Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999   4&,
MINNSNGAR
i
I
I
I
i
+
Elsku afi, þakka þér fyrir allar
okkar samverustundir. Hvfl í friði.
Loks sofnum við þreyttir og sælir
við sönginn frá upprunans lind
og látum það ósagt hvort lífió"
er ljóð eða mynd.
(Jóhannes úr Kötlum)
Sigurður Andri, Hafþór Örn
og Jóna Svava.
Elsku gamli afi. Mér og Sunnu
systur finnst svo leiðinlegt að fá ekki
að hitta þig meira. Þú áttir þér þann
draum að fara Hvalfjarðargöngin og
ég og Siggi afi fórum með þig í
bíltúr upp á Akranes þar sem við
drukkum kaffi og aftur til baka í
gegnum göngin. Eg man eftir því að
þú þóttist vera mjög hræddur í
göngunum, en þú varst bara að
plata. Þú varst svo ánægður með
ferðina að þú talaðir ekki um annað í
marga daga.
Þú áttir líka þann draum að halda
upp á 85 ára afmælið þitt í Perlunni
og bjóða öllum í fjölskyldunni. Það
var gert með stæl og öllum sent
boðskort og komu allir í afmælið.
Það var mjög gaman og sungu allir
afmælissönginn og Kátir voru karl-
ar.
Mér fannst alltaf gaman að koma
með afa til þín í Skógarbæ. Þú varst
alltaf góður við okkur Sunnu og þeg-
ar þú vissir að okkur vantaði hjóla-
hjáima þá heimtaðir þú að fá að
kaupa þá handa okkur. Nú segi ég
bara, bless gamli afi, kveðja frá
Sunnu systur.
Þinn
Daníel.
Elsku afi, nú ert þú kominn til
Asu ömmu. Mig langar að þakka þér
fyrir allar stundirnar sem við áttum
saman þegar ég var barn.
Ég mun aldrei gleyma sögunni
sem þú sagðir mér aftur og aftur og
aftur, um hann „afa sem datt í sjó-
inn", né mun ég gleyma þeim stund-
um sem ég fór með pabba út á verk-
stæði til þín. Ég þóttist vera að laga
bflana með þér og fékk að taka til og
sópa verkstæðið. Svo gafstu mér
kaffi og hafrakex.
Mér þykir sérstaklega vænt um
að hafa getað verið heima á afrnæl-
inuþínu núna í maí.
Ég er alltaf með myndina af þér
og mér á skrifborðinu mínu fyrir
framan mig, þannig að þú ert ekki
alveg horfinn frá mér.
Elsku afi minn, ég sendi pér
kveðjur héðan frá Baltimore, frá
okkur Manuel. Hvíldu í friði.
Þín
Ásgerður.
Með nokkrum orðum vfljum við
kveðja með virðingu og þökk bróður
og föðurbróður.
Hjálmar ólst upp í stórum systk-
inahópi á Görðum við Ægisíðu.
Reyndar var Ægisíðan ekki til á
þeim tíma og ólíkt var um að litast á
heimavelli barnanna á Görðum þá
en nú. Sigurður faðir hans vor-
kenndi börnunum inni í Reykjavík
sem höfðu ekki aðra leikvelli en göt-
urnar og garðana, hans börn höfðu
nóg að sýsla í fjörunni og á túninu.
Að Görðum var stundaður bú-
skapur, hrognkelsaveiðar, fiskverk-
un auk þess sem Sigurður stundaði
útgerð öðru hverju. Var þar oft
margt um manninn einkum þegar
verið var að vinna að saltfiskinum.
Þegar auka þurfti við mannskapinn
vegna fiskbreiðslu var flaggað og
komu þá konur og unglingar af
Grímsstaðaholtinu í vinnu. Voru
mæðurnar þá iðulega með börnin
með sér. Heimilisfaðirinn taldi að
vinnan væri besta uppeldismeðalið
og hamingjuríkasti skólinn og lét
börn sín fara að vinna strax og þau
höfðu aldur til. Þau voru oft vakin
snemma á morgnana eða kölluð frá
leikjum til vinnu. Það þurfti einnig
að sinna skepnunum. Kindur voru
aldrei margar, svona 30-40, kýr voru
um fimmtán og svo hestar. Garðars-
túnið náði upp að Grímshaga en það
dugði ekki til svo keypt var land úr
jörðinni Innri-Skeljabrekku í Anda-
kfl í Borgarfirði. Það gefur að skflja
að það var mikil fyrirhöfn að flytja
hey úr Borgarfirðinum til Reykja-
vfkur. Var það gert sjóleiðina. Þegar
systkinin höfðu aldur tfl var það m.a.
verkefni þeirra að stunda heyskap í
Borgarfirðinum.
Hjálmar vann eins og systkinin
við fiskverkunina og búskapinn en
áhugi hans á vélum kom fljótlega í
ljós og var það undur hvað hann var
laginn við ýmiss konar véltækni.
Hann átti lítinn bát sem var um 40
sm langur. í þennan bát setti hann
litla leikfangagufuvél sem var hituð
með spritti, skrúfu bjó hann til úr
blýþynnum, síðan var bátnum siglt í
einu af fiskkerjunum. Hann var sí-
fellt að koma á óvart með útsjónar-
semi og innsæi í véltækni. Einhvern
tíma tók hann í sundur Ford-vél
sem var í einni af trillunum. Sigurð-
ur faðir hans var viss um að Hjálm-
ar kæmi vélinni aldrei saman aftur
en það tókst og gekk hún vel eftir
það.
Hjálmar gerðist síðan lærlingur í
vélsmiðju en hætti þar fljótlega því
kaupið var lágt. Það varð samt síðar
meir hans ævistarf að vinna með
vélar. Sjómennsku stundaði hann í
mörg ár, keypti m.a. 15 tonna bát
árið 1952 með Villa bróður. Það var
á þeim árum að Faxaflóinn var lok-
aður fyrir togveiðum. Bræðurnir
voru á handfærum og netum í bukt-
inni eins og margir aðrir. Eftir þetta
keyrði Hjálmar sendibfl í þó nokkur
ár. Var hann nú kominn í það vinnu-
umhverfi þar sem hann undi sér
best.
GISLI
GUÐMUNDSSON
+ Gísli Guðmunds-
son  fæddist  í
Hafnarfirði     17.
mars 1910. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 23. júní
sídastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði 30. júní.
^
Kveðja frá Rótarý-
klúbbi Hafnarfjarðar
Gísli Guðmundsson
gerðist félagi í Rótarý-
klúbbi Hafnarfjarðar á
árinu 1964. Hann var alltaf mjög
virkur og áhugasamur félagi allt til
ársins 1996 að hann hætti af heflsu-
farsástæðum. -Gísli gegndi öllum
helstu embættum klúbbsins og var
m.a. forseti starfsárið 1977-1978.
Hann var ætíð mjög öflugur í
skemmtinefnd klúbbsins og hrókur
alls fagnaðar á gleðistundum. Gísli
fylgdist í mörg ár með mætingum
félaganna og ýtti við mönnum sem
þurftu að bæta mætinguna á þann
hátt að það virkaði
alltaf. Þegar aldur
heimtaði hlé á störfum
smíðaði hann listagripi
fyrir vini og kunningja.
Bera þeir vitni um
dugnað hans og list-
fengi. Einnig hannaði
hann og smíðaði merki-
skildi fyrir Rótarý-
hreyfinguna.
Gísli var útnefndur
Paul Harris-félagi og
síðar heiðursfélagi eft-
ir að hann hætti form-
legri þátttöku.
Rótarýklúbbur
Hafnarfjarðar þakkar Gísla sam-
veruna og þakkar honum af alhug
fyrir framlag hans til hreyfingar-
innar á liðnum áratugum.
Félagar í Rótarýklúbbi Hafnar-
fjarðar senda afkomendum Gísla
Guðmundssonar samúðarkveðjur
og þakka kynni við góðan dreng og
sómamann.
Guðmundur Friðrik
Sigurðsson, forseti Rótarý-
klúbbs Hafnarfjarðar.
Bifreiðaverkstæði rak hann síðan
í mörg ár. Var það staðsett í fisk-
verkunarhúsinu í fjörunni fyrir neð-
an Garða, þar sem hann hafði unnið
svo margt handtakið sem barn og
unglingur. Hjálmar lærði aldrei
formlega bifvélavirkjun. Lífið var
hans skóli í þeim efnum. Hann var
einstaklega laginn við viðgerðirnar
og hafði alltaf nóg að gera, oftast of
mikið. Það kom sér vel að eiga
Hjalla frænda að þegar unga fólkið í
fjölskyldunni var að kaupa sína
fyrstu bfla. Hann var alltaf boðinn
og búinn að líta á gripinn og gera
svo við þegar kerran gáf sig.
Hjálmar átti yndislega konu, hana
Asu, sem hann missti alltof snemma
eða árið 1972. Þau hjónin bjuggu
alla tíð með börnum sfnum á Skula-
götunni og var alltaf ljúft að koma
þar í heimsókn. Elsti sonur þeirra
hjóna lést aðeins 25 ára að aldri frá
konu og tveimur ungum sonum.
Mikil var sorg þeirra hjóna að sjá á
eftir mannvænlegum syni svo ung-
um.
Hjalli var góður maður, hann var
ætíð skapgóður og greiðvikinn við
alla er tfl hans leituðu. Samveru-
stundir með honum einkenndust af
glaðværð og umhyggju. Við þökkum
honum fyrir vináttu, bróðurkærleika
og ræktarsemi við okkur af yngri
kynslóðinni. Börnum hans og fjöl-
skyldum þeirra sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Vilhelm S. Sigurðsson og
Elín Vilhelmsdóttir.
Við sumarsólstöður, þegar dag
hætti að lengja og hann tók aftur að
styttast, var Hjálmar Sigurðsson,
áður sjómaður frá Görðum við Ægi-
síðu, að búa sig til góðrar heimferð-
ar. „Og þegar eg er farinn burt og
hefi búið yður stað, kem eg aftur og
mun taka yður til mín, til þess að
þér séuð og þar sem eg er." (Jó-
hannes 14,5.)
Ég kveð Hjálmar með eftirlætis
ljóði móður minnar sálugrar, Val-
gerðar Vilhjálmsdóttur, og signa afa
yngri dóttur minnar Asu Valgerðar
og einkadóttur Margrétar Hjálm-
arsdóttur.
Hver er, sem veit, nær daggir drjúpa,
hvar dafnar fræ, sem ná skal hæst.
Hver er, sem veit, nær knéin krjúpa
við kirkjuskör, hvað guði er næst.
Fyrst jafnt skal rigna yfir alla,
jafnt akurland sem grýtta jörð, -
skal nokkurt tár þá tapað falla,
skal týna sauði nokkur hjörð?
Hver er að dómi æðsta góður -
hver er hér smár, og hver er stór?
- í hverju strái er himingróður,
í hverjum dropa reginsjór.
(Einar Ben.)
Sigurður Eyþórsson.
JON FREYR
ÓSKARSSON
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minmngargrein að
birtast á útfarardegi (eða í
sunnudagsblaði ef útför er á
mánudegi), er skilafrestur
sem hér segir: í sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein
að berast fyrir hádegi á
föstudag. í miðvikudags-,
fimmtudags-, föstudags- og
laugardagsblað þarf greinin
að berast fyrir hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrir birt-
ingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist
innan     hins     tiltekna
skilafrests.
+ Jón Freyr Ósk-
arsson fæddist í
Keflavík 23. nóvem-
ber 1977. Hann Iést
hinn 18. jiíní síðast-
liðinn. Utförin fór
fram 26. júní.
Elsku  Jón  Freyr
minn.
Mér finnst helming-
ur af hjarta mínu horf-
inn, en ég verð víst að
virða þessa ákvörðun
þína. Eg veit að þú
munt hjálpa mér smátt
og smátt að láta þessi
sár gróa. Þú verður ætíð í hjarta
mínu. Ég elska þig og ég veit að þú
verður alltaf hjá mér og passar mig
þangað til að við sjáumst á ný. Guð
geymi þig, ástin mín.
Þín Emma Rós að eilífu.
Ég vil votta mína dýpstu samúð
til allra aðstandenda vegna missis
þeirra. Guð veri með ykkur.
Emilía R<5s Hallsteinsdóttir.
Elskulegur bekkjabróðir okkar
og vinur, Jón Freyr, er látinn langt
fyrir aldur fram.
Við eigum öll margar góðar minn-
ingar um þig. Þú varst alltaf hrókur
alls fagnaðar, jafnt í skólanum sem
utan hans. I skíðaferðunum naust
þú alltaf óskiptrar athygli alls hóps-
ins allan tímann, þá oftast í gervi
Benny Hinn. Við mun-
um alltaf eftir þér úr
fótboltanum og hand-
boltanum. Var það
ótrúlegt hvað þú vissir
alltaf mikið um alla
knattspyrnumenn og
varst alltaf að fræða
okkur um þá. Kapp-
semin var ætíð fyrir
hendi í öllu sem þú
tókst þér fyrir hendur
og sást þú við þeim
vanda bæjarfélagsins<-
að eiga enga félagsmið-
stöð og bauðst okkur
ósjaldan heim til þín á
daginn með því skflyrði þó að við
værum farin út kl.16.55 áður en
mamma þín kæmi heim úr vinnunni.
Þú varst mikill og góður vinur
okkar allra og minningin um góðan
dreng mun alltaf vara í hjörtum
okkar og er þín sárt saknað.
Eg minnist ennþá okkar fornu kynna,
og ennþá man ég ljómann drauma þinna,
er bernskan móti okkur báðum hló.
Hver dagur nýrri frægð og frama spáði,
o_g fógur, mikil verk þinn hugur þráði.
A köllun þína engum efa sló.
(Æskuvinur e. Tómas Guðmundsson.)
Valborg, Högni og fjölskylda.
Við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð og megi Guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Bekkjarfélagar, Grunn-
skólanum Sandgerði.
+			
			
1 Bróðir okkar, GUÐSTEINN ÞORSTEINSSON frá Köldukinn, Holtum,	ffi  ^t	*.j	
lést á Sólvangi miðvikudaginn 30. júni.			
Sigriður Þorsteinsdóttir, Svava Þorsteinsdóttir og aðrir aðstandendur.	n	¦	
+
Hjartkær móðir mín og dóttir,
MILLY JÓSEFSDÓTTIR COWARD,
lést þann 15. apríl sl. á heimili sínu í Sylva,
Norður-Karolínufylki í USA.
John Jósep Coward,
Soffía Stefánsdóttir.
+
Ástkær móðir okkar,
GUÐNÝ KRISTÍN HARTMANNSDÓTTIR
f rá Melstað,
lést í Sjúkrahúsi Sauðárkróks miðvikudaginn 30. júní.
Börnin.
+
Ástkær sonur okkar, unnusti, bróðir, mágur og
barnabam,
EIRÍKUR BERGUR SVAVARSSON,
Vœttaborgum 154,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 28. júní
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 5. júlí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna.
Svavar Jónsson,            Guðný Eiríksdóttir,
Kristín Helga Einarsdóttir,
Hrefna Katrín Svavarsdóttir, Baldvin Ingimarsson,
Óskar Svavarsson,          Maria Þrastardóttir,
Reynir Svavarsson,
Heiðdís Rós Svavarsdóttir,
Hrefna Líneik Jónsdóttir.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68