Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38   FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Beitiskipið
Herjólfur
Annar kostnaður fælist síðan í nokkur
hundruð lítrum afgrárri málningu og
launahækkun Sturlu Böðvarssyni til
handa þar eð honum yrði eðlilega
tryggð aðmírálstign.
OVANDAÐIR og illa
innrættir menn gera
nú hvað þeir geta til
að sannfæra þjóðina
um að djúpstæður
ágreiningur hafi skapast í flokki
frelsis og einkaframtaks. Vitan-
lega mun þessi atlaga að sjálf-
stæðismönnum geiga eins og all-
ar aðrar enda einingin sönn í
flokld hinnar sameinandi hugsun-
ar.
Að þessu sinni hafa andstæð-
ingar frelsis og framfara hent á
lofti þá ákvörðun Sturlu Böðvars-
sonar samgönguráðherra að láta
bjóða út áætlanasiglingar milli
lands og Eyja, sem ferjan
Herjólfur hefur
VIÐHORF
Eftir Ásgeir
Sverrisson
haldið uppi.
Þessari sam-
þykkt ríkis-
stjórnarinnar
hafa Vest-
mannaeyingar mótmælt og hefur
þar farið fremstur í flokki Arni
Johnsen, formaður samgöngu-
nefndar Alþingis og flokksbróðir
samgönguráðherrans.
Sturla Böðvarsson, sem er
hæfastur þeirra 275.000 íslend-
inga er nú lifa til að fara með
embætti samgönguráðherra, hef-
ur lýst yfir skilningi á sjónarmið-
um Eyjamanna en jafnframt vís-
að til þess að hendur ríkisstjórn-
arinnar séu bundnar í máli þessu;
útboðið á rekstrinum verði að
fara fram samkvæmt ákvæðum
samningsins um Evrópska efna-
hagssvæðið.
Hér er því enn og aftur á ferð-
inni hið yfirþjóðlega vald, sem
réttsýnir íslenskir stjórnvitringar
hafa ítrekað varað þjóðina við á
undanliðnum árum. Af slíkum
ákvörðunum hefur samgónguráð-
herra gagnlega reynslu; nú síðast
þegar utanaðkomandi öfl ákváðu
að skipta um forstjóra og stjórn-
arformann ríkisfyrirtækis, sem
heyrir undir lögsögu Sturlu
Böðvarssonar.
Við blasir að því fer fjarri að
ágreiningur sé uppi innan Sjálf-
stæðisflokksins í Herjólfs-málinu.
Hið rétta er að eina ferðina enn
hafa útlendir menn og lélegir tek-
ið sér leyfi til að ráðskast með
innanríkismál íslendinga. Evr-
ópumenn láta sér sýnilega ekki
lengur nægja að véla um hvernig
þeir geti sölsað undir sig fiskimið
þjóðarinnar í þeim tilgangi einum
að leggja þau í auðn. Þess á milli
senda þeir tilskipanir til íslands,
sem hinu háa Alþingi er gert að
samþykkja móglunarlaust. Hefur
þetta haft í för með sér stóraukið
álag fyrir þingheim líkt og viður-
kennt var í síðasta úrskurði
Kjaradóms um launahækkanir al-
þingismönnum til handa.
Alkunna er að útlendingar,
sem flestir virðast eiga það sam-
eiginlegt að tala það lélega
tungumál frönsku, hugðust
skylda Islendinga til að láta fara
fram útboð á smíði stálbáts, sem
áformað er að haldi uppi gæslu
innan landhelginnar. Við þessari
ósvífni brugðust íslendingar af
kænsku, lýstu yfir því að stálbát-
urinn væri herskip og því flokk-
aðist smíði hans undir hernaðar-
leyndarmál, sem augjjóslega væri
ekM unnt að bjóða út.
í nafni samhygðar, samlyndis
og þjóðareiningar er við hæfi að
hið sama verði gert nú. Ráða-
menn þjóðarinnar eiga að skýra
útlendingunum afskiptasömu frá
því að Herjólfur sé herskip, sem
haldi uppi gæslu á hinni her-
fræðilega mikilvægu siglingaleið
á milli lands og Eyja. Auðveld-
lega má búa skipið fallbyssu og
koma fyrir léttum loftvarnareld-
flaugum á sóldekkinu.
Alþekkt er að einna best dugar
að beita sögulegum röksemdum í
viðskiptum við Evrópusamband-
ið, sem hefur það markmið eitt að
gleypa íslendinga með húð og
hári og uppræta fiskimið þjóðar-
innar. Því ber að vísa til þess að
fátt hafi verið um varnir er
Tyrkjaránið var framið. íslend-
ingar muni aldrei, aldrei líða það
á ný að dökkir menn með hatur í
augum flytji syni og dætur þjóð-
arinnar á brott í Barbaríið.
Með því að breyta Herjólfi í
vígdreka væri einnig unnt að
treysta enn varnarsamstarfið við
Bandaríkin og á vettvangi
NATO. Óþjóðhollir og illa inn-
rættir menn hafa skipulega unnið
að því að gera varnaræfinguna
Norður-Víkingur tortryggilega
að undanfórnu og haldið því fram
að óviðeigandi sé með öllu að æfa
viðbúnað við árásum öfgafullra
umhverfissinna með því að lenda
risaþyrlum í Hljómskálagarðin-
um. Ovinir frelsis og þjóðar eru
ávallt samir við sig.
Á hinn bóginn er eðlilegt að
viðbúnaður verði æfður á fleiri
sviðum og auðveldlega mætti
tengja hann beitiskipinu Herjólfi.
I Ijósi reynslunnar er löngu tíma-
bært að æfð verði viðbrögð við
hugsanlegri innrás Alsírbúa. Víst
er að það lélega fólk myndi
leggja á hraðan flótta á fleytum
sínum þegar S.F.L. (skip forseta
lýðveldisins) Herjólfur kæmi
siglandi á fullri ferð gegn árásar-
fiotanum.
Vísast verður nauðsynlegt að
gera hið sama við aðrar ferjur,
sem halda uppi áætlunarferðum.
Er sjálfsagt og eðlilegt að stefna
að því að koma upp lokaðri flota-
höfn í kjördæmi samgönguráð-
herra, t.d. í Stykkishólmi, en
mesta áherslu ber að leggja á
varnir á suðurvængnum enda
viðurkennt að þeir tímar eru liðn-
ir er allt illt kom úr austri. Vitan-
lega þarf síðan að gera áætlanir
um svokallaða „varnarárás", sem
enskumæiandi menn kalia
„preemptive strike", til að unnt
reynist að stöðva innrás Alsírbúa
áður en illþýðið nær að hrinda lít-
ilmótlegum kænum sínum á flot.
Óvandaðir menn og illa inn-
rættir halda því gjarnan fram að
bruðlað sé með opinbert fé á ís-
landi. Þetta er auðvitað óhróður
og lygi niðurrifsaflanna. Ljóst er
að kostnaðurinn við að breyta
Herjólfi í herskip væri hverfandi.
Frændur vorir Norðmenn, sem
einnig eiga að ghma við vont og
frönskumælandi fólk er starfar
hjá Evrópusambandinu, eiga
ábyggilega fallbyssur og eld-
flaugar á lager, sem þeir geta séð
af. Annar kostnaður fælist síðan í
nokkur hundruð lítrum af grárri
málningu og launahækkun, sem
Kjaradómur myndi ákvarða,
Sturlu Böðvarssyni samgöngu-
ráðherra til handa þar eð honum
yrði eðlilega tryggð aðmírálstign.
Gljúfrin miklu
á Jökuldal
GLJUFRIN miklu,
sem Jökulsá á Brú hef-
ur grafið sér gegnum
dalfyllinguna, er mynd-
aðist við eldgos í Kára-
hnjúkum, eru nú orðin
landsfræg, ef ekki
heimsfræg, vegna um-
fjöllunar Ómars Ragn-
arssonar og fleiri, enda
munu þau vera dýpstu
og á ýmsan hátt hrika-
legustu árgljúfur á ís-
landi. Gljúfranna er nú
getið í flestum ferða-
bæklingum, og hér eftir
munu þau verða fastur
skoðunarstaður ferða-
fólks sem heimsækir
Austurland.
Sá galli er á gjöf Njarðar, að
gljúfur þessi hafa ekki hlotið neitt
sameiginlegt heiti, sem megi kalla
almennt viðurkennt. I prentuðum
ritum hafa þau ýmist verið nefnd
Hafrahvammagljúfur         eða
Dimmugljúfur, og hefur síðar-
nefnda nafnið verið að sækja í sig
veðrið undanfarið.
Þessi nöfn eiga raunar við sinn
hvorn hluta af gljúfrunum. Ysti
hlutinn, um 3-4 km langur, er
kenndur við Hafrahvamma, sem
eru vestan ár, en miðhlutinn hefur
a.m.k. á seinni árum verið nefndur
Dimmugljúfur, og ber nafn með
rentu, því að sá partur gljúfranna er
þröngur miðað við dýpt, og því
ákaflega skuggsæll. Vanalega mun
talið, að Dimmugljúfur nái á milli
Kárahnjúkanna tveggja, Ytri- og
Fremri-Kárahnjúks. Innan við
Fremri-Kárahnjúk er svo um 5-6
km langt gljúfur eða gil, sem er
talsvert grynnra og víðara að ofan,
og grynnist smám saman þegar inn-
ar dregur. Það hefur ekki sérstakt
heiti.
Þrátt fyrir ærna leit hefur ekki
tekist að finna neitt gamalt eða upp-
runalegt nafn á gljúfrunum eða
hlutum þeirra. I heimildum frá 18.
og 19. öld, og allt fram um miðja 20
öld, er víða minnst á gljúfrin, en
engin nöfn eru nefnd í því sam-
bandi, nema Hafrahvammar og
Kárahjúkar. I örnefnaskrám eru
þau bara nefnd Gljúfur eða Gljúfrín,
og virðist það enn vera algengast
meðal heimafólks, a.m.k. norðan
Jöklu, en áhöld eru um hvort beri
að skoða það sem sérnafn. Engin
nöfn eru á gyúfrunum á hinum
venjulegu kortum.
Hafrahvammagljiífur
Árið 1933 ferðaðist Pálmi Hann-
esson náttúrufræðingur og síðar
rektor um Brúaröræfi og ritaði
ferðadagbók eða lýsingu á þeim
sem birtist í bókinni „Frá óbyggð-
um" (Rv. 1958). I þessari ritgerð
notar hann nafnið Hafra-
hvammagljúfur. Hann getur þess að
Sigvarður Einarsson á Brú hafi
Helgi
Hallgrímsson
sagt sér „af létta allt
það, er ég vDdi vitað
hafa um örnefni í landi
hans." Þvi má ætla að
þetta örnefni sé frá Sig-
varði komið. Pálmi hik-
ar ekki við að kalla öll
gljúfrin þessu nafni.
Síðan hafa aðrir tekið
það upp eftir honum,
sem um þetta svæði
hafa ritað, t.d. Hjörleif-
ur Guttormsson, sem
notar það sem heildar-
nafn á gljúfrunum í öll-
um sínum ritum. Það er
einnig notað í „Nátt-
úruminjaskrá", sem
Náttúruverndarráð
(Náttúruvernd   Ríkis-
ins) gefur út, og sömuleiðis í ferða-
mannabæklingum.
Dimmugyúfur
Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Vað-
brekku og Páll Pálsson frá Aðalbóli,
segjast báðir hafa vanist því frá
barnæsku, að nota heitið
Dimmugljúfur  um  þrengsta  og
Örnefni
Þrátt fyrir ærna leit,
segir Helgi Hallgríms-
son, að ekki hafí tekist
að fínna neitt gamalt
eða upprunalegt
nafn á gljúfrunum eða
hlutum þeirra.
dýpsta hluta gljúfranna, en Hafra-
hvamma eða Hafrahvammagljúfur
um ysta hlutann. Samkvæmt því
hefur þetta örnefni líklega orðið til í
Hrafnkelsdal einhverntíma um
miðja öldina. Foreldrar þeirra
beggja voru aðfluttir í dalnum, en
þeir gætu hafa numið nafnið af fyrri
ábúendum. Þar sem þess er ekki
getið í örnefnaskrám, verður það
samt að teljast ósennilegt.
Þetta heiti kemur fyrst fyrir á
prenti í bók Hjörleifs „Norð-Austur-
land, hálendi og eyðibyggðir" (Árbók
F.í. 1987), í tilvitnun, sem tekin er
orðrétt úr handriti Bessa Aðalsteins-
sonar (Brúardalir. Jarðfræðiskýrsla.
Orkust. Handr. 1986). Bessi notar
þetta heiti aðeins um hinn þrönga
hluta gljúfranna, milli Kárahnjúka,
og aðspurður segist hann hafa lært
það af Hrafnkelsdælingum.
Síðan hefur örnefnið Dimmugljúf-
ur verið í stöðugri sókn, og hafa
flestir jarðfræðingar og virkjunar-
menn notað það sem heildarnafn á
gíjúfrunum a.m.k. utan við Fremri-
Kárahnjúk, en stundum bregður þó
þrengri merkingu fyrir. í síðustu
skýrslum („Gráu skýrslunni" 1993
og „Bláu skýrslunni" 1994) um sam-
anburð virkjunarkosta á NA-há-
lendinu, er þetta heiti alfarið notað
sem heildarnafn á gljúfrunum.
Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur
notar bæði heitin, í grein sinni „Ha-
frahvamma- og Dimmugljúfur" í
Glettingi 6 (1), 1996:19-26, og notar
þau um mismunandi hluta gljúfr-
anna, eins og þegar var getið, og af-
markar Dimmugljúfur skýrt á korti
sem fylgir greininni.
Kárahnjúkagljúfur
- Jökulsárgljúfur
I útvarpsfréttum 20. júní sl. var
haft eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur
frá Brú, að hún hefði vanist því að
nota nafnið Hafrahvammagljúfur,
en Dimmugljúfra-nafnið hefði hún
fyrst heyrt í þáttum Ómars Ragn-
arssonar 1998. Einnig kvaðst hún
hafa heyrt nöfnin Kárahnjúkagljúf-
ur, og Jökulsárgljúfur (við Kára-
hnjúka). Heitið Kárahnjúkagljúfur
heíur eitthvað verið notað, lfldega
helst af Hrafnkelsdælingum og
Fljótsdælingum, sem heildarnafn á
gljúfrunum, og því hefur brugðið
fyrir hjá „virkjunarmónnum", en
ekki hef ég rekist á það á prenti.
Hvað er til ráða?
Ljóst er af því sem hér var rakið:
1) Að gljúfrin miklu meðfram Jök-
ulsá á Dal hafa verið nafnlaus
fram á þessa öld, eða þau hafa
bara verið kölluð Gljúfur, sem
ekki er ljóst hvort skoða beri sem
sérnafn.
2) Að nöfnin: Hafrahvammagljúfur
og Dimmugljúfur hafa líklega
orðið til á þessari öld, og hafa
ekki verið notuð af heimamönn-
um sem heildarnafn.
3) Bæði nöfnin eiga fyrst og fremst
við ákveðna parta gljúfranna, og
eru því ónothæf sem heildarnafn
á þeim, þó þau hafi verið notuð
þannig líka á prenti.
4) Eðlilegast væri að taka mið af
hinni fornu málvenju og nefna
gljufrin í heild aðeins Gljúfur.
Það er þó fremur óskýrt örnefni,
því að gljúfur eru vissulega all-
mörg á íslandi. Jökulsárgljúfur í
N-Þing. eru t.d. oft nefnd Gljúfur
í daglegu tali manna og jafnvel á
prenti.
5) Til að ráða bót á þessu hefur mér
dottið í hug, að kalla þau „Gljúfr-
in miklu" eða „Miklugljúfur",
eins og Gunnar skáld leggur
óbeint til með kaflaheitinu „Brú-
arskógur og gljúfrið mikla." í Ar-
bók F.í 1944. Það er veglegt
heiti, en sannnefni engu að síður.
(Sbr. bæjarnöfnin Miklibær,
Miklaholt og Mikligarður, ör-
nefnið Miklavatn í Fljótum o.fl.).
Má þá einu gilda hvort gljúfur
með sama nafni sé að finna vest-
ur í Kólóradó í Bandaríkjum
Norður-Ameríku, enda heita þau
raunar „Grand Canyon" á máli
heimamanna.
Hugsanlegt væri einnig að taka
upp nafnið Kárahnjúkagljúfur, eða
einfaldlega „Káragljúfur", sem er
styttra og þjálla í notkun.
Höfundw er Ifffræðingur og býr
á Egilsstöðum.
Fornleifarann-
sókn í Reykholti
I REYKHOLTI í Borgarfirði er
hafinn fornleifauppgröftur á vegum
Þjóðminjasafns íslands. I sumar
verður unnið við uppgröft á hinu
forna bæjarstæði tÚ júlíloka en
áætlað er að fornleifarannsóknin í
Reykholti standi yfir í nokkur ár.
Stjórnandi rannsóknarinnar er
Guðrún Sveinbjarnardóttir, forn-
leifafræðingur. Auk hennar taka
fjórir íslenskir fornleifafræðingar
þátt í rannsókninni ásamt fornleifa-
fræðingum frá Bretlandi, Dan-
mörku og Kanada.
„Fornleifarannsóknin nú er fram-
hald rannsókna sem hófust sumarið
1987. Árið 1997 var gerð áætlun um
umfangsmiklar fornleifarannsóknir
í Reykholti. Rfkissjóður hefur veitt
fé til rannsóknanna og hófust þær
af fullum krafti sumarið 1998. Með-
al þeirra mannvistarminja sem
fundist hafa á uppgraftarsvæðinu til
þessa eru leifar gangabæjar frá
17.-18. öld og eldstæði og veggja-
brot frá miðöldum auk hinna
þekktu jarðganga sem lágu frá
Snorralaug að Reykholtsbænum. í
sumar verður áfram grafið á sama
svæði með það fyrir augum að fá
mynd af eldri búsetu á staðnum,"
segir í fréttatilkynnmgu frá Þjóð-
minjasafhi íslands.
„Þjóðminjasafn íslands hefur
sérstakan starfsmann við uppgröft-
inn í Reykholti til að sinna móttöku
ferðamanna og veita fræðslu um
framgang fornleifarannsóknarinn-
ar. Með þessu vill safnið koma til
móts við þann mikla áhuga sem er í
landinu á fornleifarannsóknum og
nýtur verkefnið styrks úr Nýsköp-
unarsjóði námsmanna. Þeir sem
hafa áhuga á að fræðast um upp-
gröftinn geta komið að uppgraftar-
svæðinu í Reykholti á virkum dög-
um og snúið sér til Rúnu
Tetzschner, sem annast þetta verk-
efni. Þeir sem nýta sér þjónustuna
eru beðnir að fylla út stuttan spurn-
ingaMsta. Að uppgreftrinum loknum
verður tekin saman skýrsla um
fræðslustarfsemi á uppgraftarsvæð-
um og hafinn undirbúningur að
gerð fræðsluefnis til almennings um
fornleifarannsóknir," segir þar enn-
fremur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68