Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 1
144. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Viðræð- um miðar áfram á N-Irlandi Belfast. AFP, Reuters. DAVID Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP) á Norður-írlandi, sagði í gærkvöldi að enn væri mikið verk óunnið ætti samkomulag að nást í dag í neyðar- viðræðum um lausn deilna um myndun n-írskrar heimastjórnar og afvopnun öfgahópa í héraðinu. Fyrr um daginn höfðu hins vegar tals- menn forsætisráðherra Bretiands og Irlands sagt að „áþreifanlegur árangur" hefði náðst og var af þeim sökum ákveðið að fresta þar tO í dag birtingu skýrslu þriggja manna al- þjóðlegrar nefndar sem falið hefur verið að úrskurða um tilhögun af- vopnunar öfgahópanna á N-Irlandi. Brýnt að samkomulag náist í dag Stífir fundir stóðu í allan gærdag í stjórnarbyggingum við Stormont- kastala í Belfast en á miðnætti í kvöld rennur út frestur sem Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafði sett deilendum til að ná sam- komulagi. Ottast menn að friðar- samkomulagið frá því í fyrra renni út í sandinn finnist ekki lausn á „af- vopnunardeilunni" svokölluðu á fundum í dag og kvöld. Sambandssinnar neita að setja á laggimar heimastjóm með Sinn Féin, stjórnmálaarmi IRA, innan- borðs, nema IRA byrji afvopnun fyrst. Sinn Féin segir hins vegar ekkert í friðarsamkomulaginu sem setji slík skilyrði fyrir þátttöku flokksins. ■ Ögurstund/25 Tyrkneskur dómstóll dæmir leiðtoga Kúrda til dauða fyrir landráð Hreyfing Ocalans hótar nýrri hrinu ofbeldis Imrali-eyju, Brussel, Strassborg, Washington. Reuters. Reuters MÓTMÆLENDUR halda á borða með mynd af Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan við tyrkneska sendiráðið í Róm eftir að tyrkneskur dómstóll dæmdi hann til hengingar fyrir landráð. VERKAMANNAFLOKKUR Kúrd- istans (PKK) hótaði í gær að hefja nýja hrinu ofbeldis í Tyrklandi eftir að tyrkneskur dómstóll dæmdi AbduÚah Öcalan, leiðtoga hreyfing- arinnar, til dauða fyrir að stjóma vopnaðri baráttu aðskilnaðarsinna sem hefur kostað 29.000 manns lífið á tæpum fimmtán ámm. Evrópu- sambandið hvatti Tyrki tO að taka ekki Öcalan af lífi og sagði að aftaka myndi torvelda frekar tilraunir þeirra til að fá aðild að sambandinu. „Petta þýðir að við ráðumst á efnahagsleg skotmörk. Stríðið mun breiðast út innan Tyrklands," sagði talsmaður Verkamannaflokks Kúrd- istans í London. Leiðtogi Útlagaþings Pakistans í Brassel fordæmdi einnig úrskurð dómstólsins og lýsti honum sem „dauðadómi yfír öllum Kúrdum“. Þjóðverjar, sem eru í forsæti í ráðherraráði Evrópusambandsins, hvöttu þing Tyrklands til að stað- festa ekki dauðadóminn. Þá neituðu stjómvöld í Bandaríkjunum, sem aðstoðuðu Tyrki við að hafa hendur í hári Öcalans, að svara spumingum fréttamanna um dauðadóminn en ítrekuðu þá afstöðu sína að Öcalan væri hermdarverkamaður sem bæri að sækja til saka. Um 150 Kúrdar á Kýpur mót- mæltu dauðadómnum með því að grýta bandaríska sendiráðið í Nik- ósíu. Um 100 Kúrdar og ítalir reyndu einnig að ráðast á tyrkneska sendiráðið í Róm en lögreglunni tókst að stöðva þá. Öryggiseftirlit var hert í evr- ópskum borgum til að koma í veg fyrir að óeirðir blossuðu upp meðal Kúrda eins og þegar Öcalan var handtekinn. Kúrdar söfnuðust einnig saman í Moskvu, París, Haag og Strassborg en ekki kom til átaka. Lamberto Dini, utanríkisráð- herra Italíu, sagði að ítalir myndu vísa máli Öcalans til Evrópuráðsins til að reyna að hindra að hann yrði hengdur. Evrópuráðið hvatti Tyrki til að taka Öcalan ekki af lífi og benti á að þeir hefðu lofað því á síð- asta leiðtogafundi ráðsins 1997 að afnema dauðarefsingu eða full- nægja ekki dauðadómum. Talsmað- ur utanríkisráðuneytisins í Ankara sagði hins vegar að tyrknesk stjóm- völd myndu ekki sinna ráðlegging- um erlendra ríkja í máli Öcalans. ■ Nokkur ár gætu/21 AP Eldur kviknar í veg- göngum í Noregi Osló. AP, Aftenposten. Fjölmenn mótmæli gegn Milosevic Cacak, Pristina. Reuters, AP. Þokast nær stjórnar- myndun Jerúsalem, Matjayoun. AP, Reuters. EHUD Barak, verðandi forsætis- ráðherra Israels, hefur nú náð sam- komulagi við fjóra stjórnmálaflokka í stjómarmyndunarviðræðum, en á miðnætti á morgun verður hann að tilkynna opinberlega að hann sé fær um að mynda samsteypustjóm fyrir 8. júlí. Enn á Barak þó eftir að tryggja sér stuðning þriggja ann- arra flokka til að stjómin hafi 77 þingsæti af 120. í gær náði Barak samkomulagi við flokk strangtrúaðra gyðinga (UTJ), en síðustu daga hefur hann einnig náð samkomulagi um stjórn- armyndun við þrjá aðra flokka. Þeir era vinstriflokkurinn Meretz, Israel ba-Aliya, sem er flokkur innflytj- enda frá Rússlandi, og Trúarlegi þjóðarflokkurinn, sem hefur fimm menn á þingi. Likud-flokkurinn sleit á mánudag stjómarmyndunarviðræðum við Barak og hefur verðandi forsætis- ráðherrann nú einbeitt sér að því að fá bókstafstrúarflokkinn Shas til samstarfs í samsteypustjóm. Þá hefur Barak einnig leitað eftir sam- starfi við Miðflokkinn og Þjóðarein- ingarflokkinn. TVEIR slökkviliðsmenn létu lífið í sprengingu er þeir reyndu að ráða niðurlögum elds er braust út í veggöngum sem verið er að grafa í Drammen, um 50 km frá Osló, höf- uðborg Noregs, í gær. Að auki slös- uðust fimmtán manns og eins er saknað. Granur leikur á að eldur frá logsuðutækjum hafi borist í ein- angranarefni sem notað er í göng- unum. Þaðan er eldurinn talinn hafa borist í dínamít sem notað var til að sprengja fyrir göngunum. Dínamít- ið sprakk og var sprengingin svo öflug að rúður brotnuðu í nálægum húsum. Að sögn vitna fylgdu minni sprengingar í kjölfarið. Flestir slökkviliðsmenn og verkamenn er vinna að göngunum vora við gangamunnann er spreng- ingin varð, en nokkrir slökkviliðs- menn voru inni í göngunum, sem grafin hafa verið 200 metra inn í klett við Brakeroya, norðan við miðbæ Drammen. Að því er haft var eftir starfsmönnum á bráða- móttöku í Drammen slasaðist einn alvarlega en fjórtán hlutu minni- háttar meiðsl. MIKILL mannfjöldi safnaðist í gær saman í serbnesku borginni Cacak í fyrstu mótmælaaðgerðunum í Júgó- slavíu síðan átökunum I Kosovo- héraði lauk. Yfir 10.000 manns komu til mótmælafundarins og krafðist fólkið lýðræðislegra um- bóta í Júgóslavíu, að almennar kosningar yrðu haldnar hið allra fyrsta og að Slobodan Milosevic, forseti landsins, segði af sér. For- vígismenn mótmælanna, leiðtogar stjómarandstöðuaflanna í Júgó- slavíu, sögðu í gær að ráðgert væri að halda fleiri slíka fundi um landið allt á næstu misseram. Mikil sprenging varð í Cacak um það leyti sem stjórnarandstæðingar fluttu ávörp sín og er hún rakin til búnaðar sem júgóslavneski herinn notar til æfinga. Aður en fundurinn hófst höfðu stjómarandstæðingum borist nafnlausar hótanir og höfðu lögregluyfirvöld tjáð þeim að að- gerðimar væru ólöglegar. Þá vai- greint frá því í gær að langferðabifreið með fjölda er- lendra fréttamanna innanborðs hefði verið stöðvuð af lögreglunni á leiðinni til Cacak frá Belgrad. Vuk Draskovic, sem gegndi stöðu aðstoðarforsætisráðherra Júgó- slavíu þai- til hann sagði af sér emb- ætti um miðbik loftárása Atlants- hafsbandalagsins (NATO) á Júgó- slavíu, sagði í gær að mótmælaað- gerðirnar í Cacak væra tilgangs- lausar. Þá sagði hann á blaða- mannafundi í Belgrad að hann myndi veita leiðtogum Júgóslavíu færi á að bæta ráð sitt og stokka upp í ríkisstjórn landsins. ----------------- 23 börn lát- ast í eldsvoða Seoul. Reuters. AÐ minnsta kosti 23 börn létust í eldsvoða sem upp kom í sumarbúð- um í Hwasung, um 100 km frá Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í gær. Um 520 böm og leiðbeinendur vora í húsinu er eldurinn braust út laust eftii' miðnætti að staðartíma. Óttast er að fleiri fómarlömb finnist er líður á hjálparstarfið, að sögn lögreglu. Auk hinna látnu slösuðust tvö börn alvarlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.