Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						r 40   FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
GUÐRIÐUR
MAGNÚSDÓTTIR
+ Guðríður
Magnúsdóttir
fæddist í Stykkis-
hólmi 3. október
1911. Hún lést á
öldrunardeild
Landspítalans 23.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru þau Júliana
Krisljánsdóttir og
Magnús Jónsson
bókhaldari. Systk-
ini hennar voru
Guðjón Magnússon
og Sigurður Magn-
ússon, báðir látnir, og eftirlif-
andi er Anna Magnúsdóttir, f.
9.janúar 1909.
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
ríðar er Magnús Sigurðsson.
Guðríður og Magnús eiga eina
kjördóttur, Kristínu Dagnýju
Magnúsdóttur, maki hennar er
Guðmundur Sigurvinsson. Börn
þeirra eru: Júlíana Guðmunds-
dóttir, maki Sigurður Árni
Reynisson; Anna Linda Guð-
mundsdóttir, maki Björn Víðis-
eru
Líf
og
Sig-
lauk
—«   Hver minning dýmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin Jjúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
astbér.
(Ingibj. Sig.)
Þessi hugljúfu orð eiga vel við,
þegar við bróðurbörn Guðríðar, eða
Guju, eins og hún var alltaf kölluð,
fylgjum henni til hinstu hvflu í dag.
Þegar hún er kvödd og minning-
arnar eru einar eftir, skerpist
mynd hinnar horfnu. Hún var með
allra óeigingjörnustu mannverum,
sem hægt er að fyrirhitta á lífsleið-
inni. Hún hafði svo mikið að gefa,
gefa af sjálfri sér til þess að gleðja
aðra. Hún bar umhyggju fyrir öðr-
um langt út fyrir það, sem venju-
legt getur talist og við systkinin
urðum þessarar umhyggju óspart
aðnjótandi. Það var góða skapið,
sem alltaf hafði vinninginn, enda
gat enginn verið með ólund út í
þessa góðu konu, sem í stað þess að
kvarta, brosti sínu fallega brosi.
Bernsku- og æskuárin verða
skyndilega svo skýr og hugljúf. Ég
minnist þess, er ég lítill telpuhnokki,
4 að mig minnir, fimm ára gömul, fékk
að fara með pabba í fyrsta sinn vest-
ur í Stykkishólm, til að heimsækja
ömmu Júlíönu, en afi Magnús hafði
þá látist síðla vetrar og hún bjó nú
ein með dóttur sinni, Önnu. Ég
gleymi aldrei, er amma stóð í tröpp-
unum í litla snyrtilega húsinu sínu,
klædd peysufötum eins og ávallt,
hversu mikill kærleikur ríkti á milli
þeirra mæðgna. Hún birtist mér
sem kærleiksrík, falleg og fíngerð
kona og þannig minnist ég frænku
okkar sem kvödd er í dag, enda má
einnig segja að þau systkin hafi ver-
ið með eindæmum samrýnd og eftir
að þær systur fluttust suður, kom
þessi kærleikur enn betur í hps.
Mér er enn í minni er ég fór í
fyrsta skipti vestur. Þá var farið
með gamla Laxfossi upp í Borgar-
nes og þar beið „rúta" eftir okkur,
sem flutti okkur yfir Kerlingaskarð
og vestur í „Hólm". Einnig er mér
alltaf minnisstæð þessi indæla lykt,
er ég fann, þegar við nálguðumst
Helgafellssveitina, mólyktin og ilm-
ur náttúrunnar.
Já, margs er að minnast á kveðju-
stund. Þó að veraldleg efni væru
ekki mikil ríkti alltaf reisn og menn-
ing yfir æskuheimilinu. Tónlistin og
•4 sagnfræðin voru í hávegum hafðar
og þú, kæra frænka, sem í dag ert
kvödd, naust góðs af því og lagðir
þitt af mörkum, enda varst þú org-
anistH gömlu kirkjunni til margra
ára. Ég man enn, er ég fyrst kom
inn á heimili ykkar Magnúsar í
Hjaltalínshúsi, sem var ykkar heim-
ili fyrstu árin. Einnig þegar ég fór í
¦%Kaupfélagið og Magnús, maðurinn
son;  og  Magnús
Guðmundsson.
Barnabörnin
tvö,  Gabriela
Sigurðardóttir
Dagur  Snær
urðarson.
Guðríður
námi frá Kvenna-
skólanum í Reykja-
vík og þau Magnús
giftu sig 28. októ-
ber 1939.
Guja, eins og hún
var alltaf kölluð,
vann í Stykkishólmi
sem talsímakona og organisti í
kirkjunni. Þau hjónin fluttust
til Reykjavíkur 1. september
1963. Eftir að þangað kom
starfaði hún hjá RARIK sem
talsímakona og líka sem org-
anisti í Kristniboðsfélaginu.
Guðríður starfaði alla tíð með
Kristniboðsfélagi kvenna og
kvenfélaginu í Grensáskirkju.
Utför Guðríðar fer fram frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
þinn, íklæddur ljósbrúna sloppnum,
læddi að mér einhverju góðgæti yfir
afgreiðsluborðið.
Svo kom sólargeislinn, hún Krist-
ín Dagný, inn í ykkar líf og má með
sanni segja að hún og hennar fjöl-
skylda hafi verið ykkar leiðarljós í
gegnum árin. Henni ber að þakka
allt, sem hún hefur veitt ykkur,
bæði umhyggju og hjálp, og við vit-
um að hún heldur áfram að styrkja
pabba sinn og Önnu, þó að þinni
jarðvist sé lokið.
Að leiðarlokum kveðjum við þig,
kæra frænka, og þökkum alla þá
hlýju og umhyggju, sem þú sýndir
okkur í gegnum árin og þökkum
þér samfylgdina.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Kæra Anna, Magnús, Kristín og
fjölskylda, ykkar missir er mikill,
því allt þetta gerðist svo snöggt, en
minningin um góða eiginkonu, móð-
ur og systur fylgi ykkur áfram og
gefi ykkur þann styrk, sem hún
sjálf alltaf sýndi.
Geirlaug (Gulla).
Elsku amma mín, okkur systurnar
langar til að kveðja þig með örfáum
orðum. Það er erfitt að hugsa til þess
að við skulum ekki fá að sjá þig aftur
en við vitum að þú ert á góðum stað
þar sem þér líður vel. Það eru svo
margar minningar sem koma upp í
hugann núna og þá sérstaklega hvað
það var alltaf gott að koma upp í
Stóragerði til ykkar afa. Það var
sama hvenær við komum því alltaf
var heitt á könnunni og sultu- eða
súkkulaðikaka sem fylgdi með.
Þegar við sitjum hér núna og
skrifum minnumst við þess þegar við
vorum litlar stelpur að koma að sofa
hjá ykkur afa og Önnu frænku. Við
sátum heilu kvöldin og spiluðum og
þegar við áttum að fara að sofa kom
afi alltaf fyrstur inn og bauð góða
nótt og svo þú og Anna frænka sem
signduð okkur og fóruð með bænirn-
ar með okkur. Þetta er eitthvað sem
við eigum eftir að búa að alla ævi.
Þu varst alveg einstaklega yndis-
leg amma, alltaf svo góð, blíð og í
góðu skapi, sama hvað gekk á, þú
sást alltaf allt það góða í öllum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir íiðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Hvíl í friði, elsku amma,
Júh'ana og Anna Linda.
Eitt það erfiðasta, sem fylgir því
að ná háum aldri, er hversu margir
samferðamenn, vinir og ættingjar,
hverfa sjónum okkar.
Síðustu daga hef ég enn einu
sinni horft á bak konum, sem ég á
eftir að sakna. En um leið þakka ég
Guði fyrir að hafa fengið að vera
þeim samferða um tíma á ævibraut-
inni.
Þegar ég gekk í Kristniboðsfé-
lag kvenna í Reykjavík fyrir 35 ár-
um mætti ég einstakri hlýju frá
félagssystrunum. Sumar þeirra
þekkti ég ofurlítið áður, aðrar af
afspurn, en nokkrar voru mér
ókunnar. Ein þeirra vakti brátt at-
hygli mína fyrir glæsileik sinn.
Hún var fríð sýnum, brosmild og
hlýleg. Mér var sagt, að hún hefði
áður átt heima í Stykkishólmi og
verið árum saman organisti í
kirkjunni þar. Kona þessi var
Guðríður Magnúsdóttir, sem nú er
nýlátin.
Eg átti seinna eftir að kynnast
Guðríði vel og komst þá að því, að
hún átti ekki aðeins ytri glæsileika
heldur einnig innri fegurð. Allt,
sem hún kom nærri, var fágað.
Heimili hennar og eiginmannsins,
Magnúsar, var fallegt. Þar bjó
Anna systir hennar líka. ÖU höfðu
þau fágaða framkomu, voru hlýleg
og Ijúf. Við enn nánari kynni fékk
ég að reyna, að þannig var Guðríð-
ur líka í samstarfi.
Arum saman kom hún á heimili
mitt ásamt annarri félagssystur til
að endurskoða reikninga félagsins.
Ef önnur hvor þeirra gat ekki
mætt, kom Anna, systir Guðríðar,
sem vara-endurskoðandi. En þær
systur hafa alla tíð sýnt félaginu
mikla hollustu. Anna er nú sjúk-
lingur. Við hugsum til hennar með
þakklæti og biðjum Guð að blessa
hana.
Allt gott félagsstarf byggist á
trúmennsku og fórnfýsi meðlim-
anna. Trúfesti og skyldurækni
Guðríðar í öllu því, sem hún hafði
lofað að taka að sér, var ómetan-
leg. Arum saman sat hún fund eft-
ir fund við hljóðfærið og spilaði
fyrir okkur. Þó að heilsan væri
ekki góð síðustu ár, hjartað og
fleira væri að gefa sig, kom hún
samt, oft með leigubíl, til að sinna
þessu verki, sem hún hafði tekið að
sér. Ef hún var svo sjúk, að hún
gat ekki mætt, bað hún mann sinn
fyrir boð, sem hann af sömu trú-
mennsku sá um að kæmust til
skila. Að lokum varð hún að láta
undan síga, og önnur kona var svo
elskuleg að koma í stað hennar við
hljóðfærið. En Guðríður hélt
áfram að mæta á fundum, þegar
hún gat. Við glöddumst þá yfir því
að njóta enn návistar hennar.
Henni fylgdi alltaf sama hlýjan og
brosið.
Okkur er markaður ákveðinn
vegarspotti á ævibrautinni hér á
jörð. Guðríður átti langa leið að
baki. Hún bar þess þó ekki merki.
Það var eins og árin gleymdu að
setja mark sitt á hana. Hún var
mjög ungleg í útliti og hélt alltaf
sinni andlegu reisn.
En nú er hún horfm, komin á
fund Drottins síns og frelsara, sem
hún trúði á og vildi þjóna bæði í
Kristniboðsfélaginu og kirkjunni
sinni. Við þökkum fyrir hana, fyrir
trúfesti hennar og skyldurækni í
starfi, fyrir vinsemd og hlýju. Við
hugsum til ástvina hennar og biðj-
um Guð að blessa og styrkja eigin-
manninn, dóttur þeirra ásamt fjöl-
skyldu og einnig Önnu, systur
hennar.
Kæru vinir, við Svanfríður, systir
mín, og aðrar félagssystur í
Kristniboðsfélagi kvenna sendum
ykkur öllum einlægar samúðar-
kveðjur.
Lilja S. Krislgánsdóttir.
JULIANA
EINARSDÓTTIR
+ Júlíana Einars-
dóttir fæddist í
Hjarðarnesi á Kjal-
arnesi 28. júlí 1906
og var því orðin því
nær nílíu og
þriggja ára þegar
hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Sunuii-
hh'ð í Kópavogi, 15.
júní.     Foreldrar
hennar voru Einar
Gottsveinsson bóndi
í Hjarðarnesi og
kona hans Gróa
Ingimundardóttir.
Júlíana var tæplega
fimm ára gömul þegar hún
missti móður sína. Alsystkini
Júlíönu voru: Ingimundur, f.
1898, d. 1992, verkstö'óri í Borg-
arnesi, Guðrún, f. 1899, d. 1989,
húsfreyja í Kópavogi, Birgitta,
f. 1900, d. 1981, húsfreyja í
Laxárholti í Hraunhreppi, Sig-
urlína, f. 1901, d. 1949, hús-
freyja á Meðalfelli í Kjós,
Sveinn, f. 1903, d. 1966, verka-
Júlíana Einarsdóttir fæddist og
ólst upp í litlum bæ á sjávarbakk-
anum í Hjarðarnesi við Hvalfjörð.
Þegar hún missti móður sína ung
réð faðir hennar til sín ráðskonu,
Guðnýju Höskuldsdóttur, sem
hann giftist síðar. Guðný var
Júlíönu litlu mjög góð. Systkinin
voru mörg og áreiðanlega hefur oft
verið erfitt að hafa nóg til hnífs og
skeiðar, þó að Einar Gottsveinsson
væri duglegur maður. Þegar Júlí-
ana var fimmtán ára fór hún alfar-
in að heiman. I nokkra vetur hjálp-
aði hún frænku sinni, Sigríði Eyj-
ólfsdóttur, við heimilishald á stóru
heimili í Hafnarfirði, en Sigríður
var dóttir Guðrúnar Gottsveins-
dóttur, föðursystur Júlíönu. Á
sumrin fór Júlíana austur í sveitir í
kaupavinnu.
Júlíana var listfeng og laghent
og lærði snemma að fara með nál
og tvinna. Það varð til þess að
rösklega tvítug hóf hún nám í
kjólasaumi hjá Guðrúnu Þorkels-
dóttur. Nokkrum árum seinna
hlaut hún meistararéttindi í iðn-
greininni. Á þessum tíma voru ís-
lenskar konur sem óðast að leggja
niður peysuföt og upphlut sem
spariföt og taka upp klæðatísku
kvenna í nálægum löndum. Þess
vegna var þörf á fólki sem kunni til
verka við kjólasaum. Að námi
loknu fór Júlíana að „sauma í hús-
um" eins það nefndist þá, þ.e. hún
saumaði kjóla og lagfærði eldri
kjóla á heimilum viðskiptavina.
Fljótlega stofnaði hún kjóla- og
kápusaumastofu með frænku
sinni, Birgittu Jónsdóttur frá
Blöndholti. Júlíana saumaði kjóla
og Birgitta kápur. Þetta samstarf
stóð þar til foreldrar Birgittu
fluttu til Reykjavíkur, en hún
þurfti að annast þau. Eftir það
stofnaði Júlíana eigin saumastofu,
sem hún rak um árabil og var
stundum með mikil umsvif. Það
sýnir dugnað og áræði bláfátækrar
ungrar konu að ráðast í slíkan at-
vinnurekstur á krepputímum. Með
Júlíönu Einarsdóttir er fallinn frá
fulltrúi stéttar, sem nú er fámenn,
vegna þess að nú kaupa flestar
konur sér innflutt föt.
maður á Kjalarnesi,
og Guðbjörn, f.
1904, d. 1966, bóndi
og bifreiðarstjóri í
Hákoti á Álftanesi.
Eftir lát Gróu
kvæntist     Einar
Guðnýju Höskulds-
dóttur. Þeirra börn
voru: Jón, f. 1913,
d. 1987, bifreiðar-
stjóri í Reykjavík,
Magnús, f. 1913, d.
1913, Gróa, f. 1916,
d. 1952, húsfreyja í
Reykjavík, Indriði,
f. 1916, bóndi á Mel-
um á Kjalarnesi, Haraldur f.
1917, verkamaður í Reykjavík,
Ársæll, f. 1917, d. 1924, Arndís,
f. 1919, húsfreyja á Ingunnar-
stöðum í Kjós og Finnbogi, f.
1921, pípulagningameistari í
Reykjavík.
Utför Júlíönu fer fram frá
Digraneskirkju í Kópavogi í
dag og hefst athöfnin klukkan
15.
Þegar sá sem þetta ritar var
barn að aldri kom hann nokkrum
sinnum á saumastofu og heimili
Júlíönu móðursystur, en það var
einn og sami staðurinn. Þarna ríkti
sérstakt andrúmsloft. Nokkrar
stúlkur saumuðu af kappi, á borð-
um voru bunkar af tískublöðum og
hingað og þangað voru kjólaefni. A
stofuna komu konur, sem voru með
kjólaefni með sér og ræddu lengi
við Júlíönu um hvernig kjóllinn,
sem þær dreymdi um, ætti að líta
út og um leið flettu þær tískublöð-
um. Júlíana sagði að það hefði ver-
ið ángjulegt að þjóna listfengum
konur, sem sumar teiknuðu kjólana
sína sjálfar.
Júlíana sagði að kjólaefni hefðu
verið léleg á kreppu- og stríðsárun-
um og raunar fyrst eftir stríðið.
Stundum var ekki hægt að sníða
efnin nema að strauja þau fyrst. Á
þessum tíma komu konur stundum
með gamla sparikjóla og báðu
Júlíönu um að laga þá, svo að þær
kæmust skammlaust á mannamót.
Þegar umsvifin voru mest á sauma-
stofu Júlíönu, varð hún að standa
meira og minna allan daginn við að
sníða og máta kjóla. Einnig þurfti
hún að ganga um og leiðbeina
saumakonunum. Hún kenndi þess-
um sífelldu stöðum um að fæturnir
biluðu seinna á ævinni. Þegar hún
tók að þreytast á rekstri sauma-
stofunnar, minnkaði hún við sig,
keypti sér íbúð á Rauðarárstíg 38
og saumaði ein fyrir fáeina við-
skiptavini.
Þegar komið var að starfslokum
hjá Júlíönu fékk hún íbúð í húsi
Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópa-
vogi og bjó þar meðan hún gat. Þá
fluttist hún í sambýli aldraðra í
Gullsmára 11 og þaðan í Hjúkrun-
arheimilið Sunnuhlíð. Starfsfólk á
báðum þessum stöðum annaðist
mjög vel um hana og var hún þakk-
lát fyrir það.
Gengin er góð kona þar sem Júl-
íana móðursystir mín var. Ég og
bræður mínir kveðjum hana með
söknuði. Við sendum systkinum
hennar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Júlíönu Einarsdóttur.
Magnús Oskarsson.
Skilafrestur minn-
ingargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin
að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag.
Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68