Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						42   FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
HJALMAR
SIGURÐSSON
+ Hálmar Sigurðs-
son, vélsljóri og
bflaviðgerðarmað-
ur, síðast til heimilis
að hjúkrunarheimil-
inu Skógarbæ í
Reykjavík, fæddist í
Reykjavík 4. maí
1914. Hann lést á
Landspítalanum 22.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigurður Jóns-
:xson, útvegsbóndi í
Görðum í Reykja-
vík, f. 11. mars
1865, d. 15. septem-
ber 1956, og kona hans Guðrún
Pétursdóttir, f. 18. mars 1878, d.
25. maí 1962. Alsystkini Hjálm-
ars urðu tíu, auk þess urðu hálf-
systkini hans þrjú: Pétur, f.
1902, d. 18. maí 1904; Jón, f. 15.
febrúar 1906, látinn; Pétur, f. 7.
aprfl 1907, látinn: Ólöf Kristm,
f. 20. júlí 1908, kjólameistari;
Ásta Valgerður, f. 21. júlí 1910,
látin; Ólafur, f. 5. mars 1912, lát-
inn; Guðríður Þórdís, f. 13. mars
1913, látin; Guðrún, f. 6. febrúar
1916, húsmóðir; Vilhelm, f. 15.
j'an. 1918, og Sigríður, f. 2.
ágúst 1922, starfsstúlka.
Kona Hjálmars var Asa Guð-
brandsdóttir frá Spágilsstöðum
í Laxárdal í Dalasýslu, f. 28.
október 1903, d. 30. október
1972. Áður átti Ása sonin Sig-
urð Markússon framkvæmda-
sljóra, f. 16. september 1929,
kvæntur Ingiríði Árnadóttur og
eru börn þeirra Hrafnhildur,
Guðríður Steinunn, Guðbrand-
ur og Einar.
... Hjálmar og Ása eignuðust
saman fjögur börn. Þau eru: 1)
Garðar, f. 15. ágúst 1937, d. 8.
jiilí 1963, kvæntur Eddu Jóns-
dóttur skrifstofust. og eignuð-
ust þau tvo syni, Þór, f. 9. febrú-
ar 1958, og Jón Björgvin, f. 9.
desember 1959. 2) Sigurðúr, f.
5. nóvember 1943, veiðieftirlits-
maður, kvæntur Rannveigu Sig-
Mig langar í örfáum orðum að
þakka þér, elsku pabbi minn, allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an. Og nú síðast 2. maí '99 þegar
haldið var upp á 85 ára afmælið þitt
í Perlunni. Það var yndislegur dag-
jHr, glaðasólskin og áttum við öll
bornin þín, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörnin og systkini
þín sem eftir lifa ógleymanlegan
dag með þér.
Nú ert þú hjá mömmu, Garðari
bróður og elsku Hjálmari mínum.
Ég veit að þau hafa tekið vel á móti
þér.
Kærar þakkir til starfsfólks
Hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar
(Vesturbær) og bæklunardeildar
13G á Landspítalanum fyrir umönn-
un föður míns.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðar kraftur
mín veri vörn í nótt
t,   Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engii, svo ég sofi rótt.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Þín dóttir
Guðmunda.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn gefðu þinn frið
Gleddu'ogblessaðuþá,
%»    sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(H. Andrésdóttir)
Elsku pabbi minn.
Mér þótti sárt að geta ekki verið
við hlið þér þegar þú kvaddir þenn-
an hekn eftir þær ótal mörgu stund-
ir sem við höfum átt saman í þínum
veikindum á undanfórnum árum.
wn ég var róleg því ég vissi að þú
urðardóttur     og
eignuðust þau fjög-
ur börn: Asgerði, f.
19. febrúar 1964;
Sigurð Andra, f. 10.
júlí 1970; Hafþór
Órn, f. 28. nóvem-
ber 1973; og Jónu
Svövu, f. 14. desem-
ber 1975. 3) Mar-
grét, f. 29. nóvem-
ber 1944, hjúkrun-
arfræðingur. Mar-
grét á eina dóttur,
Asu Valgerði Sig-
urðardóttur, f. 21.
júlí 1971. Margrét
giftist Má Jónssyni pípulagn-
ingameistara. Þau skildu. 4)
Guðmunda, f. 18. mars 1947, frí-
stundamálari. Guðmunda átti
soninn Hjálmar Rögnvaldsson,
f. 18. febrúar 1969. Hann lést í
umferðarslysi í Ölfusi 6. maí
1990. Guðmunda er gift Birgi
Jónssyni bókbindara og eiga
þau eina dóttur, Ástu, f. 17. jan-
úar 1978.
Hjálmar fæddist á Görðum
við Ægisíðu í Reykjavík og ólst
þar upp í fjölmennum systkina-
hópi í foreldrahúsum en um
þær mundir hafði faðir hans
mikið umleikis í útgerð og bú-
skap. Hjálmar byrjaði snemma
að taka til hendinni við bústörf-
in, heyskap og saltfiskverkun.
En strax um fermingaraldur
hóf hann jafnframt sjósókn. Um
tvítugsaldur fór Hjálmar síðan
að vinna sem mótorvélstjóri.
Hann stofnaði ásamt öðrum
Bifreiðaverkstæðið Drif hf. árið
1960, og starfaði þar uns hann
stofnaði eigið verkstæði á Görð-
um við Ægisíðu. Rak Hjálmar
það verkstæði til ársins 1990.
Hjálmar og Ása bjuggu í rúm 20
ár á Skúlagötu 74, en 1968
keyptu þau íbúð í Skálagerði 17
í Reykjavík.
Útför Hjálmars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
varst í góðum höndum. Það var
tómlegt að koma heim úr sumar-
leyfi í Portúgal því þú varst farinn
yfir landamærin og ekkert verður
eins aftur.
Söknuður og eftirsjá fyllir hug-
ann en líka ákveðin sátt, því ekki
var hægt að óska þér lengri lífdaga
eins farinn að heilsu og kröftum og
þú varst. Þín sól var hnigin tO viðar
og þú sofnaðir inn í nóttina aðfara-
nótt þriðjudagsins 22. júní sl.
Góðar minningar frá bernskuár-
unum hrannast upp. Eg var alltaf
mikil pabbastelpa og sterkur tilfinn-
ingastrengur á milli okkar. Þegar
þér leið illa þá leið mér líka illa. Sér-
staklega eru mér minnisstæðir
sunnudagsmorgnarnir sem þú helg-
aðir okkur systkinunum í mörg ár
meðan við vorum ung. Eftir langa
og stranga vinnuviku var þessi frí-
dagur okkur öllum kærkominn. Það
var mikil tilhlökkun fyrir ungar
barnssálir að fara í sparifötin og
sunnudagsbíltúrinn með pabba á
meðan mamma matbjó sunnudags-
steikina. Fyrst var farið niður á
höfn að skoða skipin og bátana því
alltaf togaði hafið í þig. Síðan var
farið niður að tjörn eða vestur í
Garða til afa og ömmu. Þetta varð
fastur liður í tilveru okkar á þessum
árum og mikið mátti gerast til að
ekki af yrði. Minningabrotin eru
ótal fieiri en þau geymi ég í mínum
huga.
Sem hjúkrunarfræðingur hefur
það verið lærdómsríkt fyrir mig í
gegnum þín veikindi að fylgjast með
aðbúnaði aldraðra, bæði hvað vel er
gert og líka hvað betur mætti fara.
Sérstaklega vil ég þakka þér fyrir
hvað þú reyndist dóttur minni, Asu
Valgerði, góður afi. Síðustu minn-
ingarnar um þig eru þegar þú varst
fyrir nokkruin vikum staddur á
heimili mínu. Ég sé þig fyrir mér
ljóslifandi  að  leik  við  Margréti
Láru, barnabarn mitt, og þrátt fyrir
veika burði og að þú værir farinn að
heilsu tókst þér að ná tii barnssálar-
innar á svo eftirminnOegan hátt.
Ég vO þakka öllum sem lögðu þér
lið jafnt á lífsleiðinni og í veikindum
þínum. Þakka þér samfylgdina í
gegnum árin, elsku pabbi minn.
Vertu sæll að sinni.
Þín dóttir
Margrét.
Hjáimar Sigurðsson var kominn
af sjósóknurum í ættir fram en bæði
faðir hans og afi voru útvegsbænd-
ur við Skerjafjörð. Sigurður Jóns-
son faðir hans var jafnan kenndur
við Garða, en afi hans, Jón Einars-
son, var í SkOdinganesi. Sjálfur
stundaði Hjálmar sjómennsku á
yngri árum og þó að hann yndi sér
vel við fjölþætt störf í landi síðar á
ævinni, þá dvaldi hugur hans löng-
um við hafið og margslungna töfra
þess.
Ég kynntist Hjálmari fyrst
haustið 1943, þegar ég kom tO
Reykjavíkur að stunda nám við
undirbúningsdefld Verslunarskól-
ans. Hann var sambýlismaður Asu
móður minnar, en frá fimm ára
aldri hafði ég verið í fóstri vestur í
Dölum hjá Guðríði Guðbrandsdótt-
ur, móðursystur minni, og manni
hennar, Þorsteini Jóhannssyni.
Fyrir nýfermdan pOt úr Dölunum
var Reykjavík ársins 1943 æði
framandleg - hermannaskálar um
allan bæ og hermenn um allar göt-
ur. Forsmekkurinn kom, þegar við
ókum fyrir Hvalfjörð, þar sem
stærstu bryndrekar heimsins lágu
við akkeri og varðliðar gráir fyrir
járnum stöðvuðu öll farartæki sem
um veginn fóru.
Hafi ég borið einhvern kvíða í
brjósti fyrir nýju og annarlegu um-
hverfi, þá er mér óhætt að fullyrða
að hann hvarf þegar á fyrsta degi.
Eg naut þess að endurnýja kynnin
við móður mína eftir langan við-
skOnað og nú fékk ég að kynnast
hálfbróður mínum, Garðari, sem þá
hefur verið sex ára, en hann var
elstur af fjórum börnum Hjálmars
og móður minnar. Hjálmar tók mér
strax af mikOli Ijúfmennsku og út-
vegaði mér þennan fyrsta vetur
húsnæði hjá Sigurði föður sínum í
Görðum, en Sigurður hefur þá verið
kominn fast að áttræðu. Sigurður
var mjög ern og gerði út á hrogn-
kelsi úr Garðavörinni. Þessi aldni
sægarpur sagði mér margt frá fyrri
tíð, sem hér er ekki staður né stund
tO að dvelja við. Stundum verður
mér á að rifja upp frásögn hans af
því þegar hann reri unglingur með
Grím Thomsen yfir Skerjafjörð og
þá rennur upp fyrir mér hversu for-
tíðin og sagan eru skammt undan.
Þennan fyrsta skólavetur og þá sex
sem á eftir fóru var ég í fæði hjá
móður minni og Hjálmari og tvo
veturna bjó ég á heimOi þeirra, en
þess ber að geta að á þessum árum
var mikil húsnæðisekla í Reykjavík.
Það var mér mikill stuðningur að
eiga athvarf hjá móður minni og
Hjálmari á þessum árum og fyrir
þann stuðning skal nú að leiðarlok-
umþakkað.
Á kveðjustund sækja á hugann
margvíslegar minningar frá langri
samleið, flestar þeirra bjartar en
aðrar sveipaðar hryggð og dapur-
leik. Það var mikOl harmur kveðinn
að fjölskyldunni, þegar Garðar hálf-
bróðir minn var kallaður brott frá
konu og tveimur ungum sonum, að-
eins 26 ára að aldri. Aðeins níu ár-
um síðar lést móðir mín og skorti
hana þá eitt ár í sjötugt. Mörgum
árum síðar kvaddi sorgin dyra á ný,
þegar 21 árs gamall dóttursonur
Hjálmars og nafni hans, Hjálmar
Rögnvaldsson, beið bana í umferð-
arslysi. Hjálmar tók öllum þessum
áföUum af karlmennsku, enda var
það ekki háttur hans að bera trega
sinn á torg. Bjartari minningar
tengjast samverustundum í Reykja-
vík og víðar, meðal annars eftir að
fjögur börn okkar Ingu komu tO
sögunnar. Hjálmar var einstaklega
barngóður maður og gerði sér ávallt
sérstakt far um að sinna börnunum
þegar komið var saman til mann-
fagnaðar. Sérstakan sess í minn-
ingabókinni  á  heimsókn  móður
minnar, Hjálmars og fósturforeldra
minna tO Edinborgar árið 1960 þar
sem við þá áttum heima. Hjálmar
hafði mikið yndi af að ferðast um ís-
land og stundaði lax- og sOungs-
veiði, meðan heOsan leyfði. Hann og
fósturfaðir minn fóru oft saman tO
veiða og veit ég að þessar veiðiferð-
ir veittu Þorsteini fóstra mínum
mikið yndi.
Sunnudaginn 2. maí sl. fagnaði
Hjálmar afkomendum sínum og
fjölskyldum þeirra í Perlunni í
Reykjavík en tveim dögum síðar
varð hann 85 ára. Þetta var ljúf
stund á sólbjörtum degi og í sjóði
minninganna verður hún enn dýr-
mætari vegna þess að mörgum okk-
ar varð hún einnig kveðjustund.
Við Inga og börn okkar biðjum
Guð að blessa mmningu Hjálmars
Sigurðssonar. Við óskum honum
góðra endurfunda við ástvini sem á
undan voru gengnir og sendum
börnum hans og fjölskyldum þeirra
innOegustu samúðarkveðjur.
Sigurður Markússon.
Elsku afi minn. ¦
Það er liðið á kyöld er ég skrifa
þér þessar línur. Ég hef forðast að
hugsa tO þessarar stundar en vissi
að kæmi að henni fyrr en síðar. T0-
fínningin er í raun svipuð og þegar
ég hef verið fjarri okkar ástkæra
landi og sest niður í því skyni að
færa þér fréttir. Nú hefur dæminu
aftur á móti verið snúið við og það
ert þú, afi minn, sem dvelur á fjar-
lægum slóðum.
Kvöldkyrrðin er kærkomin að
loknum erilsömum degi. Þannig trúi
ég að þér líði núna, þar sem þú varst
misgóður tO heOsunnar, stundum
órólegur og þarfnaðist hvfldar.
Mér þykir sárt að hafa verið er-
lendis þegar kalUð þitt kom, afi
minn. Við mamma, Baldur og Mar-
grét Lára áttum einn dag eftir af
annars yndislegu sumarleyfi í
Portúgal. Mér varð hugsað til þín
þar sem fiskikarlarnir voru með bát-
ana sína og veiðarfærin upp á gamla
móðinn. En eftir beinbrotið voru
dagar þínir taldir og segir það allt
um hvert lífsþrek þitt var.
Breytingin er mikO fyrir mömmu
þar sem samband ykkar var mikið
og náið. Sjálf þekki ég þig vel, enda
hittumst við reglulega. Þó þú gætir
verið fastur fyrir varstu umfram allt
ljúfur, umhyggjusamur og barngóð-
ur og alltaf gott að koma tO þín.
Þú hafðir afar gaman af því að
segja frá gamla tímanum og þá var
líka stutt í kímnina hjá þér. Þú varst
næmur á fólk og aðstæður og það
komu mörg gullkornin frá þér. Við-
talið sem ég tók við þig fyrir ritgerð-
ina í menntaskóla, um líf og störf í
Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar,
er mér mikOs virði. Þar naust þú þín
tO fulls enda um athygUsverðar
heunOdir að ræða. Einnig minnist
ég þess er við keyrðum fram hjá
skerjunum rétt áður en komið er í
Borgarnes. Þú gast nafngreint sker-
in og rifjaðir upp í smáatriðum ferð
þína og langafa í bát fullum af heyi í
vonskuveðri.
Veiði var eitt af áhugamálum þín-
um og maðurinn með veiðihattmn og
vindilmn, það varst þú. Eitt sinn
„bjargaði" ég tveimur fiskum sem
þú hafðir veitt og setti þá í skál með
vatni undir rúm í góðri trú. Seinna
meir voru þær ófáar kennslustund-
irnar við Elliðavatn, Reynisvatn eða
Hvammsvík með flotholt, spún eða
maðk, allt eftir kúnstarinnar regl-
um.
Skálagerðið var einn af þessum
föstu punktum í tilverunni. Fyrstu
minningarnar þar tengjast „brak-
andi" hreinum rúmfötum í sófanum í
stofunni, blómkálssúpu og matar-
kexi í eldhúsinu við gluggann, Leo
súkkulaði í skottinu á gamla Opeln-
um, hlaupasleðanum gamla og
stjúpunum á veröndinni að
ógleymdum smáfuglunum úti á túni.
Fuglar og blóm voru þér hjartfólgin.
AUtaf Ufnaði yfir þér ef ég tók fram
gömlu myndirnar enda heOu sög-
urnar á bak við hverja mynd. Að
ógleymdum „sUdes"-myndunum
sem þú útbjóst svo vandvirknislega
sjálfur.
Ásu ömmu þekkti ég því miður
aldrei sjálf sökum ungs aldurs þegar
hún lést, en heyri fallega um hana
talað. En samband þitt og Nínu skfl-
aði mér traustum og góðum vmskap
við hana sem er mér mfldls virði.
Eftir að Margrét Lára fæddist
fyrir tæpum tveimur árum má segja
að ég hafi kynnst þér á nýjan hátt,
enda gafst þá meira svigrúm tO að
hittast. Kaffihúsaferðir með ykkur
mömmu í Perluna eða Ráðhúsið og
bfltúr út á æskuslóðirnar við Ægi-
síðu voru þér mikfls virði og okkar
líka. Þá var fastur Uður hjá mér og
Margréti að kíkja í kaffi tO þín í
Skógarbæ og sú litla farin að rata á
skúffuna þar sem þú geymdú" „góða
kexið".
Þó þú hefðir orðið lítið frumkvæði
í samræðum og ættir erfitt með að
koma orðunum fyrir þig, var fallegt
að sjá hvernig Ufnaði yfir þér öllum
þegar þú sást Utlu manneskjuna.
Við hittumst síðast rúmri vfltu áð-
ur en við fórum utan, í vöfflukaffi
hjá mömmu. Þú varst „fínn í taumu"
með hattinn að vanda á sunnudegi.
Þú klappaðir höndum saman og
grettir þig framan í Margréti svo
hún skríkti af kæti. Hún lék við þig
með dótið sitt sem þú værir jafningi
hennar, sem var dæmigert fyrir það
hvernig börn löðuðust að þér. Að
lokum tókum við Iagið eins og svo
oft í seinni tíð. Þá komu orðm hjá
þér með auðveldari hætti. Meðal
þeirra var eftirfarandi lag sem lýsir
hugðarefnum þínum svo vel. Ljóðið
segir allt sem ég óska þér nú, afi
minn.
Ég talaði um að heimsækja þig
strax og við kæmum að utan, en
fljótt skipast veður í lofti og sam-
verustundirnar dýrmætu verða
aldrei teknar frá okkur.
vertu nú blessaður um sinn, elsku
afi minn. Ég sakna þín og hugsa tfl
þín en er umfram allt þakklát fyrir
að hafa átt þig fyrir afa og vera svo
rík af góðum mmningum. Hafðu það
sem allra best á þeim góða stað þar
sem þú nú dvelur. SáUn þín Ufir með
okkur.
Hafið bláa hafið hugann dregur.
Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur.
Bíða mín þar æsku draumalönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyrr.
Bruna þú nú, bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum.
Fyrir stafni haf og himinninn.
(Örn Arnarson)
Þín
Ása.
Okkur systkmin langar tfl að
minnast Hjálmars afa okkar með
nokkrum orðum. Oft þegar við fór-
um í bfltúr með pabba enduðu þeir á
verkstæðinu hjá Hjálmari afa við
Ægisíðu. Þar tók hann á móti okkur
í haugdrullugum vinnugalla með oUu
á höndunum og það fyrsta sem hann
bauð okkur var mjólkurkex.
Oft þegar við bræðurnir fengum
afnot af verkstæðinu til þess að lag-
færa bfla og afi var á staðnum gerð-
ist það að við þóttumst vita betur en
hann. Þá spurði hann hvort eggið
ætlaði nú að fara að kenna hænunni.
Það má eiginlega þakka Hjálmari
afa fyrir að við bræðurnmr lögðum
stund á bifvélavirkjun og var hann
mjög stoltur þegar við útskrifuð-
umst úr Iðnskólanum.
Þegar hann hætti með verkstæðið
sökum aldurs fór hann að klæða sig í
fínu fötin dags daglega. Hann vildi
alltaf vera snyrtilegur tfl fara og fór
ekki út án þess að hafa hattinn sinn
með. Síðasta árið hafði hann gaman
af því að fara í heimsóknir eða
skreppa á kaffíhús. Hjálmar afi vfldi
endOega fá að halda upp á 85 ára af-
mælið í Perlunni með glæsibrag,
sem hann gerði í maí síðastUðnum.
Þar var hann umkringdur afkom-
endum sínum, sæll og glaður.
Ekki er langt síðan Hjálmar afi
birtist óvænt úti á Seltjarnarnesi
með mömmu og pabba og vfldi endi-
lega fá sér kaffisopa hjá henni Jónu
Svövu. Hann hafði yndi af að horfa
út á sjóinn og sat hmn rólegasti með
kaffiboUa og talaði um liðna tíð.
Hjálmari afa leið alltaf vel nálægt
sjónum því hann minnti hann á upp-
vaxtarár sín.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68