Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JMó Waí>ií> c 1999 MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI BLAD Grazer bauð 48 millj. kr í Rúnar AUSTURRÍSKA félagið Grazer hefur boðið Lillesti'om 48 milljónir íslenskra króna fyrir íslenska landsliðsmanninn Rúnar Kristinsson. Norska liðið hafði sett 50 milljónir króna sem lágmarksverð fyrir Rúnar, eftir að fyrsta til- boð austurríska félagsins kom upp á 20 millj- ónir króna fyrir tveimur vikum. Lillestrom hefur ekki tekið tilboðinu og gerir sjálfsagt ekki fyrr en félagið finnur leikmann til að taka stöðu Rúnars á miðjunni hjá liðinu. Rún- ar hefur verið jafnbesti leikmaður liðsins í sumar. Knattspyrnudeild KA skuldar 20 milljónir Knattspymudeild KA á Akureyri skuldar um 20 milljónir króna, að sögn Stefáns Gunnlaugssonar, formanns deildarinn- Skapti ar. Morgunblaðið Hallgrímsson ræddi í gær við for- skrifar menn knattspymu- deilda Akureyrai'fé- laganna beggja, KA og Þórs, en Þórsarar hafa einnig verið í miklum fjárhagskröggum síðastliðin ár og fóm í nauðasamninga vegna þess fyrir nokkrum missemm. Fyrri hluti viðtalsins er á Akureyrarsíðu blaðs- ins í dag, bls. 17, en síðari hlutinn birtist á morgun. Stefán Gunnlaugsson tók við for- mennsku í knattspyrnudeild KA fyr- ir þessa leiktíð, eftir tíu ára fjarvera, en hann var formaður deildarinnar þegar KA varð Islandsmeistari 1989 og hætti störfum að loknu keppnis- tímabilinu 1990. „Þegar ég tók við aftur voru skuldirnar um eða yfir 20 milljónir, en aðalstjórn félagsins tók myndarlega á því; tók lán sem við veltum á undan okkur með dyggri aðstoð hennar. Enda held ég að það sé miklu meira en nóg starf að reka knattspyrnudeild þótt hún sé ekki með tugi milljóna á bakinu líka. En við töldum betra að reyna að komast út úr þessu sjálfir svona heldur en fara í nauðasamninga,“ sagði Stefán. Stjórnin styður Einar Að sex umferðum loknum er KA í næstneðsta sæti 1. deildar íslands- mótsins, næstefstu deildar. Og að gefnu -tilefni sendi knattspymudeild KA frá sér yfirlýsingu í gær „vegna umræðna innan KA, en þó enn frek- ar utan KA,“ eins og þar segir, vilji stjórnin taka fram að þjálfari meist- araflokks, Einar Einarsson, sé ráð- inn til starfa hjá deildinni út þetta keppnistímabil og engin breyting sé fyrirhuguð á því. „Vonumst við til að KA nái að vinna sig út úr þeirri stöðu, sem deildin er í, en til að það megi takast verða allir að vera sam- taka, ekki síst „stuðningsmenn" sem því miður eru fyrstir til að gefa eftir þegar hlutirnir ganga ekki eins og vonast er til.“ Stefán Gunnlaugsson segir að KA- menn taki nokkra áhættu í sumar. „Við leggjum í þetta peninga og ætl- um að ná árangri. En auðvitað er al- veg ljóst að það er ekki alltaf sama- semmerki þar á milli; menn geta ekki keypt sér árangur. Annað þarf að fylgja með og við gerðum okkur grein fyrir því. Þess vegna getur tekið annað sumar að byggja upp virkilega gott lið.“ SVO gæti farið að franski miðheijinn hjá Arsenal, Nicolas Anelka, verði kominn í raðir ftalska liðsins Lazio fyrir næstu helgi. „Mín helsta ósk er þó að fara til Real Ma- drid. Ef það gengur ekki eftir er ekki úr vegi að fara bara til Lazio,“ sagði Anelka í gær. Forráðamenn Arsenal eru að reyna að semja við Rómar- liðið og hafa kvartað til al- þjóða knattspyrnusambands- ins, FIFA, undan Real Madrid sem hefur haft samband við Anelka án þess að ræða við Arsenal. „Eg kýs frekar að fara til Lazio en að leika áfram með Arsenal," sagði Anelka við _ franska blaðið L’Equipe. „Ég myndi sætta mig við það því hef í huga að leika einhvern tíma á Italíu hvort eð er.“ Talsmaður Lazio, Vincenzo Morabito, sagði: „Samningar eru á lokastigi. Við vonumst til að geta komist að sam- komulagi við Arsenal í síð- asta lagi á föstudag." Anelka á leið til Lazio? Fengu góðan stuðning í Thisted EINAR Þorvarðarson, þjálfari piltalandsliðsins í handknattleik, var kampakátur þegar Morgunblaðið náði tali af honum í Thi- sted í gærkvöldi. Þá vora strákarnir hans nýbúnir að taka á móti Norðurlandameistaratitlinum í handknattleik, með því að leggja Dani að velli 26:20. „Það er alveg geysilega gaman hérna,“ sagði hann. „Við eram hérna að grilla pylsur úti í garði með hópi Islendinga. Það er búið að slá upp tjaldi hérna og þetta er mjög glæsilegt." Einar sagði að íslendingar hefðu fjöl- mennt í íþróttahöllina í Thisted og stutt liðið með sóma. „Það hjálpaði okkur auðvitað mikið,“ sagði hann. Landsliðshópur íslands var skipaður eftirtöldum leikmönn- um: Markverðir vora Stefán Hannesson, Val, og Hreiðar Guð- mundsson, Gróttu/KR. Aðrir leikmenn voru Einar Hólmgeirs- son og Ingimundur Ingimundarson, IR, Bjarki Sigurðsson, Fannar Þorbjörnsson, Snorri Guðjónsson og Markús Mikaels- son, Val, Sverrir Pálmason, Gróttu/KR, Róbert Gunnarsson, Fram, Valdimar Þórsson, Selfossi, Sigursteinn Arndal, FH, Hjalti Pálmason, Víkingi, Jónatan Magnússon, KA, Níels Reyn- isson, UMFA, og Kristján Andrésson, sem leikur með HK Eskilstuna í Svíþjóð. ■ Betri á öllum sviðum / B4 HANDKNATTLEIKUR / HM PILTALANDSLIÐA I DANMORKU Morgunblaðið/Gregers Kirdof ÍSLENSKU piltarnir ásamt Friðriki Guðmundssyni liðs- stjóra og Einari Þorvarðarsyni þjálfara. KNATTSPYRNA: MAMADOU DIALLO VILL EKKI LEIKA Á AKRANESI / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.