Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FOSTUDAGUR 2. JULI1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Morgunblaðið/Sverrir
LÖGREGLUMANNI sem bar að
tókst að róa barnið eftir að
hann hafði náð til þess.
Barn skilið
eftir í bfl
LÖGREGLAN greip til þess ráðs
að brjóta rúðu í bíl í gær til þess að
koma kornabarni til hjálpar sem
skilið hafði verið eftir í bíl á bfla-
stæði við Hús verslunarinnar í
Kringlunni.
Tilkynnt var til lögreglu að há-
grátandi kornabarn væri í læstum
bíl við húsið á þriðja tímanum í gær.
Að sögn lögreglu var það rautt og
þrútið og leið greinilega illa er lög-
reglumaður kom á vettvang. Þar
sem ekki náðist í forráðamann bfls-
ins greip lögreglan til þess ráðs að
brjóta rúðu í afturdyrum til að kom-
ast inn í bílinn og róa barnið.
Skömmu seinna bar móður þess að.
Að sögn varðstjóra hjá lögregl-
unni í Reykjavík eru mál af þessu
tagi litin alvarlegum augum. Fer af-
rit af skýrslu lögreglumanns um at-
vikið til forvarnadeildar lögreglunn-
ar sem tekur ákvörðun um hvort
eitthvað verði aðhafst frekar í mál-
inu.
-----------?-?-?--------
Afnám tollfrjálsrar
verslunar innan ESB
Eykur hugsan-
lega veltu hér
FREKAR ER reiknað með að
verslun í Fríhöfninni í Keflavík auk-
ist en hitt, í kjölfar afnáms fríversl-
unar innan Evrópusambandsins.
Nú geta þeir sem ferðast milli landa
ESB ekki lengur keypt virðisauka-
skatts- og tollfrjálsan varning í flug-
höfnum.
Að sögn Guðmundar Karls Jóns-
sonar, forstjóra Fríhafnarinnar á
Keflavíkurflugvelli, verða áhrif
breytingarinnar hverfandi fyrir ís-
lendinga. „En ef áhrifin verða ein-
hver, vona ég að þau felist í aukinni
sölu," segir hann.
Guðmundur Karl segist gera ráð
fyrir að þeir sem ferðist frá löndum
ESB til landa utan sambandsins
geti verslað tollfrjálst sem áður.
„Þeir fá þá annað og væntanlega
lægra verð en þeir sem ferðast inn-
an ESB," segir Guðmundur. Hann
segist þó ekki vita hvernig fyrir-
komulagið verður í flughöfnunum.
„Ég veit ekki hvort reknar verða
tvær búðir í hverri flughöfn, ein fyr-
ir þá sem ferðast innan ESB og
önnur fyrir þá sem fara til landa ut-
an sambandsins," segir hann.
Washington Post fjallar ítarlega um flug rússneskra sprengjuvéla við ísland
Bandarísk stjórnvöld gera
lítið úr flugi vélanna
MICHAEL A. Hammer, talsmaður
þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna,
segir að bandarísk stjórnvöld telji
flug tveggja rússneskra sprengju-
flugvéla inn fyrir íslenskt loftvarn-
arsvæði vera léttvægt atvik sem
ekki kalli á nein sérstök viðbrögð af
þeirra hálfu. Á forsíðu Washington
Post í gær er ítarlega fjallað um
flug sprengjuflugvélanna og því
haldið fram að þetta hafi ásamt
fleiru vakið spurningar meðal
bandarískra hermálayfirvalda um
hvort Boris Jeltsín, forseti Rúss-
lands, sé að missa tökin á rússneska
hernum.
Tvær rússneskar sprengjuflug-
vélar af gerðinni Tupolev TU-95MS,
svokallaðir Birnir, flugu inn fyrir
loftvarnarsvæði íslands sl. föstudag
eins og fram hefur komið í Morgun-
blaðinu. Þetta gerðist á sama tíma
og varnaræfing NATO, Norður-
Víkingur, stóð yfir. F-15-orrustu-
þotur frá varnariiðinu á Keflavíkur-
flugvelli flugu í veg fyrir vélarnar
og fylgdust með ferðum þeirra.
Rússnesku vélarnar komu úr norð-
austri og flugu réttsælis kringum
landið. Bandarísku flugvélarnar
fylgdu þeim út fyrir loftvarnar-
svæðið.
Tvær rússneskar sprengjuflug-
vélar af gerðinni TU-140 Blackjack
flugu einnig meðfram strandlengju
Noregs í síðustu viku. Flugvélar
voru sendar á móts við þær en rúss-
nesku vélarnar voru farnar áður en
þær náðu til þeirra.
Hluti af heræfíngu Rússa
Þessar ferðir rússnesku
sprengjuflugvélanna eru hluti af
umfangsmestu heræfingu sem rúss-
neski herinn hefur staðið fyrir í tíu
ár, en hún ber heitið Vestrið '99. I
henni tóku þátt um 50.000 hermenn
úr fimm herdeildum og þrjár deildir
sjóhersins. I æfingunni tóku þátt
þrjátíu herskip, fjórir kafbátar, þar
á meðal einn kjarnorkukafbátur,
auk herflugvéla sem staðsettar eru
á skipum og á landi. Heræfingin fór
fram dagana 21.-26. júní.
ítarlega er fjaÚað um flug
sprengjuflugvélanna í Washington
Post í gær, auk þess sem frétt birt-
ist um málið á Reuters. Blaðið segir
að þetta flug hafi valdið nokkrum
áhyggjum meðal ráðamanna í
Washington og vakið vangaveltur
um hvort Jeltsín, forseti Rússlands,
hafi fulla stjórn yfir hernum. Málið
er sett í samhengi við innrás 200
manna rússnesks herliðs í Kosovo
fyrir tveimur vikum og áform um
víðtækar hernaðaraðgerir Rússa í
héraðinu. Blaðið telur af samtölum
sínum við öryggissérfræðinga og
embættismenn  í  Washington  að
i iTOftttíMÉBf
þessir atburðir kunni að vera merki
um að rússneskir herforingjar óttist
áætlanir NATO í kjölfar sigursins
yfir Serbum. Einnig sé hugsanlegt
að herinn sé að reyna að auka vin-
sældir sínar hjá almenningi og
hækka framlög til hermála.
I Washington Post er þess sér-
staklega getið að rússnesku
sprengjuflugvélarnar hafi verið það
nálægt Bandaríkjunum að þær
hefðu getað skotið flugskeytum til
landsins. Fram kemur í blaðinu að
vélarnar hafi skotið flugskeytum á
skotmörk í suðurhluta Rússlands.
Léttvægt atvik
Michael A Hammer, talsmaður
þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna,
vildi ekki gera mikið úr flugi rúss-
nesku sprengjuflugvélanna þegar
Morgunblaðið leitað eftir viðbrögð-
um hans í gær.
„Að okkar mati er hér um her-
fræðilega léttvægt atvik að ræða.
Þetta fellur ekki undir ákvæði um
tilkynningaskyldu      samkvæmt
START I-samningnum. Viðbrögð
varnarliðsins voru í samræmi við
vinnureglur þegar svona kemur
upp. Þetta olli okkur ekki sérstök-
um áhyggjum. Að okkar mati er
þetta hvorki mikilvægt atvik út frá
herfræðilegu sjónarmiði né hefur
það neina pólitíska þýðingu."
Hammer sagði enga leið fyrir sig
að segja fyrir um hvort búast mætti
við fleiri ferðum rússneskra
sprengjuflugvéla inn fyrir íslenska
loftvarnarsvæðið. „Við höfum verið
með reglulegar heræfingar á Norð-
ÞESSAR myndir voru teknar af rússnesku sprengjuflugvélunum
þegar þær flugu umhverfis ísland síðastliðinn föstudag.
ur-Atlantshafi, t.d. Norður-Víking
og fleiri æfingar. Rússneskar flug-
vélar hafa ekki flogið yfir þetta
svæði í heilan áratug. Það er í sjálfu
sér merkilegt. Ég veit ekki hvort
Rússar fyrirhuga að fljúga yfir
þetta svæði í náinni framtíð."
Hammer kvaðst telja víst að sam-
töl hefðu átt sér stað milli herfor-
ingja í bandaríska og rússneska
flughernum vegna ferða rússnesku
sprengjuflugvélanna. Málið væri
hins vegar engan veginn það stórt
að það kallaði á diplómatískar við-
ræður milli landanna.
I Washington Post eru vangavelt-
ur um hvort Jeltsín, forseti Rúss-
lands, hafi fulla stjórn á rússneska
hernum. Vísað er til flugs sprengju-
vélanna við ísland og herferðar 200
rússneskra hermanna inn í Kosovo í
síðasta mánuði. Hammer sagði að
Clinton, forseti Bandaríkjanna,
hefði rætt við Jeltsín fyrir viku. A
fundinum  hefði Jeltsín fullvissað
bandarísk stjórnvöld um að hann
héldi um stjórntaumana.
Engin lög voru brotin
Talsmaður rússneska flughersins
sagði í samtali við AP-fréttastofuna
að rússnesku sprengjuþoturnar
hefðu ekki farið inn fyrir Iandamæri
íslands í fimmtán klukkustunda æf-
ingaflugi á föstudag. Engin lög
hefðu verið brotin. Flug þotnanna
hefði verið hluti af heræfingum
rússneska hersins. Æfmgarnar
hefðu verið haldnar á sjó á hlut-
lausu svæði og þær tilkynntar fyrir-
fram. Talsmaðurinn gerði lítið úr
frétt Washington Post. Ekkert
óeðlilegt væri við að bandarískar
orrustuvélar fylgdu sprengjuflug-
vélunum tveimur umhverfis loft-
varnarsvæði íslands. „Slíkt er al-
gengt þegar um er að ræða flugvél-
ar sem eru í nágrenni við mörk loft-
varnarsvæða og ekkert óeðlilegt
gerðist í þessu tilfelli."
Borgarstjóri lýsir ánægju með skýrslu borgarendurskoðunar
Arsreikningurinn staðfest-
ing á stjórnunarárangri
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagði við síðari um-
ræðu um ársreikning Reykjavíkur-
borgar 1998 á fundi borgarstjórnar
í gær að skýrsla borgarendurskoð-
unar um ársreikninginn gæfi tilefni
til að gleðjast, í henni fælist stað-
festing á stjórnunarárangri sem
margir virtust ekki skilja og hefðu
tilhneigingu til að gera lítið úr í um-
ræðum um fjármál borgarinnar.
Vitnaði hún í orð skýrslunnar þar
sem segir að með nýja bókhalds- og
upplýsingakerfinu Agresso hefði
borgarsjóður nú fengið öflugt verk-
færi til stjórnunar, kerfi sem ætti
að geta stuðlað að hagkvæmni og
góðri þjónustu við borgarbúa.
Borgarstjóri sagði einnig mikil-
vægt það mat borgarendurskoðun-
ar að rammafjárhagsáætlunin væri
mikilvægt stýritæki. „Ég lít svo á að
hér sé fengin staðfesting á því að
stýritækin til að koma í veg fyrir
„hömlulausa útgjaldaþenslu" borg-
arinnar séu nú fengin," sagði borg-
arstjóri meðal annars. Hún gerði í
upphafi ræðu sinnar orð oddvita
sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
Ingu Jónu Þórðardóttur, við fyrri
umræðu og í samtali við Morgun-
blaðið nokkrum dögum síðar, að
umtalsefni. Þar sagði Inga Jóna
meðal annars að það væru blekk-
ingar hjá borgarstjóra að halda því
fram að gott samræmi væri milli
áætlunar og ársreiknings, ljóst væri
að gjöld árið 1998 hefðu vaxið um
6,2% og samræmið væri fólgið í því
að fjárhagsáætluninni væri breytt
reglulega allt árið.
Gagnrýndi andstöðuna
Ingibjörg Sólrún sagði þetta
rangt hjá borgarfulltrúanum „og ég
er satt að segja búin að fá mig
fullsadda af því að borgarfulltrúar
minnihlutans skuli ábyrgðarlaust og
í sífellu tönnlast á því að ég stundi
blekkingar og sjónhverfingar með
tölur," sagði borgarstjóri. Hún
sagði unnt að staðhæfa að allir
stóru málaflokkarnir hefðu staðist
áætlun en athygli vektu mikil frávik
hjá embætti borgarverkfræðings og
borgarskipulagi. Hún sagði launalið
hafa farið talsvert fram úr áætlun
hjá borgarskipulagi og sagði hún
aðlögunarsamninga BHM hafa ver-
ið dýra. Það sama virtist vera uppi á
teningnum hjá borgarverkfræðingi,
rekstur skrifstofu, starfsmanna og
bókhalds hefði þar farið 12% fram-
úr áætlun og rekstur húsnæðis
25,2% framúr áætlun.
Nokkrir borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins gagnrýndu ársreikn-
inginn og sagði Inga Jóna Þórðar-
dóttir að hallarekstur borgarinnar
væri enn verulegur. Það væri reynd-
in þrátt fyrir að 8,8 milljarðar á
verðlagi síðasta árs hefðu verið tekn-
ir út úr fyrirtækjum borgarinnar frá
árinu 1994. Júlíus Víffll Ingvarsson
sagði að skuldir borgarinnar hefðu
hækkað milli áranna 1997 og 1998
um 5,3 milljarða og 4,4 milljarða frá
árinu 1996. Hækkun áranna 1994 til
1998 væri alls 14,6 miUjarðar sem
þýddi að skuldir borgarinnar hefðu
hækkað um 8 milljónir króna á dag
að meðaltali frá því að Reykjavíkur-
listinn tók við stjórn borgarinnar.
í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins segir m.a. að þrátt fyrir
10% hækkun skatttekna milli ára á
föstu verðlagi héldu skuldir borgar-
innar áfram að aukast. Peningaleg
staða, sem sýndi hæfni borgarinnar
til að standa við greiðsluskuldbind-
ingar, hefði og versnað verulega.
Þetta væri áhyggjuefni og snúa yrði
frá hallarekstri borgarsjóðs.
h
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68