Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 éSh JON GUNNARSSON + Jón Gunnarsson fæddist í Mið- ljarðarnesi á Langanesströnd 20. september 1905. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóii í Reykjavík 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Metúsalemsson, bóndi í Miðijarðar- nesi, f. 16. júlí 1873, og kona hans Mar- grét Sigurðardótt- ir, f. 29. mars 1870. Jón var sjöundi í röð 13 systkina sem eru öll látin. Þau voru: Stefán Friðrik, f. 27. nóv- ember 1895; Salína Margrét, f. 9. apríl 1897; Pétur Metúsalem, f. 11. nóvember 1898; Sigurður, f. 12. desember 1900; Halldóra, f. 9. ágúst 1902; Steinunn Sig- urlaug, f. 14. mars 1904; Jó- hanna Björk, f. 18. janúar 1907; Stefanía, f. 18. jan. 1909; Stefán Friðrik, f. 12. aprfl 1910; Regína Sigríður, f. 28. júlí 1911; Sigur- veig, f. 6. nóvember 1913; Sigurveig, f. 3. febrúar 1915. Fyrri kona Jóns var Anna Guðjóns- dóttir frá Saurum í Helgafellssveit, f. 20. júní 1909. Þau skildu. Börn þeirra: 1) Guð- mundur Jónsson, f. 20. september 1935, fyrrverandi eiginkona hans er Lára G. Oddsdóttir, f. 12. októ- ber 1944. Þau eiga tvö börn, Guðbjörgu Önnu, f. 10. mars 1971, og Jón Odd, f. 11. ágúst 1974. 2) Margrét Jónsdóttir, f. 21. september 1936, maki Ólafur Haraldsson, f. 15. september 1933. Þau eiga tvö börn, Agnesi Jónu, f. 16. september 1959, og Harald Hjálmar, f. 30. september Kær vinur og fyiTverandi tengdafaðir minn, Jón Gunnarsson, hefur kvatt þetta jarðlíf á 94. ald- ursári. Hans er sárt saknað. Jón átti ekki kost á langri skólagöngu, sem hann tregaði alla ævi, en var afar bókhneigður og gagnmenntað- ur maður í þess orðs besta skiln- ingi. A unglingsárum drakk hann í sig ungmennafélags- og samvinnu- hugsjónir og var einstakur elju- maður og samviskusamur svo eftir var tekið. Trúr hugsjónum sínum og eðlislægum mannkostum starf- aði Jón hjá samvinnuhreyfingunni í rúm fimmtíu ár meðal annars sem kaupfélagsstjóri á Djúpavogi, Seyð- isfirði, Borðeyri, Ólafsfirði og Vest- mannaeyjum. En fyrir mér var ævistarf hans annað og meira. Hann var afi drengjanna minna. Því hlutverki skilaði Jón með ær- legum sóma. Allt frá fæðingu þeirra sinnti hann þeim af stakri kostgæfni. Umgekkst þá af virð- ingu, las fyrir þá, fór í gönguferðir, bar út með þeim dagblöð, kenndi þeim að meta gróður og dýralíf, umgangast náttúruna af tillitssemi og talaði þannig til þeirra og við þá að þeir lærðu kjarnyrtari íslensku en við foreldrarnir og skólar megn- uðum að kenna. Jón átti fleiri afa- börn, jafnvel óskyld eins og hana Majsu, sem hann veitti sömu um- hyggju þegar færi gafst. í þeim öll- um býr arfleifð hans. Þegar börn áttu í hlut var Jón opinn og hlýr, en flíkaði lítt næmum tilfinningum sín- um og gat átt erfitt með að tjá hug sinn gagnvart fullorðnum. Fyrir barngæsku Jóns og drengskap er ég ævinlega þakklátur. Af sama þakklæti og virðingu minnist ég síðari konu Jóns, Þorbjargar Guð- mundsdóttur, sem lést árið 1990. Eg er líka þakklátur fyrir ótal ánægjustundir sem við Jón áttum saman við gróðursetningu, jarð- vinnu, kartöflurækt og hvaðeina í Gryfjunni í Grímsnesi. Þar var hann í essinu sínu, natinn eins og hann átti að sér að vera og vildi enginn eftirbátur vera í vinnu, jafn- vel kominn hátt á níræðissaldur. Birkilundurinn, sem hann plantaði fyrir tæpum tuttugu árum, dafnar sem aldrei fyrr. Þar verður gott að minnast Jóns Gunnarssonar. Börn- um Jóns, barnabörnum og fjöl- skyldum þeirra votta ég samúð mína. Far vel, góði vinur. Atli Gíslason. Ef að þótti þinn er stór, þá er von að minn sé nokkur. Blóðið sama er í okkur, dropar tveir, en sami sjór. (Katrín Einarsdóttir.) Þessa vísu, sem móðir Einars Benediktssonai- orti til sonar síns, kenndi afi mér á unglingsárum mínum. Þá var ég að fara að halda fyrirlestur um Einar Benediktsson í skólanum og byrjaði auðvitað á því að leita í smiðju afa í stað þess að lesa aðeins bækur um Einar. Þetta var einn anginn af sambandi mínu við afa, hann var alltaf að segja manni sögur af fólki. Yfirleitt voru sögurnar af fólki sem hann hafði kynnst löngu fyrir fæðingu mína, þannig að um leið og hann sagði mér sögur af fólki sagði hann mér sögu íslensks samfélags. Hann var hættur að nenna að fylgjast með öllum þeim tækninýjungum sem hafa átt sér stað í tölvuiðnaðin- um og því gat ég sagt honum frá öllum þeim ósköpum sem þar eru að gerast. Svoleiðis bárum við gjaman fortíðina saman við nútím- ann. En afi sagði okkur barnabörn- unum ekki aðeins frá samfélagi fyrri tíma heldur kenndi hann okk- ur líka að ljúga og um leið að gera greinarmun á lygurum og stórlyg- urum. Hann hafði nefnilega dálæti á mönnum eins og barón Munehhausen og hafði einstaklega gaman af því að segja sögur af ís- lenskum stórlygurum. Sjálfur sagði hann ekki sögur af eigin lygum, það gerðu aðrir. I raun voru þetta ekki lygar heldur má kalla þær skemmtilegar sögur og ævintýri á góðu barnamáli. Þegar ég var 14 ára gamall fór ég að bera út Morgunblaðið. í fyrstu bar ég blöðin út einn en bauð afa fljótlega með enda átti hann heima rétt við götuna sem ég bar út í. Ég átti ekki von á að hann myndi koma með mér á hverjum morgni enda var hann, að því að ég taldi, orðinn gamall. En afi var ekkert orðinn gamall, hann var að- eins 84 ára gamall og bar blöðin út með mér á hverjum morgni næstu tvö árin og þegar ég var veikur bar hann blöðin einn út. Oft hafði ég áhyggjur af því að afi væri að of- gera sér með þessari vinnu, sér- staklega þegar veður voru vond. Þær áhyggjur voru þó óþarfar þar sem hann skemmti sér hið besta við blaðburðinn og geislaði allur af gleði þegar hríð var úti þar sem hríðin minnti hann á gamla hestinn hans sem aldrei villtist í vondum veðrum, að hans sögn. En við í fjöl- skyldunni höfðum einnig aðrar áhyggjur. Afi var nefnilega mikill Sambands- og framsóknarmaður, en var allt í einu farinn að bera út málgagn íhaldsins. Sjálfur sagði hann einfaldlega að hann væri ekki að bera út blöð heldur aðeins að hjálpa barnabarni sínu. Einnig benti hann á að í nokkrum af þeim húsum sem við bárum blöðin út í byggju góðir og gegnir framsókn- armenn. Afi var mikill bóndi í sér og sagði mér eitt sinn að hann hefði alltaf viljað gerast bóndi. Sá draumur rættist að nokkru leyti enda rækt- aði hann kartöflur rétt við Reykja- víkurflugvöll. Þar dvaldi hann 1963. Jón eignaðist eina dóttur, Petru Sigríði, f. 31. janúar 1941, með Elínu Margréti Pét- ursdóttur, f. 28. nóvember 1909 í Höfnum á Langanesströnd. Maki Petru er Einar Frið- björnsson, f. 10. aprfl 1938. Seinni kona Jóns var Þor- björg Guðmundsdóttir ljósmóð- ir frá Arnarnesi í Arnarnes- hreppi, f. 16. janúar 1910, d. 8. mars 1990. Börn þeirra: 1) Kri- stján Jónsson, f. 8. ágúst 1946, d. 17. ágúst 1998. 2) Unnur Jónsdóttir, f. 4. febrúar 1949, fyrrverandi eiginmaður hennar er Atli Gíslason, f. 12. ágúst 1946. Þau eiga þijá syni, Jón Bjarna, f. 1. janúar 1971, Gfsla Hrafn, f. 17. febrúar 1974, og Friðrik, f. 5. desember 1975. Jón var við nám í Eiðaskóla 1926-1928. Hann var við störf hjá Kaupfélagi Langnesinga á Þórshöfn, síðan var hann kaufélagsstjóri á Seyðisfírði, Djúpavogi, Borðeyri, í Vest- mannaeyjum og á Ólafsfirði. Frá 1959 til starfsloka starfaði hann á skrifstofum SÍS. Utför Jóns fer fram í litlu kapellunni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. flesta sumardaga og reytti hverja einustu arfalús sem hann fann. A haustin gekk maður gjarnan með afa á milli garða og sýndi afi gjarn- an uppskeru sína fullur af stolti. Þessum garði hélt afi við fram að níræðisaldrinum en viðurkenndi þá loks að hann væri líkast til orðinn of gamall til þess að sjá um garðinn einn. Eftir að afi missti fótinn hætti hann að komast með okkur út í garð og varð að láta sér nægja að heyra sögur af uppskeru og arfa. Þó mættum við með sýnishom af uppskerunni og ef vel var sprottið varð hann ánægður. Það hefur verið einstaklega gam- an að fá að kynnast afa og því er það með söknuði sem ég kveð hann. Ég kveð hann þó einnig með gleði vegna allra þeirra góðu minninga sem ég á um hann. Gísli Hrafn Atlason. Mig langar að skrifa nokkur orð um Jón afa. Hann var ekki afi minn í alvörunni, heldur var hann pabbi hennar Unnar vinkonu minnar. Samt kallaði ég hann alltaf afa af því að hann var svo góður og skemmtilegur fannst mér. Það var nákvæmlega áttatíu ára aldurs- munur á okkur en samt vorum við miklir vinir. Líklegast hefði öllum börnum líkað vel við Jón afa af því að hann var svo bamgóður og þótti svo vænt um böm. T.d. em áreiðan- lega fáir gamlir menn sem leyfa barni að leika sér að heymartækj- unum sínum bara til að skemmta því en það leyfði hann Jón afi mér. Það var líka svo skemmtilegt þegar það fóm að heyrast allskonar skrýtin hljóð út úr þeim. Annað skemmtilegt leyfði Jón afi mér að gera, hann leyfði mér að skreyta litlu íbúðina sína fyrir jólin með ýmiss konar gömlu jólaskrauti sem hann átti í mörgum ílátum einhvers staðar inni í skáp. Ekki nóg með að ég fengi að ráða alveg sjálf hvemig ég skreytti íbúðina heldur launaði hann mér alltaf vel fyrir og hafði alltaf nóg af sælgæti til þegar ég var að koma og skreyta. Sjálf var ég alltaf mjög stolt af þessu öllu saman af því að hann hrósaði mér alltaf svo mikið. Ég man eftir því hvað Jón afi gekk alltaf mikið. T.d. gekk hann nær daglega úr Dalbrautinni þar sem hann átti heima niður í Vatns- mýrina þar sem hann átti kartöflu- garð og var að vinna þar. Þetta var hann að labba alveg þar til hann var orðinn 90 ára en þá veiktist hann og missti annan fótinn. Eftir það gat hann ekki gengið eða hreyft sig eins mikið og hann gerði áður og það þótti honum leiðinlegt. Ég hitti hann mikið sjaldnar síð- ustu árin en ég mun aldrei gleyma honum. María Jónasdóttir. RAGNAR OSKAR SIGURJÓNSSON < + Ragnar Óskar Siguijónsson fæddist á Minni-Bæ í Grímsnesi 9. nóv- ember 1919. Hann andaðist á Land- spítalanum 27. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigurjón Jónsson og Guðrún Guðmundsdóttir, ábúendur á Minni- Bæ. Hann var einn sextán systkina og eftirlifandi eru fjór- ar systur. Hinn 13. maí 1952 kvæntist Ragnar eftirlifandi konu sinni, Unni Jónsdóttur, f. 9. janúar 1914 og er hún dótt- ir hjónanna Jóns Aðalbergs Árnason- ar og Dýrborgar Daníelsdóttur frá Valadal í Skaga- firði. Ragnar og Unnur eignuðust. eina dóttur, Dýr- borgu, f. 22. desem- ber 1954, gift Þresti Elfari Hjörleifssyni, og eiga þau tvo syni, Ragnar Pjalar, f. 19. júní 1977, og Hlyn Elfar, f. 12. ágúst 1980. títförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna frá Fossvogskapellu 9. júní. Hjartkær tengdafaðir minn og einlægur vinur, Ragnar Óskar Sig- urjónsson, er látinn eftir erfið veik- indi. Daginn sem hann lést skein sól í heiði, fuglar sungu í trjánum sem laufgast hafa hratt síðustu góðviðr- isdaga á hraðleið sinni út í sumarið. Sú árstíð var Ragnari kærust og hafði hann einmitt slíkan dag í huga er hann reifaði áform sín og vænt- ingar varðandi heimkomu sína af sjúkrahúsinu. Hann þráði eftir erf- iða skurðaðgerð og langa sjúkra- húslegu að hverfa heim til fjöl- skyldu sinnar, en þar undi hann sér vel í gróðurreit sunnan við húsið á góðum sumardögum. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er og margt fer öðruvísi en ætlað er. Ragnar tók veikindum sínum af einstakri karlmennsku og bar harm sinn í hljóði. Hann var ákaflega glaðvær maður og jákvæður, mann- blendinn og eftirminnilegur hverj- um þeim er honum kynntist. Hann hafði skoðanir á flestu og lét þær oftast í ijós. Hann hafði sérstakt yndi af því að fylgjast með allri póli- tískri umfjöllum í fjölmiðlum og bryddaði jafnan á umræðu um hana við viðmælendur sína. Hann var málefnalegur í samræðum sínum, samkvæmur sjálfum sér, hæversk- ur og umfram allt kurteis. Hann lét sér annt um lítilmagnann, gaf mikið af sjálfum sér, en krafðist einskis annars en virðingar í staðinn. Ragnar var á barnsaldri er hann gekk fyrst til vinnu í heimasveit sinni og vann hann þar ýmis sveita- störf. Hann fluttist til Reykjavíkur upp úr tvítugu og vann þar til margra ára i hænsnabúi Einars Tönsberg. Hann starfaði síðan um tveggja áratuga skeið hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og nokkur misseri hjá Eimskip. Síðustu þrett- án starfsár sín starfaði hann sem gangavörður í Fossvogsskóla. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ragnari og Unni Jóns- dóttur, eiginkonu hans, á vordögum 1974 er ég kynntist dóttur þeirra, sem er þeirra einkabarn. Allt frá fyrsta degi tóku Ragnar og Unnur mér einstaklega vel og jókst vinátta okkar og kærleikur dag frá degi. í enda sumars 1988 ákváðum við Ragnar að reisa okkur saman hús með tveimur íbúðum í Fagrahjalla 5 í Kópavogi en fram að þeim tíma höfðum við búið stutt hvor frá öðr- um. Þau voru ófá skiptin sem við Ragnar unnum saman í bygging- unni, hvernig sem viðraði og oft langt fram á nótt. Þá kynntumst við afar vel. Ragnar var þá kominn fast að sjötugu og þrátt fyrir að heilsu- brests væri farið að gæta dró hann ekkert af sér. Daginn fyrir andlát hans fógnuðum við tíu ára afmæli okkar i húsinu og yndislegri sam- búð þennan tíma. Það hefur verið þroskandi og lærdómsríkt fyrir syni mína að njóta samvista við afa og ömmu nær daglega allt sitt líf og verið gott vegamesti fyrir þá út í lífið. Þeir þakka nú ásamt móðui^ sinni af heilum hug allar þær ánægju- og gleðistundir sem þau öll áttu saman. Það hefur ekki síður veitt þeim Ragnari og Unni gleði að hafa haft dóttur sína og dóttursyni í nábýli við sig. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Ragnari, þessum yndislega manni, og harm- ur er að fjölskyldunni kveðinn. Ragnars er sárt saknað, en huggun er þó harmi gegn að nú er hann laus undan oki og þrautum sjúkdóms síns og horfinn í sæluríki frelsara^ vors þar sem við munum hittast síð- Sérstakar þakkir em hér með færðar starfsfólki á deild D-13 á Landspítala, húðsjúkdómadeild Víf- ilstaðaspítala og starfsfólki Heima- hjúkranar Kópavogs fyrir aðstoð og umönnun Ragnars, góðvild og ein- staklega hlýtt viðmót. Ég vil að leiðarlokum þakka Ragnari, elskulegum vini mínum, fyrir allt og allt. Guð blessi minn- ingu hans og veiti okkur aðstand- endum styrk í sorginni. Þröstur Elfar Hjörleifsson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. * Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg 90LST1INAK 564 3555 Þegar andlát ber að höndum ÚtfararstofQn annast meginhluta allra útfara á höfuíborgarsvæðinu. Þarstarfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSteg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. ^fn|^ Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.