Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 17 LISTIR ÞÓRA Guðmundsdóttir arki- tekt segir sögu Skaftfells. UNGUR drengur lyftir verki á menningardegi barna á Seyðisfirði. Seyðisfírði. Morgunblaðið. SEYÐPIRÐINGAR hófu fímmtu listahátíðina „Á seyði“ með því m.a. að taka formlega í notkun menningarmiðstöðina Skaftfell, en að venju eru listsýningar á mörgum stöðum í bænum. Stofnað hefur verið sjálfseign- arstofnunin Skaftfell menningar- miðstöð til þess að sjá um skipu- lagningu og rekstur hússins, sem þau Garðar Eymundsson og Kar- ólína Þorsteinsdóttir gáfu Seyð- firðingum undir menningarstarf- semi. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og er þar nú kominn tæplega 200 fermetra sýningarsalur af bestu gerð með Menningarmið- stöð tekin í notkun á Seyðisfirði fullkomna lýsingu. Framkvæmd- ir á árinu hafa kostað tæplega sjö milljónir króna. Sérstakur menningardagur barnanna var haldinn, þar sem sýnd voru sautján þrívíð verk. Veitt voru verðlaun fyrir bestu Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson GESTIR við opnun menningarmiðstöðvarinnar og sctningu „Á seyði“. þessu sinni féllu þau í hlut leik- skólans á Djúpavogi og voru verðlaunin skúlptúr eftir Eggert Einarsson myndlistarmann. Auk þeirra sýninga, sem nú standa yfir, verður fleira á dag- skrá listahátíðarinnar í sumar. Meðal annars má nefna að Leik- félag Reykjavíkur verður með gestasýningu á Sex í sveit, far- andsýningin Lífæðar verður I2.-20. ágúst og Hljómstefna ‘99 verður haldin í umsjá KK (Krist- jáns Kristjánssonar) og Svíanna K.G. Johansen og Ingvar Orne. Norskir dagar verða í septem- ber. verkin og kom í Ijós, að öll hlutu verkin fyrstu verðlaun, eins og vera ber þegar börn eiga hlut að máli, enda ekki um samkeppni að ræða. Að venju voru ein aðal- verðlaun sem dómnefnd úthlut- aði eftir óljósum reglum. Að Morgonblaðid/Ásdís LAGT í hann frá Lang- holtskirkju. Tónleika- ferð til Kanada GRADUALEKÓR Langholts- kirkju er farinn í tónleikaferð til Kanada. Kórinn kemur fram á Niagara Falls Intemational Music Festival sem stendur yfir dagana 30. júní til 4. júlí. Áður fer kórinn til Nýja Is- lands og heldur þar tónleika í Gimli, Árborg og Winnipeg. Stjómandi kórsins er Jón Stef- ánsson og undirleikari Lára Bryndís Eggertsdóttir. Tveir einsöngvarar úr röðum kórfé- laga koma fram, Regína Unn- ur Eggertsdottir og Dóra Steinunn Armannsdóttir en þær stunduðu báðar söngnám við Söngskólann í Reykjavík. Þetta er þriðja utanlandsferð kórsins, en sumarið 1996 fór kórinn í tónleikaferð um Is- land og síðan Danmörku og Færeyja. Þar hélt kórinn m.a. tónleika á stóra sviðinu í Tj'volí og í Norðurlandahúsinu í Færeyjum. Sl. sumar fór kórinn í tón- leikaferð til Portúgals þar sem hann hélt m.a. tvenna tónleika á EXPO 98, þar af aðra á stóra sviðinu. I ferðinni, sem stóð í hálfan mánuð, hélt kórinn níu tónleika. i__________________________________________________________________________________________j Rattle varð fyrir valinu hjá Berlínar- fílharmóniunni BRETINN Sir Simon Rattle verður næsti hljóm- sveitarstjóri Fílharmóníu- hljómsveitarinnar í Berlín sem er ein af þekktustu sinfóníuhljómsveitum ver- aldar. Það voru hljóm- sveitarmeðlimimir sjálfir sem völdu Rattle í leyni- legri atkvæðagreiðslu en ákvörðun þeirra er sögð til marks um að þeir séu reiðubúnir að feta nýjar brautir í list sinni. Rattle er fjörutíu og fjögurra ára og hefur getið sér gott orð sem stjómandi sinfóníu- hljómsveitarinnar í Birmingham undanfarin sautján ár. Gert er ráð fyrir að hann taki við nýja starfinu árið 2002 þegar Claudio Abbado læt- ur af starfi aðalhljómsveitarstjóra. Atkvæðagreiðslan um eftirmann Abbados mun hafa verið tvísýn og er talið að ekki hafi miklu munað á þeim Rattle og Daniel Barenboim sem stýrir sinfóníuhljómsveitum við óperuhúsin í Chicago og Berlín. Rætt var um að Barenboim myndi starfa á hefðbundnum nótum en Rattle þótti nýjungagjamari stjórn- andi sem líklegur yrði til að setja óhefðbundin verk á efnisskrána og leita nýrra leiða við flutning þeirra. Rattle verður sjötti aðalhljóm- sveitarstjóri Berlínar-fílharmóní- unnar í 117 ára sögu hljómsveitar- innar. Hann fetar í fótspor þekktra hljómsveitarstjóra eins og Herberts von Karajans og Wilhelms Furt- wángler. Á sama tíma og Rattle tók tilboði Berlínar-fílharmóníunnar tilkynnti Seiji Ozawa, sem stýrt hefur sinfón- íuhljómsveitinni í Boston undanfar- in tuttugu og fimm ár, að hann hygðist breyta til og taka við ríkis- ópemnni í Vín í Austurríki. Þessar ráðningar hafa vakið nokkra eftir- tekt í hljómlistarheiminum, að sögn The New York Times, því talið er að Rattle hafi um langa hríð haft áhuga á starfi Ozawas í Boston, og á móti vOdi Ozawa á sínum tíma gjarnan fá tækifæri til að halda á sprotanum í Berlín. Nýjar bækur • HVER er tilgangurinn? - Svör við spurningvm lífsins er eftir Norman Warren, í þýðingu sr. Hreins S. Hákonarsonar. í fréttatilkynningu segir að þessi bók hafi farið sigurför um heiminn og verið þýdd á 64 tungumál. Bókin svari mörgum áleitnum spurningum um kristna trú. Hún tekur á fjöl- mörgum spurningum nútímamanns- ins um lífið og kristna trú eins og t.d. hvað Jesús kenndi, hvernig var Jesús; reis hann í raun og vem upp frá dauðum? Hún ræðir á hispurs- lausan hátt um mörg vandamál er nútímamaðurinn glímir við og skoð- ar þau út frá ljósi trúar og siðgæðis og í því sambandi má nefna þjáning- una í heiminum, dauða og ranga breytni, lífsgleðina og fyrirgefning- una. Höfundurinn Norman Warren (f. 1934), er enskur og kunnur prestur í heimalandi sínu. Hann hefur ritað margar bækur um kristna trú. Útgefandi er Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin er 78 bls. Skerpla annaðist hönnun og umbrot en Steindórsprent - Gutenberg prentaði. Verð: kr. 1.300. Morgunblaðið/Gunnlaugur SIGRIÐUR Kjaran og forstöðumaður Norska hússins í Stykkis- hólmi, Sigrún Ásta Jónsdóttir. Sigríður Kjaran sýnir í Stykkishólmi Stykkishólmi. Morgunblaðið. SIGRÍÐUR Kjaran sýnir um þessar mundir verk sín í Norska húsinu í Stykkishólmi og stendur sýningin til 31. ágúst n.k. Átta verk eru á sýningunni. Eru þetta kvenbúningar sem þróast hafa í gegnum aldirnar. Þar er faldbúningurinn sá elsti. Hann var notaður við há- tíðleg tækifæri og oft mikið í hann lagt. Fyrirmynd að þess- um búningi segir Sigríður að sé fengin úr ferðabók Eggerts og Bjarna, sem var fyrst gefin út í Sórey í Danmörku. Stein- dór Steindórsson íslenskaði bókina sem gefin var út hér á landi árið 1992. Skautbúning- urinn var hannaður af Sigurði Guðmundssyni málara á 19. öld. Skautbúningurinn á sýningu Sigríðar er saumaður af móð- ur Sigríðar, Unni Ólafsdóttur listakonu, en er nú í eigu dótt- ur hennar, Soffíu Siguijóns- dóttur. Húfú- og peysubúning- urinn var fyrst tekinn upp sem daglegur klæðnaður af Val- gerði biskupsfrú Jónsdóttur í Skálholti um 1790. En á fyrri hluta 19. aldar verða peysuföt- in hins vegar algengur bún- ingur um allt land, að því er Elsa Guðjónsson segir í bók sinni íslenskir þjóðbúningar kvenna. Konur munu þá hafa klæðst peysu daglega og báru húfu sem hversdagshöfuðfat í stað falds. Þá er talið að upp- hlutur komi fyrst við sögu sem sérstakur búningur upp úr miðri seinustu öld. Vart þarf að taka fram að Sigríður hefur unnið allar brúðurnar og fötin sjálf og er það að dómi þeirra sem skoð- að hafa sýninguna mikið lista- verk og mikið i látið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.