Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8   ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ

FRETTIR
Stjórnarformaður Landssímans gagnrýnir Samkeppnisstofpull i bréfí til ráðherra
HÆSTVIRTUR viðskiptaráðherra á skilið að fá nokkrar hugljúfar línur
frá þér foringi, ég er lagður í einelti.
Sólinni haldin hátíð
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
ÞESSIR kátu krakkar skemmtu sér vel á Sólhátíðinni á Mánagarði, enda búnir að sjá leikrit, gæða sér á
grilluðum pylsum og appelsínusafa. Eftir allt þetta var tilvalið að skella sér í smáökuferð.
búð af nýjum vörum
Tilbúnir eldhústaukappar frá kr. 650 metrinn.
Falleg stofuefni frá kr. 980 metrinn.
Tilbúnir felldir stofutaukappar
frá kr. 1.790 metrinn.
Nýkomið mikið úrval af vaxdukum.
Einnig undirlagsdúkur í metratali.
Z-brautir & gluggatjöld,
Faxafeni 14,
símar 533 5333/533 5334.
Reglugerð um vinnu barna og unglinga
Ákvæðisvinna
á færibandi
er bönnuð
Ný reglugerð um
vinnu barna og
unglinga tekur
gildi 1. september næst-
komandi. Hún er í sam-
ræmi við tilskipun sem
gildir á evrópska efna-
hagssvæðinu um vinnu-
vernd barna og ung-
menna. Magnús Erlings-
son er lögfræðingur
Vinnueftirlits ríkisins.
„Þessi nýja reglugerð
setur ýmis mörk og skil-
greinir betur hvaða vinna
telst hættuleg fyrir börn
og unglinga. Hún afmark-
ar einnig nánar og tak-
markar vinnutíma barna
og unglinga. Barn er sam-
kvæmt reglugerðinni ein-
staklingur undir 15 ára
aldri  sem  enn  stundar
skyldunám. Unglingur er einstak-
lingur sem hefur náð 15 ára aldri
en er undir 18 ára aldri og er ekki
lengur í skyldunámi."
-Hvað með vinnu barna sem
eru undir 13 ára aldrí?
„Börn sem eru yngri en 13 ára
mega ekki vinna nema vinnan falli
undir þá skilgreiningu að teljast á
menningar-, íþrótta- eða auglýs-
ingasviði. Sækja þarf sérstaklega
um leyfi fyrir slíkri vinnu hjá
Vinnueftirliti ríkisins. Þegar börn
eru orðin 13 og 14 ára er þeim
heimilt að vinna við takmörkuð
störf sem talin eru upp í reglu-
gerðinni."
Magnús segir að undir þessi
verkefni falli hefðbundin vinna
eins og hjá Vinnuskólanum svo og
blaðburður.
Hann segir að sérfræðingar
hafi talið varasamt að leyfa blað-
burð með tilliti til álags á börn á
vaxtarskeiði og umhverfisþátta.
„En niðurstaðan varð sú að leyfa
blaðburð en taka ákvæðið til end-
urskoðunar eftir þrjú ár. Þó eru í
gildi lægri þyngdarmörk gagn-
vart börnum eða 8-10 kíló há-
mark." Hann bendir á að umrædd
reglugerð sé lágmarksreglugerð
og fyrirtæki geti sett sér strang-
ari reglur ef þau viija.
- Geturðu nefnt dæmi um vinnu
sem samkvæmt reglugerðinni
telst hættuleg fyrir börn og ung-
linga?
„Nærtækt dæmi er færibanda-
vinna sem jafnframt er ákvæðis-
vinna. Slík vinna er nú almennt
bönnuð. Akstur dráttarvéla er al-
mennt bannaður þeim sem er
yngri en 16 ára og er slíkt bundið
við að viðkomandi hafi réttindi.
Þá er vinna með villt eða skað-
vænleg dýr bönnuð. Það var tölu-
vert rætt hvort þessi liður ætti við
hér á landi og hvernig taka ætti á
almennri sveitavinnu. I reglu-
gerðinni er tekið fram að heimilt
sé að vinna með ótamin húsdýr og
börn geta farið í sveit og aðstoðað
við tamningu ef fullorðnir fylgjast
með. Vinna við villta refi eða
minka er á hinn bóg-
inn bönnuð."
- Samkvæmt bess-
ari nýju reglugerð
mega börn ekki lyfta
mjög þungum hlutum.
Hver eru mórkin?
„Mörg böro hafa ^^-^-""
hlotið slæm álagsmeiðsli þegar
þau byrja í þungri sumarvinnu
eftir skóla. Með viðmiði um
þyngdir er í reglugerðinni verið
að sporna við slíkum tilfellum.
Börn og unglingar mega ekki
lyfta þyngri hlutum en sem vega
25 kíló og að jafnaði ekki lyfta
þyngri hlutum en 12 kílóum. Börn
Magnús Erlingsson
? Magnús Erlingsson er fæddur
í Reykjavík árið 1965. Hann Iauk
lagaprófi frá Háskóla Islands ár-
ið 1992 og vann í tvö ár á fast-
eignasölu og sem sjálfstætt starf-
andi lögmaður. Hann lauk MA-
prófi í Evrópurétti frá Árósahá-
skóla svo og dönsku lagaprófi ár-
ið 1997. Magnús hefur frá árinu
1998 verið lögmaður og lögfræð-
ingur hjá Vinnueftirliti ríkisins.
Eiginkona hans er Sunna Ólafs-
ddttir flugfreyja og eiga þau
þrjú börn 2, 7 og 11 ára. Hann á
eina dóttur.
Börn mega
vinna frá sex á
morgnana en
ekki eflir átta
á kvöldin
mega ekki lyfta þyngri hlutum en
8-10 kílóum háð vinnuaðstæðum."
- Hvað með lengd vinnutuna?
Gilda strangar reglur þar um?
„Börn mega vinna frá sex á
morgnana en ekki eftir klukkan
átta á kvöldin og engar undan-
tekningar eru veittar frá þeirri
reglu. Uhglingar mega vinna frá
sex á morgnana og til klukkan tíu
á kvöldin. Veittar eru undanþágur
frá þeirri reglu."
Magnús segir að vinnutími sé
misjafn eftir aldri barna. „Þegar
þau eru 13 og 14 ára mega þau
vinna 12 tíma á viku með skóla en
35 tíma á viku þegar þau eru í fríi.
Þegar krakkarnir eru orðnir 15
ára mega þeir vinna 40 tíma á
viku í fríi og. þeir sem eru búnir
með skyldunám geta unnið 40
tíma á viku með skóla."
-1 reglugerðinni er sérstakt of-
beldisákvæði. Um hvað fjallar
það?
„Þar er sérstaklega tekið fram
að vinna í söluturnum, söluskál-
um, myndbandaleigum, á skyndi-
bitastöðum og á bensínstöðvum sé
bönnuð börnum og unglingum
yngri en 18 ára nema þau séu að
vinna með einstaklingum sem eru
eldri en 18 ára. Tilefni þessa
ákvæðis er ofbeldi sem hefur við-
gengist og það má segja að þetta
sé verndarákvæði gagnvart þess-
um hópi."
- Eru viðurlög ef ekki er farið
¦  eftir þessum reglum?
„Ef um slík tilfelli
verður að ræða fá þau
hefðbundna  meðferð
og eru kærð eftir at-
vikum og kunna að
leiða til  höfðunar á
~  refsimáli. Atvinnurek-
ber skylda til að meta
vegna starfa barna og
Það er mikilvægt að
endum
áhættu
unglinga.
mat fari fram og fyrirtæki skoði
hvaða vinnu þau eru að láta ung-
menni inna af hendi og að þau
sinni fræðslu um þær hættur sem
eru samfara störfum barna og
unglinga."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64