Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28   FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
f
i
ERLENT
Palestínumenn fagna
stjórn Ehuds Baraks
Jcnísálem, Gazaborg. Reuters, AFP.
HEIMASTJÓRN Palestínumanna kvaðst í gær
fagna nýrri tíð friðarumleitana eftir að kjörinn
forsætisráðherra ísraels, Ehud Barak, lýsti því
yfir að sér hefði tekist að mynda meirihluta-
stjórn. Sögðu palestínskir embættismenn að
fyrsta prófraun Baraks yrði að framfylgja svo-
nefndu Wye River-samkomulagi um landaafsal
og öryggisgæslu á Vesturbakkanum. Fráfarandi
forsætisráðherra, Benjamin Netanyahu, skrifaði
undir samkomulagið í fyrra, en frestaði gildis-
töku þess.
„Við sjáum fram á breytta tíma," sagði Tayeb
Abdel-Rahim, aðalritari palestínska forsetaemb-
ættisins. „Við erum bjartsýn á framfarir." Barak
greindi þingheimi frá því á miðvikudag að hann
hefði tryggt sér nægan stuðning til að mynda
starfhæfa stjórn, eftir að hafa staðið í viðræðum
frá því hann sigraði örugglega í þing- og forsæt-
isráðherrakosningunum 17. maí sl.
Samningur við Shas-flokk bókstafstrúaðra
gyðinga tryggði að Barak nýtur stuðnings alls 69
þingmanna af 120, og möguleiki er á að þeir verði
alls 77, ef tvö önnur flokksbrot ganga til liðs við
forsætisráðherrann. En að minnsta kosti fjórir
flokkanna, sem eiga aðild að stjórn Baraks, voru í
fráfarandi stjórn Netanyahus, og einn þeirra,
ísraelski trúarflokkurinn, er eindregið fylgjandi
útfærslu landnáms gyðinga á svæðum sem ísra-
elar hertóku 1967.
Hefur valdið
Ahmed Abdel-Rahman, ritari palestínsku
heimastjórnarinnar, kvaðst trúa því að Barak
yrði sá sem réði í friðarumleitununum. „Ef Barak
er sannfærður um að honum beri að framfylgja
Wye River-samkomulaginu og halda áfram við-
ræðum við Palestínumenn, þá hefur hann vald til
að telja samstarfsfólk sitt á að samþykkja það
hlutverk og áframhaldandi friðarumleitanir."
Netanyahu sagði Palestínumenn ekki hafa
staðið við gefin fyrirheit um öryggisgæslu og
frestaði gildistöku samningsins í desember sl,
einum og hálfum mánuði eftir að hafa skrifað
undir hann í Hvíta húsinu ásamt Yasser Arafat,
forseta heimastjórnar Palestínumanna.
Barak mun væntanlega tilkynna um skipan
ríkisstjórnar sinnar á miðvikudag. Enn er ólokið
erfiðum samningaviðræðum um hverjir fái ráð-
herraembætti, en David Levy, sem var utanríkis-
ráðherra í stjórn Netanyahus, sagði í gær að
Barak hefði fullvissað sig um að hann yrði áfram
í því embætti. Fulltrúar Shas kváðust hafa fengið
í sinn hlut fjögur ráðherraembætti.
Fyrr í vikunni lét Arafat í ljós óánægju sína
með að Barak hefði ekki hringt í sig frá því
kosningarnar fóru fram, og kvaðst óttast að
þetta væri til marks um hvernig Barak hygðist
haga málum í framtíðinni. I kjölfar þessa gaf
skrifstofa Baraks út yfirlýsingu þar sem sagt
var að forsætisráðherrann liti á Arafat sem
„mikilvægan og lykObandamann í friðarumleit-
ununum og hyggst hitta hann að máli áður en
langt um líður".
Whitelaw
látinn
London. Reuters.
WILLIAM Whitelaw, sem gegndi
yeigamiklu hlutverki í stjórn breska
íhaldsflokksins á valdatíma Margar-
etar Thatchers, er
látinn.
Whitelaw, sem
var 81 árs og
íhaldssamur land-
eigandi af gamla
skólanum,     var
varaleiðtogi íhalds-
flokksins 1975-1991
og álitinn einn af
klókustu stjórn-
málamönnum kyn-
slóðar sinnar. Hann
var þekktur fyrir flokkshollustu og
var Norður-írlandsmálaráðherra
1972-73 þegar forveri og pólitískur
andstæðingur Thatchers, Edward
Heath, var við völd. Thatcher, sem
var forsætisráðherra 1979-1990, fól
honum ýmis mikilvæg störf, svo sem
embætti innanríkisráðherra og leið-
toga lávarðadeildarinnar.
„Ég er aldrei bensíngjafi en ég er
besta bremsan sem hún hefur,"
sagði hann eitt sinn um störf sín fyr-
ir Thatcher.
Whitelaw þótti fullkomið mótvægi
við Thatcher og hún reiddi sig oft á
dómgreind hans og hæfileika til að
miðla málum þegar ágreiningur kom
upp meðal þingmanna íhaldsflokks-
ins. Hann dró sig í hlé sem ráðherra
árið 1988 eftir heilablóðfall og marg-
ir telja að þá hafi strax farið að halla
undan fæti hjá Thatcher, sem lét af
embætti tveimur árum síðar eftir
uppreisn þingmanna íhaldsflokks-
ins.
-----------???
Mandelson í
slaginn á ný?
Liimltíiium. AFP.
LÍKURNAR á að Peter Mandel-
son, fyrrverandi ráðherra í bresku
stjórninni, taki á ný sæti í henni
jukust í gær eftir að sérstök þing-
nefnd ályktaði að hann þyrfti ekki
að sæta refsingu vegna lánamisferl-
is sem leiddi til afsagnar hans.
Talið er að ályktun nefndarinnar
ryðji brautina fyrir endurkomu
Mandelsons í miðju breskra stjórn-
mála, ekki síst í ljósi ósigurs Verka-
mannaflokksins í Evrópuþingskosn-
ingunum nýlega. Sögðu ýmsir fram-
mámenn í flokknum að ef hann
hefði stjórnað kosningabaráttunni
hefði útkoman orðið allt önnur.
Mandelson varð að segja af sér í
desember eftir að í ljós kom að
hann hafði fengið andvirði 40 millj-
óna króna að láni frá Geoffrey
Robinson, þáverandi aðstoðarfjár-
málaráðherra.
Skoska þingið sett
Edinborg. Reuters.
ÞING var sett í Skotlandi í gær, í
fyrsta sinn í tæp þrjú hundruð
ár. Það var mikið um dýrðir;
hyóðfráar þotur, pilsklæddir
sekkjapípuleikarar og hundruð
skoskra fána. Elísabet Englands-
drottning skírði þingið, þar sem
sæti eiga 129 manns, og er þetta
ein róttækasta breyting sem orð-
ið hefur á breskri stjóruskipan á
þessari öld. Skoska þingið mun
ráða iniklu í skoskum málefnum,
en svo hefur ekki verið allar göt-
ur sfðan Skotland sameinaðist
Englandi 1707 og Bretland var
stofnað.
Mikill mannfjöldi fagnaði
Elísabetu og manni hennar, her-
toganum af Edinborg, og Karli
prinsi, sem óku í opnum vagni
um götur Edinborgar er drottn-
ingin hafði sett þingið. „Þetta er
besti dagur lífs míns, og ég nýt
hans út í æsar," sagði leikarinn
Sean Connery, sem er borinn og
barnfæddur Skoti og kom til
þingsetningarinnar ásamt konu
sinni, Micheline.
Skotar hafa lengi haft sitt eig-
ið mennta- og réttarkerfi, en í
gær tóku þeir sjálfir við sljórn
löggæslumála, heilbrigðis- og
umhverfismála og íþróttamála,
svo dæmi séu nefnd. Þá hefur
þingið einnig möguleika á að
breyta skattlagningu takmarkað.
Bush slær
met í
fjáröflun
Washington. The Daily Telegraph.
GEORGE Bush yngri, ríkisstjóri í
Texas og frambjóðandi í forkosning-
um Repúblikanaflokksins fyrir for-
setakosningarnar á
næsta ári, hefur á
síðustu    fjórum
mánuðum   safnað
36,3    milljónum
dollara  (2,7 millj-
örðum  ísl.  kr.)  í
kosningasjóði sína,
og er það met í
fjáróflun frambjóð-
anda fyrir forseta-
George Bush   kosningar í Banda-
yngn     ríkjunum. Þykir nú
víst að hann hafi fjárhagslegt bol-
magn til að ná algjörum yfirburðum
í kosningabaráttunni innan Rep-
úblikanaflokksins.
Bush hefur á fjórum mánuðum
safnað nær helmingi meira fé en
hinir ellefu frambjóðendurnir í for-
kosningum Repúblikanaflokksins til
samans. Þá eru kosningasjóðir hans
nú helmingi stærri en sjóðir Als
Gores varaforseta, sem líklegastur
þykir til að verða tilnefndur forseta-
efni Demókrataflokksins. Bush fellir
auðveldlega fyrra fjáröflunarmet
Bobs Dole, frambjóðanda repúblik-
ana í kosningunum 1996, en hann
náði að safna 31,1 milljón dollara
(2,3 milljörðum ísl. kr.) síðustu 18
mánuðina fyrir kosningar.
Næsta víst þykir að Bush muni ná
að safna svo miklu fé að hann hafi
ekki rétt til að hljóta styrk til bar-
áttunnar frá alríkisstjórninni. Pað
þýðir að hann þarf ekki að hafa
áhyggjur af því að fara yfir ákveðin
mörk um eyðslu í hverju ríki fyrir
sig. Aðstoðarmenn Bush segja að
hann muni um miðjan þennan mán-
uð taka ákvörðun um hvort hann
sæki um ríkisstyrk eða ekki.
Fær Bush Hollywood
til liðs við sig?
Bush átti fyrr í vikunni fund með
100 áhrifamönnum í Hollywood, en
kvikmyndaiðnaðurinn þar hefur
hingað til þótt hallur undir
Demókrataflokkinn. Meðal fundar-
manna voru Sherry Lansing, for-
stjóri Paramount kvikmyndavers-
ins, og leikarinn Warren Beatty,
sem hefur um árabil stutt
demókrata opinberlega. Beatty lét
hins vegar hafa eftir sér fyrir
skömmu að hann væri farinn að ef-
ast um sannfæringu sína og að hann
samsamaði sig ekki lengur fyllilega
demókrataflokknum.
Enginn fundarmanna vildi ræða
við fréttamenn eftir fundinn, sem
fram fór á heimili Terry Semels, for-
stjóra Warner Bros, en haft var eftir
nokkrum repúblikönum að þeir
væru bjartsýnir á að Bush hefði náð
hljómgrunni meðal auðjöfra
Hollywood. Fregnir herma að þeir
hafi margir snúið baki við Bill Clint-
on vegna nýlegra skamma hans í
garð kvikmyndaiðnaðarins vegna of-
beldis í kvikmyndum.
Washinghm. AFP.
EMBÆTTISMENN í Washing-
ton vörpuðu öndinni léttar í gær
þegar ljóst var að lög þau er kveða
á um sjálfstæða saksóknara voru
ekki endurnýjuð eftir 21 árs gild-
istíma. Laganna verður efalaust
helst minnst fyrir málaferlin gegn
Bill Clinton Bandaríkjaforseta og
óvæginnar rannsóknar Kenneths
Starrs á einkalífi forsetans. Hins
vegar tilkynnti bandaríska dóms-
málaráðuneytið í gær að nýjar
reglur sem kveða á um vald ráð-
herra til að skipa sérstaka rann-
sóknardómara í málum er orka
tvímælis hafi verði settar og eiga
þær að koma í stað gömlu laganna.
Eric Holder aðstoðarríkissak-
sóknari sagði á blaðamannafundi í
gær að reglunum nýju væri ætlað
að uppfylla skilyrði um sjálfstæði
og ábyrgðarskyldu og að tími væri
„Sérlegir
saksóknarar"
liðin tíð
kominn til að nýta reynslu síðustu
missera og breyta hugmyndinni
um sérlega rannsóknardómara, í
ætt við bandaríska lagahyggju
undanfarinna 200 ára.
Þykir Ijóst að gömlu lögin, sem
eru einna þekktust fyrir málsókn-
ina gegn Bill Clinton Bandaríkja-
forseta vegna Lewinsky-málsins,
hafi mætt það neikvæðri umfjöllun
að ekki var lengur stætt á að halda
þeim í horfinu.
Kostuðu tólf milljarða króna
Tildrög gömlu laganna ná aftur
til  Watergate-hneykslisins  árið
1974 er Richard Nixon, þáverandi
forseti Bandaríkjanna, sagði af sér
embætti. Nixon reyndi að þæfa
rannsókn á innbroti á kosninga-
skrifstofur Demókrata í Waterga-
te-byggingunni með því að reka
Archibald Cox, sérlegan saksókn-
ara í málinu. Eftir að Watergate-
hneykslið var afstaðið ákváðu full-
trúar á Bandaríkjaþingi að sam-
þykkja löggjöf er gerði fram-
kvæmdavaldinu örðugara með að
brjóta lög án þess að þurfa að
svara til saka.
Kenneth Starr er vafalítið
þekktastur hinna sérlegu saksókn-
ara en alls hafa tuttugu einstak-
lingar gegnt stöðunni. Hefur verið
bent á að frá upphafi hafi embætti
hins sérlega saksóknara eytt um
tólf milljörðum króna og að fáar
sakfellingar liggi að baki.
I
I
!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68