Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 41
f MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 11. JUNI1999 UMRÆÐAN Er hreyfing heilsubót? í ÞESSARI grein er sagt frá nið- urstöðum rannsókna sem benda til þess að regluleg hreyfíng í stuttan tíma í senn bæti heilsu og þol. Með því að gera hreyfingu hluta af dag- legu lífí okkar getum við aukið heilsu, þrek og vellíðan án þess að hafa mikið fyrir því. Hreyfing Þung rök hníga að því að reglubundin hreyf- ing sé veruleg lífsbót Sigurður Guðmundsson Stöðug hreyfing eða í hrinum Og hÚn bæði lengír Anna Björg Aradóttir Því var lengi vel haldið fram að til þess að hreyfing og líkamsþjálfun væri heilsubót þyrfti hún að vera stöðug þann tíma sem hún væri stunduð. Nú hafa nokkrar rann- sóknir leitt í ljós að uppsafnaður tími skiptir máli þó svo að hreyfi- tímanum sé skipt í nokkur stutt tímabil. I bandarískri rannsókn sem gerð var fyrir u.þ.b. 10 árum var fólki gert að stunda líkamsþjálfun, sem átti að vera í meðallagi eða mikil, annaðhvort í 30 mínútur í eitt skipti eða í þremur 10 mínútna hrinum. í japanskri rannsókn var hlaupi (sömu heildarvegalengd) skipt upp í eina, tvær eða þrjár hrinur. Þol (mælt var með hámarks súrefnisupptöku) var hið sama í öll- um hópunum í báðum rannsóknun- um. Fylgivandamál líkamsræktar Vissulega er sá galli á gjöf Njarð- ar að líkamsþjálfun geta fylgt tiltek- in vandamál. Til dæmis fá 35-65% hlaupara einhvers konar stoðkerfis- einkenni, verld eða önnur óþægindi á hveiju ári. í flestum tilvikum eru þau smávægileg. Öllu alvarlegra er vandamál sem hefur skotið upp hjá ungum konum, sem stunda mjög mikla líkamsþjálfun af hvaða tagi sem er, en það er tíðastopp með beinþynningu og átröskunum. Þetta er þó fátíður vandi og kemur ekki fyrir hjá konum er leggja stund á hæfilega hreyfingu. Margir hafa haft áhyggjur af tilvikum þar sem hjartadrep verður í kjölfar mikillar áreynslu. Tíðni skyndidauða eftir áreynslu er sem betur fer mjög lítil eða frá engu upp í tvö tílvik fyrir hverjar 100 þúsund klukkustundir við áreynslu. Einkum gerist þetta hjá kyrrsetufólki sem reynir um of á sig og verður einkum á fyrstu klukkustundinni eftir áreynsluna. Undirstrikar þetta einungis nauð- syn hægvaxandi þjálfunar og þess að kyrrsetumenn fari ekki of geyst í sakimar þegar þeir hefja líkams- þjálfun. Nýjar leiðbeiningar um líkamsþjálfun Lengi vel var talið að til að lík- amsþjálfun væri gagnleg heilsufari þyrfti fólk að hreyfa sig að minnsta kosti 20-30 mínútur þrisvar í viku og reyna veralega á sig. Talið var að við áreynsluna þyrfti hjartsláttar- hraði að vera 60-90% af hámarks- hjartslætti. Rannsóknir bentu enda til að árangur af hreyfingu væri og bætir lífið, segja Sigurður Guðmunds- son og Anna Björg Aradóttir, í síðari grein sinni. háður skammtinum, þ.e.a.s. því meira sem menn hreyfðu sig þeim mun meira væri gagnið. Fyrir um það bil þremur árum voru lagðar fram nýjar leiðbeining- ar af hálfu landlæknis Bandaríkj- anna í þessum efnum. Voru þær unnar af forvamarstofnun Banda- ríkjanna og samtökum íþrótta- lækna. Leiðbeiningamar kveða á um það, eins og kemur fram í með- fylgjandi kassa, að fullorðnir eigi að stunda líkamsrækt í 30 mínútur flesta eða alla daga vikunnar en áreynslan þurfi ekki að vera nema í meðallagi (4-7 kílókaloríur á mín- útu). Leiðbeiningar þessar leggja áherslu á gagnsemi meðalhófsins, ekki er nauðsynlegt að erfiða mikið til að hafa gagn af. Ennfremur var lögð áhersla á að hreyfing í hrinum (8-10 mínútur í hvert skipti) er eins gagnleg og hreyfing í lengri tíma ef uppsafnaður tími nær 30 mínútum á dag. Gert var ráð fyrir að orkunotk- un þyrfti að samsvara 150-200 kílókaloríum á dag eða um 1.000 kílókaloríum á viku. Engum ætti að vaxa í augum að hreyfa sig á þennan hátt og er ljóst að hreyfingin er oft á tíðum og get- ur verið hluti af daglegum störfum eða áhugamálum. Dæmi um al- genga hreyfingu sem er í meðallagi erfið er í meðfylgjandi töflu. Dæmi um meðaláreynslu: • Sæmilega hröð ganga (5 til 6 kíló- metrar á klukkustund) • Hjólreiðar (15 kílómetrar á klukkustund, t.d. tU vinnu eða til ánægju) • Sund (án bægslagangs) • Golf (kylfur bornar eða dregnar) • Tennis og badminton • Skokk (1'/2 hálfur kílómetri) • Stangaveiði • Hreingernig (heimavið eða ann- ars staðar) • Garðvinna • Garðslátta (jafnvel með bensín- sláttuvél) • Húsamálun • Bílþvottur og bón • Ganga með bamavagn Samstarf Enginn vafi er á því að hófleg hreyf- ing er heilsubót og aldrei er of seint að byrja. Miklu máli sldptir að þessum upplýsingum verði komið á framfæri við fólk og þarf að koma til samráð og samvinna allra þeirra sem vinna að eflingu hreyfingar í heilsubótarskyni. Þama þyrftu marg- ir að koma til, þar á meðal heilbrigðis- starfsfólk, íþrótta- félög, skólar og vinnuveitendur, for- eldrar og tryggingafélög, svo ein- hver dæmi séu nefnd. Víða hefur verið unnið gott starf í þessu efni, ekki síst í ýmiss konar hópum, t.d. hinn þekkti Hana nú-hópur í Kópa- vogi. Fleiri slíkir þyrftu að koma til. Ljóst er að hlutverk fjölmiðla, eink- um sjónvarps, við að koma þessum upplýsingum á framfæri getur verið vemlegt. Við viljum því hvetja til víðtæks samráðs í þessum efnum á komandi sumri. Að lokum Þung rök hníga að þvi að reglu- bundin hreyfing sé veruleg lífsbót og hún bæði lengir og bætir lífið. Hún minnkar líkur á íþyngjandi sjúkdómum. Miklu máli skiptir að í þessu efni er meðalhófið nóg. Þörf er á frekara samráði í þessum efn- um. Oft hefur verið farið út í hið klassíska íslenska átak af minna til- efni en miklu máli skiptir að því verði haldið áfram og ekki látið líða undir lok á skömmum tíma, sem því miður hafa oft orðið örlög ýmissa góðra verkefni hér á landi. Sigurður er landlæknir, Anna Björg er verkefnisstjóri Heilsueflingar. ues Hues eru fallega hönnuð borð frá •BroyMir þar sem einfaldleikinn faer að njóta sín. Bífdshöfdi 20 - 112 Reykjavík Sími 5 f 0 8000 Góð: Samsung VM6000 + Intel Celeron örgjörvi 300MHz + 12,1" skjár + 32MB + 4GB + 4MB SGRAM skjáminni + 16 bita hljóðkort |3D SRS), hljóönemi og hátalarar. + Innbyggð disklingadrif og geisladrif + DVD eða Zip drif fáanleg sem aukabúnaður Betrí: Samsung GS6000 + Intel Pentium II örgjörvi 333MHz + 13,3"TFTskjár + 64MB + 6,4GB + 8MB SGRAM skjáfninni + 56KB mótald + 16 bita hljóökort (3D SRS) hljóönemi og hátalarar * Útskiptanlegt disklingadrif og 24x geisladrif. + DVD eða Zip drif fáanleg sem aukabúnaður. Best: Samsung GT6000 + + + + + + + v Intel Pentíum Itörgjörvi 366MHz 14.1"TFTskjár 64MB vinnsluminni 6,4GB diskur 8MB SGRAM slgáminni 56KB mótald 16 bita hljóðkort (3D SRS), hljóðnemi og hátalarar. Innbyggð disklingadrif og DVD drif Fartölva er eins og tannbursti - ómíssandí og alltaf með á ferðalögum Pað er merki um framförir þegar góðir hlutir hætta að vera munaðarvara. Fartölvan er vissulega ennþá munaður en nú faerðu öffuga.fartðlvu á verði sem þú ræður auðveldlega við. Samsung fartölvan verður ómissandi og óaðskiljanlegur hluti af Iffi þfnu. Hvert sem þú ferð fer hún Ifka. Hún tengir þig við vinnustað og vini, léttir vinnunna og styttir þér stundir þess á milli. Þú gleymir því fljótt hvernig lífið var án hennar! EJS hf. ♦ 563 3000 ♦ www.ejs Grensásvegi 10 08 Reykjavfk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.