Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12     FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Hópur frá Mið-Ameríku í kynnisferð um Norðurlönd
Athuga meðferðarúrræði
við heimilisofbeldi karla
SEX manna hópur frá Mið-Amer-
íku hefur verið hér á landi að
kynna sér meðferðarúrræði fyrir
karlmenn sem gerst hafa sekir um
heimilisofbeldi. Hópurinn er á ferð
um Norðurlöndin og með honum
eru ráðgjafi frá Þróunarbanka Am-
eríkuríkja og verkefnisstjóri Rann-
sóknar- og þróunarstofnunar Finn-
lands í velferðar- og heObrigðis-
málum. Þau ræddu við Einar Gylfa
Jónsson sálfræðing sem hefur um-
sjón með verkefninu „Karlar til
ábyrgðar", og Guðrúnu Agnars-
dóttur, framkvæmdastjóra Neyð-
armóttöku vegna nauðgunar, sem
hefur aðsetur á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, á þriðjudag. Á mánu-
dag áttu þau fund með starfsmönn-
um Kvennaathvarfsins.
Þó að samfélagsgerð Mið-Am-
eríkuríkja sé um margt ólík sam-
félagsgerð Norðurlandanna telur
Paz Castillo-Ruíz, ráðgjafi Þróun-
arbanka Ameríkuríkja, að hægt
sé að nýta mikið af þeim hug-
myndum sem meðferðarúrræðin á
Norðurlöndum byggja á. Hún
sagði ennfremur að þótt hlutfall
ofbeldisverka væri talsvert hærra
í Mið-Ameríku en á íslandi og að
tíðni heimilisofbeldis væri jafn-
framt hærri þar en hér á landi
væru tilfelli heimilisofbeldis svip-
uð.
Völdu Norðurlönd vegna
árangurs í meðferð
Meginástæða þess að Norður-
lönd urðu fyrir valinu er að sögn
Petteri Sveins, verkefnisstjóra
Rannsóknar- og þróunarstofnunar
Finnlands, sú að meðferðarúrræð-
in á Norðurlöndunum hafa skilað
betri árangri en til að mynda þau
sem notuð eru í Bandaríkjunum,
en mjög fá lönd bjóði upp á með-
ferð fyrir gerendur í heimilisof-
beldi. Þessu til sönnunar sagði
hann að engir karlar hættu í hóp-
meðferð en venjan væri sú að um
helmingur gæfist upp og hætti, að
sögn Sveins. Hann sagði ennfrem-
ur að í Finnlandi væri samstarf við
Morgunblaðið/Björn Blöndal
FYRIR miðju eru Paz Castillo-Ruíz, Petteri Sveins og með þeim Pat-
rico Welsh, Níkaragva, Josue Revolorio, Gvatemala, Edmundo Perez,
Hondúras, Pedro Cedeno, Panama, Luis Orellana, EI Salvador, og En-
rique Gomaris, Kosta Ríka.
fleiri aðila, s.s. lögreglu, en í
Bandaríkjunum. Jafnframt sagði
hann að gripið væri mun fyrr inn í
mál þessara manna í Finnlandi því
að mun auðveldara væri að hafa
áhrif á viðkomandi fljótlega eftir að
verknaðurinn er framinn heldur en
ef nokkrar vikur líða frá.
Ferð sexmenninganna er sam-
vinnuverkefni finnska rfkisins og
Þróunarbanka Ameríkuríkja og
ber yfirskriftina „Karlmennskuí-
myndin og heimilisofbeldi". Menn-
irnir eru frá El Salvador,
Gvatemala, Panama, Hondúras,
Nikaragva og Kosta Ríka og starfa
á vegum viðkomandi ríkja. Þeir
voru mjög áhugasamir, að sögn
Ingólfs V. Gíslasonar, félagsfræð-
ings á skrifstofu jafnréttismála,
sem sá um að skipuleggja dagskrá
þeirra hér á landi, og drógust fund-
irnir á langinn vegna þess hve
spurulir þeir voru.
Ingólfur sagði að grundvallarfor-
senda þess að unnt væri að útrýma
ofbeldi gegn konum væri annars
vegar að bæta efnahagslega og
pólitíska stöðu þeira og hins vegar
að beita sér fyrir vitundarvakningu
um ofbeldi með því að vekja athygli
á afleiðingum þess og að hvetja
konur til að neita að sætta sig við
að vera beittar ofbeldi.
Meðferðarúrræði fyrir karla sem
gerst hafa sekir um heimilisofbeldi
hér á landi er í formi tilraunar-
verkefnis sem nefnt hefur verið
„Karlar til ábyrgðar". Meðferðin
er bæði í formi einstaklingsviðtala
og hópmeðferðar og hefur á fjórða
tug karla verið í meðferð.
Morgunblaðið/Þorkell
GUÐMUNDUR Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, og
Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri Rfkisspítalanna, skrifúðu undir
samninginn að viðstöddum forstöðumönnum deildanna, læknum, ljós-
mæðrum og fjölmiðlafólki.
Heilsugæsla Reykjavíkur og
Ríkisspítalar undirrita samning
Miðstöð mæðra-
verndar fæðist
SAMNINGUR um sameiningu á
starfsemi göngudeildar kvenna-
deildar Landspítalans og mæðra-
deildar          Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur var undirritaður á
blaðamannafundi sem fram fór á
gangi mæðraverndar Heilsuvernd-
arstöðvarinnar á þriðjudag.
Með samningnum er lagður
lagalegur grunnur að Miðstöð
mæðraverndar, sem verður í
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur,
þar sem Læknavaktin sf. var áður
til húsa. Miðstöð mæðraverndar
tekur til starfa fyrsta október
næstkomandi og mun veita faglega
þjónustu fyrir allt landið.
Við gildistöku samningsins
fyrsta september flytjast tæplega
sex stöðugildi ljósmæðra í Miðstöð
mæðraverndar frá kvennadeild
Landspítalans. Að sögn Guðrúnar
Sigurbjörnsdóttur, yfirljósmóður
og sviðsstjóra kvenlækningasviðs,
er mæðravernd í raun hluti af
heilsugæslu þrátt fyrir að hún hafi
verið starfrækt í miklum mæli inni
á sjúkrahúsum. I sama þráð tók
Guðmundur Einarsson, forstjóri
Heilsugæslunnar í Reykjavík, og
sagði einnig að markmiðið með
sameiningunni væri markvissari
þjónusta við verðandi foreldra en
ekki sparnaður í rekstri.
Sérhæfing og
fjarlækningar
Verkefni Miðstððvar mæðra-
verndar munu meðal annars felast
í almennri mæðravernd en auk
þess mun þar sinnt sjúkdómum og
öðru sem þarfnast sérhæfðari
þekkingar.  Reynir Tómas Geirs-
son, prófessor í kvensjúkdóma- og
fæðingarfræði á kvennadeild
Landspítalans, sagði að starfsfólk
yrði í aðstöðu til þess að veita ráð-
gjöf um ýmis sértæk mál, s.s. syk-
ursýki og meðgöngueitranir. Hann
segir Miðstöð mæðraverndar ekki
bara svara þörf á hagræðingu í
mæðravernd. „Við þurftum líka
meira rými á kvennadeild Land-
spítalans fyrir aðra stoðstarfsemi
eins og ómskoðun, félagsráðgjöf og
fleira." Prófessor Reynir Tómas er
í forsæti sex manna fagráðs sem
annast stjórn Miðstöðvar mæðra-
verndar.
Doktor Arnar Hauksson, yfir-
læknir á mæðradeild Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur, segir nafn-
ið Miðstöð mæðraverndar vísa til
að hún sé ekki stofnanatengd og
einnig að þangað geti fólk leitað
með öll sín vandamál. Hann segir
að þjónustan verði fyrir allt landið
og að í einu herbergjanna verði
komið fyrir tækjum sem gera fjar-
lækningar í mæðravernd möguleg-
ar.
Miðstöð mæðraverndar verður
einnig kennslu- og rannsóknar-
stofnun í tengslum við Háskóla Is-
lands. „Stór hluti samvinnunnar,"
sagði doktor Arnar, „er að skapa
aðstöðu til að framkvæma rann-
sóknir og nýta alla þá sjúkdóma og
meðferðir til að vita hvernig hægt
sé að gera betur."
Þangað til sameiningunni verður
að fullu lokið hinn fyrsta október
verður unnið að frekari endurbót-
um á aðstöðunni sem fyrir er á
Heilsuverndarstöðinni, en þar er
mikil vinna eftir.
fslensk miðhm og bæjaryfírvöld fsafjarðar
Ræða um opnun
fjarvinnslustöðvar
a Isanrði
VIÐRÆÐUR standa yfir á milli
bæjaryfirvalda á ísafirði og ís-
lenskrar miðlunar um uppbygg-
ingu fjarvinnslustöðvar sem
skapað gæti atvinnu fyrir allt að
20 manns til að byrja með, segir
Halldór Halldórsson bæjar-
stjóri. „Við höfum verið að leita
eftir nýjum tækifærum. Við unn-
um metnaðarfulla stefnumótun í
atvinnu- og ferðamálum í vetur
og að þeirri vinnu komu milli 70
og 80 manns úr bæjarfélaginu.
Við vinnum nú eftir henni og er-
um að reyna að efla nýsköpun og
skapa fleiri atvinnutækifæri.
Þessar samningaviðræður eru
meðal annars liður í því," segir
Halldór.
Að sögn Halldórs hefur ís-
lensk miðlun ákveðið að opna
útibú á svæðinu, en hins vegar
er eftir að ræða um nánari út-
færslu á framkvæmdinni. Býst
hann við að skriður gæti komist
á verkefnið innan eins til tveggja
mánaða. Fjarvinnslustöð af
þessu tagi felur einna helst í sér
störf við skráningarvinnu og
símsvörun.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68