Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999   49
MINNINGAR
ARNI
GUÐMUNDSSON
+ Árni      Guð-
mundsson mál-
arameistari fæddist
í Reykjavík 20. nóv-
ember 1933. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspitalans.
4. júní síðastliðinn.
Faðir Árna var
Guðmundur Jóns-
son verslunarmað-
ur, f. 14.10. 1893 að
Kirkjubóli í Hvítár-
síðu í Borgarfirði,
d. 31.12. 1947. Móð-
ir Árna var Ólína
Guðbjörg Ólafsdótt-
ir, f. 16.12. 1891 að Stökkum á
Rauðasandi, d. 17.4. 1936. Fóst-
urforeldrar Árna voru Guð-
mundína Ólafsdóttir móðursyst-
ir Árna og Guðbjartur Þor-
grímsson á Hvallátrum í Rauða-
sandshreppi. Þau eru bæði lát-
in. Alsystkini Arna eru: Sigríð-
ur og Ólafur en hann er látinn.
Hálfsystkini samfeðra eru: Jón,
Eysteinn, Ásgeir, Kristín, Ólína
og Sigurður en hann er látinn.
Uppeldissystkini eru: Margrét,
Guðjón  og Hálfdán sem  eru
Elsku pabbi, nú ertu farinn á þann
stað þar sem ég trúi að þú sért laus
við óvininn sem þú hefur barist við
síðustu árin. Þú stóðst þig eins og
hetja í þessum erfiðu veikindum sem
þó náðu yfirhöndinni á endanum.
Þegar ég lít til baka koma allar ynd-
islegu minningarnar fram. Þú varst
sá sem ég leit upp til. Þú hélst um
hendur mínar þegar ég fann til ótta,
þegar ég var veik, þegar þreytan
sagði til sín og þegar ég fylltist ráð-
leysi. Þú varst einnig hjá mér þegar
mér leið vel, þegar ég þurfti ein-
hvern tO að tala við og svara spurn-
ingum mínum. Það var svo fróðlegt
að hlusta á þig segja frá æskuárun-
um á Látrum, björgunarafrekinu við
Látrabjarg og hve vel þér leið á
þessum slóðum. Ég á mínar góðu
minningar frá sumardvöl okkar þar í
gamla húsinu þínu. Heimili ykkar
mömmu ber vott um hve listrænn þú
varst en þar prýða málverk þín
veggina. Þið voruð einstaklega sam-
hent, báruð mikla virðingu fyrir
hvort öðru, voruð svo miklir vinir og
voruð sjálfum ykkur næg. Það sást
best á því hve vel þið stóðuð saman í
erfiðum veikindum þínum. Og þó ég
þurfi að kveðja þig allt of fljótt þá er
ljúft að minnast þess að hendur þín-
ar voru mér haldreipi, ég horfði á
hendur þínar að verki og undraðist
hæfni þeirra. Þú leyfðir mér að taka
áhættu. Þú slepptir af mér beislinu,
en snertir öxl mína þegar ég þarfn-
aðist stuðnings og huggunar. í gegn-
um tíðina hefurðu alltaf verið við
hliðina á mér, hlustar, útskýrir,
faðmar mig.
Þú verður alltaf hluti af mér
pabbi.
Þín dóttir,
Bryndís Ósk.
Afi okkar er dáinn. Okkur hefur
liðið illa síðustu daga, við söknum
hans svo mikið. Hann var mjög góð-
ur maður og við gerðum margt
skemmtilegt saman. Hann var alltaf
tilbúinn að tala við okkur og hlusta á
það sem við höfðum að segja. Hann
var mikill listamaður og málaði fal-
legar myndir. Við ætlum alltaf að
muna eftir honum og vera dugleg að
hughreysta ömmu.
Ruth og Þörður Atli.
Það er komið að því að kveðja
Árna Guðmundsson í hinsta sinn.
Sumarið var komið og það var sól-
skin daginn sem hann lést. Hann,
sem hafði barist við sjúkdóm í lang-
an tíma, var svo ákveðinn að lifa
lengur, en máttarvöldin tóku af hon-
um ráðin.
Fyrstu kynni mín af Árna voru
þegar Katrín móðursystir mín
kynnti mig fyrir honum. Þá var ég
sautján ára og var auðvitað spennt
báðir látnir. Fyrri
eiginkona Arna var
Katrúi Kristjánsdótt-
ir frá Felli í Biskups-
tungum, f. 19.1. 1935,
d. 14.3. 1987. Eftirlif-
andi eiginkona Árna
er Júlíana Ruth
Woodward fædd í
Reykjavík     17.11.
1942. Fyrri eiginmað-
ur Ruthar var Sævar
Sigurðsson, f. 17.5.
1941, d. 1.11. 1984.
Móðir Ruthar er
Sveinbjörg     Her-
mannsdóttir, f. í
Reykjavík 12.5.1911. Faðir Ruth-
ar var Maurice Woodward en
hann er látinn. Fósturforeldrar
Ruthar voru Arnkell Ingimund-
arson og Valgerður Gunnarsdótt-
ir, þau er bæði látin. Börn Árna
og Katrínar eru: 1) Hjalti, f. 18.1.
1963, hans kona er Halla Heimis-
dóttir, eiga þau eina dóttur, auk
þess á Hjalti tvo syni af fyrra
hjónabandi. 2) Þórhallur, f. 2.1.
1965, hans kona er Michele Árna-
son. Þau eiga fjðgur börn. 3) Sig-
urbjörg,  f.  15.9.  1967,  hennar
að sjá mannsefnið hennar frænku
minnar. Mér fannst hann heldur of
lágvaxinn en hann var laglegur mað-
ur. Auðvitað hefði ég fundið eitthvað
að honum hvernig sem hann hefði
litið út, en hann var snöggur upp á
lagið og sagði með sinni djúpu rödd:
„Jæja, svo þetta er táningurinn."
Þetta var upphafið að okkar kynn-
um, en síðan hafa samskipti okkar
verið mikil og góð.
Arni hafði einstaka lund og gott
skopskyn sem kom sér stundum vel.
Mér er minnisstætt þegar við vorum
að ráða krossgáturnar hvað honum
gat dottið skemmtilegt í hug. Árni og
Kata byrjuðu að búa á Óðinsgötu 26 í
Reykjavík í lítilli en vistlegri risíbúð.
Frumburðurinn fæddur og þetta var
alvöruheimili. Það fór svo að þeirra
heimili var nánast mitt upp frá því,
hvar sem þau bjuggu, allt þar til við
Högni fórum að búa. Næstu árin hjá
þeim hjónum fóru í barneignir og
börnin urðu fimm, Hjalti, Þórhallur,
Sigurbjörg, Guðbjartur og Kristján.
Þau bjuggu lengst af í Hraunbæ 128,
en fluttu síðan í Mosfellssveit,
keyptu þar hús og komu sér vel fyr-
ir. Þau voru samhent og dugleg. Á
þessum tíma fannst mér þau njóta
lífsins og þau höfðu tíma til að sinna
vinum og kunningjum.
Árni las mikið og hann var fróður
um margt. Ég man ekki betur en
hann liti í bók á hverjum degi eftir
að hann kom heim úr vinnu, ef til vill
var það hans leið til að losna frá erli
dagsins.
Arni var með eindæmum gestris-
inn og vildi veita vel er gesti bar að
garði. Mér eru minnisstæðar afmæl-
isveislur er voru haldnar á heimili
þeirra. Húsið þeirra fylltist af gest-
um og þá var nú gaman, mikið sung-
ið og mikið drukkið. Muna flestir
þegar hann söng Dagnýju, en það
var hans lag. Á þessum gleðistund-
um í góðra vina hópi naut hann sin.
Það dró heldur betur ský fyrir
sólu í mars 1987 er Kata veiktist
snögglega og lést hún eftir örfáa
daga aðeins 52 ára gömul. Það voru
erfiðir tímar fyrir börnin og Árna.
Þótt ekki sé lengra síðan var nú ekki
minnst á áfallahjálp eða aðra aðstoð.
Þarna sýndi Árni þessa ótrúlegu yf-
irvegun og æðruleysi eins og hann
hefur gert í veikindum sínum. Hann
flíkaði ekki tilfinningum sínum, en
þó var hann mikiU tMnningamaður.
Nokkru eftir að Árni missti Kötu
kynntist hann henni Rut. Þau giftust
og fluttu í Hraunbæinn. Rut var
ekkja og á fjórar dætur sem Árni
reyndist vel. Eg held og reyndar veit
að Rut og Árni hafa átt góð ár sam-
an, en þau höfðu í mörg horn að líta.
Fjölskyldan hefur stækkað jafnt og
þétt og hafa tengdabörn og barna-
börnin bæst í hópinn.
Árni var húsamálari að atvinnu og
vann hann með sömu mönnunum að
mestu leyti alla tíð, eða þar til hann
varð að hætta vegna veikinda fyrir
maður er Brian Bohrnstedt.
Þau eiga tvö börn. 4) Guðbjart-
ur, f. 15.9. 1967, hans kona er
Álfheiður Ingóifsdóttir og eiga
þau tvær dætur. 5) Kristján, f.
19.5. 1972, hans kona er Sigríð-
ur Sigurðardóttir og eiga þau
einn son. Börn Ruthar eru: 1)
Arndís V. Sævarsdóttir, f. 9.6.
1964, hennar maður er Eiríkur
Sigurðsson, þau eiga tvö börn.
2) Margrét S. Sævarsddttir, f.
13.7. 1966, hennar maður er
Ólafur Þ. Þórðarson og eiga
þau tvö börn. 3) Erla S. Sævars-
dóttir, f. 28.6. 1970, hennar
maður er Jón Óskar Gíslason og
eiga þau þrjú börn. 4) Bryndís
Ósk Sævarsdóttir, f. 23.5. 1979,
hennar maður er Sigurður Á.
Pétursson. Árni gekk Bryndísi
Ósk í föður stað.
Árni lærði málaraiðn hjá
hálfbróður sínum, Ásgeiri Guð-
mundssyni í Reykjavík,
1954-58. Hann lauk prófí frá
Iðnskóianum í Reykjavík og
sveinsprófi haustið 1959. Fékk
meistarabréf 1962. Félagi í
MFR 27.2. 1960 og ritari 1961.
Árni var sæmdur^ silfurmerki
Slysavarnafélags Islands fyrir
þátttöku í björguninni við
Látrabjarg í desember 1947.
Útför Arna fer fram frá Ar-
bæjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
tveimur og hálfu ári. Hann hafði
góða tilfinningu fyrir litum og var
góður teiknari. Hann fékk lítilshátt-
ar tilsögn í að fara með liti og eftir
það dundaði hann sér yið að mála
myndir í frítíma sínum. Ég tel að það
hafi veitt honum heilmikla ánægju.
Við Árni hittumst sjaldnar hin síð-
ari ár, en töluðum stundum saman í
síma. Hann var alltaf samur við sig,
vildi fá að vita hvernig gengi hjá
frændfólki og öðru fólki. Síðast töl-
uðum við saman í byrjun maí sl. en
þá var hann í sinni síðustu lyfjameð-
ferð. Hann lýsti fyrir mér hvernig
þetta gekk fyrir sig. Þegar ég spurði
hvort þetta væri ekki erfitt svaraði
hann eins og oft áður, „ég læt það al-
veg vera", svo var það ekki meir. Nú
er hann búinn að fá hvíldina.
Að lokum vil ég og fjölskylda mín
þakka samfylgdina. Við Högni sökn-
um vinar. Kæra fjölskylda, megi Guð
styrkja ykkur og góðar minningar
lifa.
Guðbjörg Ester Einarsdóttir.
Þeir kveðja nú hver af öðrum
sómamennirnir, ættaðir úr Rauða-
sandshreppnum. Nú hann Árni. Mér
finnst ekki svo langt síðan ég kynnt-
ist honum, en það eru víst orðin ell-
efu ár. Tíminn flýgur frá okkur.
Að leiðarlokum hlýt ég að kveðja
hann með nokkrum orðum. Það er
margs að minnast þegar ég hugsa
um hann. Alveg óvænt kom þessi
frændi inn í líf mitt. Frændi sem var
traustur og fumlaus og hafði mann-
bætandi áhrif á þá er hann um-
gekkst.
Við Rúrý konan hans höfðum
þekkst frá barnæsku og vináttan
haldist alla tíð. Leiðir þeirra lágu
saman árið 1988. Þau bundust fljótt
traustum böndum. Bæði höfðu þau
áður misst maka sína. Það er oft
vandasamt fyrir fólk komið á miðjan
aldur, að fitja upp á nýjum sokk eins
og sagt er, en þau voru ákveðin í að
stíga sporin saman. Bæði áttu þau
sínar stórfjölskyldur, en þetta tókst
þeim á aðdáunarverðan hátt. Allir
hafa alltaf verið velkomnir til þeirra,
sama hve hópurinn var stór og oft
hefur verið mikið líf í kringum þau.
Samtals eru börnin þeirra níu, öll vel
menntað myndarfólk og barnabörnin
orðin nítján.
Árni naut sín ævinlega vel með all-
an hópinn í kringum sig. Honum
fannst gaman að fá fólk í mat, taka í
spil og tefla við þau yngstu og kenna
þeim.
Hann hafði svo góða nærveru.
Frændseminni, greiðvikninni og vel-
vUjanum var við brugðið.
Auk þess að vera „flínkur" iðnað-
armaður var hann ágætis frístunda-
málari, teiknari og hagyrðingur.
Fornsögurnar voru honum einkar
kærar og ekki var komið að tómum
kofunum þar. Grínfullur var hann og
uppátækjasamur samanber músa-
gildruna sem ég fékk fallega inn-
pakkaða á afmæli mínu eitt árið, eft-
ir árangurslausan eltingaleik við
óboðinn gest. Það vakti kátínu við-
staddra og svo fylgdi að sjálfsögðu
með afmælisvísa.
Gaman var að taka lagið með hon-
um við ýmis tækifæri, ekki skemmdi
röddin hans fyrir, svo sterk, djúp og
falleg. Já, hann var gleðimaður á
góðri stund.
Árna var mjög tamt að tala um
menn og málefni að vestan, þ.e. frá
Vestfjörðum. Hann var ættaður frá
Látrum, vestustu byggð í Evrópu.
Ferðalangar á ferð þar geta fengið
skjalfest testament því til sönnunar.
Móðir mín var ættuð úr Kollsvík í
sömu sveit og þau voru skyld, svo oft
var unun að heyra hann segja sögur
þaðan af ættmennumn og öðru fólki.
Hann hafði góða frásagnargáfu og
var stálminnugur.
Hann var svo íslenskur hann Árni.
Ég mun minnast setninga sem hann
viðhafði ávallt þegar ég kom í heim-
sókn: „Nú átt þú að sitja í stólnum
mínum." Hann kom svo oftar en ekki
með bók og spurði: „Hefur þú lesið
þessa bók?" „Nú ekki, þá máttu til
að fá hana lánaða", eða: „Smakkaðu
á þessu, hvernig finnst þér?"
„Römm er sú taug er rekka dreg-
ur fóðurtúna til." Það fór því svo að
þau systkinin gerðu upp gamla bæ-
inn sinn. Mannlífið hefur tekið
stakkaskiptum í tímans rás. Nú er
aðeins einn ábúandi á Látrum árið
um kring, en fólk sem á þangað ættir
að rekja hefur reist sér sumarhús
þar.
Eitt sumarið fór ég með vestur í
ógleymanlega ferð. Það var stórkost-
legt að liggja á bjargbrúninni á
Látrabjargi, geta teygt sig í lundann
og horft ofan í ólgandi hafið svo ógn-
arlangt niðri hlustandi á fuglagerið.
Þá sagði hann mér sögur frá æsku
sinni þar. Það var á stríðsárunum í
faðmi hárra fjalla við hvítasta fjöru-
sand sem ég hef augum litið, að hann
stóð lítill drengur og horfði á skipa-.
lestirnar sigla framhjá sem bar við
sj óndeildarhring.
Bærinn stendur fyrir opnu Atl-
antshafinu og framundan mætast
himinn og haf. Þarna hitti ég konu
sem sagði mér frá gullunum sínum,
sem hann Arni hafði smíðað fyrir
hana, þá Utla stúlku. Snemma hefur
hann verið Ustfengur.
Árni mundi tímana tvenna. Hann
var einn þeirra er tóku þátt í björg-
unarleiðangrinum við Látrabjarg.
Hann var þá aðeins fjórtán ára gam-
all. Það var 12. desember 1947 er
togarinn Dhoon fórst undir bjarginu,
sem frægt er. Honum hafði verið
falið að færa björgunarmönnunum
hestana sem fluttu þá á slysstaðinn.
Fyrir það hlaut hann viðurkenning-
arskjal.
Eftir Árna liggja fallegar myndir
málaðar af víkinni kæru og bænum í
túninu heima og nágrenni hans.
Já, það hefur verið gott að fylgjast
með þeim Árna og Rúrý þessi eUefu
ár sem þau fengu að eiga saman, svo
samhent í öllu og að láta allt ganga
vel. Mörg voru ferðalögin sem þau
fóru í utanlands og innan. Sameigin-
legt áhugamál þeirra var spila-
mennska og félagar voru þau í golfi
síðustu misserin, er heUsa hans
leyfði ekki ferðalög. Fjölskyldan sat
aUtaf í fyrirrúmi.
Fyrir tveimur og hálfu ári veiktist
Árni af krabbameini og hafa síðustu
mánuðirnir verið erfiðir. Hann stóð
ekki einn í þeim bardaga. Konan
hans var sem klettur við hlið hans
uns yfir lauk. Svo hlýtt var á núlli
þeirra að systir Rúrýjar, Judith frá
Gloucesterskíri á Englandi, hélt í
byrjun kynna þeirra, að hann héti
„Áddnimín", en svo hljómaði ávarpið
í hennar eyrum, sem hún heyrði frá
Rúrý til hans. Við höfum oft hlegið
að því. Hún átti eftir að kunna að
meta hann og í stofunni hennar á
Mið-Englandi er faUeg mynd af Ló-
magnúpi eftir Árna á veggnum á
heiðursstað. Hann var óþreytandi að
sýna þeim Judith og Chris manni
hennar landið okkar faUega í fjöl-
mörgum heimsóknum þeirra hingað.
Árni var ekki þeirrar gerðar að
tala um sín einkamál, heldur voru
samræður á öðrum nótum. Hann
kunni heldur ekki að kvarta.
Við Hlynur Þór og Guðrún Björk
þökkum honum samfylgdina. Við
vottum Rúrý og ástvinum hans öll-
um samúð okkar. Genginn er góður
maður og frændi. Ég mun sakna vin-
ar í stað. Guð blessi minningu hans.
Verui sæll! Þig signi ^jósið bjarta.
Sjálfur Guð þig leggi sér að hjarta.     J
Blómgist þar um eilífð andi þinn,
innilegi tryggðarvinur minn.
Eva.
Mín kynni af Árna hófust, þegar
hann giftist Katrínu systur minni.
Þau byrjuðu búskap sinn yið Óðins-
götu hér í Reykjavík. Árið 1967
fluttu þau í nýbyggðu íbúðina sína
við Hraunbæinn og voru ein af frum-
byggjunum þar. HeimUið stækkaði
ört og börnin urðu fimm, svo að nóg
var að starfa. Einnig dvaldi móðir ?
okkar systkinanna þar hjá þeim síð-
ustu æviár sín. Hún naut þar hinnar
bestu umönnunar og fyrir það eiga
þau bestu þakkir okkar skilið. Mér
er líka kært að minnast hversu gott
innhlaup dóttir mín átti hjá þeim og
reyndust þau henni á alla staði ekki
síður en hún væri ein af þeirra börn-
um. MikUl gestagangur var þar og
átti stórfjölskyldan þar innhlaup
hvenær sem var enda lá Hraunbær-
inn í þjóðbraut fyrir okkur. Þar var
kært að koma. Þau Kata og Árni
voru gestrisin svo af bar og ávaUt
bornar veitingar fyrir gesti og gang-
andi. Umræðuefnin voru ávaUt nóg
um aUt mUli himins og jarðar, enda
blasti framtíðin við og þau í blóma .
lífsins. Þá var allt í uppgangi og góð-
ir tímar. Þau hjónin héldu áfram á
góðum skrið og nú var byggt einbýl-
ishús í MosfeUsbæ og flutt þar inn
1978. HeimUið þar var byggt upp
með glæsibrag bæði utan húss og
innan. Þá kom vel í ljós hve mikið
listafólk í blóma- og trjárækt þau
voru, þegar garðurinn var fullskap-
aður. Lífið blasti við þeim, börnin
uppkomin og yngsti drengurinn ný-
fermdur.
Þá kom áfaUið, Katrín varð bráð-
kvödd langt um aldur fram. MikUl •
harmur var kveðinn að Arna og
börnunum. Þetta var þó ekki fyrsta
áfall Árna. Ungur missir hann móð-
ur sína og var honum þá komið fyrir
í fóstur hjá móðursystur sinni, Guð-
mundínu Ólafsdóttur, og manni
hennar, Guðbjarti Þorgrímssyni, að
Hvallátrum. Mjög kært var með
Arna og fósturforeldrum hans og
börnum þeirra, sem hann talaði
ávallt um sem systkini sín. Árni
minntist ávaUt á æskuheimili sitt og
nágranna með mikUU hlýju og brosi
ávör.
Ungur að árum flytur Arni tU
Reykjavíkur. Þar lærir hann málara-
iðn hjá Ásgeiri hálfbróður sínum,
lauk meistaraprófi í iðninni og varð
hún hans ævistarf. Árni var fagmað-
ur góður. AUtaf var hægt að leita tU
hans, þegar þurfti að mála. Einnig
var hann ávallt reiðubúinn að gefa
góð ráð.
Árni hafði mjög gott minni og var
þauUesinn. Hann var hrókur alls
fagnaðar á gleðistundum. Hann hafði
góða söngrödd og kunni hafsjó af
lögum og textum.
Seinni kona Arna var Ruth Wood-
ward og giftu þau sig árið 1990. Þau
hófu sinn búskap í Hraunbænum,
svo að þar var Árni aftur kominn á
fyrri slóðir. HeimUi þeirra var rekið
af rrákiUi reisn. Fjölskyldan var stór,
Arni átti fimm börn en Ruth fjögur,
þó að flest væru þau farin að heiman.
Árni var ákafiega trygglyndur og
vinfastur og hélt hann stöðugt
traustum böndum við fjölskyldu
Katrínar. Studdi Ruth hann mjög
dyggUega í því sem öðru. Við hjónin
minnumst margra ánægjulegra sam-
verustunda með þeim hjónum, á
heimUum okkar og við aðrar tóm-
stundir.
Fyrir tæpum þrem árum greindist
Árni með þann sjúkdóm, sem dró
hann tU dauða. Árni tók þeim harða
dómi með stUlingu og ótrúlegum
baráttuvUja og stóð Ruth, kona hans,
sem hin styrka stoð við hUð hans þar
tU yfir lauk.
Við biðjum guð að gefa Ruth,
börnum Árna og fósturbörnum styrk
til að komast í gegnum missinn.
Árni, hvfl þú í friði. Guð blessi þig.
Áslaug og Guttormur.
• Fleiri minningargreinar um Árna
Guðmundsson biða birtingar og
munu birtast í Maðinu næstu daga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68