Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JIJNÍ 1999 19 LISTIR „BÁLKÖSTUR dýranna", Karel Appel, 1994. Cobra-áranna, jafnvel þótt langt sé um liðið, til að átta sig á list Appels, því ég fæ ekki betur séð en að verk hans séu enn gegnsýrð hinum upp- runalega Cobra-anda. Yfírskrift sýningarinnar er „Leikfbng af toftinu", eftir einu verkinu. Titillinn á vel við, því það er einna líkast því að skúlptúrunum hafi verið klambrað saman af gargantúísku smábarni, úr gömlu, löngu gleymdu skrani, sem safnað hefur ryki uppi á háalofti. Appel hefur sankað að sér hinu ólíklegasta dóti til að setja saman skúlptúra sína, og hann hefur greinilega leitað víða fanga, m.a. í Indlandi. Mest er þetta útskurður í tré af ýmsum furðufígúrum, ásamt hlutum af kerrum, dyraumbúnaði, pílárum og uppstoppuðum dýrum. Efniviðurinn gæti hafa verið sóttur í tívolígarða, hringekjur, sjálfspilandi lírukassa, skrúðgöngur og skrauthýsi, og til- heyrir ævintýraheimi Rudyard Kiplings, frekar en Nintendo-kyn- slóðar samtímans. Það er einhver fortíðarþrá sem hvílir yfir þessum verkum, sem á sér ef til vill rætur í bemskuminningum Appels sjálfs. Appel er mikið í mun að viðhalda ásýnd hamsleysis og ákafa, en í sam- anburði við málverkin eru skúlptúr- amir þunglamalegir og yfirdrifnir. Málverkin em léttari og þróttmeiri, og persónulegri. Hann hefur bætt ýmsu dóti inn á málverkin líka, en þau verða ekki eins ofhlaðin og skúlptúramir. Meðferð lita, sem er sterka hlið Appels, nýtur sín einnig mun betur í málverkunum. Ýmis hástemmd orð hafa verið lát- in falla um Appel og Cobra-hópinn, m.a. af Appel sjálfum, en einnig af Gunnari Kvaran í inngangi að sýn- ingarskrá: algjör höfnun á hefðinni, algjörlega nýtt upphaf, bylting, full- komið frelsi, sjálfsprottin tjáning, áköf innlifun. En það verður að gæta að því að það er munur á ætlun og árangri. Hugmyndafræði lista- mannsins jafngildir ekki lýsingu á verkunum. Það má spyrja sig að hve miklu leyti list Appels uppfyllir retó- ríkina í kringum hana. Ef við stillum upp ofurmannlegum mælikvörðum, sem enginn getur uppfyllt, þá veldur Appel óhjákvæmilega vonbrigðum. Appel er jafnmikið hluti af sögunni eins og hver annar, hvað sem allri mælskulist líður. Þegar list Appels, og annarra Cobra-listamanna, eins og t.d. As- gers Jorns, er skoðuð í samhengi við list síðustu áratuga, þá virðast þeir hafa slegið á streng sem átt hefur sér hljómgrunn hjá mörgum listamönnum sem á eftir komu. Cobra-seiðurinn kraumar enn, sér- staklega í Danmörku, og meðal yngri danskra listamanna má finna samsvörun í hugsunarhætti, ef ekki stíl, þeirra listamanna, sem vildu gefa listinni nýtt tækifæri til að rísa úr öskustó síðari heimsstyrjaldar. Verk Appels hafa því óneitanlega listræna og sögulega þýðingu, og mikilsvert að fá tækifæri til að skoða þau og endurmeta í návígi. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá finnst mér málverk Svavars fal- legri og heilsteyptari, og persóna Asgers Joms áhugaverðari (þótt það skipti minna máli). Ég hef líka efasemdir um alla þessa upphafn- ingu á list bama og geðsjúkra, sem á að frelsa okkur undan oki sið- menningar. Ef þetta er bemsk list, sem dregur lærdóm af listsköpun bama, er þá ekki rétt að láta börnin dæma um hana? Gunnar J. Árnasonx ABS hemlakerfi. Styrktarbitar í huróum. Þriggja punkta öryggisbelti meö strekkjurum og höggdempurum fyrir alla farþega bílsins, líka aftur í Farangursrými stækkaó meó einu handtaki. Verð 1.678.000 > Góó lesljós f farþegarými, leslampi yfir framsætum, Ijós í farangursrými. Þad er líkt og Renault Mégane Scénic stækki þegar þú sest inn í hann, enda er hann fýrsti fjölnota- btliinn í flokki bfla í millistærð. Segja má aó Scénic sé f raun þrfr bílar, fjölskyldubíll, feróabfll og sendibfll. Hann er aóeins 4,23 m á lengd en hugmyndarík hönnun og mikið innanrými gerir hann ótrúlega notadrjúgan og hagkvæman fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Það er því engin furða þó hann hafi umsvifalaust verió valinn bíll ársins aföllum helstu bílatímaritum í Evrópu þegar hann var kynntur. Hér á landi hefur hann þegar fengið frábærar viðtökur. ( 1 Fossháls B&L a Hestháls *“ .Criótháls ÁA 11 Vesturlandsvegur BARMMERKI BIKARAR VERÐLAU NAPENINGAR FANNAR LÆKJARTORGI S:S51-6488 Guðmundur Rafn Geirdal skólctstjóri og félagsftæðingur Einkaskóli minn, Nuddskóli Guðmundar, á 10 ára afmæli f dag. Alls eru um 40 nemendur við ■t skólann og 85 hafa útskrifast sem nuddffæðingar. Fjöldi nuddþega hefúr streymt um hendur þeirra sem ég hef menntað og mörg dæmi eru um heilsubætandi áhrif nuddsins. Haldið verður upp á afmælið í ágúst næstkomandi. Mégane Scénic stækkar þegar þú sest inn í hann: Rýmió kemur á óvart, þú situr hátt og hefur því frábært útsýni. RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.