Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 BRÉF TIL BLAÐSINS Grettir Ég er með hanska, Kalli.. Ég sagði þér það, Kannski Næsta ár getégþáverið Rabbi, aðþú næstaár.. verðégof í Iiðinu þínu? ert of ungur gamall.. Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Um íslenska þjóðfánann Frá Guðmundi Fylkissyni: TIL eru lög um þjóðfána íslendinga og voru þau sett 17. júní 1944. Síðan er til forsetaúrskurður um fánadaga og fánatíma frá 23. janúar 1991 og að lokum er til rit útgefið af for- sætisráðuneytinu 1991 um sögu, gildandi lög og reglur ásamt leiðbeiningum um notkun fána. Undirritaður er áhugamaður um rétta notkun íslenska fánans. Svo virðist sem þekking fólks á því hvað má og hvað má ekki með fánann okkar sé þverrandi. I leiðbeiningum um meðferð og notkun íslenska fánans segir m.a. að öllum sé heimilt að nota hinn al- menna þjóð- fána, enda sé farið að lögum og reglum sem um hann gilda. Þar segir einnig að æskilegt sé að almenningur dragi fána á stöng á fána- dögum, þá daga sem ríkisfáninn er hafður uppi á opinberum byggingum. Fánann má nota við öll hátíðleg tækifæri, jafnt þau sem tengj- ast einkalífi sem önnur eða á sorgarstundum, þá dregínn í hálfa stöng. Um fánatíma segir í leiðbein- ingunum að fána skuli eigi draga að húni fyrr en klukkan sjö að morgni og skuli hann að jafnaði eigi vera lengur uppi en til sólarlags og aldrei lengur en til miðnættis. Síðan segir að ef flaggað sé við útisamkomu, opinbera athöfn, jarðarfor eða minningarathöfn, megi fáni vera uppi lengur en til sól- arlags eða svo lengi sem athöfn stendur en þó aldrei lengur en til miðnættis. Varðandi notkun fánans með öðr- um fánum segir í leiðbeiningunum að sé islenska fánanum flaggað með öðrum þjóðfánum skuli sá íslenski vera lengst til vinstri, séð frá áhorf- anda eða þegar komið er að fána- stað, en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í stafrófsröð ís- lenskra heita hlutaðeigandi ríkja. Síðan kemur að því sem hvað oft- ast er rangt með farið. í leiðbein- ingunum segir að ekki skuli raða merkjum eða fánum sveitarfélaga, félaga eða fyrirtækja inn á milli þjóðfána. Slíkir fánar skulu hafðir í röðum eða þyrpingum aðskildum frá þjóðfánum. AÍgengt er að sjá fé- lagasamtök og fyrirtæki, sem eru að fagna einhverjum viðburðum, flagga þjóðfánanum okkar með eig- in fána. Einnig þegar sveitarfélög eru að fagna merkisatburðum, eins og t.d. heimsókn forseta, þá er því miður algengt að sjá þá flagga sveitarfélagsfána með íslenska fán- anum. Oft eru notaðar fánaborgir þar sem 3-7 fánastangir eru á sömu festingu og er þá óheimilt að hafa félaga-, fyrirtækjai og sveitarfé- lagafána á þeim stöngum með þjóð- fánanum. Hafa verður sérstaka fánaborg fyrir þjóðfánann og síðan sér fyrir aðra fána. Um vernd þjóðfánans segir meðal annars að óheimilt sé að nota upp- litaða, óhreina, trosnaða eða skemmda fána. Ef ekki er hægt að laga slíka fána skal eyða þeim með því að brenna þá. Lögreglan á að hafa eftirlit með því að farið sé að fyrirmælum um notkun fánans og má gera fána upptæka ef þeir upp- fylla ekki skilyrði reglna. Enginn má óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Það hlýtur t.d. að teljast óvirðing að nota þjóðfánann sem gluggatjald. Verum stolt af þjóðfána okkar. Notum hann við öll tækifæri en um- fram allt notum hann rétt og sýnum honum þar með tilhlýðilega virð- ingu. Við ritun þessarar greinar var stuðst við upplýsingarit útgefið af forsætisráðuneytinu 1991. GUÐMUNDUR FYLKISSON, áhugamaður um íslenska fánann og notkun hans. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.