Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FOSTUDAGUR 2. JULI1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Forseti Islands ræddi við framkvæmdastjóra SÞ í New York
Telur Island vera til fyrir-
myndar í sjávarútvegsmálum
I VIÐRÆÐUM sem Olafur Ragnar
Grímsson, forseti Islands, átti við
Kofi Annan, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, í New York í
gær, kom fram að Annan hefði í
samtölum við forsvarsmenn ann-
arra ríkja hvatt þá til að kynna sér
reynslu íslendinga í sjávarútvegs-
málum og þann árangur sem þeir
hafa náð. Að hans mati væri íslensk-
ur sjávarútvegur til fyrirmyndar.
„Mér fannst athyglisvert að
heyra hvað hann hafði mikinn
áhuga á að íslendingar legðu rækt
við stefnumótun um málefni hafsins
á alþjóðlegum vettvangi og okkar
þjóð gerði sig mjög gildandi í þeim
umræðum og væri reiðubúin til
samstarfs við smærri og meðal-
stærri ríki víða um heim við eflingu
sjávarútvegs," sagði Ólafur Ragnar
um viðræður sínar við Annan.
„Hann greindi mér frá því að
hann hefði í viðræðum sínum við
forystumenn margra smærri og
meðalstórra ríkja hvatt þá til þess
að kynna sér sérstaklega reynslu
Islendinga af sjávarútvegi og þann
árangur sem við hefðum náð. Hann
benti á að í upphafi næstu aldar
væru ekki mörg ríki sem gætu
gegnt því hlutverki með jafn árang-
ursríkum hætti, að vera leiðbein-
andi og^ fyrirmynd í þeim efnum
eins og íslendingar.
í öðru lagi ræddum við nokkuð
um samstarf á norðurslóðum^ eink-
um hvernig Norðurlöndin og ísland
sérstaklega gætu í vísmdarann-
sóknum og á öðrum sviðum þekk-
ingaröflunar reynt að laða vísinda-
menn frá Rússlandi og Bandaríkj-
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, ræddi við Kofi Annan,
framkvæmdastjóra Sameinuðu þjdðanna, í höfuðstöðvum SÞ í New
York í gær. Þorsteinn Ingólfsson, sendiherra íslands hjá SÞ (fyrir
miðju), sat einnig fundinn.
unum til jákvæðs samstarfs. Hann
taldi brýna þörf á því að styrkja
slíka jákvæða þætti í samstarfi
Bandaríkjanna og Rússlands. Næg
væru vandamálin á meginlandi Evr-
ópu í samskiptum þessara ríkja.
Hugmyndirnar um að efla samstarf
á norðurslóðum eru honum greini-
lega hugleiknar."
Svartsýnn á þróunina
í Kosovo
,Auk þess ræddum við nokkuð
mikið   um   stöðuna  í  Kosovo  og
vandamálin sem því eru samfara að
Sameinuðu þjóðirnar geti sinnt sínu
hlutverki þar. Mér fannst hann vera
nokkuð svartsýnn á hvað það tæki
langan tíma að byggja Kosovo upp
að nýju. Hann talaði um rúman ára-
tug í þeim efnum og óttaðist að
bæði þjóðir Evrópu og önnur ríki í
heiminum myndu fljótlega missa
áhugann á uppbyggingarstarfinu.
Það yrði meðal verkefna SÞ að
tryggja að menn gleymdu ekki þeim
verkefnum sem framundan væru.
Annan óttaðist greinilega tilhneig-
ingar til að einangra Serba um of því
að án þess að laða þá tíl samstarfs
við uppbygginguna yrði mjög erfitt
að koma mannlífi í það horf sem það
þyrfti að vera. Hann benti á að ís-
land gæti m.a. með forystu sinni í
Evrópuráðinu á næstu mánuðum
haft töluverð áhrif á að menn gerðu
raunhæfa uppbyggingaráætlun fyrir
þetta svæði. Sömuleiðis hefðu við-
brögð okkar við flóttamannavandan-
um skipt máli," sagði Ólafur.
Auk þess ræddu Olafur Ragnar
og Annan um baráttuna gegn fíkni-
efnum og um afvopnunarmál. Ólafur
Ragnar hafði deginum áður átt fund
með Dhanapala, sem veitir forstöðu
afvopnunardeild Sameinuðu þjóð-
anna. Á fundinum gerði Dhanapala
forsetanum grein fyrir helstu við-
fangsefnum Sameinuðu þjóðanna á
sviði afvopnunarmála. Hann áréttaði
sérstaklega nauðsyn þess að frekari
áfangar næðust við fækkun kjarn-
orkuvopna og að komið yrði í veg
fyrir aukna hervæðingu á ýmsum
hættusvæðum í heiminum."
Fundur með forsvars-
mönnum Penguin
„I gær átti Olafur Ragnar fund
með Michael Lynton, forstjóra
Penguin-útgáfunnar í Bandaríkjun-
um, og öðrum forsvarsmönnum fyr-
irtækisins. Á fundinum kom fram
mikill áhugi á að tengja sem best
saman fyrirhugaða útgáfu íslend-
ingasagna í Bandaríkjunum og
margvíslega atburði sem skipulagð-
ir hafa verið til að minnast landa-
funda Leifs Eiríkssonar og Guðríð-
ar Þorbjarnardóttur á næsta ári.
E-töflumálið
Briggs
gæti átt
bótakröfu
BRETINN Kio Alexander
Briggs gæti átt bótakröfu á
hendur íslenska ríkinu ef
Hæstiréttur staðfestir sýknu-
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
frá því á miðvikudag. Áður
hafði héraðsdómur dæmt
Briggs í sjö ára fangelsi fyrir
fíkniefnasmygl.
Eiríkur Tómasson, prófess-
or við lagadeild Háskóla ís-
lands, sagði að skýrt væri
kveðið á um þetta í lögum nr.
19/1991 um meðferð opinberra
mála. I lögunum segir m.a. að
taka megi til greina kröfu ef
rannsókn hefur verið hætt eða
ákæra ekki gefin út vegna þess
að sú háttsemi sem sakborn-
ingi hafi verið borin hafi talist
ósaknæm eða sönnun ekki
fengist um hana eða sakborn-
ingur hafi verið dæmdur sýkn
með óáfrýjuðum eða óafrýjan-
legum dómi af sömu ástæðum.
I lögunum segir þó einnig að
fella megi niður bætur eða
lækka þær ef sakborningur
hefur valdið eða stuðlað að
þeirh aðgerðum sem hann reis-
ir kröfu sína á.
Bætur misháar
Eiríkur sagði að ef Briggs
yrðu dæmdar bætur yrði um
að ræða miskabætur, en upp-
hæð þeirra fer eftir almennum
bótareglum. Bæturnar eru
misháar eftir atvikum og fer
fjárhæðin t.d. eftir því hversu
lengi málið hefur staðið yfir og
hversu mikið tjón menn hafa
beðið.
Nýtt merki og nýir einkennislitir Flugleiða í haust
Alþjóðleg mark-
aðssókn hafin
NYTT útlit Flugleiða, sem felst í
nýjum lit og breyttu merki félagsins
og nýjum einkennisbúningum var
kynnt starfsmönnum félagsins
heima og erlendis í gær. Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða, segir
hér um tímamót að ræða hjá fyrir-
tækinu því nú eigi að hefja nýja al-
þjóðlega markaðssókn og styrkja
ímynd félagsins.
Forráðamenn Flugleiða héldu í
gærmorgun fundi með starfsmönn-
um í Reykjavík og Keflavík, sams
konar fundir voru haldnir á 10
starfsstóðvum félagsins erlendis og
allir flugstjórar tóku í gærmorgun
með sér efni til að kynna áhöfnum
sínum nýja merkið. Þá var fjólmiðl-
um einnig kynnt nýja merkið og
einkennislitirnir.
Nýja merkið er gult en var blátt
áður og í því er einnig meiri dýpt en
áður. Merkið verður málað á bláan
grunn á stéli flugvélanna og notað í
öllum merkingum félagsins. Utlits-
breytingarnar hafa verið í undirbún-
ingi í eitt ár og mun taka á annað ár
að koma þeim öllum í framkvæmd.
Ahersla á stærri hlut farþega
á viðskiptafarrými
Byrjað verður að mála þoturnar í
nýju litunum í nóvember þegar þær
fara hver af annarri í reglubundna
skoðun og þannig verður reynt að
láta stærstan hluta þessara breyt-
inga fara fram um leið og reglu-
bundin endurnýjun fer fram. I nóv-
ember verða einnig teknir í notkun
nýir einkennisbúningar allra starfs-
Morgunblaðið/Jim Smart
FLUGLEIÐIR kynntu í gær nýtt Utlit, merki og einkennisliti, sem taka
á upp formlega frá og með nóvember í haust.
Sigurður Helgason sagði að með
uppbyggingu fyrirtækisins síðustu
ár, svo sem nýju leiðakerfi, nýjum
flugvélaflota og ýmsum innviðum
væri nú hægt að hefja nýja sókn og
verður einkum lögð áhersla á að
stækka hlutdeild farþega á við-
skiptafarrými á alþjóðaleiðum, sem
í dag er í kringum 17%, og að fjölga
ferðamönnum til íslands. Hann
sagði fjárfestingar síðustu ára nema
um 30 milljónum króna. Forstjórinn
sagði að væri fyrirtækið eingöngu
starfandi fyrir heimamarkað væru
héðan aðeins fimm ferðir daglega til
Evrópu og ein til Bandaríkjanna en
hlutdeiid Islendinga í farþegafjölda
Flugleiða er um 20%. Með markað-
inum milli Evrópu og Bandaríkj-
anna væri tíðnin hins vegar mun
meiri og hann sagði fyrirtækið geta
boðið mjög góðar tengingar milli
norrænu höfuðborganna og nokk-
urra borga í Bandaríkjunum, betri
en mörg stærri flugfélög. Þar lægju
meðal annars möguleikar félagsins í
auknum flutningum og tekjum.
Sigurður Helgason sagði að
mannauður fyrirtækisins væri
grundvöllur þeirrar endurreisnar
og markaðassóknar sem nú væri
framundan. Sagði hann vinnu næstu
missera miða að því að styrkja
ímynd félagsins á alþjóðamarkaði.
Ráðning skólastjóra sameinaðs
grunnskóla Skagafjarðar
Málið aftur
hjá skólanefnd
ÞAÐ ætti ekki að reynast skóla-
nefnd erfitt að komast að niður-
stöðu í skólastjóramálum sameinaðs
grunnskóla Skagafjarðar, þar sem
aðeins ein umsókn um stöðuna, að
sögn Gísla Þ. Gunnarssonar, odd-
vita Sjálfstæðisflokksins og forseta
sveitarstjórnar. Á þriðjudag dró sá
umsækjandi sem skólanefnd hafði
áður mælt með, Guðrún Helgadótt-
ir, skólastjóri Myndlista- og hand-
íðaskólans, umsókn sína til baka.
Skólanefnd er skipuð 2 fulltrúum
Framsóknarfiokks, 2 fulltrúum
Sjálfstæðisflokks og 1 fulltrúa
Skagafjarðarlistans, en það eru síð-
an Framsóknarflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur sem mynda meiri-
hlutann í sveitarstjórn, Framsókn
með 4 fulltrúa og Sjálfstæðisflokk-
urinn með 5, Skagafjarðarlistinn á
síðan tvo fulltrúa í sveitarstjórn.
Það voru fulltrúar Framsóknar-
flokks og Skagafjarðarlistans í
skólanefnd, sem mæltu með Guð-
rúnu, en sjálfstæðismennirnir
mæltu með hinum umsækjandan-
um, Birni Björnssyni, skólastjóra
grunnskólans á Hofsósi.
Að sögn Gísla átti að taka form-
lega ákvörðun í málinu á fundinum
á þriðjudag en rétt fyrir fundinn
barst símbréf frá Guðrúnu þar sem
hún dró umsókn sína til baka. Sagði
Gísli að hún hefði sagt breyttar að-
stæður ástæðuna fyrir því að hún
hætti við, en hún mun taka við starfi
menningarfulltrúa landsbyggðar-
innar hjá Byggðastofnun.
Gísli sagði að málið væri á ný hjá
skólanefnd og að hún myndi funda
um málið fljótlega eftir helgi. „Við
höfum eina umsókn og það er hæfur
maður sem sækir um," sagði Gísli,
og vísar til umsóknar Björns
Björnssonar. „Ég held því að það
verði ekkert erfitt fyrir skólanefnd
að komast að niðurstöðu í þessu
máli."
Hann sagði að ráðgert væri að
sameinaður skóli taki til starfa í
haust og því lægi töluvert á því að
niðurstaða fengist í málið, þ.e. að
skólastjóri yrði ráðinn.
Skipulagsbreytingarnar
gagnrýndar
Herdís Sæmundsdóttir, oddviti
Framsóknarflokksins og formaður
skólanefndar, sagði að málið yrði
skoðað í heild á fundinum í næstu
viku og auðvitað kæmi Björn til
greina sem eini umsækjandinn.
Hún sagði að á sveitarstjórnarfund-
inum á þriðjudag hefði komið fram
ákveðin gagnrýni á þær skipulags-
breytingar sem fyrirætlaðar væru
um sameiningu skólanna og að sú
gagnrýni yrði skoðuð, þar sem ekki
væri við hæfi að fara út í róttækar
breytingar ef ekki ríkti um þær
sátt.
Gísli sagði að búið væri að sam-
þykkja umræddar skipulagsbreyt-
ingar og furðaði sig á því af hverju
gagnrýnin hefði ekki komið fyrr en
eftir að Guðrún dró umsókn sína til
baka. „Það er alveg ljóst að ef gera
á eitthvað annað en búið er að
ákveða með þessa skóla þá er meiri-
hlutasamstarfið í ákveðinni hættu,"
sagði Gísli.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68