aðrar aðstæður. Við höfum ráðist á Eimskip og höldum því áfram, ekki vegna Kolkrabbans, heldur vegna gnmdvallarkrafna á vinnumarkaði. Ekkert íslenskt fyrirtæki, sem ekki virðir grundvallarleikreglur ís- lensks vinnumarkaðar, er í okkar augum nútímalegt. En hvers vegna gengur Össur ekki í það að skapa skipafélögunum hér á landi þær skattalegu forsend- ur sem gera þeim kleift að vera nú- tímaleg og sigla undir íslenskum fána? Við erum boðnir og búnir að veita þær upplýsingar sem hann óskar eftir í þeim efnum og á með- an ekki hefur tekist að útrýma okk- ur alveg verður heitt á könnunni hjá okkur í Skipholtinu. Höfundar er formnöur Sjómannafé- lags Reykjavíkur. ATVINNUHÚSNÆÐi Til leigu Til leigu er jarðhæö og hluti kjallara í nýupp- gerðri húseign í miðbæ Reykjavíkur. Húsið stendur eitt á sér lóð. Húsnæðið getur hentað undir margs konar starfsemi, en þó sérlega vel fyrir veitingastað eða þjónustu. Upplýsingar í símum 696 4646 og 892 5606. Ódýrt — ódýrt Lagerútsala Leikföng, gjafavörur, sportskór. Opið frá kl. 13—18, fimmtudag og föstudag og laugardag frá kl. 11 — 15. Skútuvogi 13 (við hliðina á Bónus). L) p p §3 O £3 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalgötu 7, Stykkishólmi þriðjudaginn 15. júní 1999 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Sundabakki 16, Stykkishólmi, þingl. eig. Pétur H. Ágústsson, gerðar- beiðendur Fjárfestingarbanki atvinnul. og íslandsbanki hf., höfðust. 500. IMAUÐUIVIGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins i Hafnarstræti 1, Isafirði þriðjudaginn 15. júní 1999 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: TILBOÐ / ÚTBOÐ ÖLFTJ SHREPPUR Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 10. júní 1999. Hafnarstræti 6, 0301, ísafirði, þingl. eig. Mikael Rodriguez Algarra og Guðbjörg Ásgerður Överby, gerðarbeiðendur Byggingarsj. ríkisins húsbréfadeild og Isafjarðarbær. Hjallavegur 3,1. h. Flateyri, þingl. eig. Sigurður H. Garðarsson, gerð- arbeiðendur ísafjarðarbær og Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Hlíðarvegur 9, 0103, bílskúr nr. 3, ísafirði, þingl. eig. Kristján Finnboga- son, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands hf., Self. Hrannargata 8, 0101, ísafirði, þingl. eig. Sölvi Magnús Gíslason og Kanjanapron Gíslason, gerðarbeiðendur Byggingarsj. ríkisins hús- bréfadeild og ísafjarðarbær. ^Mjallargata 6, 0101, Isafirði, þingl. eig. Rósmundur Skarphéðinsson, Kamilla Thorarensen og Lífeyrissjóður Vestfirðinga, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Ólafstún 14, Flateyri, þingl. eig. Hjálmur ehf., gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður ríkisins. Pólgata 4, íb. 0201, 2. h. + hanabjálkaloft, Isafirði, þingl. eig. Auðunn Snævar Ólafsson og Guðbjartur Karlott Ólafsson, gerðarbeiðendur Byggingarsj. ríkisins húsbréfadeild og Lífeyrissj. starfsm. rík. B-deild. Sólgata 7, (safirði, þingl. eig. Guðmundur Hjaltason og Matthildur Á. Helgadóttir, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki (slands og íslandsbanki hf., útibú 556. Urðarvegur 24, Isafirði, þingl. eig. Eiríkur Brynjólfur Böðvarsson og Halldóra Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsj. ríkisins hús- bréfadeild, Húsasmiðjan hf„ ísafjarðarbær, íslandsbanki hf„ útibú 556, og Kreditkort hf. Sýslumaðurinn á (safirði, 10. júní 1999. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjáifri sem hér segir: Eyrargata 4, n.h„ Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudaginn 15. júní 1999 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á fsafirði, 10. júní 1999. TIL SÖLU Garðplöntusala ísleifs Sumarliðasonar Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ auglýsir: Stórtré af ierki, bergfuru, stafafuru og reynivið. Ennfremur hengigullregn og hengibaunatré og rósakirsiber. Tilboð 20% afsl. af fjallafuru og eini. Sími 566 7315. Vöruskemma — alútboð Hafnarsjóður Þorlákshafnar óskar eftir tilboð- um í ca 450 m2 vöruskemmu í Þorlákshöfn. Um er að ræða alútboð þar sem innifalin er öll hönnun, smíði, uppsetning og prófun. í út- boðinu felst einnig jarðvinna. Húsið, sem verð- ur einangrað, getur verið gert úr ýmsum bygg- ingarefnum. Útboðsgögn fást afhent hjá skrifstofu Sveitar- félagsins Olfuss, Selvogsbraut 2, 815 Þorláks- höfn, eða hjá Verkfræðistofu Suðurlands ehf., Austurvegi 3—5, 800 Selfoss, en þangað skal skila tilboðum eigi síðar en miðvikudaginn 7. júlí nk. kl. 11.00. TILKYNNINGAR Vegur nr. 56 yfir Vatna- heiði á Snæfellsnesi Niðurstöður frumathugunar og úrskurð- ur skipulagsstjóra ríkisins. Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam- kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfis- áhrifum. Ráðast skal í frekara mat á umhverfis- áhrifum vegar nr. 56 yfir Vatnaheiði á Snæ- fellsnesi. Úrskurðurinn í heild liggurframmi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is. Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfis- ráðherra og er kærufrestur til 9. júlí 1999. Skipulagsstjóri ríkisins. ÝMISLEGT Áttu aukakíló sem þú mátt missa? Vantar þig kannski viðbótarkíló eða bara meiri kraft og orku? Með því að stjórna sjálfur þyngd þinni og útliti á heilsusamlegan hátt, eykur þú vellíðan og sjálfsöryggi. 100% náttúruleg fæðubótarefni. Góðir átaks- og stuðningshópar. Upplýsingar gefur Margrét í símum 555 0206/698 0706. FÉLAGSLÍF Dagskrá helgarinnar 12.—13. júní Sumardagskrá Þjóðgarðsins á Þingvöllum fer af stað nú um helgina. I sumar verður að vanda boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem saman fer fræðsla, skemmtun og holl útivera. Þátt- taka er ókeypis og allir eru vel- komnir. Laugardagur 12. júní kl. 14: Lambhagi — Vatnskot Róleg og auðveld náttúruskoð- unarferð með vatnsbakka Þing- vallavatns. Hugað að vaknandi gróðri og fjölbreyttu fuglalífi. Hefst á bílastæði við Lambhaga og tekur 3—4 klst. Takið með ykkur nesti og verið vel búin til fótanna! Sunnudagur 13. júnf kl.13: Skógarkot Gengin fáfarin leið um Sandhóla- stíg í Skógarkot og til baka um Skógarkotsveg og Fögrubrekku. Lagt af stað frá þjónustumiðstöð. Gangan tekur 2—3 klst. Hafið gjarnan með ykkur nesti. Kl. 14: Guðsþjónusta í Þing- vallakirkju Prestur sr. Rúnar Egilsson. Org- elleikari Ingunn H. Hauksdóttir. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.